Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 1
 32 SÍÐUR 286. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. V íran: Mikið mannf all í bar- dögum í Isf ahan í gær Teheran, 12. desember. AP Að minnsta kosti 40 manns hafa fallið og um 600 særzt í harðvítugum götubardögum í Isfahan, næststærstu borg írans, í gær og í dag. í borginni eru fimm sjúkrahús, og eru þau öll troðfull af særðu fólki, sem margt er í lífshættu, að því er haft var eftir áreiðanlegum heimildamönnum úr hópi lækna í kvöld. Að því er næst verður komizt féllu yfir 20 manns í mikilli skothríð hersins eftir að til átaka kom að loknum útifundi ofsatrúarmanna í borginni í gær, en andstæðingar stjórnar Reza Pahlevi keisara segja að þar hafi hundruð fallið fyrir vélbyssum hermanna. Yfirvöld í Isfahan hafa ekki viljað kannast við að fleiri en sex hafi fallið í þessum átökum. trúa í borginni og hafði hann þá sögu að segja, að enn heyrðist skothríð, en þó væri bardögum að linna. Sjötíu og fimm manns hafa látið Orðrómur er á kreiki um það í Isfahan að í ráði sé aö loka fyrir rafstraum í borginni til að firra frekari vandræðum. Sjónarvottar að átökunum þar segja, að her- menn hafi vaðið um göturnar í gær og í dag, neyðandi vegfar- endur til að lýsa yfir hollustu við keisarann. Fregnir eru af ofbeldi víðar í landinu, en hvergi eins alvarlegum og í Isfahan. Rólegt er nú á yfirborðinu í Teheran, enda eru hermenn og lögregla þar við hvert fótmál. Óstaðfestar fregnir eru af því að áhlaup hafi verið gert á bækis- stöðvar SAVAK, öryggislögregl- unnar í Isfahan, og hafi byggingin verið lögð í rúst. I kvöld náðist samband við erlendan sendifull- lífið í átökum í Iran frá því að sorgarmánuður Shiita hófst 2. desember, en frá því að óöldin bvrjaði í landinu í ársbvrjun hafa 1300 fallið. Hermenn eruhvarvetna á verði í helztu borgum írans. og snúa bökum saman. Mynd þessi er frá Teheran. þar sem ástandið er venju fremúr rólegt þessa stundina. enda eru herlög og útgöngubann þar í gildi. Rhódesía: Gífurlegt tjón í olíubruna eft- ir sprengjutilræði skæruliða Salisbury. 12. des. Reuter. AP. SLÖKKVILIÐ. herlið og lögregla börðust í dag upp á líf og dauða við eldhafið í stærstu olíubirgða- stöð Rhódesíu. þar sem þjóðernis- sinnaðir skæruliðar hafa sprengt Engar ræður við útför Goldu Meir Jerúsalem. 12. desember. Reuter. AÐ ÓSK Goldu Meir voru engar lofræður haldnar við útför hennar, sem gerð var i Jerúsalem 1 dag. Athöfnin var látlaus og fór virðu- lega fram, en við kveðjuathöfn, sem fram fór i Knesset og aðeins stóð f fimmtán mínútur, voru lesnir kaflar úr ræðum Goldu Meir. Var inntak þeirra sá boðskapur, sem Goldu Meir var hugleiknari en flest annað, — _að sá dagur mætti upp renna að ísraelsmenn gætu lifað í firði við Araba. Sex hershöfðingjar og tveir hatt- settir lögregluforingjar báru kist- una síðasta spölinn, en Goldu Meir var búið leg í heiðursgrafreit á Herzl-fjalli. . Meðan á athöfninni í Knesset stóð kom skýfall, sem stóð allt þar til kistan var látin síga niður í gröfina, en þá rofaði skyndilega til. Var það mál manna við athöfnina að himinn- inn væri að gráta Goldu , en meðfram veginum frá Knesset til Herzl-fjalls var óslitin röð af fólki með svartar regnhlífar. Margt stórmenna var við útförina, meðal annarra Henry Kissinger, Lillian Carter og Cyrus Vance. fjölmargar sprengjur frá því í gærkvöldi í hatrö'mmustu sókn sinni frá þvi að bardagar hófust f landinu fyrir sex árum. Birgða- stöðin er í Salisbury og er kvölda tók loguðu eldarnir enn í aðeins þriggja kflómetra fjarlægð frá miðborginni. en svart reykský grúfir yfir borginni. Gífurlegt eignatjón hefur hlotizt af elds- voðanum, en auk þess hafa milljónir lítra af eldsneyti farið forgörðum. og er það tjón ekki sízt alvarlegt fyrir bráðabirgða- stjórnina. sem á við að búa viðskiptabann fjólmargra ríkja. Að minnsta kosti 11 eldsneytis- geymar hafa sprungið. en skæru- liðahreyfingar Mugabes og Nkomos hafa báðar kannazt við að bera ábyrgð á skemmdarverk- um þessum. Nkomo hélt því fram í dag. að margir hefðu látið lífið í aðgerðum þessum. en yfirvöld í Rhódesfu hafa vísað á bug þeirri