Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 33 Ný þingmál: Strætísvagnar undan- þegnir þungaskatti Leyfisgjald af gjaldeyris- og innflutningsleyfum Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um innheimtu 2% leyfisgjalds af gjaldeyris- og innflutningsleyfum af fjárhæð, sem leyfið hljóðar upp á. Af gjaldi þessu má allt að þriðjungur, eftir nánari ákvörðun ríkisstjórnar, ganga til banka, til að standa straum af kostnaði við úthlutun leyfa, en að öðru leyti rennur gjaldið í ríkissjóð. Hér er um framlengingu að ræða, ótíma- bundna, á ákvæði 6. gr. laga nr. 77/1977. I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1979 er gjald þetta áætlað (ríkissjóðs hluti) kr. 350 m.kr. Innheimt leyfisgjald 1/1 ’78 til 30/11 ’78 hefur numið sem hér segir: 1) Af ferðagjaldeyrisleyfum l, 75% eða 154 m. kr., af olíum og bensíni 0,1% eða 13,6 m.kr. og af öðrum leyfum 222,4 m.kr. Samtals 390 m.kr. Strætisvagnar undanÞegnir þungaskatti Svava Jakobsdóttir (Abl), Al- bert Guðmundsson (S), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Einar Ágústs- son (F) o.fl. þingmenn flytja frumvarp til laga, þess efnis, að strætisvagnar skuli undanþegnir þungaskatti, enda fari þeir aldrei út fyrir gatnakerfi þéttbýlis, sem viðkomandi sveitarfélög beri kostnað að að öllu leyti. Flugvallagjald framlengd Fram hefur verið lagt sjórnar- frumvarp um framlengingu flug- vallagjalds, til samræmis við frumvarp að fjárlögum næsta árs, sem þar er talið verða munu 450 m. kr. Gert er ráð fyrir óbreyttu flugvallagjaldi en það var hækkað á sl. ári um 100% eða í kr. 3.000- fyrir fullorðna og kr. 1.500.- fyrir börn á sl. ári, þ.e. vegna útan- landsflugs. Innanlandsgjald er kr. 200.-. Framkvæmd eignanáms Bragi Sigurjónsson (A) og þrír aðrir þingmenn Alþýðufl. flytja frumvarp til laga um framkvæmd eignanáms, svohljóðandi: 1. gr. Á eftir 11. gr. laganna komi ný grein, 12. grein, sem hljóði svo: Þegar fasteign er tekin eignar- námi skal miða fjárhæð eignar- námsbóta við þá notkun, sem fasteign er í, þegar beiðni um eignarnámsmat hefur borist mats- nefnd, sbr. 4. gr. Til grundvallar eignarnámsbót- um skal leggja söluverðmæti fasteignar og við mat á því skal hafa söluverðmæti hliðstæðra fasteigna í viðkomandi landsfjórð- ungi eða landshluta. Verði því ekki við komið eða notagildi fasteignar fyrir eignarnámsþola nemur meiru, skal miða eignarnámsbæt- ur við það. Að öðru leyti skal gæta eftirfar- andi meginsjónarmiða við mat á bótum vegna eignarnáms fast- eigna: 1. Við bótaákvörðun skal taka tillit til breytinga á notkun eignar sem eðlilegt er að reikna með eftir aðstæðum á staðnum, en með hliðsjón af þeirri starfsemi eða þeim tilgangi, sem notkun eignar- innar hefur verið tengd. 2. Ekki skal taka tillit til möguleika á verðhækkun eignar í framtíðinni. 3. Ekki skal heldur taka tillit til þess, hversu mikið eignarnemi hefði vegna hinna sérstöku þarfa sinna verið reiðubúinn til að greiða fyrir eignina, ef eignar- námsheimild hefði ekki verið fyrir hendi. 4. Ekki skal meta verðbreyting- ar, sem leiðir af tilgangi eða mrkmiði eignarnámstökunnar, né heldur af framkvæmdum eða starfsemi, hvorki þegar gerðum né fyrirhuguðum, sem eru í tengslum við eignarnámstökun. 2. gr. 12. til 19. gr. laganna verði 13. til 20. gr. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Vitalög og vitagjald Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp að vitalögum, en elztu Fjórar afgreiðslur Bún- aðarbankans í Árnessýslu Búnaðarbanki íslands hefur opnað nýja afgreiðslu á Selfossi en liðin eru nú 10 ár frá því bankinn hóf starfsemi sina í héraðinu með opnun útibúsins í Hveragerði. Afgreiðslustaðir bankans eru því orðnir fjórir og auk fyrrgreindra staða eru afgreiðslur á Flúðum og Laug- arvatni. Forstöðumaður Selfossdeildar bankans hefur verið ráðinn Jónas Ingvarsson fulltrúi. Hann er fæddur í Reynifelli á Rangár- völlum 