Morgunblaðið - 12.12.1978, Qupperneq 40
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978
kaff/no \\ r
Já, þú hlærð. en í gamla daga
voru allir í hrynjum. Auk þess
sem kdtturinn braut í sér tvær
tennur áðan.
<æí-
Ég held hann þoli okkur ekki?
Þá er ég aftur frjáls maður. —
Ék er búinn að senda konu
minni og löKfræðingi skilnað-
arbréfið.
Sjöstjarnan
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Venja er, að varnarspilari spili
hærra spilinu af tveim til að
félagi hans viti hvað cr á seyði.
Þetta er áKætt þeKar hann þarf
að vita hvað er að ske. En þegar
þessar auKlýsinKar Keta kostað
mikilvæKan slaK er betra að
sleppa þeim.
Suður Kaf, austur-vestur á
hættu.
COSPER
Norður
S. 109542
H. 74
T. 9
L. 1087.32
Vestur
S. G76
H. Á105
T. D10754
L. 64
Austur
S. 83
H. G2
T. ÁKG86
L. DG95
o o o o C
Suður
S. ÁKD
H. KD9863
T. 32
L. ÁK
_ Eftir fremur einfaldar sagnir
hugðist suður stýra spilinu í
fjórum hjörtum. Vestur spilaði út
tígulfimmi og austur fékk slaginn.
Hann kom auga á, að gott væri að
spila trompi til að koma í veg fyrir
trompanir í borðinu. Og ætti
vestur ásinn mætti þannig auka
möguleika varnarinnar mjög.
Hann var kominn með hjarta-
gosann í hendina þegar honum
datt í hug, að hvorki félagi hans né
sagnhafi þyrftu að vita hvar
gosinn væri. Ágæt hugmynd og
hann setti gosann á sinn stað og
spilaði tvistinum.
Suður lét kónginn en vestur tók
hann með ás og spilaði aftur
hjarta, gosi og drottning. Og eftir
þetta gat spilarinn ekki fengið
nema níu slagi. Einn niður.
FTlaust sjá lesendur hvað skeð-
ur, spili austur hjartagosanum í
stað tvistsins. Sagnhafi lætur
kónginn eftir sem áður og vestur
fær slaginn. En þá kemur munur-
inn í Ijós. Vestur getur ekki spilað
hj irta til baka án þess að missa
mikilvægan slag á tíuna. Og suður
vinnur sitt spil örugglega með
fiipm slögum á tromp og slögunum
á svörtu litina.
Sjöstjarnan er eitt af þeim
stjörnumerkjum, sem mest eru
áberandi á- heiðskírum vetrar-
kvöldum, og flestir munu þekkja
það.
Áður á tímum, þegar ekki voru
til klukkur á sveitabæjum, gátu
menn fundið hve áliðið var kvölds,
með því aö horfa til lofts og miða
stöðu stjarna við ákveðin kenni-
leiti í landslaginu. Kom sér þá vel
að þekkja ýmsar þær stjörnur og
stjörnumerki, sem mest voru
áberandi á hvelfingunni. Sjö-
stjarnan var eitt af þeim merkj-
um, sem gott var að átta sig á í
þeim tilgangi. Um það vitnar þessi
skemmtilega vísa:
Áðan kom ég út á hlað,
enginn maður þess mig bað,
í hádegis stóð þá stað
stjarnan, sem að mark er að.
Enginn veit nú um höfund
þessarar vísu, en hún mun vera
mjög gömul.
Nú á tímum þurfa menn ekki að
horfa á stjörnur himinsins til að
átta sig á tímanum, en eigi að
síður eru stjörnur áhugaverðar, og
jafnvel enn frekar en áður var, því
nú er miklu meira vitað um
stjörnur og hvers eðlis þær eru.
Á heiðskírum kvöldum er heill-
andi að horfa á stjörnum skrýddan
himin. Fátt vekur meiri lotningu
fyrir þessu mikla sköpunarverki
alheimsins, sem jörð okkar og
allar lífverur hennar eru hluti af,
en að virða fyrir sér þessa lýsandi
depla himinsins, sem allir eru
sólir, að undanskildum örfáum
reikistjörnum okkar eigin sól-
hverfis. Og muna skyldum við, að
hollt er að njóta þeirra lífmagn-
andi áhrifa, er okkur berast frá
lengra komnum mannkynjum ann-
arra stjarna.