staðhæfingu. Hernaðaryfirvöld í Salisbury telja að skæruliðar hafi skotið eldflaugum að birgðastöðinni. en þangað hefur eldsneyti verið smyglað víða að um SAfríku þrátt fyrir viðskiptabannið. Fregnum ber ekki saman um hversu mikið eldsneyti hafi eyði- lagzt í brunanum. Hin opinbera fréttastofa landsins heldur því fram að birgðastöðin sé gjörónýt og allt eldsneyti sem þar hafi verið hafi eyðilagzt, en fréttamenn á staðnum eru þeirrar skoðunar að aðeins þriðjungur birgðanna sé ónýtur. Yfirvöld meta tjónið á níu milljónir bandaríkjadala, eða 3,2 milljarða íslenzkra króna. Þegar í morgun mynduðust biðraðir við bensínafgreiðslur í Salisbury, en sums staðar var reynt að standa gegn hamstri með því að selja þriggja lítra hámarksskammt. Midausturlönd: Tillögur sem draga undirritun á langinn lagðar fyrir Begin Svíþjóð: Sundman ekki í framboð næst Stokkhólmi. 11. desember 1978. Frá Öiinii Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. SÆNSKI rithöfundurinn og þingmaðurinn Per Olof Sund- man féll út af framboðslista Miðflokksins til þingkosning- anna 1979 á flokksfundi sl. laugardag. Hann hafði áhuga á þriðja eða f jórða sæti á listan- um, en í atkvæðagreiðslu tap- aði hann báðum sætunum. Þriðja sæti hlaut Elvy Osson, fyrrverandi húsnæðisráðherra, með 174 atkvæðum gegn 45, og fjórða sæti hlaut Elis Anders- son, byggingaverkamaður. með 140 atkvæðum gegn 74. Sund- man þáði ekki sjötta sætið á listanum. sem uppstillingar- nefnd flokksins hafði ætlað honum. Ástæðan fyrir því, að Sund- man fékk ekki sæti ofar á listanum, er sögð vera sú, að hann hefur ekki tekið mikinn þátt í almennum flokksstörfum vegna annarra anna. Hann hefur starfað mikið á sviði menningarmála og á t.d. sæti í útvarpsráði. Mestan tíma hafa þó störf hans á vegum Norður- landaráðs tekið, en fyrir störf sín þar er Sundman íslending- um að góðu kunnur. Hann er nú meðal annars formaður menn- ingarmálanefndar ráðsins. Per Olof Sundman Ákvörðun flokksins kom Sundman á óvart, en hann sættir sig við hana sem lýðræð- islega ákvörðun. í framtíðinni ætlar hann að leggja aðal- áherzlu á ritsmíðar sínar og hefur í huga að skrifa bók um Alfred Nobel, sem hann segir vera einn af merkustu sonum Svíþjóðar. Kaíró. 12. desember. AP Reuter IIÁTTSETTUR stjórnarerindreki í Kafró skýrði frá því í gærkvöldi að Sadat forseti og Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandarfkj- anna hefðu orðið ásáttir um að leggja fyrir ísraelsstjórn nýja tillögu til lausnar þeim ágreiningi. sem stæði í vegi fyrir friðarsamningunum í Miðaustur- löndum. Vance leggur málið fyrir Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels er hann kemur til Jerúsalem á morgun. en egypzki heimildarmaðurinn taldi horfur á að hinar nýju tillögur yrðu til þess að samningaviðræður Egypta og Israelsmanna drægjust enn á langinn. enda þótt síðar kæmi í ljós að þetta væri eina samningaleiðin úr þvi' sem komið væri. Að fundi sínum með Sadat loknum vildi Vance ekkert segja um samkomulagshorfur, annað en að þær væru nú betri en áður og að í sjónmáli væri lausn helztu ágreiningsatriða, sem varða tíma- setningu sjálfstjórnar Palestínu- araba á vesturbakka Jórdan-ár- innar og á Gaza-svæðinu, svo og forgang samkomulagsins gagnvart samningum Egypta við Arabaríki. Að loknum fundi með Begin fer Vance aftur til Egyptalands, og er þessa stundina ekki útlit fyrir að hann fari heim til Bandaríkjanna í bráð. Carter forseti sagði í dag, að þótt samningar yrðu ekki undir- ritaðir fyrir 17. desember eins og ákveðið var í Camp David, þýddi það ekki að friðarsamningar væru úr sögunni á næstunni. Nýr SALT- samningur Washington. Muskvu. 12. desember. AP. STJÓRNIR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna kunngjörðu sam- tímis í kvbld að viðræður. sem jafnvel yrðu lokaviðræður um nýjan SALT-samning. færu fram í Genf dagana 21. og 22. desember næstkomandi. Utan- ríkisráðherrar rfkjanna. Cyrus Vance og Andrei Gromyko. verða í forsvari á fundunum. en síðan er fyrirhugaður fundur þeirra Carters og Brezhnevs. þar sem SALT-samningur II verður undirritaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.