Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 48
fíö dagáf til jóla (fuill ^ é>ilfur Laugavefíi 35 jKgttuflifafrifr Verzlið i sérverzlun með litasjonvorp og hljómtæki. MCtC? Skipholti 19, 1 BUOIN sími FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Samkomulag fulltrúa stjórnarflokkanna: Skattví sitalan 150 stig 2% hækkun vörugjalds Skipulagsgjald og flugvallaskatturinn hækka Jólastemmningin færist sí og æ í aukana eftir því sem nær dregur jólum og Þaö er ákveöinn kóssinn á sumum vegfarendum eins og sjá má á mynd- inni sem RAX tók í Austurstræti FULLTRÚAR stjórnarflokkanna, Tómas Árnason fjármálaráðherra, Katjnar Arnalds menntamálaráð- horra og Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, komu sér í ííær saman um tillögur varðandi tekjuöflun ríkissjóðs, sem lagðar voru fyrir þingflokkana í gær- kvöldi. Auk þess 50% tekjuskatts- stigs á tekjur hjóna yfir 6 milljón- um króna og 65% tekjuskattsstigs á atvinnurekstur. sem samkomulag \ar um fyrir, var í tillögunum í gær gengið út frá að skattvísitalan yrði 150 stig, vörugjald yrði hækkað úr 16 i' 18%, sérstakur skattur yrði iagður á skrifstofu- og verzlunar húsnæði, annað en matvöruverzlan- ir. skipulagsgjald og flugvalla- skattur hækka og til komi breyting- ar á fyrningarreglum, þar sem m.a. verðstuðulsfyrning er lögð niður. r Islensku íþrótta- fólki boðið til Kína Handknattleikssambandi ís- lands hefur borist boð frá íþróttasambandi Alþýðulýð- veldisins Kína um að senda 40 manna hóp handknattleiks- manna í 15 daga keppnisferð til landsins. Ætlast er til, að um iandslið kvenna og karla sé að ræða. Kínverjar bjóða allar ferðir innan Kína svo og uppi- hald en gert er ráð fyrir, að tekið verði á móti hópnum í Peking. Er þetta í fyrsta skipti, sem íþróttafólki berst boð um að koma í heimsókn til Kína. Er boð þetta því einstakt og mjög ánægjulegt. Að sögn Júlíusar Hafstein, gjaldkera HSÍ, er málið í athugun en þar sem ferðakostnaður er mjög hár, verður þetta nok^rum erfiðleik- um bundið. Islendingar hafa leikið þrjá landsleiki við Kín- verja í handknattleik, tvo hér á landi og einn í Frakklandi nú fyrir hálfum mánuði. Þingflokkar Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins samþykktu samkomulagsgrundvöllinn í gær- kvöldi, en fundur þingflokks Alþýðu- flokksins stóð enn er Mbl. leitaði síðast frétta. Málið verður tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag og verði það afgreitt þar er stefnt að annarri umræðu um fjárlögin um helgina. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. tókst að afla sér í gær, er áætlað að nýju tekjuskattsstigin gefi ríkissjóði um 3 milljarða króna, hækkun vörugjaldsins um 1,1 millj- arð, húsnæðisskattarnir rösklega 500 milljónir króna og hækkun flug- vallarskattarins 2— 300 milljónir. „Við hlaupum ekki út úr ríkis- stjórn fyrir tvö prósent í vörugjaldi," sagði Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Við teljum að skattalækkunin sem lofað var 1. desember sé tryggð og í þessu samkomulagi eru ýmsir liðir, sem við teljum okkur hafa náð fram og erum sæmilega sáttir við, en það er eins og gengur í samstarfi þriggja flokka, að ekki geta allir haft allt sitt fram til fulls." Innan Alþýðuflokksins mun óánægjan hafa verið mest vegna skattvísitölunnar, sem flokkurinn vildi fá í 151 stig, og einnig var hækkun vörugjaldsins litin óhýru auga, eins og reyndar líka meðal alþýðubandalagsmanna, og töldu Alþýðuflokksmenn eins og Alþýðu- bandalagsmenn að í stað hennar ætti að ganga lengra í sparnaði og niðurskurði en framsóknarmenn vildu samþykkja. Sjá viðtal við ólaf Jóhannes- som Oft góð regla að hvfla sig og hugsa sig um. Bls. 3 Flugliðamir á góðum batavegi MORGUNBLAÐIÐ kannaði í gær líðan þeirra Haralds Snæhólms flugstjóra og Oddnýjar Björgúlfs- dóttur flugfreyju. sem slösuðust mest í flugslysinu í Sri Lanka. Þær upplýsingar fengust, að Harald væri farinn af Borgarspítal- anum og á Grensásdeild sama