Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 + Systir okkar GUDLAUG STEFANÍA JÓNSDÓTTIR Grandavsgi 38, andaðist að ElliheimiHnu Grund 9. desember. Ingibjörg Jðnadðttir, Guðný JónadAttir. t GUÐNY H. GUÐJÓNSDÓTTIR, Sjafnargötu 12, andaðist í Landspítalanum 12. desember 1978. Fyrir hönd vandamanna, Guörún Jónadóttir. + Konan mín og móöir okkar, ANNA KRISTJANA ÍVARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 2. desember. Jaröarförin hefur farið fram. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu. Þórarinn Guómundaaon, ívar Þór Þórarinaaon, Þuríóur Ingibjörg Þórarinadóttir. " Móðir okkar og tengdamóöir MAGNEA PÉTURSDÓTTIR, lést á Landakotsspítala 9. desember. Jarðsett veröur frá Selfossklrkju laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Einar Sigurjónaaon Kriatin Holgadóttir Ingibjörg Siurjónadóttír Bjöm Kriatjánaaon Sigurlaug Sigurjónadóttir Bjarni Þóröaraon Guómundur Sigurjónaaon Elin Saamundadóttir Gunnar Sigurjónaaon Ingibjörg Kriatjánadóttir Faðir okkar, tengdafaöir og afi INGVI HANNESSON, Hlíóagorói v. Vatnavaituvog, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 3. Pátur Ingvaaon, Elin Halldóradóttir, Ingibjörg Ingvadóttir, Dagbjartur Jónaaon, Stainunn Ingvadóttir, Saamundur Jónaaon, Eygló Ingvadóttir, Elfar Haraldaaon, Jóhann G. Filippuaaon og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö vlö fráfall HALLDÓRU BALDVINSDÓTTUR Einnig viljum viö þakka starfsfólki Hrafnistu fyrir góöa aöhlynningu hennar í fjöldamörg ár. Ingimar Baldvinaaon Ragnhildur Páladóttir + Þökkum auösýnda samúö viö andlát móöur okkar, tengdamóöur og ömmu SVÖVU ÁGÚSTSDÓTTUR, Bárugötu 2, sem lést 30. nóvember s.l. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Guóríóur Einaradóttir, Guðfinnur Sigurfinnaaon, Elíaabet Einaradóttir, Þoratainn Halgaaon, Sigurður Einaraaon, Guóbjörg Matthíaadóttir, Ágúat Einaraaon, Kolbrún Ingólfadóttir, Svava Einaradóttir, Jón Skaptaaon, Ólöf Einaradóttir, Halga Einaradóttir, Sólvaig Einaradóttir, Auóur Einaradóttir, Elín Einaradóttir og barnabörn. + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, tengdafööur og afa SKÚLA SVEINSSONAR, válatjóra, ennfremur viljum viö færa læknum og hjúkrunarfólki sjúkrahúss Keflavíkur þakkir fyrir þeirra einlæga og fórnfúsa starf. Hallfríóur Aagairadóttir, Guórún Skúladóttir, Ellort Skúlaaon, Elfn Guónadóttir, Trauati Skúlaaon, Guóríóur Kriatjánadóttir, Svavar Skúlaaon, Guómunda Guóbargadóttir, Áageir Skúlaaon, Sigrún Siguróardóttir, og barnabörn. Skrifstofa okkar veröur lokuö í dag vegna jaröarfarar INGIMUNDAR GÍSLASONAR. Hilmar Ingimundaraon hæataréttarlögmaóur, Kristján Stafánsson, háraðsdómslögmadur, Ránargötu 13. Minning: Ingimundur Gíslason bóndi Brúnstöðum Kveðja frá tengdadóttur Oft verður fólki erfitt um svar þegar börnin spyrja um dauðann. Þá er auðveldasta útskýringin að menn deyi vegna þess að þeir séu veikir eða gamlir og þreyttir. En nú stend ég uppi orðvana þegar Ingimundur á Brúnstöðum, tengdafaðir minn elskulegi, er látinn. Nú duga ekki svörin sem við fengum sem börn. Hann var