Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 Ingibjörg Cl Þorláks- son — Aldar- minning Frú Ingibjörg Cl. Þorláksson fæddist 13. des. 1878. Foreldrar hennar voru Valgard CÍaessen, verslunarmaður á Hofsósi og kona hans Kristín Briem. Hún ólst upp í stórum systkinahópi á mann- mörgu menningarheiitiili. Árið 1904 gekk Ingibjörg að eiga Jón Þorláksson verkfræðing og síðar ráðherra og borgarstjóra í Reykja- vík. Með þeim hjónum var mikið jafnræði. Hann orðlagður gáfu- og atorkumaður og hún glæsileg og fáguð höfðingskona. Frú Ingibjörg var ein af stofn- endum Kvenfélagsins Hringsins, en stofndagur þess var 26. janúar 1904. Fyrsti formaður félagsins var frú Kristín Vídalín Jacobsen og gegndi hún því starfi til dauðadags eða til ársins 1943. Þá tók frú Þorláksson við formanns- starfi félagsins og gegndi því starfi til ársins 1957. Þá baðst hún undan endurkjöri, dvaldi þá um tíma erlendis. Öll þau ár, sem frú Þorláksson starfaði í Hringnum, vann hún ötullega og farsællega að fram- gangi þeirra mála, sem efst voru á baugi í félaginu. í stjórnartíð hennar var tekin ákvörðun um byggingu barnaspítala. Má segja að það verkefni hafi átt hug hennar allan. Frú Þorláksson hafði verið ekkja í 35 ár þegar hún lést 7. ágúst 1970. Hún hafði verið stoð og stytta manns síns í hans ábyrgðamiklu og erilssömu störf- um, enda var hjónabanda þeirra einstaklega ástríkt og farsælt. Við Hringskonur, sem munum frú Þorláksson meðan hennar naut við í félagsstarfinu, geymum í hug okkar minningu um höfðinglega konu, tígulega í fasi og einstaklega aðlaðandi. Henni voru reisn og höfðingsskapur í blóð borin. Til hinstu stundar hafði hún yndi af því að hafa vini og venslafólk í kringum sig og var þá örlátur veitandi. Þessa fóru Hringskonur ekki varhluta af. Frú Þorláksson gaf okkur fallegt fordæmi. Við minnumst hennar með virðingu og þökk. Ragnheiður Einarsdóttir. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI Ragnar Þorsteinsson: SKIPSTJÓRINN OKKAR ER KONA Hér kemur hressileg íslenzk sjó- mannasaga, 10. bókin eftir hinn ágæta rithöfund Ragnar Þorsteins- son, sem kunnur er fyrir sínar raun- sönnu lýsingar á sjómennsku hér við land. Hér segir frá svaðilförum og mannraunum og björgun úr sjávar- háska. En jafnframt er þetta hugljúf ástarsaga. Verð kr. 4.200. Ingibjörg Sigurðardóttir: ÓSKASONURINN Sumir rithöfundar njóta margvíslegr- ar viðurkenningar og verðlauna fyrir ritstörf sín. Aðrir njóta hylli almenn- ings. Ingibjörg Sigurðardóttir á sér stóran hóp lesenda, sem fagnar hverri nýrri skáldsögu frá hennar hendi. Verð kr. 4.200. Þorbjörg frá Brekkum: STÚLKAN HANDAN VIÐ HAFIÐ Óttar hefur orðiö fyrir mikilli ástar- sorg og ætlar sér svo sannarlega ekki að láta ánetjast á ný. En þegar Sandra kemur óvænt eins og nýr sólargeisli inn í líf hans, þá blossar ástin upp. Þau reyna aö bæla niður ofsalegar og heitar tilfinningar sínar og verða að berjast við margskonar erfiðleika áður en hin hreina og sanna ást sigrar að lokum. Verð kr. 4.200. Valgeir Sigurðsson: UM MARGT AÐ SPJALLA í þessari fjölbreyttu og skemmtilegu bók, birtast 15 viðtalsþættir Valgeirs Sigurðssonar blaðamanns við merka, núlifandi íslendinga, sem allir hafa eitthvað sérstakt, fræðandi og skemmtilegt í pokahorninu. Viðmæl- endur Valgeirs eru: Einar Kristjáns- son, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorstensson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Broddi Jó- hannesson, Eysteinn Jónsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Jakob Bene- diktsson, Sigurður Kr. Árnason, Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríks- dóttir, Auður Jónasdóttir, Stefán Jó- hannsson, Þorkell Bjarnason. í bók- inni birtast myndir af öllum viðmæl- endum Valgeirs, og í bókarlok er mannanafnaskrá. Verð kr. 6.480. Þjóðsagnasafn Odds Björnssonar ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR Sígild og göð bók í nýrri og aukinni útgáfu. Bók, sem ætti að vera til á hverju íslenzku heimili, ungum sem öldnum til ánægju. Verð kr. 9.600. Erlingur Davíðsson: NÓI BÁTASMIÐUR Endurminningar Kristjáns Nóa Krist- jánssonar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Nói bátasmiður. Hann er mjög sérstæður persónuleiki sem gaman er að kynnast. Hér segir Nói bátasmiður frá ýmsum atvikum lið- innar ævi, hefir sérstök orðatiltæki á hraðbergi og kallar ekki allt ömmu sína. Verð kr. 6.840. Sidney Sheldon: ANDLIT I SPEGLINUM í fyrra var það „Fram yfir miðnætti" og nú kemur „Andlit í speglinum '. Þessi nýja ástarsaga eftir Sidney Sheldon er þrungin hrollvekjandi spennu sem heldur lesandanum hugföngnum allt til óvæntra sögu- loka. Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon kann þá list að gera sögur sínar svo spennandi að lesandinn stendur því sem næst á öndinni þegar hámarkinu er náð . . . Hersteinn Pálsson þýddi. Verð kr. 6.600. SKOÐAÐ í SKRÍNU EIRÍKS Á HESTEYRI Jón Kr. ísfeld bjó til prentunar. Eiríkur fsfeld á Hesteyri í Mjóafirði fæddist 8. júlí 1873. Á yngri árum sínum skráði hann mikið af þjóðsög- um og ævintýrum, sem birtast í þessari bók. Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Dularfull fyrirbrigði — Óvættir — Reimleikar, svipiro. fl. — Ævintýri — Sögur ýmiss efnis — Draumar — Slitur úr Dagbók. Þetta er kjörin bók fyrir þá sem unna þjóðlegum, íslenskum fróðleik. Verð kr. 6.480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.