Morgunblaðið - 12.12.1978, Side 30
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978
„Eitt sinn var svo lítið til
að borða að ég þurfti að éta
töðuna úr heygarðinum”
KNATTSPYRNAN helur verið mitt áhugamál í 65 ár eða allar
(íiitur frá því ck kom til Reykjavíkur 1914 og sá fyrsta
knattspyrnuleikinn, sem var á milli Fram og Vals, sagði Pálmi
Ólafsson. cr éjj hitti hann að máli á dögunum í tiiefni þess að hann
er 80 ára í dag. — Nei. és hef sjálfur aldrei leikið knattspyrnu, en
ég hreifst af íþróttinni o>? hcf haldið tryggð við hana síðan og mun
Kera það scm ég á eítir ólifað.
Það er óþarfi að kynna Pálma
fyrir knattspyrnuunnendum, því
eins 0« áður er fram kómið, þá
hefur hann fylgst með knatt-
spyrnunni í 65 ár og séð
velflesta leiki. Þá kann hann
skil á og man nöfn flestallra
knattspyrnumanna okkur í
gegnum árin. Þótt sjónin sé
farin að daprast fylgist hann
enn með og veit upp á hár hvað
er um að vera í íslenskri
knattspyrnu.
— Ég er lausaleikskrakki
sagði hann, er ég spurði hann
um ætt hans og uppruna. Ég
fæddist á Hólmi hér rétt fyrir
ofan Reykjavík 12. des. 1898.
Móðir mín heitir Auðbjörg
Guðnadóttir frá Þorleifskoti í
Flóa. Hún fór vestur um haf
árið 1911 og ég veit ekki betur
en að hún sé enn á lífi 107 ára
gömul og býr í Los Angeles.
sagt þér frá því, að eitt sinn
meðan ég var í Arnarstaðakoti
var svo lítið til að borða, að ég
þurfti að éta töðuna úr heygarð-
inum. Nei, það var sko ekkert
sældarlíf á þessum árum í
þessum helvítis kotum fyrir
austan.
Um skólagöngu var nú ekki að
ræða hjá mér, enda voru
hreppsómagar eins og ég ekki
hátt skrifaðir. Ég lærði aldrei
að skrifa eða reikna og lestur
lærði ég af kverinu, en það
kunni ég mjög vel og stóð mig
vel þegar Olafur Sæmundsson,
Jóhannes og Hermann Her-
mannsson svo nokkrir séu
nefndir. Ég var mikill Valsmað-
ur á þessum árum og félags-
bundinn í ein 20 ár.
Síðan urðu mikil mannaskipti
í Val og komu þar til starfa nýir
menn, sem ég þekkti ekki, svo ég
hvarf frá félaginu og sneri mér
að Skagamönnum og hef ég
haldið tryggð við þá síðan og
geri það sem eftir er.
Það var með mig eins og svo
marga aðra, að Gullaldarliðið
hreif mig. Ég gleymi aldrei
leiknum á Melavellinum, ég held
1951, þegar Skagamenó sigruðu
KR 4—2 í skemmtilegum leik.
Þetta voru úrslit, sem engir áttu
von á, því þá var KR stórveldi í
knattspyrnunni. Síðan hef1 ég
séð nær alla leiki Skagamanna
Afmælisrabb við Pálma Ólafeson
verkamann í Reykjavík áttræðan
Faðir minn hét Olafur Vigfús-
son, en hann er látinn fyrir
mörgum árum. Fyrstu fimm ár
ævi minnar dvaldi ég hjá
hjónunum Sólveigu og Sigurði í
Helgadal í Mosfellssveit. Ég
man eftir mér þar og ég átti að
ég held ágæta daga þar, a.m.k.
eins og hægt var að búast við
fyrir tökukrakka. Næstu árin
eftir þetta er ég á flækingi með
móður minni, ýmist hér í
Reykjavík eða í Bolungarvík og
á fleiri stöðum. Þegar ég er 9
ára er mér komið fyrir austur í
Flóa og þar dvaldi ég allt þar til
ég kom til Reykjavíkur vorið
1913, þá nýfermdur.
í Flóanum var ég aðallega á
Stóru-Reykjum, auk þess var ég
í Arnarstaðakoti, sem nú er
komið í eyði. Það var hundalíf
þarna á þessum árum og get ég
presturinn sem fermdi mig,
spurði mig út úr því. Þetta var
látið nægja hvað lærdóm snerti.
Ég kom til Reykjavíkur vorið
1913 og var ég þá við hin og
þessi störf, en 1915 eða 1916 réð
ég mig sem kyndara á gamla
Skallagrím. Næstu 16 árin er ég
meira og minna kyndari á
togurum, en síðan fór ég í land
og fór að vinna í frystihúsinu
Herðubreið, sem síðar var
Glaumbær. Þar var ég í 17 ár, en
eftir það hjá Akraborg og síðan
vann ég á eyrinni, en mér eins
og öðrum var sagt upp vinnu,
þegar ég varð 70 ára. Síðan hef
ég orðið að lifa á ellistyrknum
og gengur það svona sæmilega,
enda er ég nægjusamur.
