Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 Valin í BOOK OF THE MONTH CLUB í New York, ðld óvissuiinar Hugmyndir hagfræðinnar og áhrif þeirra John Kenneth Galbraith „Galbraith er frábær“, sagði The Times í London um j)essa bók og myndaflokkinn, sem nú er sýndur í íslenzka sjónvarpinu. „Á óvissum tímum" heitir sjónvarpsflokkurinn, sem sýndur er á sunnudögum — í 13 þáttum. Hann hefur verið sýndur víða um lönd og hvarvetna vakið mikla athygli og umræðu. Galbraith skrifaði „Öld óvissunnar" eftir að upptöku sjónvarpsþáttanna lauk og bókin er langtum viðameiri og ítarlegri. Efni og hugmyndir, sem allt nútímafólk hefur áhuga á að kynnast. fBÓKA FORLAGIÐ SAGA Sími 27622, Hverfisgötu 54, Reykjavík. „Eins og núll í verkalýös- hreyfingunni“ Þaö verður æ meira áberandi, að hinn al- menni launbegi ber ekki traust til forystusveitar verkalýðshreyfingarinn- ar. Enginn vafi er ð því, að Þar ber margt til. Óánægjan hefur verið að grafa um sig um langt árabil. En nú Þykir mönn- um sem kastað hafi tólf- unum, Þegar saman er borin afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar til kjara- skerðingar launafólks nú og fyrr á Þessu ári. Eða eins og Sæmundur Árna- son ritari Hins íslenzka prentarafélags komst að orði { blaðaviðtali fyrir skömmu: „Mér finnst framkoma Þessara manna alveg síöan í febrúar og til Þessa dags sýna okkur Þetta, að Það sé pólitíkin sem alger- lega ræður miðstjórn ASÍ.“ Og hann heldur áfram: „Jú, jú, Þetta á allt að vera afar lýðræðislegt. En Það er Því miður Þannig, að ef einhver, sem er í forystu fyrir verkalýðsfé- lagi, er ekki í stjórnmála- flokki, Þá er hann hrein- lega útilokaður frá allri Þátttöku innan stjórnar ASÍ vegna Þess að Þeir treysta ekki mönnum sem ekki eru í pólitískum flokkum og taka ekki flokkspólitískar ákvarð- anir. Þeir eru eiginlega bara núll í verkalýðs- hreyfingunni eins og núna hefur sýnt sig.“ Fara prentar- ar úr ASÍ? Ástæðan fyrir pessum ummælum Sæmundar Árnasonar er sú, að hann hefur flutt tillögu um, að Hið íslenzka prentarafé- lag segi sig úr ASÍ, sem hann rökstyður m.a. Þannig: „Ég bar fram Þessa tillögu vegna Þess að ég lít svo á að forystu- menn ASÍ hafi sýnt Það núna undanfarna mánuði, að Þeir séu handbendi pólitískra flokka og meti meira sína eigin pólitísku hagsmuni heldur en hagsmuni almenns launafólks innan ASÍ.“ Þessi tillaga var borin fram á almennum félags- fundi, en var ekki tekin til afgreiöslu, Þar sem hana verður að leggja fyrir aöalfund og kveðst Sæ- mundur munu gera Það í vor. Aóalheiður Bjarnfreðsdóttir unrmiðstjórn A.S.Í.: einhver sýnir viöleitni ölsjálfstæðrar! hugsunar sendur út f kuldann” Ekki hægt aö tala um forystu ASÍ lengur Margrét Auðunsdóttir, fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Sóknar, tók í sama streng í Tímanum í gær, Þegar hún segir: „Mönn- um hefur verið ýtt til hliðar ef Þeir hafa ekki fylgt Þeim sem hafa tögl- in og hagldirnar. Ég get sagt Það alveg eins og er að á sínum tíma var bæði mér og öðrum, sem ekki voru nógi Þægir við for- ystuna, ýtt til hliðar og ég á ekki von á að Það hafi breytzt. Annars er ekki hægt aö tala um forystu AlÞýöu- sambandsins lengur, Þetta er engin forysta, enda hefur jú Guömund- La0 Þ*im . ur jaki og Verkmanna- sambandið tekið Þetta allt að sér núna.“ Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður Verka- kvennafélagsins Sóknar og miðstjórnarmaður í ASÍ, var spurð um Það í Tímanum fyrir skömmu, hvort hún hefði orðið vör við, að mönnum væri ýtt til hliðar, ef Þeir væru ekki á einhverri pólitískri línu og svaraði: „Já, ég tel mig geta borið um að svo hafi verið gert. Flokk- arnir hafa komið sér saman um Þetta fyrir- komulag og er Þar eng- um einstökum flokki um aö kenna.“ Og síðar segir hún: „Og ég álít einnig, að ef maður sýnir ein- hverja ákveðna viöleitni til sjálfstæðrar hugsunar innan miðstjórnarinnar, Þá sé sá sami umsvifa- laust kominn út í kuld- ann.“ Lifii Við bjóðum sérstaklega hagstætt verð á takmörkuðum birgðum TELEFUNKEN sjónvarpstækja. Stærðir 20”, 22”, 26”. Verð frá kr.: 410.000.- Nýjung í greiðslukjörum þ.e.a.s. styttri lánstími, lækkun á verði. Ath. Takmarkaðar birgðir. Leitið nánari upplýsinga BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMULA 9 SIMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.