Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 32
Verzlíð
sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19
BUDIN simi
V 29800
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978
Ríkisstjórnin í uppnámi vegna skattamála:
„Það er stutt leið
til Bessastaða
99
— sagði Ólafur Jóhannesson er
hann stóð upp og sleit fundinum
„ÞAÐ cr stutt leið til Bessastaða,“ var áminning ólafs Jóhannessonar
forsætisráðherra er hann sleit ríkisstjórnarfundi síðdegis í gær, þegar
ekki náðist samkomulag milli ráðherra Framsóknarflokksins og ráðherra
Alþýðuflokksins um skattvi'sitöluna né ráðherra Framsóknarflokksins og
hinna um hvort hækka ætti 16% vörugjaldið í 20%. Víðtæk samstaða hafði
náðst í gær milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins um tekjuöflun
ríkissjóðs og vildu Alþýðuflokksmenn beita þeirri samstöðu til að stilla
Framsóknarmönnum upp við vegg, en áminning Ólafs olli skiptum
skoðunum um það innan Alþýðuhandalagsins, og telia Albvðuflokksmenn
að Alþýðubandalagið hafi þar með guggnað og sé nú að launa Ólafi
liðveizluna frá 1. desember. Rikisstjórnarfundur var fyrirhugaður fyrir
hádegi í dag og átti þar að reyna til þrautar að komast að samkomulagi.
Mbl. hefur greint frá tillögum
sérstakrar skattanefndar stjórnar-
flokkanna. Um miðnætti aðfara-
nætur mánudagsins sendir Tómas
Árnason fjármálaráðherra ráðherr-
um samstarfsflokkanna bréf þar sem
hann lagði til að skattvísitalan yrði
hækkuð í 150 (í fjárlagafrumvarpinu
er gert ráð fyrir skattvísitölu 143) og
16% vörugjald hækkað í 20%. Innan
skattanefndarinnar hafði aldrei
verið rætt um hækkun vörugjalds en
hins vegar benti nefndin á skatt-
lagningu skrifstofu- og verzlunar-
húsnæðis, niðurskurð í ríkisfram-
kvæmdum og breytingar á
fyrningarreglum. Formaður
nefndarinnar, Jón Helgason fulltrúi
Framsóknarflokksins skrifaði undir
þær tillögur með fyrirvara.
Þegar þessar tillögur fjármálaráð-
herra bárust hinum flokkunum hófu
þeir viðræður sín í milli um það,
hvort þeir gætu náð samstöðu um
tekjuöflunarleiðir, en í skattanefnd-
inni hafði verið góð samstaða með
fulltrúum þessara flokka. Alþýðu-
flokkurinn vildi setja skattvísitöluna
í 151 en Alþýðubandalagið lagði
megináherzluna á að til fram-
kvæmda kæmi 3 milljarða skatta-
lækkun, sem til greina kæmi að ná
til helminga með hækkun skattvísi-
tölu og í sjúkratryggingargjaldi.
Bæði Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag höfnuðu hækkun vöru-
gjaldsins og héldu fram í staðinn
tillögum skattanefndar, sem að
framan eru nefndai
Á ríkisstjórnarfundi síðdegis í gær
héldu Alþýðuflokksmenn fast við
hækkun skattvísitölunnar í 151 stig
og sleit Ólafur þá skyndilega fundin-
um með framangreindri áminningu
til samráðherra sinna.
í gærkvöldi var allt í óvissu um
framhaldið. Á þingflokksfundi
Alþýðubandalagsins komu fram
skiptar skoðanir um það, hvernig
bregðast ætti við áminningu Ólafs
Jóhannessonar og hvernig Alþýðu-
bandalagið ætti að halda á spilunum
þannig að stjórnarsamstarfið héldi
áfram. Þingflokksfundur Alþýðu-
flokksins stóð enn er Mbl. leitaði
síðast frétta af honum í gærkvöldi.
Það fengu margir
glaðning í Háskólahapp-
drættinu í gær þegar
dregnir voru út
vinningar að upphæð
ríflega 800 milljónir
króna. Stóri vinningur-
inn, 45 milljónir króna,
skiptist milli Akureyr-
inga og Skagstrendinga.
Vinningaskráin er birt í
heild á bls. 17.
Vinstri meirihlutinn í Reykjavik:
750 miUjón króna auknar
álögur á atvinnureksturinn
Stórhækkun aðstöðugjalda
Á FUNDI borgarráðs í gær lögðu
fulltrúar meirihlutans, þ.e. fulltrú-
ar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags
og Framsóknarflokks fram tillögu
um að breyta gjaldskrám aðstöðu-
gjalds fyrir árið 1979 þannig að í
ölium greinum atvinnureksturs
verði gjaldið eins hátt og lög
frekast leyfa. Ef þessi tillaga nær
fram að ganga verða áiögur á
atvinnurekstur í borginni í formi
aðstöðugjalda tæplega 757 milljónir
króna umfram það sem hefði orðið
cf gjaldskrá þessa árs hefði gilt
áfram en hún hækkuð milli ára um
47% eða í samræmi við hækkun
verðbólgu. Álögð aðstöðugjöld
verða þá 3 milljarðar 937 milljónir
og 300 þúsund í stað þess að verða 3
milljarðar 180 milljónir og 500
þúsund og er umframhækkunin
23,8%.