Ingvar Agnarsson.
„Fjólur — mín Ijúfa"
Framhaldssaga eftir Else Fischer
Jóhanna Krist|ónsdóttir pýddi
6
var á ferðinni og opnaði
dyrnar.
— Nei, en skemmtilegt að sjá
þig. Þá getum við orðið sam-
ferða að Eikarmosabæ.
— Stoppaðu samstundis bfl-
inn.
Röddin við hlið honum var
ískyggileKa skipandi og hann
fann allt í einu að einhverju
köldu og hörðu var stungið
milli rifja honum.
— Þú dirfist ekki að gera
þetta það er brjálæði.
— Hitt cr cnn meira
brjálæði, sagði röddin rólega.
Einar Einarsen rak upp
hlátur.
— Já. víst er það hrjálæði, en
ég get lofað þér, að ég hvika
hvergi. Ákvörðun mín er tekin
og þessi byssuhótun breytir
engu þar um. Byssu má rekja
til upphafs síns og verði ég
drepinn hér við Eikarntosaba'
er ekki nokkur vafi á neinu.
— Það er hægur vandi að
losa sig við lík og enginn
þekkir forsenduna.
— Ja, þú skalt ekki vera svo
viss um það.
Riidd Einars Einarsens var
yfirlætisleg. — Það gæti verið
að ók hefði látið orð falla ...
eða skilið eitthvað eftir sem
varpaði allskýru Ijósi á þetta
— ilættu þessu kjaftæði og
svaraðu mér ...
— Svarið er nei og aftur nei.
Ég læt ekki ógna mér til að
gera neitt...
Hann hafði með hagðinni
mjakað sér til að ýta niður
hurðarhúninum og i einu
stökki var hann kominn út á
regnvotan veginn. En íarþegi
hans var jafn snar í snúning-
um. Einar Einarsen sjónvarps-
maður og frægur umhoðsmað-
ur margra fra-Kra stjarna fann
eitthvað kalt og þungt lenda á
höfði sér og síðan var öllu lokið
Susanne setti bflinn í annan
gír þegar hún sveigði eftir
mjóum veginum í áttina á
Eikarmosahæ. Hún setti háu
Ijósin á hflinn og fór ekki
hraðar en 20— 30 km. Þessi
gætni hennar varð einnig til
þess að hún náði að bremsa í,
tæka tíð þegar hún sá veruna
sem lá á miðjum veginum.
Hann lá bara þarna og hún
brá við svo skjótt og hart að
hún treysti sér ekki síðar til að
segja hvort hann hafði legið
grafkyrr eða hvort hann hafði
hreyft sig. Ilún gat sagt með
vissu að hún ók út á vegarkant-
inn og stöðvaði þar. Og þarna
lá hann. Vera í dökkum jakka.
Að maðurinn var sjúkur eða
drukkinn — um það var ekki
minnsti vaíi. Ilann lá f mjög
óeðlileKUm stellingum ok and-
litið niður á við <>k Susanne
stökk út úr bflnum án þess að
huKsa sig frekar um <>k hljóp í
áttina til hans.
Það var ekki fyrr en þá sem
hún veitti athyKli að vindinn
hafði hert <>g rigningin lamdi
hana miskunnarlaust f andlit-
ið. Myrkur <>g einmanaieiki
skógarins varð nú allt í einu
allt að þvf uppáþrengjandi og
hún fékk ósjálfrátt þungan
hjartslátt. Hún vissi að maður-
inn hlaut að vera hjálparþurfi
og hún var bersýnilcga eina
manneskjan sem gat hjálpað
honum. I von um að hann væri
kannski dauður af drykkju,
reyndi hún fyrst að hrista hann
til. En það dugði ekki til. Hún
greip um hönd hans og reyndi
að draga hann til hliðar. líönd
hans féll máttvana niður en
Susanne veitti því athygli að
hiindin var ekki köld. svo að
maðurinn gat ekki vcrið dáinn.
Ilún varð að hjálpa honum og
hún hlaut að geta drösiað
honum inn í hflinn svo að hún
gæti ekið honum á sjúkrahús
eða til næsta læknis. Ilún vissi
vel að réttast er að láta slasað
fólk liggja kyrrt unz sérfróðir
koma að en hún gat ekki
hugsað sér að láta hann vera
þarna umhirðulausan þangað
til hún hefði náð í sjúkrabfl.