Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 1
48SIÐUR 287. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjórn Andreottis riðar nú til falls vegnaEMS-þáttfcöku Róm, Briissel. 13. des. - AP - Reuter ANDREOTTI forsætisráðherra ítalíu gerði í dag ítrekaðar tilraunir til að sannfæra stuðn- ingsflokka minnihlutastjórnar sinnar um ágæti þess að taka þátt í hinu nýja gjaldeyriskerfi Evrópu, EMS. Kommúnistar og sósi'alistar hafa þegar lýst mikilli andstöðu við þátttöku ítala í hinu nýja gjaldeyriskerfi svo það er við ramman reip að draga hjá Andreotti. Seint í gærkvöld stóðu fundir ennþá yfir og ekki var búizt við neinni niðurstöðu fyrr en á morgun. Ef kommúnistar og sósíalistar styðja ekki framgang málsins í þinginu eru dagar stjórnar Andreottis taldir. Aðalmarkmiðið með stofnun hins nýja gjaldeyriskerfis er að stuðla að meira jafnvægi í gengis- málum. Sérfræðingar telja miklar líkur á því að hinir veikari gjaldmiðlar Evrópu eins og ítalska líran muni fara halloka við tilkomu hins nýja gjaldmiðils og í því sambandi benda ítalskir kommúnistar og sósíalistar á, að ítalskur útflutningur þoli vart meiri álögur en þegar er orðið. — Andreotti svaraði þessari gagn- rýni á þann veg, að ítalska stjórnin hefði þegar farið fram á aukið svigrúm fyrir gjaldmiðil Áframhaldandi skærur í íran Andreotti. þeirra, líruna, og hefði hann fengið staðfestingu á því að gripið yrði til aðgerða til styrktar lírunni. Ekki varð nein niðurstaða á fimmtán klukkustunda löngum fundi stjórnar írlands um þessi mál en írar tilkynntu í upphafi aö þeir hefðu ekki áhuga á að vera með í hinu nýja kerfi. — Eins og fram hefur komið standa Bretar utan kerfisins og ítrekuðu þeir þessa ákvörðun sína enn frekar í dag. Olíueldarnir: Gífurlegt áfall Ródesíumanna Salisbury 13. september, AP — Reuter. IAN Smith forsætisráðherra Rhódesíu sagði í kvöld. að eyðileggingin í olíustöðinni við Salisbury. sem svartir skæruliðar ollu í gærkvöldi væri mesta áfall stjórnarinnar frá því að átbk hófust milli stjórnarhersins og skæruliða fyrir sex árum. Skýrt var frá því, að 22 risastórir olíutankar hefðu eyðilagst í eldsvoðanum og sprengingunum. og að f jórir, sem líklega ættu eftir að springa. væru alelda. Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum. Áreiðanlegar heimildir herma, að um 77,350 tonn af benzíni, dísil-olíu og flugvélaeldsneyti hafi brunnið upp í bálinu í olíustöðinni, sem er hin stærsta í landinu. Alls er hægt að geyma 136,500 tonn af eldsneyti í birgðastöðinni. Tjón stjórnvalda er tilfinnanlegt vegna viðskiptabanns og einnig vegna þess, að erlendan gjaldeyri hefur lengi skort. Skæruliðafylkingar þjóðernis- sinna sögðust bera ábyrgð á eyðileggingunni og fögnuðu mjög í tilkynningum sínum. Talið er að skæruliðar hafi komið eldsvoðan- um og sprengingunum af stað með því að skjóta tveimur eldflaugum og fjölda sprengja á olíustöðina. I fyrstu gekk erfiðlega að ná tökum á eldinum þar sem slökkvi- liðið í Salisbury er . illa búið tækjum. En slökkviliðsmenn með fullkomin tæki komu til hjálpar frá Suður-Afríku og von bráðar tókst þeim að ná yfirhöndinni í baráttunni við eldhafið. Isfahan. Teheran, Nýju Dehlí, 13. desember. AP-Reuter. ÞRÍR létu lífið í óeirðum sem brutust út í Isfahan í dag þegar stuðningsmenn keisar- ans fóru í fylkingum um götur bæjarins og lömdu á andstæð- ingum keisarans. Herinn varð að skerast í leikinn og féllu þremenningarnir fyrir kúlum hermanna. Vestrænir fréttamenn, sem náðu til Isfahan í dag, sögðu, að sjúkrahús í bænum væru full af fólki sem særst hefði í skothríð hersins og barsmíðun- um, sem leynilögreglumenn, hermenn og óbreyttir eru sagðir haf a staðið fyrir. Læknar sjúkrahúsanna hafa skýrt frá því, að a.m.k. 44 hafi fallið í óeirðum í borginni síðustu þrjá dagana, og að yfir 700 hafi særst. Callaghan beið ósigur London, 13. desember, AP. STJÓRN James Callaghans beið, í kvöld ósigur í brezka þinginu þegar þingið felldi stefnu stjórnarinnar í launamálum. Callaghan fór þess samstundis á leit, að þingið greiddi á