Hækkun hjá einstökum atvinnu-
greinum verður sem hér segir:
Rekstur fiskiskipa úr 0,20 í 0,33%,
gefur kr. 19.461.100 í tekjur en hefði
gefið kr. 11.794.600 ef gjaldskrá hefði
verið óbreytt; umframhækkun kr.
7.666.500.
Matvöruverzlanir og heildsala á
kaffi, sykri og kornvöru til manneld-
is úr 0,50 í 1,30%, gefur kr.
Skattastríðið í ríkisstjórninni:
Tökum nú ekki mark á því
hvað sá „glókollur” segir
— sögðu Alþýðubandalagsmenn um flokksbróður sinn
í GÆRKVELDI hafði að mestu
verið gcngið frá fjárfestingalið-
um fjárlagafrumvarpsins til ann-
arrar umræðu, en fjáröflunarhlið
frumvarpsins var hinn mikli
höfuðvcrkur.
Milli tekjuáætlunar
ára er mjög mikii hækkun og má
sem dæmi nefna að tekjuskattur
einstaklinga hækkar um tæplega
94% milli ára. Ýmsir liðir hafa
valdið deilum innan fjárveitinga-
nefndar og má sem dæmi nefna
eitt lítið atriði.
Framsóknarmenn höfðu m.a.
móttekið frá alþýðubandalags-
mönnum tillögu um hækkun á
liðnum eigin húsaleiga í gildandi
skattalögum, þ.e. lið, sem talinn er
mönnum til tekna á skattframtali.
Hafði Ólafur Ragnar Grímsson
borið fram þessa kröfu og viljað
hækka eigin húsaleigu til sam-
ræmis við hækkun almennrar
húsaleigu íbúðarhúsnæðis. Fram-
sóknarmenn höfðu rætt þetta
atriði og var þeim heldur illa við
svo mikla hækkun á þessum lið.
Létu þeir þó eftir kröfum alþýðu-
bandalagsmanna. Þegar þessi lið-
ur kom svo til umræðu á fundi
fjárveitinganefndar, snerust full-
trúar Alþýðubandalagsins og þá
einkum Geir Gunnarsson, formað-
ur nefndarinnar, eindregið gegn
þessum hækkunarlið. Mun hann
hafa látið í það skína að alþýðu-
bandalagsmenn samþykktu aldrei
svo mikla hækkun eigin húsaleigu.
Við þetta urðu framsóknarmenn
hvumsa og mun Alexander Stef-
ánsson hafa lýst því að þetta væri
meir en lítið skrítið — hér væri
um kröfu frá Ólafi Ragnari
Grímssyni að ræða. Sögðu þá
fulltrúar Alþýðubandalagsins, að
þeir tækju nú ekki mark á því,
hvað sá „glókollur" segði.
316.018.400 í tekjur en hefði gefið kr.
121.545.000, umframhækkun kr.
194.472.000.
Endurtryggingar úr 0,50 í 1,30%,
gefur kr. 135.527.500 í tekjur en hefði
gefið kr. 52.125.900, umframhækkun
kr. 83.401.600.
Kjötiðnaður úr 0,50 í 1%, gefur kr.
87.894.600 en hefði gefíð kr.
43.947.300, umframhækkun kr.
43.947.300.
Fiskiðnaður úr 0,50 í 0,65%, gefur
kr. 36.610.800 í tekjur en hefði gefið
kr. 28.162.200, umframhækkun kr.
8.448.600.
Landbúnaður úr 1 í 1,30%, gefur
kr. 29.147.000 í tekjur en hefði gefið
kr. 22.420.800, umframhækkun kr.
6.726.200.
Vátryggingar úr 1 í 1,30%, gefur
kr. 174.206.000 í tekjur en hefði gefið
kr. 134.004.600, umframhækkun kr.
40.201.400.
Útgáfustarfsemi úr 1 í 1,30%,
gefur kr. 23.664.300 í tekjur en hefði
gefið kr. 18.203.300, umframhækkun
kr. 5.461.000.
Ýmsar greinar verzlunar úr 1 í
I, 30%, gefur kr. 1.707.867.600 í tekjur
en hefði gefið kr. 1.313.744.300,
umframtekjur kr. 394.123.300.
Verzlun með gleraugu úr 1 í 1,30%,
gefur kr. 4.064.700 í tekjur en hefði
gefið kr. 3.126.700, umframtekjur kr.
938.000.
Matsala úr 1 í 1,30%, gefur kr.
48.707.000 í tekjur en hefði gefið kr.
37.466.900 í tekjur við óbreytta
gjaldskrá, umframtekjur kr.
II. 240.100.
Útgáfa dagblaða er undanþegin
aðstöðugjaldi eins og verið hefur.