Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 Hækkun verðjöfnunargjalds á raforku er til athugunar — og sérstakt framlag ríkis vegna félags- legra framkvæmda rafmagnsveitnanna „ÞAÐ ER til athugunar að fá fram breytingu á verð- jöfnunargjaldi á raforku til þess að bæta að nokkru hag Rafmagnsveitna ríkis- ins og annarra sem þess njóta,“ sagði iðnaðarráð- herra Hjörleifur Guttorms- son er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann væri með í undirbúningi 6% hækkun verðjöfnunargjalds á raf- orku: úr 13 í 19%. „Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin,“ sajíði ráðherra, „það koma fleiri leiðir til greina en breyting á verðjöfnunargjaldinu og þá fyrst og fremst í því formi að eigend- urnir leggi rafmagnsveitunum til nokkuð eigið framlag til stuðnings við þaer mörgu, óarðbæru, félags- legu framkvæmdir, sem rafmagns- veitunum er ætlað að sinna. Fjár til þessara framkvSemda hefur verið aflað um langa tíð með afar óhagstæðum lánum. Ég vona að það megi ná samkomulagi með báðum þessum leiðum. Það er fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja manna og skilning á því að það þurfi að leiðrétta það gífurlega misrétti sem er á raf- magnsverði milli einstakra svæða á landinu." Keflavík: / Attræður maður lézt eftir umferðarslys INNLENT ÁTTRÆÐUR Keflvíkingur varð fyrir hifreið á gangbraut í Keflavík í gærmorgun og hlaut hann svo mikil hiifuðmeiðsl að hann lézt af völdum meiðslanna síðar um morguninn. Maðurinn hét Fred Jensen. Ilátúni 10. Keflavík. fæddur 20. ágúst 1898. llann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin biirn. Maðurinn var á leið yfir merkta gangbraut fyrir framan verzlun- ina Nonni og Bubbi á Hringbraut laust fyrir klukkan 9 í gærmorgun þegar þar bar að pick-up vörubif- reið og varð maðurinn fyrir bifreiðinni. Hann var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík en lézt skömmu eftir að komið var með hann þangað. Jólasveinar eru komnir í flesta verzlunarglugga til mikillar gleði fyrir yngstu kynslóðina. Dagvistunar- gjöld hækka SAMbYKKT var samhljóða í borgarráði í gær að óska eftir því við verðlagsyfirvöld á heimila hækkun á þeim gjöldum. sem foreldrar greiða íyrir vistun barna sinna á dagvistunarstofn- unum og ieikskólum borgarinnar. Samkvæmt því á gjald fyrir dagvistun að hækka úr 23 í 26 þúsund á mánuði fyrir hvert barna eða um 13% og gjald fyrir barn á leikskóla á að hækka úr 11.500 í 14 þúsund krónur eða um 21,7%. Kvöldsölu- leyfi hækk- ar um 380% Á FUNDI borgarráðs í gær lögðu fulltrúar meirihlutans. þ.e. full- trúar Alþýðuflokksins. Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins fram tillögu um stór- hækkun á kvöldsöluleyfi. Sam- kvæmt tillögunni á leyfið að ha'kka úr 50 þúsundum í 240 þúsund krónur á ári eða um 380%. Þeirra eigin orð „Látum ekki bjóða okk- ur þá ósvinnu að samning- ar séu rofnir á þessu” — sagði Lúðvík Jósepsson 4. júní sl. Lúðvík Jósepsson alþingis- maður segir í grein í Þjóð- viljanum I. júni sl.. sem hann nefnir „Dóm kjósenda“i „Launafólkið í landinu lætur ekki lengur nein flokksbönd, né fyrri trú til ákveðinna flokka, villa sér sýn. Launafólkið segir einfald- lega: Við látum ekki bjóða okkur þá ósvinnu að samningar séu rofnir á okkur, né heldur að það sé eitthvert réttlæti í því að skera niður laun þeirra sem vinna almenna verkamanna- vinnu, þó að þeir verði að vinna eftirvinnu og helgidagavinnu. Þeir sem hafa 120—150 þús. kr. laun á mánuði neita að hlýða á sparnaðarraus þeirra, sem sjálfir hafa í 8—900 þús. kr. á mánuði.. „Ekki verði hækkað kaupgjald nú 1. des- ember nema sem nemur 6,1% af 141%, sem kaup hefði átt að hækka um” sagði Lúðvík Jósepsson 28. nóvember sl. Lúðvík Jósepsson sagði í þingræðu 28. nóvemher. þcgar hann mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárhagsnefndar um að samþykkja efnahagsráð- stafanirnar 1. desember! „Efni þessa frumvarps, sem hér liggur fyrir, er nú í rauninni tiltölulega mjög einfalt og skýrt. Hér eru gerðar ráðstafanir í þessu frumvarpi til þess að koma því fyrir á þann hátt, að ekki verði hækkað kaupgjald nú 1. desember nema sem nemur 6,1% af 14,1%, sem kaup hefði átt að hækka um samkvæmt útreikningi á kaupgjaldsvísi- tölu, en hins vegar eru gerðar sérstakar ráðstafanir í frum- varpinu til þess að ekki þurfi að koma út í kaup, sem nemur 8%. af þessari hækkun.