Morgunblaðið - 12.12.1978, Side 34

Morgunblaðið - 12.12.1978, Side 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 + Móðir okkar, ÁSTRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Óspakseyri, lést í Borgarspitalanum 10. desember. Jaröarförin auglýst síöar. Synir hinnar látnu. Astkær eiginmaður minn og faöir, SKARPHÉDINN PÁLSSON, frá Gili, Skagafiröi, lést á Borgarsjúkrahúsinu 8. desember. Elísabet Stefánsdóttir, og börn hins látna. + Konan mín, móöir og tengdamóöir okkar ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR, Lokastíg 24 A, lést á Landspítalanum laugardaginn 9. þ.m. Runólfur Ó. Þorgeirsson Einar Runólfsson, Þórunn Guóbjörnsdóttir, Guórún K. Campbell-Savours, Dale N. Campbell-Savours, Þorgeir P. Runólfsson, Jóhanna M. Guónadóttir, Guóni Kr. Runólfsson, Katrin Runólfsdóttir. + Móöir okkar, MARÍA THORARENSEN, andaöist í Borgarspítalanum 10. desember. Sigrióur Ólafsdóttir, Þóróur F. Ólafsson. + Maöurinn minn MAGNÚSJÓNSSON, bóndi Hrafnsstaóakoti, Dalvík, andaöist aö Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 9. desember. Laufey Þorleifsdóttir. + Eiginmaöur minn, HANS KR. KRAGH, Birkimel 6 B, lést á heimili sínu laugardaginn 9. desember. Hólmfríður Kragh. + Systir mín HULDA SIGTRYGGSDÓTTIR, lést 9. þ.m. á Dvalarheimilinu Grund, Reykjavík. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Sigtryggsson. + Eíginmaður minn, sonur okkar, faöir, tengdafaöir og afi, INGIMUNDUR GÍSLASON, bóndi, Brúnstöóum, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn, 13. desember kl. 13.30 Guórún Þorsteinsdóttir, Guórún Magnúsdóttir, Gísli Gestsson, Svanhildur Ingimundardóttir, Axel Þórir Gestsson, Erla Hatlemark, Hilmar Ingimundarson, og barnabörn. + Þakka auðsýnda amúð og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Bollagötu 5, f.h. sona, tengdadætra og barnabarna. Halldór EyÞórsson. Sveinn Friðrik Eyvinds -Minning F. 27. október 1961 D. 2. desember 1978 Þegar ég er hér með nokkrum orðum minnist ungs frænda mms, sem jarðsettur verður frá Foss- vogskirkju í dag, verður mér ósjálfrátt hugsað til þess, hve oft er ískyggilega skammt milli lífs og dauða — og þess, að því er stundum virðist hve mjög aðeins augnabliks skynvilla eða athugun- arleysi getur breytt smávægilegu atviki daglegs viðburðar í hörm- ung og ólýsanlega sorg á svipstundu, eins og þegar svo ungum og uppvaxandi hraustum manni er með slíkri skyndingu sem hér átti sér stað svipt burtu úr lifanda lífi. Sveinn Friðrik Eyvinds var fæddur 5 Reykjavík 27. október 1961 og því nýlega orðinn 17 ára þegar hann lést svo voveiflega af völdum slyss. Hann var sonur hjónanna Elísabetar Helgadóttur og Inga Eyvinds kennara. Þau hjónin hafa eignast sex börn, en hafa nú misst tvö þeirra. Hið fyrra var tæplega ársgömul stúlka, Ingibjörg, og svo núna Svein Friðrik, mikinn efnispilt og í hvívetna reglusaman og góðan dreng. Hann var einnig félags- lyndur og átti sér því marga góða félaga og vini í hópi jafnaldra sinna, og var einn þeirra einmitt staddur við hlið hans þegar óhappið reið yfir. Þessum trúa vini frænda míns þykir mér ástæða til að færa sérstakar samúðarkveðjur með þeirri einlægu ósk að honum megi auðnast lífsleið löng og björt, jafnframt því að sýn hans þetta örlagakvöld megi sem fyrst fyrn- ast úr hugskoti hans. Sveinn Friðrik var, þótt ekki væri hann eldri, þegar búinn að sýna það og sanna, svo ekki verður um villst, að hann bjó yfir ýmsum þeim hæfileikum, sem ekki þarf að efa að hefðu átt eftir að koma honum og öðrum að góðu gagni, hefði hann fengið að lifa lengur og þroska það, sem þegar virtist búa í honum svo ungum. Hann var mikill grúskari og kom víða við í þeim efnum. Hvort sem það hétu bílaviðgerðir — eða smíði, tré- eða járnsmíði og málun. Allt þetta var eins og léki í höndunum á honum. En að hann væri þegar orðinn eins listrænn í teiknun og listmálun eins og ýmis slík verk sýna svo Ijóslega, sem dregin hafa verið fram í dagsljósið þessa síðustu daga eftir lát hans, var mér og fleirum sem séð hafa mikið til hulið fram að þessu. Hann var sístarfandi og leitandi eins og tápmiklum unglingum er tamt. Var í sveitavinnu, vann við smíðar og nú síðast vann hann við málun hjá Olíuverslun íslands og hafði hug á því að læra þá iðn eftir því sem ég veit best, enda þótt hann væri ekki ennþá kominn á náms- samning. Fyrir þessu starfi hafði hann áhuga og liggur óneitanlega mjög nærri listmálun sem mun einnig hafa átt hug hans að talsverðu leyti. Sveinn Friðrik var umfram allt góður drengur og kom sér alls staðaT vel. Glaðværð hans og fallegt og einlægt bros hefur áreiðanlega yljað mörgum, sem ungengust þennan góða dreng á allt of stuttri lífsleið hans. Ég, og fólk mitt allt í Forna- stekk og á Sauðárkróki sendum öllum ástvinum Sveins Friðriks, einkum þó foreldrum hans og systkinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa minningu þessa elsku- lega drengs. Helgi frændi. Elskulegur bróðir minn er dá- inn. Slys gera aldrei boð á undan sér og svo var heldur ekki nú. Ég var stödd í herbergi bróður míns kvöldið sem slysið varð. Vorum við meðal annars að ræða um hvað hann ætlaði að gera í framtíðinni. Hann var ákveðinn að fara í eitthvert iðnnám en síðan í Myndlistargkólann, því myndlist, bæði teikning og málun, voru hans yndi. Hann hafði fengið undir- stöðutilsögn í teikningu hjá Sig- fúsi Halldórssyni, sem hann hélt mikið upp á. Sveinn var mikið náttúrubarn og hafði mjög gaman af göngu- ferðum. Það voru ófáar ferðir sem hann hafði farið á Esju, Hengilinn og reyndar allt svæðið í kringum Reykjavík. Hann hafði einnig mikinn áhuga á veiði og hesta- mennsku. Sérgrein hans í myndlist voru einmitt hestamyndir. Reynd- ar birtist næmleiki hans fyrir náttúrunni í flestum mynda hans. Kvöldið fyrir slysið kom hann heim með stóra mynd málaða á striga, sem hann ætlaði að gefa mömmu sinni í jólagjöf. Hann kom með hana heim í tíma svo hún gæti látið innramma hana fyrir jólin. Hann talaði um að þetta væri fyrsta raunverulega málverk- ið sem hann hefði gert. Engan grunaði þá að það yrði einnig hans síðasta. Sveinn Friðrik var vinamargur og höfðu þeir félagarnir miðstöð í bílskúrnum heima. Þar voru þeir búnir að koma sér upp verkstæði, ásamt ýmsum spilatækjum. A kvöldin og um helgar var alltaf fjör í „skúrnum", svo mikill er missir félaganna. Sveinn var ungur þegar hann fór að hugsa um lífið og tilveruna. Hann spurði oft spurninga sem erfitt var að svara. Hann var svo opinn og hreinskilinn að ekkert var látið ósagt né óspurt. Það var + Eiginmaöur minn og faðir okkar, SIGURJÓN HAFDAL GUDJÓNSSON, Ásgaröi 95, verður jarösettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 13.30. Guðfinna Steindórsdóttir, Guðfinna S. Conrad, Raymond Conrad, Valgeróur Sigurjónsdóttir, Erlingur Frióriksson, Guðmundur Sigurjónsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Steindór Sigurjónsson, Áslaug Magnúsdóttir, og barnabðrn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa STEFÁNS STEINÞÓRSSONAR, fyrrverandi pósts, Sigríður Kristjánsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Jón Forberg, Hólmfríður Stefánsdóttir, Ragnar Stefánsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Árni Böðvarsson, Guðrún Oddsdóttir, Sigurður Guðlaugsson, Jakob Jónsson, og barnabörn. einmitt þetta sem allir kunnu svo vel að meta sem þekktu hann. Hugtakið „hræsni“ átti ekki upp á pallborðið hjá honum. Húmor hans var einstakur, honum fund- ust oft sumir hlutir fallegir eða spaugilegir sem enginn annar sá neitt við. Þetta sannaði hversu glöggskyggn hann var yfirleitt á alla hluti. Þegar ungt og hraust fólk er kallað svo snögglega burt frá jarðnesku lífi, finnst manni að það hljóti að vera einhver tilgangur með því. Ég trúi því, að elsku bróður mínum sé ætlað annað og meira hlutverk en okkur hinum. Blessuð sé minning hans. M.I.E. Hann Sveinn dáinn, á ég að trúa því. Hversu margir segja ekki svona, nú þegar alda hræðilegra slysa dynur yfir okkur. Og bætir enn á skammdegið hjá mörgum okkar. Já, það er erfitt að þurfa að trúa því að eiga ekki eftir að sjá Sveini bregða fyrir. í leik og starfi, í forystu fyrir félögum sínum, þar sem þeir áttu athvarf í bílskúrnum heima hjá honum, til að sinna sínum hugðarefnum. Ég þekkti hann ekki mikið, en fann að hann var jákvæður, heilbrigður ungur maður. Fyrirmynd jafnaldra sinna á mörgum sviðum. En hvernig svo sem stendur á því, þá er eins og þannig einstaklinga vanti á æðri stöðum. Því svo oft er þeim svipt frá okkur. Já, þannig er gangur lífsins. Og okkur er ætlað að taka því. Með guðs hjálp tekst það. Guð gefi foreldrum hans, systkinum og öðru venzlafólki, styrk í sinni sorg. Og honum til að sætta sig við svo snögg vistaskipti. Um leið og ég þakka honum samveruna. Sambýliskona. Það er sagt að æskufólk kynnist hvergi betur en í skóla. Leiðir okkar jafnaldranna lágu saman í öðrum bekk grunnskóla, fyrsta daginn minn í skóla í nýju hverfi. Svenni var þar bekkjar- bróðir minn og strax þá myndaðist vinátta okkar i milli. Hann var því fyrsti félagi minn og vinur í þessu hverfi og þau kynni héldust þó ég flyttist annað. Við höfðum síðan átt margar góðar stundir saman við leik og störf og tómstundir við smíðar og viðgerðir en Svenni var sérstaklega handlaginn og flinkur við hvers konar handverk. Fyrir þessar stundir vináttu hans og æskugleði þakka ég nú og bið honum blessunar á nýjum leiöum. Foreldrum hans og systk- inum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Svavar Gíslason. ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum íyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu h'nubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.