Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 19 hennar. Hann hefur notið tækni- framfara í skipasmíðum, útgerð- artækni, veiðafæratækni, siglinga- fræði, fiskvinnslufræði og mat- vælafræðí til þess að unnt sé að greiða það fiskverð, sem honum áskotnast fyrir aflann. Þegar menntaðir hópar reyna að gera sig gildandi í þessu dæmi, er það túlkað af mörgum sem tilraun til þess að búa til störf fyrir þá sjálfa, störf, sem í raun er ofaukið. I landbúnaði er svipað upp á ten- ingnum, þótt ekki sé það í eins ríkum mæli og í sjávarútvegi. Hins vegar leikur það margan illa, að framleiðsluaukning og aukin hag- ræðing virðist aðeins áuka vanda- málin, sem fyrir eru. Það er vanþakklátt að stunda rannsóknir við slíkar aðstæður. Annað hvort er ekki svigrúm fyrir framfarir eða að verðlagningarkerfi er þann- ig, að enginn virðist hafa áhuga á þeim. Enda er ástandið þannig á Islandi, að minna fjármagni er varið til rannsókna en í nokkru nágrannalandi, og hliðstæðu er aðeins að finna hjá vanþróaðri þjóðum. Landið elds og ísa býður upp á margar aðrar þverstæður eða mótsagnir. Hér eru góð lífskjör þrátt fyrir vanþróun í verkmenntun yfirleitt. Skýringin byggist á auðlind sjávar og í seinni tíð einnig á orku jarðar og fallvatna. lönaður ekki vaxið nægilega Ört Iðnaður hefur ekki þróast hér nægilega ört. Oftrú og ofáhersla á veiðimennsku og landnýtingu með hjarðmennskusniði við þröngar aðstæður hafa einnig staðið iðnaði fyrir þrifum. Iðnaður hefur því ekki getað gefið nægilega mörg atvinnutækifæri fyrir háskóla- menntað fólk. Ráðstefna BHM um lífskjör á Islandi leiddi m.a. í ljós, að launakjör á Islandi hafa almennt dregist niður miðað við Norður- Of fáir háskólamenn starfa hjá framleiðslu- atvinnuvegum lönd. Skýringin er fyrst og fremst sú, að mjög mikið hefur verið fjárfest hér á landi, en fjárfesting- in hefur ekki verið nægilega arðsöm. Hagvöxtur hefur því verið hægari hér en annars staðar víða. Það má síðan deila um það, hvort verðbólga, byggðastefna eða þekk- ingarskortur sé þyngst á vogar- skálunum í þessum efnum. Með hliðsjón af þessu er ljóst í hvaða átt menn eiga að beina augum sínum í sambandi við ályktanir um atvinnu- og efna- hagsmál. Gott ástand í fram- leiðsluatvinnuvegunum er for- senda fyrir öflugu menningarlífi svo og verðmætri þjónustu af ýmsu tagi. Ástand í þeim efnum er víða bágborið miðað við önnur lönd. Of fáar greinar hafa bol- magn til að ráða háskólamenntað starfsfólk. Ekki til atvinna við hæfi Sem stendur munu nálægt 6% af íslensku vinnuafli vera háskóla- menntað fólk. Veruleg aukning hefur átt sér stað að undanförnu. Árið 1968 var 3,3% af mannaflan- um svokallaða háskólamenntað fólk. í byrjun næsta áratugar mun hlutfallið verða 7—8% og senni- lega halda áfram að vaxa. Aukn- ingin hefur verið mun örari en skýrsla svokallaðrar háskóla- nefndar gerði ráð fyrir 1969. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um framhaldsskóla landsins, sem mun gera ráð fyrir því, að mun fleiri námsleiðir muni liggja upp á háskólastig en verið hefur. Búast má því við verulegri hlutfallslegri aukningu háskólamenntaðs fólks í lok næsta áratugar. Þetta eru vissulega allt góð tíðindi og í samræmi við markmið BHM. Hins vegar veldur það nokkrum áhyggj- um, að þróun í íslenskum atvinnu- málum hefur ekki verið nægilega ör til að byggja eftir núverandi fjölgun. háskólamenntaðs fólks. Veruleg hætta er