hvorki veikur, svo séð væri, gamall né þreyttur, þótt 73 ára væri. Aldurinn segir ekki til um ástand líkama eða sálar. í hugum okkar sem Ingimund þekktum átíi hann tugi ára eftir ólifuð. Hann var ennþá unglegur, hress og eyddi sínu síðasta kvöldi á heimili okkar hjóna, kátur og glaður í góðra vina hópi. Orð eru fátækleg, þegar ég minnist Ingimundar og alls þess sem hann hefur verið okkur hjónunum og börnunum. Þegar við vorum nýgift og við nám, stóð ekki á hjónunum á Brúnstöðum að veita okkur alla mögulega aðstoð, fjárhagslega sem aðra. Eftir að eldri sonur okkar fæddist var Ingimundur alltaf boðinn og búinn til þess að sækja drenginn og hafa hann hjá sér, til þess að við gætum unnið úti og lokið námi. Enda varð drengurinn strax augasteinn afa síns og ástin og væntumþykjan gagnkvæm. Alltaf fylgdi sonarsonurinn afa sínum, jafnt í gegningum sem í útreiðatúrum. Því að í augum drengsins var enginn betri og meiri en afinn. En sárt er til þess að vita, að annar lítill afadrengur á öðru ári skuli ekki fá að njóta samvistar og ástúðar afa síns lengur en varð. Það er mikið lán fyrir unga konu að eignast tengdaföður og félaga, sem Ingimundur var mér og sagði hann mér margt og kenndi, sem á eftir að reynast mér vel á lífsleiðinni. Hugir okkar eru nú myrkir eins og dagarnir í desember, en minn- ingin um góðan mann, sem gleym- ist okkur aldrei, mun láta birta upp í hugum okkar á ný. Erla Hatlemark. Kveðja frá barnabörnum Hann afi okkar á Brúnstöðum er dáinn. Þegar slíkt skeður, þá verður manni spurn, hvers vegn'a? Hann afi okkar, sem var hraust- astur allra. Lífsgleðin og lífslöng- unin í öllu hans fari. Hjálpsemin og elskulegheitin í okkar garð með óvenjum. Fráfall hans svo skyndi- lega er okkur óskiljanlgt, við, sem áttum eftir að kynnast afa okkar enn meira og betur. Hann afi okkar var einstakur í okkar augum og við munum minnast hans með hlýju og söknuði. Og þau okkar, sem eigi hafa aldur til að muna eftir honum eins og við hin eldri, verður hjálpað til með frásögnum okkar, sem eldri erum. Þótt söknuðurinn og sorgin séu ólýsan- leg, þá er það mikil huggun að hafa átt hann fyrir afa. Fyrir ömmu er það mikill styrkur að eiga góðar minningar um einstak- an mann, hörkutól, einlægan og blátt áfram. Mann, sem lét sitt ekki eftir liggja að hjálpa lítil- magnanum, ef hann mögulega gat. Guðrún, Snorri, Ragnheiður, Ingimundur og Örvar. Líttu við og labbaðu heim meö glæsilegt Hifi-tæki frá RADlfg)NETTE Radionetta SM 230 útvarpsmagnarinn er fallegt, vandaö tæki, sem fer vel í hverskonar hillusamstæöum. Kjarni SM 230 samstæöunnar er fullkomiö útvarp meö langbylgju, miöbylgju og FM-bylgju. Sterkur 2x20 watta sínusmagnari. SM 230 tækiö geturöu einnig fengiö meö innbyggöu cassettutæki og þá einnig meö spilara og cassettutæki meö eöa án Dolby. Líttu viö og við hjálpum pér aö finna réttu samstæöuna. Ef pú átt 80.000 krónur — þá geturöu labbaö heim meö glæsilega Radionette-stereo samstæöu. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Ars ábyrgð Jólakjör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.