Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjófi Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstrœti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Bann við aftur- virkni skatta Alþingismennirnir Matthías Á. Mathiesen og Geir Hall- grímsson hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis, að afturvirkni skatta sé bönnuð í stjórnar- skránni, — eða eins og í greinar- gerðinni segir: „Stefnt er að því að auka réttaröryggi á sviði skatta- mála og setja sem gleggstar skorður við því, að afturvirk og íþyngjandi lög séu sett um skatta á tekjur og eignir. Slík ákvæði geta valdið skattþegnum — bæði mönnum og ópersónulegum skatt- greiðendum — verulegum erfið- leikum, ekki sízt þegar gerðar hafa verið ráðstafanir um fjármál í réttmætu trausti þess, að skatt- lagning á tekjur og eignir verði í samræmi við þágildandi löggjöf." Hér er hreyft miklu réttlætis- máli, sem varðar hvern einasta þegn í þjóðfélaginu. Það eru gerðar þær kröfur til einstaklings- ins, að hann standi í skilum til hins opinbera, greiði keisaranum það sem keisarans er, og hagi fjármálum sínum í samræmi við það. Samsvarandi skorður er nauð^ynlegt að setja hinni opin- beru skattheimtu. Fortakslaust bann við afturvirkni skatta er einn iiðurinn í því að knýja á ríkisvald- ið um það að það sníði sér stakk eftir vexti. Jafnframt stuðla slík ákvæði aö því á jákvæðan hátt að draga úr skattsvikum. Ríkisstjórn skatt- heimtunnar að var að sjálfsögðu óhjá- kvæmilegt, að frumvarp um afturvirkni skatta yrði lagt fram á þessu þingi. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hafði beitt sér fyrir nýjum skattalögum, þar sem gengið var út frá því sem algjöru grundvallaratriði, að ekki yrði um afturvirk, íþyngjandi ákvæði að ræða. Þetta var margsinnis undir- strikað af þáverandi fjármálaráð- herra, Matthíasi Á. Mathiesen, og allir stjórnmálaflokkar lýstu sig sammála þessu grundvallaratriði. Síðan komst ríkisstjórn skatt- heimtunnar til vaida. Hennar fyrsta verk var það að leggja sérstaka skattauka á tekjur og eignir, áem þegar höfðu verið skattlagðar á sama árinu. Mjög orkaði tvímælis, að þvílíkar aðfar- ir stæðust ákvæði stjórnarskrár- innar, og m.a. taldi einn af prófessorum lagadeildar, Jónatan Þórmundsson, að svo væri ekki. En forsætisráðherra varði sig með, að þetta væri ekki beinlínis bannað. Síðan þetta gerðist hefur vandi ríkissjóðs enn aukizt vegna til- verknaðar ríkisstjórnarinnar, enda gjörir hún ýmist að ausa fé eða gefa fyrirheit um að ausa fé á báðar hendur. Það eru því engin undur, þótt hún haldi látlaust áfram að brýna sultargogginn út af ríkissjóði. En skattborgararnir vita það eitt, að þeirra bíður það á næsta ári að standa undir enn þyngri sköttum og gjöldum en nokkur leið var að gera sér í hugarlund á síðastliðnu vori og hausti. En eins og áður segir telur forsætisráðherra sig að engu bundinn af ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Nauðvörn skattborg- aranna er sú, að knýja á það við fulltrúa sína á Alþingi, að frum- varp þeirra Matthíasar Á. Mathie- sens og Geirs Hallgrímssonar um bann við afturvirkni skatta verði að lögum á þessu þingi. Tekjuskattar eru launþegaskattar Um það er ekki ágreiningur lengur, að tekjuskattar eru fyrst og fremst launþegaskattar. Ef þeir verða of háir, verka þeir lamandi á framtak og verðmæta- sköpun i þjóðfélaginu. Þess er þegar farið að gæta. Menn sjá ekki tilgang í því að leggja það á sig að vinna langan vinnudag, ef bróður- hlutinn á að renna til ríkissjóðs. Og allra sízt, þegar