Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 MORö'Jh/ KAFr/NCJ GRANI GÖSLARI Hér er einn þessara, sem hefur allt til alls — en því miður er hann niftur. Heyrðu, kunningi, svona kælum við ekki kampavín hér! Áður en við pöntum okkur matinn, vil ég vekja athygli þína á dálknum lengst til hægri — verðinu? Ekki mönn- um bióðandi BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í nýloknu Reykjavíkurmóti í tvímenningi notaði eitt parið, Jón Baldursson og Sverrir Ármanns- son, „passkertið" svonefnda með afbragðsárangri. Hlutu annað sæti fjörutíu stigum á undan næsta pari. Sagnkerfi þeirra er æði forvitnilegt, segja oft pass með opnun en sögn með hendi undir opnunarstyrk. Spilið hér að neðan er eitt af tiltölulega fáum slæmum spilum hjá þeim félögum en sýnir vel grundvallaratriði kerfisins þar til andstæðingi tókst að trufla á viðkvæmum tíma. Austur gaf, allir utan hættu. Norður S. Á1098 H. DG96 T. - L. 109752 Vestur S. KD5 H. Á87 T. ÁDG732 L. G. Austur S. G632 H. K104 T. K1094 L. ÁD COSPER C PIB •0 COSPER Lyftan er biluð og við verðum að ganga niður! íslenskum fjölmiðlum finnst víst allur fróðleikur bestur komi hann frá útlöndum því frá Islend- ingum sé ekkert fróðlegt að hafa. Elín Pálmadóttir gerði sér ferð á hendur til þess að geta gert sér rétta mynd af nýjum stjórnarað- gerðum í Kambódíu en hennar frásagnir pössuðu ekki inn ý nokkurn „Víðsjárþátt" í útvarpinu. Þegar svo loksins enskur lord kveður sér hljóðs í enska þinginu og segir að stjórnin í Kambódíu sé slík að Sameinuðu þjóðirnar geti ekki lengur setið aðgerðalausar fær maður franska útgáfu af þessu öllu. Sagt var að sú lýsing væri eftir virtan franskan blaðamann. Ekki veit ég það, en það var augljóst af frásögninni, að blaða- maðurinn var undrandi yfir þess- um sósíalisma og nefndi þess dæmi, að landinu hefði verið lokað og fólk rekið út í sveitir til landbúnaðarstarfa o.s.frv. Hefur þessi virti blaðamaður engar fregnir haft af vinnurögðum sósíalista í Evrópu og hefur hann ekkert lesið af því litla sem heyrst hefur frá andófsmönnum í Rúss- landi og leppríkjunum? Hann talar mikið um nokkrar milljónir manna sem farist hafa í Kambódíu en gleymir því að Rússlandi var lokað svo til strax og dauða 30 milljóna manna hafði Stalin á samviskunni og hlaut samt lof fyrir. Brezhnev rændi mat frá bændum í Ukraínu og þar varð aðeins 6 'k milljón manna hungur- morða þegar Stalín var að gera besta landbúnaðarland veraldar að iðnaðarríki. Var Ungverjaland ekki lagt í gaddavír og til hvers var Berlínar- múr reistur? Hvaða frelsi er í Rússlandi og leppríkjunum. Frelsi sem kallast getur frelsi? Hvað er svo með sæluna í Víetnam? Ekki er vestrænni spillingu fyrir að fara núna. Það er ekki henni að kenna að lífskjörin eru slík að fólk flýr út á sjóinn í opinn dauðann frekar en að lifa við blessaðan sósíalismann þar. Og Kína nú þegar Rauða byltingin er fyrir bí. Henni var einu sinni lýst í útvarpinu sem hreinni dásemd, nú flýja Kínverjar sem fætur toga því núna geta þeir það. Stefán Jónsson sem leiddi okkur í þennan ágæta sannleika um Kína í þá tíð hefði gott af því núna ef einhver þingmaður fengi hann til þess að endurtaka fróðleikinn sem átti að duga þjóðinni. Ef slíkt gerðist þá langaði mig til að vera á þingpöll- um því núna er töluvert meira Suður S. 74 H. 532 T. 865 L. K8643 Eins og sjá má eru sex tiglar og grönd ágætur samningur á hendur austurs og vesturs. Enda náðu margir 12 slögum þegar norður gat ekki haldið valdi á báðum hálitun- um. En þegar „passararnir" voru með spil austurs og vesturs urðu sagnirnar margar þó ekki væri hátt farið. Austur Suftur Pass (.) — 1 TíkuII ~ 1 Grand ~ Redobl T Vestur 1 Lauf 1 Hjarta 2 Tíxlar Dobl allir pass. Norftur Dobl 2 Hjörtu Pass austurs var opnun, laufið 6—10 