Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
GAMATIC
sjonvarpsspilið
GAMATIC býður upp á
sex mismunandi leiki:
Tennis, fótbolta, squash,
boltaleik og tvenns konar skotleiki
(skammbyssa fylgir!)
Innstunga fyrir allar gerðir sjónvarpa
Bæði fyrir sv/hv og litasjónvörp
Fjögurra og sex leikja tæki
Telur stigin sjálfkrafa
Sérstök hraðastilling
SPENNANDI
LEIKIR
.. FYRIRALLA
EJOLSKYLDUNA
HEIMA í STOFU
Gunnar Asgeirsson h.f.
Suðurlandsbraut 16, simi 91-35200
KOSTA BODA
Verslanahöllinni, Laugavegi 26. Símr 13122
Jólí
KastaBoda
Klingjandi kristall-kærkomin gjöf
Eigum nú til gott úrval allskonar smámuna úr
kristal. Jólasveinar, jólabjöllur, jólahlutir
og dýr. Upphengi, óróar og ýmsar gerðir
af kertastjökum.
Allt vandaður listiðnaður, unninn
bessir heiðursmenn hafa unnið hjá fyrirtækinu í yfir 20 ár, talið frá
vinstrii Hallgrímur Magnússon, Vigfús Runólfsson, Einar Mýrdal,
Valur Jóhannsson, Valgeir Runólfsson, Jósef H. Þorgeirsson, Tómas
Jónsson, Þorgeir Jósefsson, Hjalti Björnsson, Guðni Jóhannsson,
Magnús Magnússon. Sólberg Björnsson, Sigurður Magnússon, Jóhann
Stefánsson, Jóhannes Engilbertsson, Ingvar Árnason og Hendrik
Steinsson. Á myndina vantar Jón Mýrdal og Jón Pétursson.
I>orgeir og Ell-
ert hf. 50 ára
Akranesi 8. des. 1978.
FYRIRTÆKIÐ Þorgeir og Ellert
hf. átti 50 ára afmæli í haust. í
október 1928 stofnuðu bræðurnir
Þorgeir og Ellert Jósefssynir
vélsmiðju og voru þeir bræður
einu starfsmenn fyrirtækisins
fyrst um sinn.
Ellert lést árið 1935 og eignað-
ist þá Jóhann Pálsson hans hlut
en Jóhann hafði lært vélvirkjun
hjá þeim bræðrum.
Árið 1937 keypti Þorgeir Jósefs-
son síðan Dráttarbraut Akraness
af þéim Haraldi Böðvarssyni,
Þórði Ásmundssyni og Bjarna
Ólafssyni & Co. Voru þessi fyrir-
tæki síðan rekin hlið við hlið til
ársins 1965 að þau voru sameinuð
undir nafninu Þorgeir og Ellert hf.
Fyrsta skipið smíðaði fyrirtækið
árið 1940, það var Sigurfari sem
síðan var gerður út frá Akranesi í
yfir 20 ár og hlaut síðan nafnið
Sæbjörg frá Vestmannaeyjum.
Hefur skip þetta alla tíð verið
afburða happasælt Nú er fyrir-
tækið að byggja sitt 34. skip. Það
er 47 m langt nótaveiðiskip fyrir
Tálkna hf. á Tálknafirði. Samið
hefur verið um smíði á 50 m
löngum skuttogara fyrir Hjálmar
Gunnarsson og Gunnar Hjálmars-
son á Grundarfirði og verður það í
þriðja skiptið sem fyrirtækið
smíðar fyrir þá feðga.
Jafnhliða skipasmíðum og
skipaviðgerðum hefur fyrirtækið
annast ýmiss konar þjónustu fyrir
Akurnesinga og nærsveitarmenn.
Þá hafa byggingar og mannvirkja-
gerð verið stór þáttur í rekstri
fyrirtækisins, t.d. byggði það
sjúkrahúsið, pósthúsið og fjöl-
býlishúsið Höfðabraut 14—16.
I tilefni 50 ára afmælisins bauð
fyrirtækið öllum starfsmönnum og
mökum þeirra til kvöldverðar í
Hótel Akranesi laugardaginn 25.
nóvember. Þar afhenti Jósef H.
Þorgeirsson viðurkenningar þeim
18 starfsmönnum sem starfað hafa
hjá fyrirtækinu í 20 ár.
Þorgeir Jósefsson hefur verið
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
frá upphafi en auk hans hafa
þessir menn starfað þar lengst:
Vigfús Runólfsson 42 ár, Jón
Mýrdal 41 ár, Hendrik Steinsson
40 ár, Magnús Magnússon 39 ár og
Jóhann Stefánsson 37 ár.
Júlíus.
Mikil yf irvinna
karla og kvenna
í KÖNNUN á jafnréttismálum í
fjórum kaupstöðum, sem unnin
var af Þorbirni Broddasyni og
Kristni Karlssyni er kafli um
atvinnuþátttöku kvenna, þar sem
m.a. kemur fram að 7—11%
útivinnandi kvenna vinna meira
en 8 klst um helgar, en karlar
vinna þó mun meira um helgar.
Tæplega 47% karla í Kópavogi,
46% karla í Hafnarfirði, tæp 43%
karla í Garðabæ og aðeins 22%
karla á Neskaupstað sem vinna
utan heimilis, vinna ekkert um
helgar. Þannig vinna 34% karla á
Neskaupstað og rúmlega 20%
karla í Hafnarfirði að jafnaði
meir en 8 klst yfir helgar. Þeir
sem vinna innan við 8 tíma um
helgar, en vinna samt, eru flestir
í Garðabæ eða rúm 18% og minnst
á Norðfirði 7%.
Um vinnutíma kvenna utan
heimilis sést á tölum að styttri
tíma en 8 klst á dag vinna 53% í
Garðabæ og Hafnarfirði, rúm 48%
á Neskaupstað og rúm 45% í
Kópavogi. Um og yfir fjórðungur
kvenna í Hafnarfirði, Garðabæ og
Neskaupstað og rúmlega
þriðjungur þeirra í Kópavogi,
vinna að jafnaði 8 klst á dag virka
daga.
Samanburður á vinnutíma og
starfsstéttum karla og kvenna
leiðir ótvírætt í ljós, að konur
vinna tekjuaflandi vinnu í mun
minna mæli en karlar, vinnutími
þeirra, sem það gera, er mun
styttri en karla, og margt bendir
til þess, að þær séu hlutfallslega
mun fleiri í lægra launuðum
störfum en karlar.
Athygli
er
öryggi