svo stendur á sem nú, að það er beinlínis yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hækka tekjuskatt á miðlungstekj- ur og þar yfir eins og hún frekast treystir sér til. Þó liggur fyrir, og er ekki umdeilt, að tekjuskattarnir koma mjög misjafnlega niður og leggjast ekki þyngst á þá, sem mestar ráðstöfunartekjur hafa. Jafnframt því sem óhóflega háir tekjuskattar draga með þessum hætti úr framtaki og vinnusemi, ýta þeir undir skattsvik. Við höfum dæmin fyrir okkur um það. Alþýðuflokknum er tamt að tala um neðanjarðarhagkerfi. Ef nokk- ur ríkisstjórn hefur stuðlað að því að þvílíkur óþrifnaður nái að vaxa og dafna á landi hér, er það sú ríkisstjórn skattheimtunnar, sem nú situr að völdum. Aðgerðir hennar beinast leynt og ljóst að því að brjóta niður það frelsi í athöfnum og viðskiptum, sem hér hefur þróast siðan á dögum Viðreisnar, og er eitt fært um það að lyfta okkur á sama lífskjarastig og nágrannaþjóðir okkar búa við. Það er og verður hlutverk Sjálf- stæðisflokksins að standa vörð um þetta frelsi sem á öðrum sviðum, sem eitt getur orðið þjóðinni til farsældar í bráð og lengd. Óbundinn af fyrri yfir- lýsingum verdi ekki sam- id fyrir 22. desember nk. - segir eigandi Fjalakattarins um gjöfina til borgarinnar ÞORKELL Valdimarsson, eigandi hússins Aðalstræti 8, þ.e. Fjalarkattarins, hef- ur ritað borgarráði bréf og ítrekað að hann vilji gefa borginni húsið með því skilyrði að það verði fjar- lægt af lóðinni. Þorkell hafði gefið borginni frest til 27. desember en í bréf- inu kveðst hann reiðubú- inn til þess að lengja frestinn en þó ekki lengur en til 1. maí n.k. Þorkell tilkynnti þessa gjöf sína fyrst 21. júní í sumar. I bréfinu til borgarráðs kveðst hann hafa átt vinsamleg viðtöl við forseta borgarstjórnar um að leysa þetta mál með öðrum hætti án þess að til brottflutnings hússins komi. Kveðst Þorkell hafa nefnt ýmsa möguleika á makaskiptum og þá milligjöf á annan hvorn veginn eftir því sem við hafi átt. Þorkell segir ennfremur að nefndar viðræður hafi ekki borið Einum sleppt NÚ sitja tveir menn í gæzluvarð- haldi vegna rannsóknar hjól- barðamálsins á Keflavíkurflug- velli en þriðja manninum var sleppt úr gæzlu í fyrrakvöld. Rannsókn málsins er haldið áfram af fullum krafti. árangur að hans mati og því ítreki hann boðið til borgarinnar og óski eftir skjótum svörum. Einnig sé hann reiðubúinn til viðræðna við borgaryfirvöld um hugsanlega sölu á lóð og húsi, sem yrði að vera lokið fyrir 22. desember. „Ef það verður ekki tel ég mig óbundinn af öllum fyrri yfirlýs- ingum mínum varðandi þetta mál og mun gera þær ráðstafanir, sem ég hef rétt til og mér eru nauðsynlegar til að verjast enn meiri fjárhagslegum skakkaföll- um en borgin hefur þegar valdið mér og fyrri eigendum með afstöðu sinni í skipulagsmálum vestan Aðalstrætis og hvað snertir álagningu á eignir þar,“ segir Þorkell í lok bréfsins til borgarráðs. Sr. Bernharður Guð- mundsson ráðinn blaðafulltrúi biskups RUNNINN er út umsóknar- frestur um embætti blaðafulltrúa biskups og barst ein umsókn um starfið. Var hún frá sr. Bernharði Guðmundssyni og hefur honum þegar verið veitt starfið. Sr. Bernharður Guðmundsson lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1962 og eftir að hafa gegnt prestsþjónustu i Ögurþingspresta- kalli og Stóra-Núpsprestakalli varð hann æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar og gegndi hann því starfi þar til í marz 1973 er hann hvarf til starfa hjá útvarpsstöð Lútherska heimssambandsins í Addis Abeba í