Jú, knattspyrnan hefur verið
mín mesta ánægja í lífinu og
enn þann dag í dag sé ég alla
leiki Akurnesinga, já og raunar
aðra leiki; sem mér finnst
fengur í. Ég sá fyrsta leikinn
árið 1914 og man ég að það var
leikur milli Fram og Vals. Á
þeim árum var ekki um önnur
lið að ræða að viðbættu KR. Þó
voru Vestmannaeyingar eitt-
hvað með á þeim árum og
minnir mig að þeír hafi tekið
þátt í íslandsmótinu 1912, sem
var fyrsta mótið, ásamt KR og
Fram. Þeir réru til Þorlákshafn-
ar að ég held og gengu þaðan til
Reykjavíkur. Mér er fyrsti
leikurinn sem ég sá minnisstæð-
ur enn þann dag í dag og gæti ég
talið upp marga, sem þá skipuðu
liöin. Það voru margir skemmti-
legir leikir á árunum milli
1930—1945 og átti Valur þá
skemmtilegu liði á að skipa. Þá
voru aðal mennirnir Frímann
Helgason, Ellert Sölvason, Berg-
steinSbræður, Magnús og
og ég fer oft til Akraness til að
sjá leiki þar.
Ég kynntist mörgum leik-
mönnum Skagamanna, sem voru
í Gullaldarliðinu, og margir
þeirra eru góðir vinir mínir. Má
þar fyrst nefna Þórð Þórðarson,
sem er einn besti maður sem ég
hef kynnst um ævina. Einnig
þekki ég þá Ríkarð, Guðjón
Finnbogason, Helga Dan.,
Donna, Svein Teitsson, Helga
Björgvins, o.fl. Ég held að
Gullaldarlið Skagamanna sé
besta lið sem við höfum átt hér
fyrr og síðar, að vísu var
KR-liðið árið 1959 mjög gott,
enda vann það íslandsmótið þá
með yfirburðum, en þeir töpuðu
fyrir Skagamönnum árið eftir.
Mér er ennþá minnisstæður
úrslitaleikurinn það ár og sigur-
mark Þórðar Jónssonar var
glæsilegt. Já, það var spennandi
leikur og ægileg pressan við
mark Skagamanna undir lokin.
En þeim tókst að halda hreinu
og sigra.
Mig langar til að minnast á
annan leik, en það var leikurinn
sem Suðvesturlandsúrvalið lék
við Dynamo Kiev hér um árið á
Laugardalsvellinum og voru 7
Skagamenn í því liði. Úrvalið
sigraði 4—3 í æsispennandi leik
og ég hield að þetta sé besti
leikur sem við höfum leikið gegn
erlendu liði. Ég man sérstaklega
eftir sigurmarkinu, sem Þórður
Þórðarson skoraði. Þórður fékk
boltann nálægt miðju og brun-
aði upp völlinn að marki Rússa,
sem héldu að hann ætlaði að
gefa knöttinn annað hvort til
Ríkarðs eða Þórðar Jónssonar,
sem báðir voru fríir, en hann
var alls ekki á því. Hann sá
glufu milli markvarðar og bak-
varðar og skaut þar og það var
ekki að sökum að spyrja, knött-
urinn söng í netinu alveg úti við
stöng. Þetta var vel gert hjá
Þórði.
— Já, ég á margar minningar
frá vellinum, enda hefur knatt-
spyrnan verið mín mesta
ánægja i lífinu. Knattspyrnan
hér fyrr á árum var skemmti-
legri en hún er í dag. Það er
önnur taktík leikin í dag og mun
leiðinlegri. Eins vantar fleiri
einstaklinga í dag sem skara
framúr eins og var hér áður
fyrr. Þetta er alltof mikil
flatneskja í dag. S.l. sumar voru
það Valur og Skagamenn, sem
báru af, og fundust mér liðin
mjög áþekk. Nú, ég veit ekki
hvernig þetta verður næsta
sumar hjá Skagamönnum, þegar
Pétur er farinn og Karl jafnvel
líka. Það er ekki svo auðvelt að
fylla þeirra stöður. Kannski
koma nýir menn, hver veit?
Já, ég er orðinn gamall eins og
sjá má og kannski er ég búinn
að lifa alltof lengi. Hvað um það
þá er ég við sæmilega heilsu og
hef í sjálfu sér yfir engu að
kvarta. Ég hef í gegnum árin
haft hvað mest gaman af
knattspyrnu og eignast marga
góða vini og kunningja.
Ég þakka Pálma spjallið og
veit að ég mæli fyrir munn allra
knattspyrnumanna og forystu-
manna, þegar ég óska honum
innilega til hamingju með af-
mælið og ég vona að ég eigi eftir
að sjá hann meðal áhorfenda á
vellinum í nokkur ár enn að
minnsta kosti.
H-dan.