“ Flugslysió á Sri Lanka: „Mikilvægar upplýsing- ar á upptökubandi úr stjórnklefa vélarinnar” „VIÐ íslendingarnir erum nú að málið. Rannsóknin hefur gengið að lokið. Síðan munu flugmálayfirvöld þýða samtölin af upptökubandinu úr flugstjórnarklefa vélarinnar og þar koma fram mjög mikilvægar upplýsingar, sem munu verða að liði við að upplýsa orsakir slyss- ins,“ sagði Skúli Jón Sigurðsson í samtali við Mbl. í gærkvöldi. þar sem hann var staddur í Melbourne í Ástralíu vegna rannsóknar á flug- slysi DC-8 Loftleiðaþotunnar á Sri Lanka 15. nóvember sl. „Það er verið að vinna að öllum þáttum rannsóknarinnar hér,“ sagði Skúli Jón, „bæði á segulböndunum og svörtu kössunum með tæknilegar upplýsingar, sem settar eru upp í línuriti. Öll tækin eru í lagi og munu því skila þeim upplýsingum, sem vonast er eftir til þess að upplýsa Víðtæk leit að rjúpnaskyttu VlÐTÆK leit hófst í gærkvöldi að rjúpnaskyttu. sem saknað var í Norðurárdal í Borgarfirði. Á fjórða tug manna úr björgunar- sveitum SVFÍ hélt til lcitar í gærkvöldi og fjölga átti leitar- mönnum í birtingu í morgun. væri maðurinn þá cnn ekki kominn í leitirnar. vonum og henni mun ljúka á næstu tveimur dögum. Ástralíumenn eru ákaflega færir í þessu og hafa þeir unnið í náinni samvinnu við Banda- ríkjamenn og eru reyndar þjálfaðir þar. Við getum ekki á þessu stigi málsins látið neitt uppi um það sem við höfum komizt að, því það er ekki tímabært á meðan rannsókn er ekki Sri Lanka væntanlega gefa út greinargerð um niðurstöðu rann- sóknarinnar og við munum gera grein fyrir málinu hjá flugmála- stjóra og Loftleiðum þegar við komum heim um helgina. Væntan- lega leiðir þessi rannsókn í ljós atriði, sem ættu að geta orðið að liði við að fyrirbyggja slys sem þetta." Bensín og olí- ur hækka í dag BENSÍN og olíur hækka í verði frá og með deginum í dag. Bensín- lítrinn hækkar úr 167 í 181 krónu eða um 8,3%, gasolía með sölu- skatti úr 59,65 í 69 krónur li'trinn cða 15.7% og svartolía úr 32,500 í 39 þúsund krónur tonnið eða um 20%. Nýja verðið var staðfest í rikis- stjórninni í gær en hafði áður hlotið samþykki í verðlagsnefnd. Eins og áður hefur komið fram er þessi hækkun eingöngu vegna erlendra verðhækkana, gengissigs og opin- berra gjalda, sem hækka sjálfkrafa við hverja hækkun á olíuvörum. Hins vegar hækkar álagning olíu- félaganna ekkert né sölulaun út- sölustaða. Væntanlega gildir þetta nýja verð aðeins í rúman hálfan mánuð, því boðuð hefur verið stórhækkun á bensíni um áramótin vegna hækkunar á vegagjaldi, sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu, og erlendra verðhækkana. Er búist við því að bensínlítrinn fari í 202 — 205 krónur eftir áramótin. Flóttabíllinn lenti utan veg ar eftír œsilegan eltingaleik Akureyri. 12. des. ÁREKSTUR tveggja fólksbíla varð við Aðalstræti 21 um klukkan 22.30 í gærkvöld. Tveir feðgar voru að leggja bíl á stæði við húsið þegar annan bíl ’bar að og ók hinn síðarnefndi á hinn fyrrnefnda. Skemmdir urðu mjög óverulegar á hílunum og ekkert stórmál hefði af árekstrinum sprottið, ef ökumaður síðarnefnda bílsins hefði ekki horfið skyndilega af vettvangi án þess að hafa tal af feðgunum. Þeir höfðu hins vegar hröð handtök. Sonurinn brá sér inn í sinn eigin bíl, sem stóð við húsið og elti hinn brotthlaupna bíl, sem flýði á miklum hraða en faðirinn fór í símann og kvaddi til lögreglu. Lögreglan hafði grun um að flóttamaðurinn hygðist stefna austur í Fnjóskadal, og gerði því héraðslögreglunni þar viðvart. Héraðslögreglan setti upp vegatálmanir á þjóðveginn við Skóga í Fnjóskadal og beið þess er verða vildi. Akureyrar- lögreglan hóf hins vegar mikinn eltingarleik austur yfir Vaðlaheiði í kjölfar flóttabílsins og bílsins, sem ungi maðurinn úr Aðalstræti var á og munu allir bílarnir hafa komið að vegatálmanum um sama leyti. Ökumanni flóttabílsins varð svo mikið um að sjá vegatálmann að hann lenti útaf veginum, upp á veginn aftur og útaf á öðrum stað og þar stöðvaðist bíll hans endanlega. Félagi hans sat kyrr í bílnum en hann sjálfur hljópa allt hvað af tók út í móa, en þar var hann yfirbugaður bráðlega. Báðir voru mennirnir handteknir og fluttir í fangageymslu á Akureyri. Þeir harðneituðu í fyrstu að hafa komið nálægt fyrrgreindum árekstri en í dag viðurkenndu þeir brot sitt. Grunur leikur á að ökumaður flóttabílsins hafi verið ölvaður. - Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.