Morgunblaðið - 12.12.1978, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978
47
Begin í Osló:
Friðarsáttmáli
verður gerður
ðsló. 11. dosumlx r. \I* — Huutur.
MENAHEM Begi, forsætisráðherra ísraels, hélt
heimleiðis frá Osló í dag með sinn hluta friðar-
verðlauna Nóbels, og á fundi með fréttamönnum
skömmu fyrir brottförina sagðist Begin trúaður á að
Israelsmenn og. Egyptar myndu gera með sér
friðarsáttmála jafnvel þó að það yrði ekki fyrir 17.
desember næstkomandi eins og gert var ráð fyrir í
samkomulaginu í Camp David.
Begin sagði, að af hálfu
ísraelsmanna væri hægt að
undirrita friðarsáttmála nú
þegár, en málið strandaði á því
að Egyptar væru ófáanlegir til
að fallast á uppkast Israels-
manna að friðarsáttmála. For-
sætisráðherrann sagðist vera
fús til að hitta Anwar Sadat
forseta Egypta að máli hvenær
sem væri ef það gæti á einhvern
hátt leyst þau vandkvæði sem
komið hafa upp í friðarvið-
ræðum landanna.
Þegar Begin og fulltrúi
Sadats, sem var fjarverandi,
tóku við friðarverðlaunum
Nóbels við hátíðlega athöfn í
Akershuskastala í gær fluttu
þeir þakkarávarp. Þar kom fram
að báðir leiðtogarnir myndu
leggja sig alla fram til að reyna
að koma á varanlegum friði í
Miðausturlöndum.
Af hálfu Israelsmanna og
Egypta var því neitað að Begin
og Sayed Morai, fulltrúi Sadats
við veitingu Nóbelsverð-
launanna, hefðu átt með sér
fundi meðan á dvöl þeirra í Ósló
stóð. Sagt var að þeir hefðu
aðeins hitzt óformlega þegar
afhending verðlaunanna fór
fram.
Hópur manna stóð fyrir utan
Akershus-kastala meðan á at-
höfninnni innan veggja
kastalans stóð. Þar voru saman
komnir stuðningsmenn við mál-
stað Palestínu-Araba og höfðu
margir atað sig rauðri málningu
og hlekkjað sig við girðingu við
kastalann.
Allir draugar
elska jiddisku
Nóbelsverðlaun afhent í Stokkhólmi í gœr
Stokkhúlmi. 11. d<,». 1 ?>7S
frá Onnu Hjarnadóttur. frúttamanni Mhl.
KONUNGUR Svíþjóðar afhenti Nóbelsverðlaunin í
eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði, bókmenntum og
hagfræði 9 verðlaunahöfum við hátiðlega athöfn í
Konserthúsinu í Stokkhólmi á sunnudag. 1700 manns
voru viðstaddir athöfnina.
Fyrir miðju sviðinu stóð brjóstmynd af Alfred
Nobel. Hún var skreytt bláum dúk og gulum blómum,
sem var gjöf frá Sanremo á Ítalíu, en Nobel lézt þar í
borg 10. des. 1896. Á sviðinu sátu auk Nóbels-
verðlaunahafanna og konungsfjölskyldunnar full-
trúar þeirra stofnana, sem tilnefna Nóbelsverðlauna-
hafana hverju sinni.
Formenn Nóbelsnefndanna
kynntu verðlaunahafa hvern af
öðrum og báðu þá um að taka
við verðlaununum, heiðursskjali
og gullpeningi, úr hendi
konungs. Peningaverðlaunin
sóttu þeir í dag í Nóbelsstofnun-
ina. Prófessor Sune Bergström,
formaður stjórnar Nóbelsstofn-
unarinnar, bauð gesti velkomna
og Fílharmoníuhljómsvet
Stokkhólms lék tónlist sérstak-
lega valda með tilliti til þjóð-
ernis verðlaunahafanna.
I veizlu að verðlaunaaf-
hendingunni lokinni fluttu
verðlaunahafarnir þakkarræður
sínar. Herbert A. Simon talaði á
sænsku, en mesta athygli vakti
ræða rithöfundarins Isaak
Bashevis Singer, sem gaf
skýringu á því, hvers vegna
hann skrifar sögur sínar á
jiddisku.
„Allir draugar elska jiddisku,
þess vegna skrifa ég á því
ódeyjandi máli. Þúsundir
jiddiskra líka munu rísa upp á
uppstigningardegi og spyrja
hvort ekki séu einhverjar nýjar
jiddiskar bækur að lesa.“
Að borðhaldinu loknu var
stiginn dans og heiðursgestun-
um gafst tækifæri til að eiga
orðaskipti við konungsfjölskyld-
una.
Þúsundir votta Goldu
Meir virðingu sína
Jerúsalem — 11. desember — AP
SYRGJENDUR dreif í dag að
Knesset, en í anddyri þinghúss-
Timman og
Miles efstir
Amsterdam, 11. desember — Reuter.
STÓRMEISTARARNIR Jan
Timman frá Hollandi og Tony
Miles frá Bretlandi eru nú efstir
og jafnir á svæðamótinu í skák í
Amsterdam. Að loknum 12 um-
ferðum af 14 hafa Timman og
Miles hlotið níu vinninga, en
Englendingurinn Michael Stean er
á hælum þeirra með 8,5 vinninga.
ins hefur kista Goldu Meir
staðið frá því klukkan tíu í
morgun, og hafa tugþúsundir
þegar vóttað hinum látna
stjórnmálaskörungi virðingu
sína. Pólk kom til Jerúsalem
með langferðabílum alls staðar
að úr landinu en meðal þeirra
fyrstu sem komu til þinghússins
voru ættingjar hinnar látnu,
nánir vinir og forseti landsins,
Yitzhak Navon. Golda Meir
verður lögð til hinztu hvílu í
heiðursgrafreit á Herzl-fjalli á
morgun, við hlið Levi Eshkols,
sem var fyrirrennari hennar í
forsætisráðherraembætti.
Guðmundur Guðjónsson er orðinn sérfræðingur
í Sigfúsi, eins og góður maður orðaði það.
Það syngur enginn lögin hans Fúsa af eins
miklum næmleika og ástúð og Guðmundur
Guðjónsson gerir. Enda eru þeir góðir vinir
og þekkja hverja taug í hvoru öðrum.
Þessi nýja plata þeirra er ákaflega falleg og
ber vott um þann styrk, sem þessir menn
veita hvor öðrum í túlkun tónlistarinnar.
Fagra veröld er falleg og vönduð hljómplata.
Einnig er ný og endur-
bætt útgáfa af sönglögum
Sigfúsar Halldórssonar
komin út.
Sönglögin hafa ekki feng-
ist í nokkurn tíma og er
hér bætt úr brýnni þörf og
annast Steinar h.f. dreif-
ingu ásamt plötunni.
slainorhf
Sími 28155.