Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 31 Gáfu grunn- skólanum hljómflutn- ingstæki Ólafsvík 11. des. NÝLEGA afhenti Lionsklúbbur Ólafsvíkur grunnskóla Ólafsvíkur hljómflutningstæki að gjöf. Tækin eru vönduð og koma í góðar þarfir í skólanum. Er þetta einn liður í margþættri starfsemi klúbbsins. Lions- klúbbarnir í Grundarfirði, Ólafs- vík og Hellissandi héldu nýlega sameiginlega árshátíð og var það hin bezta skemmtun eins og jafnan. Ilelgi. Fjársöfnun á vegum Skyndi kvikmyndun Nú getur þú tekið kvikmyndir hvar sem er og séð þær strax. Skyndikvikmyndun meö Polavision frá Polaroid er bylting í kvikmyndagerö sem gerir öllum auövelt aö kvikmynda í litum og sjá myndina samstundis. Lítiö viö í verslun okkar og skoöiö furöuverkiö eigin augum. 1. Tökuvélin er hlaöin meö „phototape“ snældunni. 3. Átekna snældan er látin í sýningartækið, sem fram- kallar filmuna sjálfvirkt á 90 sekúndum. 4. Nú getur pú horft á kvik- myndina, aöeins nokkrum mínútum eftir aö hún var tekin. Langholtssafnaðar 2. Síöan tekur pú litkvíkmynd hvar sem er. SÓKNARNEFND Langholtssaín- aðar í Reykjavík stendur um þessar mundir að byggingu kirkju við safnaðarheimili það sem fyrir er og er fyrirhugað að kirkjan verði gerð fokheld nú á næstunni fáist nægt fjármagn til verksins. Ilafizt var handa um bygginguna fyrir tæpufh 6 árum og um þessar mundir er bygging- ar- og sóknarnefnd að senda gíróseðla til íbúa Langholtssókn- ar ásamt bréfi þar sem farið er fram á stuðning við bygginguna. Sendir hafa verið gíróseðlar til rúmleg 200 íbúa innan sóknarinn- ar, og hver seðill er að upphæð 10.000 krónur en heimilt er að hækka þá tölu eða lækka eftir því sem menn óska. Forráðamenn safnaðarins sögðust tvisvar áður hafa sent út gíróseðla, árin 1976, og kom þá inn um ein og hálf milljón, og 1977, en þá komu 2,5 milljónir og kváðust þeir vona að upphæðin í ár yrði enn hærri. Þeir bentu á að framlagið væri frá- dráttarbært til skatts. Sóknarnefndin lagði að ljúka þriðja áfanga kirkjubyggingarinn- ar á næstunni þ.e. göflum og þaki og gera hana með því fokhelda en nú væri svo komið að framkvæmd- ir væru að stöðvast vegna fjár- skorts en alls eru skuldir að upphæð 20 milljónir króna. „Nú er allt orðið svo dýrt og allar framkvæmdir að stöðvast og síðasti áfanginn og dýrmætasti opinn fyrir eyðingu vetrarfrosta og storma. Þess vegna verður nú leitað til fjöldans í þessum stóra söfnuði um fjárstuðning," segir í greinargerð sóknarnefndar. Sóknarnefndarmeðlimir, prest- arnir, byggingarmeistari og hringjari, alls 10 menn, gáfu sl. sumar kr. 200 þús hver til byggingarinnar eða samtals 2 milljónir. Kvenfélagið hefur lagt fram 10 milljónir, bræðrafélagið um 5 milljónir auk fjölda einstakl- inga. Annar sóknarprestanna; sem viðstaddur var fundinn, sr. Arelíus Níelsson, lagði á það áherzlu að margvísleg starfsemi færu nú fram innan veggja safnaðarheim- ilisins: Hér eru þrír samkomusalir notaðir jöfnum höndum flesta daga frá morgni til síðkvölds, fjögur safnaðarfélög eru starfandi, æskulýðsfélag, kvenfélag, bræðra- félag og kirkjukór, fram fara barnasamkomur, messur og kvöld- samkomur, kvöldvökur, mynda- sýningar, helgisýningar fyrir bæði börn og fullorðna, konsertar, kóræfingar og spilakvöld. Hér er starfað við handavinnu, föndur, fót- og hársnyrtingu aldraðra og hafðar samkomur fyrir blinda, fatlaða og aldna, aðstaðan góð þar sem engar tröppur eða þrep er um að fara. Hér hafa AA-deildirnar starfað í yfir 10 ár og verið allt að 100 manns á fundum og er óhætt að segja að fjölda einstaklinga og heimila hefur hreinlega verið bjargað fyrir starf AA-manna, Alanon og Alateen hafa verið stofnuð hér en það eru samtök aðstandenda og barna þessa fólks og halda þessi samtök 200 fundi á hverju ári og auk þess má nefna að Bindindisráð kristinna safnaða hefur hér aðstöðu sína. Þá bentu sóknarnefndarfulltrú- ar á, að kirkjubygging hvílir að langmestu leyti á söfnuðinum sjálfum, þar sem hvorki ríkissjóð- ur né kirkjubyggingarsjóður leggi fram fé til hennar. Var hins vegar minnt á að Reykjavíkurborg út- hlutaði á þessu ári 30 milljónum til kirkjubygginga í borginni og komu í hlut Langholtssafnaðar 7,5 milljónir sem þegar hafa verið notaðar að miklu leyti. Langholtskirkja í smíðum. Nú er stefnt að því að ljúka frágangi þaksins og loka byggingunni fyrir veðri og vindum. en til að það megi takast gengst sóknarnefndin nú fyrir söfnunarherferð meðal sóknarinnar og annarra velunnara kirkjunnar. Ljósm. RAX. Endur skins merki Ekkert tjald þarf að setja upp, ekkert sýningartæki að þræða. Það getur náð, geymt, kennt, skemmt, auðveldlega, samstundis. LJOSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 178 SÍMI 85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.