eða 11 plús, 1 tígull grand- hendi með 13—17p eða 18 og meir, 1 hjarta biðsögn og 1 grand fyrrnefndu gerðina, 2 tíglar litur en þá truflaði norður með dobli sínu. Og í tveim hjörtum dobluðum átti norður ekki að fá nema þrjá slagi, tvo á hjarta Og spaðaásinn. En þegar vörnin spilaði trompunum of oft gat norður náð fjórum slögum á lauf og sloppið einn niður. „Fjólur — min ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 7 Hún vissj varla hvar hún var og var ekki alls kpstar viss um hún fyndi staðinn aftur ef hún þyrfti að fara og hringja. Ilún neytti allra sinna krafta og tók í gráan jakkann tii að snúa manninum við svo að andlitið vissi upp þegar hún dró hann í áttina að fólksbfln- um. Svo upptckin var hún af því sem hún var að gera að hún heyrði ckki fótatakið að baki sér. Það var ekki fyrr en hún hafði bagsað með manninn nœr bflnum að hún fann að einhver var íyrir aftan sig. Hún sneri sér snöggt við en skynjaði frekar en sá að þungum hiut var lyft upp og lamið með öllu afli i höfuð henni. 2. kafli — Auðvitað hefur þig verið að dreyma. Það má furðulegt heita að þú skyldir ekki fá heilahristing þcgar þú ókst út af veginum og fékkst þetta iíka litia högg á höfuðið. Koníaksgiasið var tekið biíð- lega úr hendi Susanne og bolli með svörtu kaffi haldið að vörum hennar. Susanne settist háifrugiuð upp í sófanum. Allt hafði gerzt svo hratt síðasta hálftímann að hún skildi það naumast að úr inni ömuriegu martröð úti á veginum hafði hún hafnað á Eikarmosabæ hjá Martin og fjölskyidu hans... Það var meira að segja Martin sem hafði komið að henni... öllu nákvæmara vær i þó að segja að það var reyndar vinur Martins, hinn frægi lagasmiður Jasper Bang, og i sömu andrá hafði Martin komið aðvífandi... en þetta var allt mjög ruglingslegt því að hún hélt hún lægi f roti á miðri skógargötu og þá kom í ljós að hún hafði keyrt út af þjóðveginum og lent ofan í skurði. Þar hafði Jasper Bang séð bflinn hennar og hann hafði verið að hrista hana til þegar Martin kom að og nú var hún sum sé hingað komin. Ilún dreypti á sjóðheitu kaffinu og reyndi að átta sig á hlutunum. Ilana kenndi til í gagnaugun þar sem hún hafði fengið höggið. Hún vissí að kúian stækkaði og stækkaði en hvaða máli skipti það nú, þegar hún var komin f örugtt skjól hjá Martin. Öruggt skjól... hvað með manninn í skóginum? Hún hafði reynt að segja frá því sem hafði gerzt en fyrsta hálftím- ann var allt í svo mikilli flækju að hún kom varla orði að. Frænka Martins hafði komið með teppi og kodda og frændi hans hafði hellt i hana að minnsta kosti þremur koniaks- glösum, meðan Martin og Jasp- er höfðu óðamála sagt frá því hvernig þeir hefðu fundið hana í bflnum á hliðinni úti í skurði. — Það var hreinasta undur að hún skyldi ekki stórslasa sig eða jafnvel eitthvað enn verra.l Augu Martins sem venjulega voru glaðlcg voru áhyggjufull og alvarlcg bak við þykk gleraugun og höndin sem hann rétti fram eftir sígarettu skalf eilítið. Susanne brosti blfðlega til hans og lét augnaráðið hvarfla áfram að Jasper Bang, en hún hafði aðeins séð myndir af honum í vikublöðum. en ekki hitt hann í eigin persónu fyrr. Hinn frægi lagasmiður, sem hafði samið marga af þessum hræðilegu slögurum, eins og vinningslagið „Fjólur — mín ljúfa“ sem hafði síðan farið sigurför um nánast ailan heim- inn, og nú sá hún að þessi sem hún hafði litið hornauga án þess að þekkja hann virtist vera ákaflega aðiaðandi per sónuleiki. Grannt, brezkt yfir- skeggið sem hafði litið svo hlægilca út á myndasíðum vikuhlaða, hæfði reyndar íþróttamannslegum vexti hans mæta vel. Við hlið hans virkaði Martin bæði taugaóstyrkur og hálfhjárænulegur, að minnsta kosti þessa stundina. Og hanit var sá eini sem virtist hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.