Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 13 Bændafund- ur í Midfirdi Staðarbakka. Miðfirði. 12. des. AÐ tilhlutan Búnaðarsambands Vestur-IIúnsnpatnssýslu var al- mennur bændafundur haldinn í félagsheimilinu Ásbyrgi s.l. föstu- dag. Frummælendur á fundinum voru þeir Steingrímur Hermanns- son landbúnaðarráðhefra. Gunn- ar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda og Pétur Sigurðsson mjólkurfræðingur. Þeir Steingrímur og Gunnar ræddu um núverandi vandamál landbúnaðarins og skýrðu í því sambandi frumvarp til breytinga á lögum um Framleiðsluráð land- búnaðarins, sem nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi af landbúnaðarráðherra. Pétur sagði frá framleiðslu og söluhorfum á mjólkurafurðum. Að loknum framsöguerindum voru frjálsar umræður og tóku margir til máls og komu ýmis sjónarmið fram. Fundinn sóttu á annað hundrað manns úr öllum hreppum sýslunnar og var honum ekki lokið fyrr en eftir miðnætti. Fundarstjóri var Sigurður Lindal á Lækjarmóti. — Benedikt. Arnarflug: Flutti um 18.500 farþega til Yemen ARNARFLUG lauk fyrir skömmu pflagrímaflugi 'er félagið hefur annast f Yemen, en flogið var milli borganna Sana og Jeddah og voru flutt samtals um 18.500 manns, en þá eru meðtaldar nokkrar áætlunarferðir er félagið fór fyrir flugfélagið Yemenair að loknu pflagrímafluginu. Að sögn Halldórs Sigurðssonar sölustjóra hjá Arnarflugi er sú þota félagsins er annaðist pílagrímaflug- ið nú í Englandi þar sem fram fara í henni mótorskipti, og bjóst hann við að hún kæmi til landsins um næstu helgi. Sagði Halldór að hana myndi skorta verkefni frá miðjum desember fram í janúar, en verið er að leita verkefna um þessar mundir. Þá hefur Arnarflug bætt við viðkomustað í flugi sínu fyrir flugfélagið Aviateka í Guatemala, sem er Mexicó City, og er þá flogið frá Guatemala City til Mexico og Loðnuskipin á heimleið síðan til Miami. Gert er ráð fyrir að þessir flutningar standi fram í febrúar með hugsanlegri fram- lengingu í 3 mánuði. Heimdallur: Fundur um húsnæðismál IIEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. boðar til almcnns fundar ungs fólks um húsnæðismál f Sjálf- stæðishúsinu f kvöld klukkan 20.30. Frummælendur á fundinum verða þeir Hilmar Ólafsson, Sig- urður Ágúst Jensson, Skúli Sigurðsson og Þorsteinn Pálsson. — Að sögn stjórnarmanna í Heimdalli er hugmyndin með þessum fundi að sjálfstæðismenn fái þar greinargóðar upplýsingar um þessi mikilvægu mál. PARTNER ER NÝTT VÖRUMERKI FYRIR VANDAÐAN OG ÞÆGILEGAN FATNAO A AUSTURLANDI VERSLUNARFÉL. AUSTURLANDS EGILSSTÖÐUM VERSL. PALÍNU IMSLAND. NESKAUPSTAD KAUPFÉL. BERUFJARÐAR DJÚPAVOGI KAUPFÉL. HÉRAÐSBÚA REYÐARFIRÐI ÞOR. FÁSKRÚÐSFIRÐI ALDAN. SEYÐISFIRÐI SENN líður að lokum sumar og haustvertfðar loðnusjómanna, en loðnuveiðibann gengur f gildi á miðnætti annað kvöld. Síðustu daga hefur verið bræla á loðnu- miðunum úti af Vestfjörðum og ekkert skip tilkynnt um afla til loðnunefndar síðan á mánudag. Mörg skipanna hafa þegar haldið af miðunum og eru á leið til heimahafna, en aftur verður byrj- að að eltast við loðnuna í janúar. Loðnuveiðin er nú orðin um 495 þúsund tonn á sumar- og haust- vertíðinni og er þar um metafla að ræða. í fyrra veiddust um 260 þúsund lestir á þessu tímabili. „Grease” sýnd eftir áramótin „HIMNARÍKI má bíða“ (Heaven Can Wait) verður jólamynd Háskólabíós í ár. Áætlað hafði verið að um jólin yrði dans- og söngvamyndin „Grease" sýnd. En þar sem komu hennar til landsins seinkaði var ákveðið að hún yrði fyrsta mynd bíósins á árinu 1979. Sýningar á „Himnaríki má bíða" munu hefj- ast 15. desember og að sögn forsvarsmanna Háskólabíós má reikna með að sýningar á „Grease" hefjist snemma í janúar. Framleiðandi, leikstjóri og aðal- leikari í „Himnaríki má bíða“ er Warren Beatty, en eins og kunnugt er leika þau Olivia Newton-John og John Travolta aðalhlutverkin í kvikmyndinni „Grease". MÓÐIR MÍN — húsfreyjan Fyrra bindi þessarar bókar seldist mest allra bóka okkar á síðasta ári. Hér er að finna eftirtalda fimmtán nýja þætti um nýjar mæður skráða af börnum þeirra< Sólveig Þórðardóttir frá Sjöundá eftir Ingimar Jóhannesson, Jóhanna Kristín Jónsdóttir frá Álfadal eftir Jóhannes Davíðsson, Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni eftir Huldu Á. Stefáns- dóttur, Hansína Benediktsdóttr frá Grenjaðarstað eftir Guðbjörgu J. Birkis, Björg Þ. Guðmundsdóttir frá Höll eftir Sigurð S. Haukdal, Hlíf Bogadóttir Smith frá Arnarbæli eítir Sigríði Pétursdóttur, Svanhildur Jör undsdóttir frá Syðstabæ eftir Guðrúnu Pálsdóttur, Aðalbjörg Jakobsdóttir frá Húsavík eftir Guðrúnu Gísladóttur, Jakobína Davíðsdóttir frá Hrísum eftir Davíð ólafsson, Sigríður Jónsdóttir Bjarnason eftir Hákon Bjarnason, Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir frá Hvftár- bakka eftir Þorgrím Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum eftir Hall Hermannsson, Þórdís Ásgeirs- dóttir frá Knarrarnesi eftir Vernharð Bjarnason, Dóra Þórhallsdóttir frá Laufási eftir Þórhall Ásgeirsson og Grethe Harne Ásgeirsson eftir Evu Ragnarsdóttur. Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók allra kvenna< ömmunnar, mömmunnar, eiginkonunnar og unnustunnar. Hver þáttur bókarinn- ar er tær og fagur óður um umhyggju og Ijúfa móðurást.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.