Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 GOÐ GJÖF SAMEINAR NYTSEMI Ofi FFAIIDD Hinir heimsþekktu hönnuðir hjá Iittala eru sífellt að endur- nýja úrvalið af Iittala glösum, diskum, könnum, karöfflum, bökkum, vösum, og stjökum. Nýjar vörur frá Iittala eru ávallt augnayndi. Komið, skoðið, veljið vörur frá Iittala. Úrvalið hefur sjaldan verið fallegra. HÚSGflGflflVERSLUn KRISTJflflS SIGGEIRSSOflflR HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870 Eftirbreytnis- vert fordæmi Eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í gær, er augljóst, að margt gott fólk hefur tekið söfnun í sundlaugarsjóð Sjálfs- bjargar mjög vcl( hundruð þúsunda hafa þegar streymt inn til félagsins að Hátúni 12. Þar kemur þó að sjálfsögðu ekki ennþá fram nema brot af því, sem áreiðanlega hefur gerzt í þessu máli. Vitað er með vissu, að margir söfnunarlistar eru í gangi hér og þar, og m.a. er mér kunnugt um eitt sérstaklega gott og ánægjulegt framtak og fordæmi, sem nú skal vikið aði Fyrir tæpum hálfum mánuði kom fram í Sundlaug Vesturbæjar söfnunarlisti fyrir tilstilli góðra manna — einkum 2ja fastra morgungesta laugarinnar. Lá hann frammi tiltölulega lítið hreyfður fyrstu dagana — rétt eins og viðleitnin væri að sækja í sig veðrið — en ekki sízt fyrir hugkvæmni og áhuga forstöðu- manns og starfsfólks hefur sívax- andi fjör færzt í söfnunina. Var nú svo komið um helgina, eftir ekki lengri tíma, aö safnazt höfðu þarna vesturfrá hátt á fjórða hundrað þúsund krónur. Ekki fer á milli mála, að hér er gefið hið fegursta fordæmi um raunhæfan og lifandi stuðning við aðkallandi líknar- og menningar- mál. Víst fer einkar vel á því, að einmitt hinir almennu sundstaðir sýni sérstaka fyrirgreiðslu við þetta mál. Þangað koma þeir, sem eru svo vel á sig komnir að fá hjálparlaust notið þeirrar hvíldar, hressingar og þjálfunar, sem ein sundlaug má veita, og vita þeir einir, er njóta, hvílíka óumræði- lega blessun líkama og sál hér er um að ræða. Það er því á allan hátt ekki nema eðlilegt, að slíkum sundlaugagestum verði öðrum fremur hugsað til hinna — lamaðs og fatlaðs fólks — sem ekki fær notið sömu mannréttinda og lífs- gæða. En þótt bent hafi verið á þessa sérstöðu, eru fleiri þjónustu- og vinnustaðir kjörinn vettvangur fyrir eftirfylgju við fagurt for- dæmi aðstandenda Sundlaugar Vesturbæjar. Vonandi vekjast sem flestir upp nú á jólaföstunni til fyrirgreiðslu og stuðnings við aðkallandi og áhvílandi hags- muna- og hugsjónamál fólks, sem ekki má öllu lengur líða sár vonbrigði. „Guð elskar glaðan gjafara." 11. desember 1978. Baldvin Þ. Kristjánsson. Egilsstadakirkju TÓNSKÓLI Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum heldur jólatónleika í Egilsstaðakirkju á fimmtudags- kvöldið kemur, 14. desember, og hefjast þeir kl. 20.30. Margir af nemendum skólans ásamt kennurum og fleirum fjytja jóla- tónlistina í hljómsveitarbúningi og við einleik. Eins og kunnugt er af fréttum er nú komið mjög vandað pípuorgel í Egilsstaðakirkju. Markar þetta tímamót hvað snertir tónleikahald þar í bænum og er vissulega mikill tónlistarviðburður fyrir alla þá er unna góðri tónlist. — Jólatón- leikarnir munu standa í um það bil hálfan annan tíma. Tónskólinn vill með tónleikum þessum leggja orgelsjóði kirkjunn- ar lið. Verði aðgöngumiða er mjög í hóf stillt, en allur aðgangseyrir rennur óskertur í sjóðinn. Vonast Tónskólinn til þess að héraðsbúar kunni að meta þetta framlag skólans og að þeir fjölmenni á jólatónleikana. Haustmóti TS lokið Lítil og lipur er Kodak A-1 vasamyndavélin Þaö fer ekki mikiö fyrir henni, en þú getur tekið skemmtilegar myndir á hana til ánægju fyrir sjálfan þig og fjölskylduna. Verð kr. 8.550.— Vélin er í fallegum jólaumbúðum og fylgir með 20 mynda filma og taska. Skemmtileg gjöf í jólapakkann. HANS PETERSEN HF GLÆSIBÆ — AUSTURVERI HAUSTMÓTI Taflfélags Sel- tjarnarness er lokið. Keppendur voru 10 og varð Sólmundur Kristjánsson sigurvegari, hlaut 6V2 vinning af 7 mögulegum. Gylfi Gíslason varð annar með 5 vinninga og Tryggvi Hallvarðs- son þriðji með 4V4 vinning. í unglingaflokki voru þátttak- endur 8 og unglingameistari varð Kristinn Albertsson með 614 vinning af 7 mögulegum. Annar varð Snorri Bergsson með 5 14 vinning og Tryggvi Guðmundsson varð þriðji með 414 vinning. Loks fór fram hraðskákmót og voru tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Sólmundur Kristjánsson sigraði, hlaut 17 vinninga af 18 mögulegum, Garðar Guðmundsson varð annar með 15 vinninga og Tryggvi Hallvarðsson þriðji með 1414 vinning. Keppt var um bikara sem fyrirtækið Gallía gaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.