Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 GOUTEPPI i MIKLU ÚRVALI Höfum fjölbreytt úrval af munstruöum ullarteppum. Einnig einlit teppi úr gerfiefnum, í mörgum litum. Mottur og stök teppi í sérstaklega miklu úrvali. Geriö samanburö á veröi og gæöum. FRIÐRIK BERTELSEN, LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266 Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum Ferskir ávextir Jaffa appelsínur 3.kg. 885- 295.—pr.kg. 1 kassi 20 kg. 5.780.— 289.-pr.kg. EplKrauð Delicious U.S.A. 2kg. 650- 325.-pr.kg. 1 kassi 18kg. 5.650- 313.-pr.kg. Epli * rauð frönsk Delicious 1 kassi 10 kg. 2.950.- Ekta Clementínur. 1 kassi 10kg. 4.980- 1 kg. 590.- a STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 1 Opið til kl. 20.00 laugardag Ásgeir Daníelsson og Bolli Héðinsson: F urðuskrif um Félagsstofn- un stúdenta Annar af leiðurum Morgun- blaðsins 9. desember s.l. ber heitið „Skipbrot vinstri manna i Háskólanum". I þessum leiðara er ráðist með offorsi á það, hvernig meirihluti vinstri manna í Stúdentaráði H.I. hefur staðið að rekstri Félagsstofnunar stúdenta. Þar sem leiðarinn er uppfullur af beinum rangfaerslum og undarleg- ustu fullyrðingum, þá sjáum við okkur tilneydd til að koma hér á framfæri leiðréttingum á þessum furðuskrifum. Byltingarkennd umbótastefna I leiðara Morgunblaðsins stendur orðrétt: „Stúdentaráð Háskóla Islands kýs meirihluta stjórnar Félagsstofnunar stúdenta. Þegar áhrifa stúdenta- byltingarinnar var farið að gæta verulega hér á landi og vinstri menn höfðu náð meirihluta í Stúdentaráði, gerðu þeir að sjálf- sögðu gangskör að því að bylta stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Starfsemi hennar skyldi verða í samræmi við byltingarkennda „umbótastefnu" hinna róttæku afla.“ Þegar vinstri menn náðu meiri- hluta í Stúdentaráði, þá skipuðu þeir sína fulltrúa í stjórn Félags- stofnunar stúdenta, eins og hægri menn höfðu áður gert. Þetta er að sjálfsögðu eðlilegur gangur mála í stofnun, þar sem fulltrúalýðræði ríkir og vandséð, að það hafi eitt eða neitt með byltingu að gera. Hvað starfsemi Félagsstofnunar stúdenta varðar, þá átti sér ekki stað nein byltingarkennd breyting við þessi umskipti í stjórn stofnunarinnar. Hvorki skipulag né starfsemi Félagsstofnunar stúdenta breyttist svo umtalsvert getur talrst. Áhersla á einstaka þætti starfseminnar og verðlagning breyttust, en hvorugt getur talist byltingarkennt. Þetta eru að sjálfsögðu staðreyndir, sem fela í sér gagnrýni á .vinstri meirihlutann í Stúdentaráði og stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Þær hugmyndir sem fram hafa komið um róttækar breytingar á starfsháttum Félagstofnunar stúdenta hafa því miður ekki verið framkvæmdar. Við höfum reyndar þá afsökun, að þótt Stúdentaráð H.í. hafi rétt til að tilnefna meirihluta í stjórn Félags- stofnunar stúdenta, þá er stofnun- in sjálfseignarstofnun, sem lýtur sérstökum lögum og reglugerð, sem Alþingi ákveður, og málefnum sem ágreiningur er um í stjórn stofnunarinnar er hægt að vísa til úrskurðar menntamálaráðherra. Ef Morgunblaðið hefur áhuga á að ræða við okkur framtaksleysi okkar varðandi meiriháttar breytingar á starfsháttum Félags- stofnunar stúdenta, þá erum við að sjálfsögðu reiðubúin að ræða það atriði. Hins vegar vísum við algjörlega á bug órökstuddum