spítala og er hann byrjaður á gönguæfingum. Oddný liggur á Landspítalanum og er hún einnig á góðum batavegi. DC-10 breiðþotan í notkun um áramót Erlendir flugmenn fljúga vélinni fyrst um sinn DC-10 breiðþota Flugleiða verður verksmiðjunum á þessu ári, en hefur tekin í notkun á flúgleiðum undanfarna mánuði verið í leiguflugi félagsins um áramótin og kemur með pílagríma í Asíu. í vélinni er m.a. sérstakt sjónvarpskerfi fyrir sýningar á flugi og verður það notað hún f fyrstu ferðinni frá Luxem burg til Keflavíkur 2. janúar n.k.. en vélin er áætluð 5 sinnum í viku til New York í vetur. Þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum við íslenzka flugmenn í sambandi við DC-10 þá munu erlendir flug- menn fljúga vélinni fyrst um sinn, en íslenzkar flugfreyjur, sem hafa lokið þjálfun á DC-10, munu starfa um borð og einnig er að ljúka þjálfun íslenzkra flugvirkja. 9 flugfreyjur munu starfa um borð í hverri ferð í stað 5 á DC-8 vélunum. Verið er að mála breiðþotuna í litum Flugleiða um þessar mundir og fækka sætum úr 380 í 358 til þess að hafa rýmra á milli sæta. Vélin var sem kunnugt er afhent frá í vél Flugleiða mjög fljótlega. Flugleiðir hafa um jólin leigt DC-10 breiðþotu frá World Airways til þess að fljúga þrjár ferðir í áætlunarflugi. Olíuhækkunin: Útgerðin þarf 2400 milljóna tekjuauka HIN NÝJA hækkun á olíum mun hafa í för með sér 1400 milljóna kr. útgjaldaaukningu fyrir fiskiskipa- flotann á ári, að sögn Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ. Verkamanna- félagið Hlíf: Ekkert samráð við félög innan VMSÍ — um vísitöluskerðingu STJÓRN Verkamannafélagsins Hlífar samþykkti á fundi síðast- liðinn mánudag mótmæli við vinnubrögðum framkvæmda- stjórnar Verkamannasambands íslands, er samráð var haft um skerðingu vísitölunnar 1. desem- ber án samráðs við félög innan VMSÍ. Krefst Hlíf þess að forystu- menn VMSÍ „tileinki sér lýðræðis- legri aðferðir, svo að þeir dagi ekki uppi eins og nátttröll á miðri leið í félagslegu tilliti,“ eins og það er orðað. Alyktun stjórnar Verkamanna- félagsins Hlífar er svohljóðandi: „Stjórn Verkamannafélagsins Hlífar mótmælir harðlega þeim ófélagslegu vinnubrögðum fram- kvæmdastjórnar Verkamanna- sambands Islands, er viðhöfð voru í svokölluðum viðræðum verka- lýðshreyfingarinnar við ríkis- stjórnina fyrir 1. desember síðast- liðinn. Það verður að teljast algjör óhæfa, að ákvarðanir um skerð- ingu vísitölu á laun séu teknar af nokkrum mönnum án alls samráðs við félög innan Verkamanna- sambandsins, en að samtímis sé látið í það skína, að fullt samráð sé haft við verkalýðshreyfinguna. Þá lýsir stjórn Verkamanna- félagsins Hlífar yfir undrun sinni á afstöðu sambandsstjórnar Verkamannasambands íslands, er hún mótmælti ekki, þegar framhjá henni er gengið í mótum tillagna í jafnalvarlegum málum og kjara- mál verkafólks eru. Stjórn Verka- mannafélagsins Hlífar álítur vinnubrögð þessi valda samtökum verkafólks óbætanlegum skaða og krefst þess að forsvarsmenn verkafólks tileinki sér lýðræðis- legri aðferðir, svo að þeir dagi ekki uppi eins og nátttröll á miðri leið í félagslegu tilliti." Þessi ályktun var samþykkt í stjórninni síðastliðinn mánudag mótatkvæðalaust. Eins og fram kom í Mbl. í gær, hækkar dísilolía um 15,6% og svartolía um 20%, en þessar olíuteg- undir notar fiskiskipaflotinn aðal- lega. „Þessi hækkun er mjög alvarlegur hlutur fyrir útgerðina," sagði Kristján, „því hún þarf að fá 2400 milljóna kr. tekjuauka á móti til að jafna þetta, því vegna hlutaskipta- reglna fá sjómenn 40% af tekju- aukanum." „Þetta er eitt af því sem þarf að reikna inn í dæmið þegar fiskverð verður reiknað um áramótin," bætti Kristján við. „Það hafa einnig orðið stórkostlegar hækkanir á veiðarfær- um og fyrirsjáanleg er stórhækkun á vátryggingum og enn frekari olíu- hækkanir standa fyrir dyrum. Útlit- ið er því allt annað en glæsilegt fyrir útgerðina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.