morgun, fimmtudag, atkvæði um trausts- yfirlýsingu á stjórnina, en ef stjórnin bíður þá einnig ósigur er líklegt að efnt verði til kosninga í landinu innan skamms. Stjórnmálafréttaritarar í þing- inu voru þeirrar skoðunar í kvöld, að þingið mundi samþykkja traustsyfirlýsingu á stjórn Callaghans, en með mjög naum- um meirihluta. Veðurofsi London, 13. desember, AP. MIKIÐ úrfelli og livassviori ollu víða tjóni á Bretlandseyjum í nótt og þrfr ökumenn létu lífið. Vindhraðinn komst upp í 160 km á klukkustund. Tré fuku upp með rótum og skemmdir urðu á mannvirkjmn. Þá voru mörg skip í hættu undan strbndum Bret- lands og Frakklands f veður ofsanum. Diplómatar í Isfahan skýrðu frá því í dag, að herinn hefði ráðist að andstæðingum keisarans þegar þeir gengu berserksgang í borginni á mánudagskvöldið. Diplómatar sögðu og að þúsundir stuðnings- manna keisarans hefðu síðan gengið berserksgang um borgina á þriðjudagskvöldið, og þá m.a. unnið skemmdir á húsum þar sem myndir Khomaini, leiðtoga and- stæðinga keisarans, hengu uppi. Olíuframleiðsla eykst nú með degi hverjum í íran eftir að hafa að mestu legið niðri vegna 10 daga verkfalls starfsmanna olíufram- leiðslustöðva. í dag var framleiðsl- an orðin um þriðjungur af eðlilegri framleiðslu og starfsmennirnir streyma til vinnu á ný. Steinolía er nú flutt inn til írans vegna skorts í landinu. Um 90 íranskir námsmenn í Nýju Dehlí á Indlandi hertóku í dag írönsku menningarmiðstöðina í Nýju Dehlí og tóku starfsfólk gíslingu. Máluðu námsmennirnir slagorð gegn íranskeisara á veggi hússins og drógu rauðan fána að húni í stað þjóðfána írans. Miðausturlönd: Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands var um 10 stiga hiti í Reykjavfk um miðjan dag f gær, en þá var logn og blíða f míðborginni. Klukkan sex um morguninn var hitinn f Reykjavfk reyndar 9,6 gráður á Celcius. En meðan þessi blfða helzt hér hefur talsverður kuldi verið f Evrópu og myndin sýnir hvernig ástandið er nú í hinni suðrænu borg Feneyjum, þar er snjór yfir öllu. Ólíklegt að sættir tak- ist fyrir 17. desember Jerusalem, Kairo, 13. desember, AP — Reuter. CYRUS Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákvað í kvöld að fara aftur til Washington frá Miðausturlöndum þar sem hann hefur gert tilraunir til að jafna ágreininginn sem enn ríkir milli Egypta og fsraelsmanna. Vance lagði í dag fyrir Menahem Begin forsætisráðherra ísraels uppkast að friðarsáttmála sem Egyptar samþykktu fyrir sitt leyti, en nýju tillögurnar hlutu dræmar viðtökur í Jerúsalem, og hefur Vance tekið þá ákvörðun, eftir viðræður í síma við Jimmy Carter forseta, að snúa heim til Washington „1 il að sinna mikilvægum erindum". Þær vonir sem bundnar höfðu verið við þessar síðustu tilraunir til að ná sáttum milli ísraels- manna og Egypta brugðust, þegar ljóst varð að nýju tillögunum var fálega tekið, en áður en Vance hélt til Jerúsalem í morgun lét hann svo um mælt við blaðamenn, að málið væri „á lokastigi". Eftir viðræðurnar við Begin síðdegis lýsti Vance því hins vegar yfir, að ennþá væri ágreiningur með aðil- um, og að málið væri á „mjög viðkvæmu stigi". Þykir nú ólíklegt að sættir takist fyrir 17. desember. Sadat forseti sagðist í dag vera reiðubúinn til að undirrita friðar- samkomulag við ísraelsmenn þ. 17. desember, og lagði hann til að athöfnin færi fram á Sinai-fjalli. Hann sagði að áður yrðu ísraels- menn að fallast á hið nýja uppkast. Areiðanlegar heimildir töldu þó frekar ólíklegt að ísraelsmenn gætu sætt sig við nýju tillögurnar, þar sem í þeim væri gert ráð fyrir kosningum á Vesturbakkanum á næsta ári og'að Egyptar fengju yfirráð á Gaza. Blaðið Al Ahram hafði þó eftir embættismanni í utanríkisráðuneytinu, að mjög miklar líkur væru á því að friðarsáttmáli yrði undirritaður 17. desember. Samkvæmt frásögnum ísraelska sjónvarpsins voru tillögur þær sem Vance kom með til Jerúsalem í dag allsendis óaðgengilegar, þar sem þær væru svo til samhíjóða síðustu tillögum Egypta til lausn- ar deilunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.