Formaður Alþýðusambands Suðurlands um togaraútgerðina:
„Sameiginlegt hagsmunamál allra
að gefast ekki upp þótt á móti blási”
„ÞAÐ er rétt, að það horfir
þunglega með rekstur
togarans Bjarna Herjólfs-
sonar eins og mun gerast
hjá flestum útgerðum hér
sunnanlands um þessar
mundir,“ sagði Gunnar
Kristmundsson, formaður
Alþýðusambands Suður-
lands og einn af framá-
mönnum" Selfossbæjar,
þegar Mbl. spurði hann
hvað liði rekstri togarans
Bjarna Herjólfssonar, sem
gerður er út af Árborg hf.,
sameiginlegu fyrirtæki Sel-
fossbæjar og Eyrarbakka
og Stokkseyrar.
„Litlu munaði að ekki tækist að
koma togaranum aftur á veiðar
eftir síðasta túr sem var reyndar
ágæt veiðiferð. Togarinn var með
120 tonn af góðum fiski sem
verkafólkið á Stokkseyri og Eyrar-
bakka er að vinna þessa dagana og
kalla má kannski þess jólaglaðn-
ing.
Ef togarinn hefði siglt með
þennan afla hefði verið algjört
atvinnuleysi á þessum stöðum eða
a.m.k. á Eyrarbakka," sagði Gunn-
ar ennfremur.
„Bjarni Herjólfsson er eins og
kunnugt er sameign Selfoss,
Eyrarbakka og Stokkseyrar, sem
mynduðu með sér hlutafélagið
Árborg hf. til að gera út og reka
togara og freista þess að skapa
með því traustari atvinnugrund-
völl á þessu svæði. Á þessu ári
hefur togarinn aflað á þriðja
þúsund tonna af fiski, sem að
mestu leyti hefur verið unninn í
frystihúsinu á Stokkseyri og
Eyrarbakka, og bætt verulega
afkomu fólksins á þessum stöðum.
„Selfoss hefur einnig notið góðs
af þessari útgerð þótt það liggi
ekki eins Ijóst fyrir. Meirihluti
áhafnar togarans er búsettur á
Selfossi, svo og framkvæmda-
stjórinn. Gjöld þessra manna eru
þó nokkur stoð fyrir bæjarsjóðinn.
Það er mín skoðun að það sé
sameiginlegt hagsmunamál allra á
þessu svæði að gefast ekki upp
þótt nú blási nokkuð í móti og
helzt að fá fleiri skip, því að þá
verður reksturskostnaður minni
og færri atvinnuleysisdagar — að
minnsta kosti í sjávarþorpunum.
EMIL Eyjólísson heldur íyrirlest-
ur á vegum AHiance Francaise
um frönsku rithöfundana og
heimspekingana Voltaire og
Rousseau þriðjudaginn 12. desem-
ber í franska bókasafninu, Lauf-
ásvegi 12, kl. 20.30.
Að undanförnu hafa Voltaire og
Rousseau verið mikið í sviðsljósinu
Þess má einnig geta að á sumrin
hafa nokkrir tugir unglinga frá
Selfossi fengið vinnu í frystihús-
inu á Stokkseyri sem að öðrum
kosti hefðu enga haft, a.m.k. hér í
grenndinni. Sést á þessu að Selfoss
hefur hagsmuna að gæta í þess>’
máli.
Fyrir liggur beiðni frá fundi
stjórnar Árborgar í haust um
aukið hlutafé frá sveitarfélögun-
um. Ef þau bregðast vel við er
rekstur Bjarna Herjólfssonar
meðal menntamanna um allan
heim en í ár eru 2 aldir liðnar frá
andláti þeirra. Á þessari 200 ára
ártíð hefur áhugi manna á verkum
þeirra aukist og farið hefur fram
endurmat á áhrifum þeirra á
bókmenntir og hugvísindi.
Emil Eyjólfsson stundaði nám
við Sorbonne í frönsku og bók-
tryggður áfram og þar með skotið
fleiri stoðum undir atvinnulíf á
þessu svæði. Hér er stutt milli
staða og ekki skiptir höfuðmáli
hvar búsetan er. Þetta fólk á svo
margt sameiginlegt að hér verða
þeir sterkari að styðja þá sem
lakar eru settir. Þá ætti einnig að
geta tekizt samvinna um marga
aðra þætti, t.d. í skólamálum og
heilsugæzlu, sérstaklega þegar
brúin yfir Ölfusárósa er orðin að
veruleika sem er eiginlegt hags-
munamál allra Sunnlendinga.
Framkvæmdastjóra Árborgar
hefur tekizt með dugnaði og lipurð
að sigla milli skers og báru, oft við
erfiðar aðstæður við að halda
togaranum gangandi. Það er von
mín að svo verði áfram, og að
lánadrottnar verði hliðhollir og
sýni þessu skilning svo sem þeir
hafa gert frá upphafi," sagði
Gunnar að endingu.
menntum og lauk þaðan prófi árið
1958. Hann starfaði síðan sem
sendikennari í íslensku við háskól-
ann í París fram til ársins 1971.
Emil er nú kennari í frönsku og
bókmenntafræði við Menntaskól-
ann við Sund og Háskóla íslands.
Fyrirlesturinn er á íslensku og
öllum opinn.
Fyrirlestur um Voltaire og Rousseau