Eþíópíu. Sr. Bernharður Gumundsson hefur dvalið í Bandaríkjunum mikinn hluta þessa árs við nám og kynnt sér ýmis störf varðandí fjölmiðla. Kona sr. Bernharðs Guðmunds- sonar er Rannveig Sigurbjörns- dóttir. Sr. Bernharður Guðmundsson Hækkun jöfnunargjalds um 6,1%: Á tæpast von á jákvæðum undir- tektum við svo mikilli hækkun — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra — „ÉG TEL að þetta sé ein af þeim leiðum sem beina eigi athyglinni að til að ná inn tekjum til stuðnings iðnaðinum og iðnþróun,“ sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra er Mbl. leitaði álits hans á þeirri tillögu Félags íslenzkra iðnrekenda að jöfnunargjald verði hækkað um 6,1 próscntustig. „Hins vegar er ljóst," sagði iðnaðarráðherra, „að ef að það á að fá um þetta samkomulag við Efta og EBE, þá þarf að rökstyðja tillögu af þessu tagi og það telja iðnrekendur sig hafa gert. Ég á hins vegar tæpast von á því að tekið verði jákvætt í hækkun jöfnunargjaldsins að því marki sem þeir hafa sett fram. Á það hefur þó ekkert reynt og það er eftir að marka stefnu stjórnvalda um það til hvaða aðgerða verði gripið til stuðnings iðnaðinum á næstunni. Það liggja fyrir ýmsar ábendingar í þeim efnum, þar á meðal þau atriði sem Mbl. nefnir í baksíðufrétt í dag (sex mánaða innborgunarskylda á ýmsar vörur og 40% tollur á sælgæti. Innskot Mbl.) og þetta er allt til athugunar hjá ríkisstjórn- inni. Væntanlega líður ekki á löngu áður en afstaða verður tekin til einhverra þeirra, því ég held að það sé fullur skilningur á því að iðnaðurinn þarf á stuðningi að halda og þegar tollalækkanir koma til framkvæmda um áramót. Auk þess þarf að koma til sérstakt iðnþróunarátak, sem kostar fjár- magn, þótt ýmislegt megi bæta eftir öðrum leiðum, til dæmis með skipu- lagsbreytingum," sagði iðnaðarráð- herra. Pálmatrén gætu komið í staðinn fyrir jólatrén Hvalvíkin loks tekin að bryggju í Port Harcourt í gær — VIÐ GERÐUM okkur von um, að við yrðum komnir heim úr þessari Nígeríuferð fyrir áramót, en nú er orðið ljóst að við komum í fyrsta lagi heim í byrjun febrúarmánaðar, sagði Sigfús Tómasson vélstjóri á Hvalvíkinni í samtali við Morgunblaðið í gær. Það var ekki fyrr en í gærmorg- un, sem skipið var tekið upp að bryggju í Port Harcourt og voru þá liðnir 53 dagar síðan skipið lagði af stað frá íslandi tii Nígeríu með rúmlega 1600 tonn af skreið. Losun skipsjns tekur trúlega um 20 daga ef allt gengur samkvæmt áætlun, en síðan tekur um 18 daga að sigla á ný til íslands. Á leiðinni verður tekinn farmur í einhverri höfn í Suður-Evrópu, en að sögn talsmanns útgerðarfélags skips- ins, Víkur hf., er ekki enn ljóst hvar það verður. Sigfús Tómasson sagði að skip- verjar á Hvalvíkinni hefðu vægast sagt verið orðnir leiðir á að bíða eftir því að komast að bryggju og andinn um borð alveg í lágmarki. Brúnin hefði þó létzt á mönnum þegar frétzt hefði að gengið hefði verið frá málum þannig að skipið yrði tekið upp að. Er við spurðum hann hvort menn væru farnir að hugsa til jólanna sagði hann að það væri fátt sem minnti á þau, hitinn væri 30—40 stig og lítið jólalegt um að litast. — Við verðum að vona að kokkurinn gefi okkur eitthvað gott að borða um hátíðarnar og von- andi lumar hann á einhverjum íslenzkum jólamat, sagði Sigfús. — Jólatré verður varla um að ræða hjá okkur eins og á íslandi, en e.t.v. getum við notast við pálmatré, sem allt er fullt af hér, sagði Sigfús og bað að lokum fyrir kveðjur og jólaóskir heim frá þeim Hvalvíkingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.