Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978 11 Ævintýri Emils Ævintýri Emils er önnur hljómplatan sem Steinar h.f. gefa út í SMÁ-seríu sinni, hin fyrri var tónlistarævintýriö um Pétur og Úlfinn, þar sem Bessi Bjarnason, fer meö hlutverk sögumanns. Emil í Kattholti er óþarft aö kynna, viö þekkjum öll þennan litla prakkara, sem marg oft hefur komiö okkur í gott skap meö uppátækjum sínum. Ævintýri Emils á þessari hljómplötu eru 4. Fyrst fylgjumst viö meö honum á uppboöi, þar sem honum tekst þrátt fyrir lítil efni aö eignast brauöspaöa, sem hann gefur mömmu sinni, lappaask, sem hann gefur ídu, ásamt kýr og haltri hænu svo hann geti gefiö pabba sínum spenvolga mjólk og egg aö kvöldi uppboösdagsins. Skömmu síöar rennur markaösdagurinn upp. Þar sér Emil, þaö sem hann hefur alltaf langaö í hestinn Lúkas. Ófyrirleitni hrossa- prangarinn festir kaup á þessum fallega hesti, en Emil tekst þó aö eignast Lúkas, vegna gæsku sinnar og lagni viö aö eiga viö dýr. Nú kemur frú Petrína í heimsókn og hún fær mömmu Emils til aö brugga fyrir sig kirsuberjavín. Eftir aö víniö er fullgert er Emil sendur til aö henda berjunum, sem notuö voru. Haninn, hænurnar, grísinn já og Emil uppgötva síöan aö kirsuberin eru ekki sem verst á bragöiö. Daginn eftir gengur Emil í stúku. Komiö er aö jólum, allir eru aö vinna aö jólaundirbúninginn, þá á sér staö óhapp. Alfreö sker sig í fingurinn og fær blóöeitrun. Mikiö óveöur geisar og enginn treistir sér milli bæja. En þá tekur Emil til sinna ráöa. Hlið 1: 1. Það er eitt (Emil) 2. Uppboðiö í Bakkakoti 3. Vorsöngur (ída) 4. Haldið á markaðinn 5. Söngur Línu (Lína) 6. Á markaðinum 7. Rúmm-sika-búmm (Emil og ida) Hlið 2: 1. Þaö held ég ... (ída) 2. Kirsuberjavínið 3. Gísavísa (Emil) 4. Blóðeitrunin 5. Smiöjukofinn (Emil Ævintýri Emils er óskaplata barna á öllum aldri Meö lögum skal land byggja sbainorhf Símar 28155 og 19490. Emil: ída: Anton: Alma: Lína: Alfreð: Petrína: Mæja: Uppboöshaldarinn: Hrossaprangarinn: Seljandinn: Skeifnasmiöurinn: Barn: Sögumaður: Raddir: Leikstjórn: Tónlistarstjórn: Ólafur Kjartan Sigurösson Margrét Örnólfsdóttir Árni Tryggvason Þóra Friöriksdóttir Guörún Alfreösdóttir Arnar Jónsson Anna Guömundsdóttir Kristbjörg Kjeld Siguröur Skúlason Jón Júlíusson Guðmundur Magnússon Evert Ingólfsson Anna Vigdís Gísladóttir Helga E. Jónsdóttir Jón Júlíusson, Guömundur Magnússon, Evert Ingólfsson. Helga E. Jónsdóttir Sigurður Rúnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.