á því og vaxandi, að það fólk fái ekki atvinnu við sitt hæfi. Ástandið er nú þannig, að verkefnaskortur ríkir hjá 3—4 aðildarfélögum BHM og er fyrir- sjáanlegur hjá öðrum. Sú atvinna, sem nú býðst háskólamenntuðu fólki, er í vaxandi mæli hjá hinu opinbera. Menn geta haft sína skoðun á því, en hitt er verra, að of fáir hafa um leið valist til starfa hjá framleiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar til að stuðla að auknum hagvexti. Það er aðeins með verulegum breytingum á íslenskum atvinnuháttum. sem unnt er að koma í veg fyrir atvinnuleysi hjá háskólamennt- uðu fólki á næstu árum. En það er fyrst og fremst háskólamenntað fólk, sem getur breytt núverandi ástandi. Þannig bera menn sjálfir að töluverðu leyti ábyrgð á þróun- inni, en róðurinn er að sjálfsögðu þungur, og má jafna við píslarr vættisgöngu í sumum tilvikum. Nauðsyn framfara Það eru margir í þessu landi, sem segja, að það eigi ekki að hafa fleira háskólamenntað fólk en þörf sé á. Þetta hafa allir heyrt. En hver er þörfin? Háskólamenntun er til þess að breyta því ástandi sem ríkir með framförum. Þörfin er minni ef stöðnun skal ríkja en ef framfarir eru miklar. — Vanda- málið í þessu sambandi er al- mennt það að fyrst og fremst að sannfæra almenning um nauðsyn framfara og þátt menntunar f þeim. Svo og að finna leið til að geta tekið til óspilltra málanna í íslenskum atvinnuvegum í stað þess að krefjast stöðugt af hinu opinbera að það láti peninga í þetta og hitt. Vissulega eru þó eðlileg fjöldatakmörk, sem setja verður einstökum hópum háskóla- menntaðs fólks. Nýtt vísitölukerfi Annars eru veður válynd hér- lendis nú. Verðbólga nagar rætur skynsamlegra vinnubrágða á öll- um sviðum. Enginn vafi er á því, að BHM hefur ríkulegast tilefni allra hagsmunahópa til að berjast gegn verðbólgu. Hún kemur í veg fyrir fagmannlegar áætlanir og eðlilegan hagvöxt, sem er forsenda fyrir eðlilegri atvinnuþróun fyrir háskólamenntað fólk alveg sér- staklega. Menn greinir á um upptök verðbólgunnar og kljást en einbeita sér ekki sem skyldi gegn henni. Enginn vill koma með fyrsta útspilið. Það má segja, að aðalmottóið á íslandi sé nú: „Frestur er á illu bestur". Flestir eru sammála því, að nýtt og lítið verðbólguhvetjandi vísitölukerfi þurfi að koma í stað þess, sem nú er notað. Það má bara ekki byrja á að nota það núna. Útvegsmenn segjast hlynntir fiskfriðun, en það má bara ekki byrja núna heldur seinna. Landbúnaðurinn viður- kennir loksins offramleiðslu- vandamál, en það má bara ekki draga úr framleiðslunni núna heldur seinna. Á meðan þetta allt gerist blæðir íslensku efnahagslífi og framtíð margra ungmenna í skólum landsins er óviss. Verðbólga er á vissan hátt dulbúið atvinnuleysi og er útþynn- ing á lífskjörum Islendinga. Lífskjör á pappírnum Ég beitti mér fyrir því í starfshópi Rannsóknarráðs ríkis- ins um langtímaáætlun rann- sóknastarfseminnar, að tekið yrði upp sem eitt af þjóðhagslegum markmiðum, að haldið yrði sam- bærilegum lífskjörum á íslandi og eru í nágrannalöndunum. Stjórnmálamenn strikuðu þetta atriði út. Ef lífskjör verða léleg hér á landi flýja margir úr landi, og einmitt þeir, sem síst skyldi. Það er til lítils að skilgreina einhver lífskjör á íslandi á pappírnum og halda uppi ein- hverri iðju eins og óskilgreindri byggðastefnu, sem i mörgum tilvikum er andhverfa hagvaxtar og sóun verðmæta, og re.vna að sannfæra fólk um það, að