fullyrðingum um byltingarkennda umbótastefnu, sem fram kemur í leiðara Morgunblaðsins. Framkvæmdir Félags- stofnunar stúdenta I leiðara Morgunblaðsins er sagt, að á fyrstu starfsárum Félagsstofnunar stúdenta hafi verið ráðist í stórframkvæmdir. „Félagsheimili stúdenta var reist, tveimur barnaheimilum komið upp og ráðist var í byggingu hjónagarða, sem nú hafa verið teknir í notkun." Þetta er eitt af því fáa, sem er rétt í leiðaranum. Síðar í sama leiðara er síðan fullyrt, að „Árangur" „umbóta- stefnunnar" blasir nú við öllum. Frá því byltingin var gerð, hefur ekki verið ráðist í neinar nýjar framkvæmdir í þágu stúdenta. Ekki hefur einu sinni tekist að halda í horfinu á stúdentagörðun- um og eru þeir í hinni mestu niðurníðslu.“ Deilur milli aðstandenda ein- stakra ríkisstjórna um það hverjum sé að þakka, að hinar ýmsu framkvæmdir áttu sér stað eða hverjum sé um að kenna þeir erfiðleikar, sem við er að glíma, eru yfirleitt ákaflega ófrjóar. I stað þess, að fólki sé gefið tækifæri til þess að meta starf- semi einstakra ríkisstjórna á raunhæfan hátt, þá ganga klögu- málin og furðulegustu fullyrðingar á milli stjórnmálamanna. Við ætlum ekki að hefja hér deilu á sama plani um fram- kvæmdir á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Vinstri menn náðu meirihluta í Stúdentaráði H.í. vorðið 1972. Þrátt fyrir þessa breytingu í Stúdentaráði sátu „fulltrúar stúdenta", sem kosnir voru í stjórn Félagsstofnunar stúdenta af fráfarandi meirihluta í Stúdentaráði út sitt kjörtímabil fram til áramóta 1973/74. Af þeim framkvæmdum, sem leiðari Morgunblaðsins nefnir er það að segja, að Félagsheimilið var byggt á árunum 1969— 71. Ríkið keypti barnaheimilin Efrihlíð og Valhöll árin 1968 og 1972 og færði Félagsstofnun stúdenta að gjöf. Nauðsynlegum framkvæmdum við Valhöll lauk árið 1974. Fram- kvæmdir við fyrsta áfanga Hjóna- garða hófust 1972 og var honum lokið 1977. S.l. vor hófust viðgerðir á Gamla og Nýja Garði. Þessi viðgerð er endurnýjun á húsum, sem fullbúin voru 1939 og 1943 og lítiö verið haldið við síðan. Eins og áður sagði, þá ætlum við ekki að fara að karpa við Morgun- blaðið um það hvernig skipta eigi þessum framkvæmdum á milli vinstri og hægri manna í Stúdentaráði eða stjórn Félags- stofnunar stúdenta. Það er næsta fáránlegt að karpa um einmitt þessa hluti, því að þeir eru allir undir ákvörðunarvaldi ríkisvalds- ins. Allar meiriháttar fram- kvæmdir á vegum Félagsstofnunar stúdenta eru undir því komnar, að nauðsynleg fyrirgreiðsla fáist hjá ríkisvaldinu. Þar með erum við komin að enn einu atriðinu í þessum sérkennilega leiðara Morgunblaðsins, sem ástæða er til að ræða. Fjárveitingarvaldiö Ein af furðulegustu fullyrðing- unum í leiðara Morgunblaðsins er þessi: „Þannig hefur verið staðið að málum gagnvart fjárveitingar- valdinu, að fjárveitingar hafa dregist saman ár eftir ár. Nú er svo komið, að stúdentar verða að borða kaldan mat við kertaljós í félagsheimili sínu, nema fjármála- ráðherra þóknist að láta stofnun- inni í té fjármagn til að greiða rafmagnsreikninga sína.“ Hvað á Morgunblaðið við með orðunum „Þannig hefur verið staðið að málum gagnvart fjárveitingarvaldinu ...“? Félags- stofnun stúdenta hefur staðið að málum gagnvart fjárveitingar- valdinu á mjög hefðbundinn hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.