1921, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðar Samvinnuskólann áður en hann réðst til Kaupfélags Árnes- inga þar sem hann hefur starfað síðan. Afgreiðsla Búnaðarbankans á Selfossi starfar til bráðabirgða við nokkuð þröngan húsakost, en áformað er að hún flytjist í nýtt húsnæði er reist verður á Austurvegi 10. Þessar fjórar afgreiðslur Búnaðarbankans lög um vitamál eru frá 1899. Lögin fjalla um yfirstjórn, verkefni vitamálastjórnar, vitanefndar, landsvita og hafnarvita, vitagjald, farartálma, vitavörzlu og ýmis ákvæði. I frv. er m.a. gert ráð fyrir að vitagjaldi verði nokkuð breytt, komi jafnar niður á notendur vitakerfis og breyta megi því í reglugerð (í stað laga) og verði það eingöngu nýtt til rekstrar og endurbóta á vitakerfinu. Landmælingar, lóöir og lögsagnar- umdæmi Sérstök stjórnskipuð nefnd (1975) hefur nú skilað þremur frumvörpum: um landmælingar, um mælingar lóða og landa í lögsagnarumdæmum kaupstaða og skipulögðum svæðum utan kaup- staða og frv. til laga um breytingu á landskiptalögum. Landmælingar Islands urðu til seip sjálfstæð stofnun 1956. Þar vinna nú um 20 manns, mest sérhæft fólk á sviði mælinga, loftmyndatöku, orto- myndakortagerðar og kortateikn- ingar, en grundallarmælingar á landinu var hafið af Dönum á sinni tíð. í 1. kafla frv. er gert grein fyrir markmiði landmæl- inga, í 2. kafla landmælingum á Islandi og landmælingastjórn, í 3. kafla eignamælingum og i ítar- legri greinargerð aðdraganda og efnisþáttum frumvarpsgreina. Tvö hin síðastnefndu frumvörpin eru fylgifrumvörp til samræmingar við þær breytingar er í aðalfrum- varpinu eru. Á leið í skóla gœtið aÓ Jónas Ingvarsson. ge.vma samtals tæpar 1.500 milljónir kr. af innlánsfé Árnes- inga við síðustu mánaðamót. Verslanir Karnabæjar eru þær einu sem bjóöa viöskiptavinum sínum uppá litlar plötur. Ef Það er aöeins eitt lag sem pú ert aö leita aö, er engin ástæöa aö kaupa stóra plötu. Afhverju athugar pú ekki hvort viö eigum lagiö á lítilli plötu? Þú getur sparaö pér pó nokkuö á pví. Okkur er sönn ánægja aö liösinna pér. Boney M er nú meö nýtt jólalag Mary’s Boy Child sem flaug á annarri viku uppí efsta sæti breska vinsældar- listans. Gagnrýnendur hæla þessu nýja lagi Boney M. viö hvert reipi og segja aö þetta sé fyrsta almennilega jólaiagiö í mörg ár. Þetta lag kemur eingöngu út á lítilli plötu. Rod Stewart 1 á miklu fylgi aö fagna víöast hvar í heiminum. Enda hefur 3 lagiö „Do you think l’m sexy“ af nýjustu plötunni hans, trónaö nú á toppnum í Bretlandi. Hvort sem þér finnst Rod Stewart sexy eöa ekki þá ruddi nýja lagið meö Boney M., Rod niöur í annaö sætiö í þessari viku. En Rod kann nú sitthvað fyrir sér eins og þú veist. Hljómsveitin Chic er nú talin ein besta diskóhljómsveit heims. Þeirra nýjasta lag Le Freak er mjög vinsælt á diskótekum hérlendis sem erlendis. Þetta lag situr sem fastast í efsta sæti vinsælda- listanna vestanhafs. Barbara Streisand og Neil Dimond eru par ársins í Bandaríkjunum. Lag þeirra „You Don’t Bring me Flowers” hefur nú þokað niöur í annaö sæti listans fyrir Le Freak meö Chic. You Don’t bring me Flowers er rólegt lag og ákaflega fallegt. Boney M. — Mary’s Boy Child Barbara and Neil — You Don’t Bring Me Flowers Chic — Le Freak Rod Stewart — Do You Think l’m Sexy lan Dury — What a Waste Just Water — Singing in the Rain Devo — Yokohama Devo — Come Back Jonee David Essex — Oh What a Circus XTC — Are You Racing Me Toto — Hold the Line Yellow Dog — Just One More Night Darts — It’s Raining Plöturnar veröa kynntar í Hollywood í kvöld. Motors — Forget About You Commondores — Three Times a Lady Blondie — Picture This Clout — Substitute Geoff Wayne — Forever Autumn — úr War of The Worlds Abba — Summernight City Michael Zager Band — Let’s All Chant Sex Pistols — My Way Telex — Twist á St. Tropez Ami Stewart — Knock on Wood Nick Lowe — American Squirn IWMV««MNnH PWHNWKnMM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.