um verðmæt atriði sé að ræða. Þá þegar er ljóst, að við stöndumst ekki samanburð við nágranna okkar og litlu má muna, að sá landflótti, sem því miður er nú hafinn á nýjan leik, verði að flóði. Það er ekki sársaukalaust að þurfa að segja þetta, en betra er ráð í tíma tekið. Annars var það ekki ætlunin að hefja nú almennar stjórnmálaum- ræður með þessu svartagallsrausi. Ljóst er, að barátta BHM er hagsmunabarátta, sent hefur stjórnmálaþýðingu. Ástand er nú þannig í þessu landi, að full ástæða er til að hvetja allt háskólamenntað fólk til að berjast af alefli gegn þeirn vandantálum, sem nú herja á íslenskt þjóðfélag. Verkefni fyrir menntað fólk eru víðar en virðist við fyrstu sýn. Fyrir hönd stjórnar BHM vil ég bjóða alla velkomna á 3. þing BHM. Megi það verða árangurs- ríkt. Þingið er sett. MAN ÉG ÞANNIVIANIM „ BÓKIN UM JONAAKRI SKUGGSJÁ Vinir Jóns Pálmasonar fyrrum alþingismanns og ráðherra. pólitísk- ir andstæðingar jafnt og samherjar, lýsa eðliskostum hans vel í þessari bók. Þeir minnast glaðværðar hans á góðri stund. drengilegrar fram- giingu hans er þjóðarsómi krafðist. trygglyndis hans og vinsælda. sem voru með eindæmum. Veigamesti þáttur bókarinnar er viðtal. sem Matthías Johannessen átti við Jón. drög að ævisögu hans. en aðrir. sem efni eiga í bókinni. erui Ágúst Þorvaldsson. Björn Bergmann Brynhildur II. Jóhannsdóttir. Hjörtur Kristmundsson, Emil Jóns- son. Gúðmundur Jónsson. Guðrún P. Helgadóttir. Gunnar Thoroddsen. Ilalldór Jónsson. Jóhann Hafstein. Ingólfur Jónsson. Jónas B. Jónsson. Magnús Þorgeirsson, Pétur Þ. Ingjaldsson. Sigurður Bjarnason og Þorsteinn Bernharðsson. Jón á Akri var óefað í hópi svipmestu og merkustu manna sinnar samtíðar og þessi fagra og myndskreytta b<')k mun verða aufúsugestur þeirra, er muna þennan glaðbeitta þingskör ung og héraðshöfðingja. Saga Einars Guðíinnssonar er tvímælalaust ein mcrkasta ævi- saga síðari tíma. Saga hans er þróunarsaga sjómennsku, allt írá smáfleytum til stærstu vél- báta og skuttogara og saga uppbyggingar og atvinnulífs í elztú verstöð landsins. Einar Guðfinnsson er sjómaður í eðli sínu, öðlaðist þrek við árina og vandist glímunni við Ægi á smáfleytum. Af óbilandi kjarki og áræði sótti hann sjóinn og af sama kappi hefur hann stýrt fyrirtækjum sfnum, sem til fyrir- myndar eru, hvernig sem á er litið. Saga Einars Guðfinnssonar á vart sinn líka. Hún er sjór af fróðleik um allt, er að fisk- veiðum, útgerð og fiskverkun lýtur, hún er saga afreksmanns. sem erfði ekki fé en erfði dyggðir í því ríkari mæli. Hinn landskunni skipstjóri og sævíkingur, Jón Eiríksson, rekur hér minningar sínar í rabbformi við skip sitt Lagarfoss. Þeir rahba um siglingar hans og líf á sjónum í meira en hálfa öld, öryggismál sjómanna, siglingar í ís og björgun manna úr sjávar- háska, um sprenginguna ógur- legu í Haliíax og slysið mikla við Vestmannaeyjar. Skipalestir stríðsáranna og sprengjukast þýzkra flugvéla koma við sögu og að sjálfsögðu rabba þeir um menn og málefni líðandi stundari sa*fara. framámenn í íslenzku þjóðlífi, háttsetta foringja í her Breta og Banda- ríkjamanna, en þó öðru fremur félagana um horð, skipshöfnina. sem með honum vann og hann bar ábyrgð á. Það er seltubragð af frásögnum Jóns Eiríkssonar, enda ekki heiglum hent að sigla með ströndum fram fyrr á tíð eða ferðast í skipalestum stríðsár- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.