Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, PlMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 37 Árlega hafa verið sendar fjárveit- ingarbeiðnir ásamt. ítarlegri greinargerð um rekstur stofnunar- innar og rökstuðningi fyrir ein- stökum liðum beiðninnar. Reynt hefur verið að fylgja þessum fjárveitingarbeiðnum eftir með viðtölum við fjárveitingarnefnd, ráðherra og alþingismenn. Það væri fróðlegt að vita, hvað Morgunblaðið álítur rangt við þessi vinnubrögð. Reynsla Félagsstofnunar stúdenta af viðbrögðum ríkis- valdsins á þessu ári hefur reyndar kennt okkur, að til sé árang«rsrík- ari leið til að fá peninga úr ríkiskassanum, heldur en sú að rökstyðja málefnalega þá þörf, sem er fyrir þessa peninga. Það var ekki nóg að leggja fram yfirlýsingar heilbrigðiseftirlits og brunavarnareftirlits um að gömlu stúdentagarðarnir uppfylltu ekki þær lágmarkskröfur, sem þessir aðilaf gera til íbúðarhúsnæðis. Þau rök bitu ekki á fjárveitingar- nefnd. Þegar stjórn Félagsstofn- unar stúdenta hótaði að grípa til þess neyðarúrræðis að loka görð- unum um hávetur, þá loksins tók ríkisvaldið viðbragð og útvegaðir eru peningar fyrir utan fjárlög til að hefja framkvæmdir við viðgerð garðanna. Þessar framkvæmdir hófust í vor. Það sama skeður aftur nú í haust. Hlaup á milli ráðherra og fjárveitingarnefndar og útskýringar á því, að það væri einungis tímaspursmál, hvenær Félagsstofnun stúdenta yrði gjald- þrota, komu engu til leiðar. Það er fyrst þegar Rafmagnsveitur Reykjavíkur hafa lokað Félags- heimili stúdenta með því að loka fyrir rafmagnssölu þangað, að ríkisvaldið útvegar peninga til að rétta aðeins við fjárhag Félags- stofnunar stúdenta. Það má vera, að þetta sé sú aðferð, sem beita á við fjárveiting- arvaldið og stjórn Félagsstofnunar stúdenta hafi of lengi reynt að sporna gegn afleiðingunum af lækkun ríkisframlags til reksturs Félagsstofnunar stúdenta, oft með því að skerða þjónustu við stúdenta og hækka framlög þeirra sjálfra til stofnunarinnar. Bæði reynsla okkar og reynsla annarra stofnana og fyrirtækja hér á landi virðist staðfesta, að þessi baráttu- aðferð sé vænlegust til árangurs. Ef það er þetta, sem Morgunblaðið á við, þá getum við ekki annað en glaðst yfir, að þessi útbreiddi fjölmiðill skuli ætla að taka okkar málstað í átökum af þessu tagi. Það mun þó ekki breyta þeirri afstöðu okkar, að við teljum að ef skynsamleg rök bíta ekki á fjár- veitingarvald þessa lands, þá er brýnna að beita starfsháttum fjárveitingarvaldsins, heldur en þeirra, sem eiga í útistöðum við það. Vísitölubæturnar Stjórn Félagsstofnunar stúdenta samþykkkti að greiða fullar vísitölubætur á laun 1. mars s.l. í leiðara Morgunblaðsins má sjá, að ritstjórn blaðsins hefur enn ekki gleymt þessari ákvörðun. Þessi ákvörðun var tekin í stjórn Félagsstofnunar stúdenta eftir að tilmæli um að greiða fullar vísitölubætur á laun höfðu komið frá Stúdentaráði H.í. Með þessari ákvörðun vildu vinstri menn í Stúdentaráði H.í og stjórn Félags- stofnunar stúdenta sýna samstöðu með baráttu verkalýðshreyfingar- innar gegn kjaraskerðingarlögum fyrrverandi ríkisstjórnar. Þessi ákvörðun hafði engin afgerandi áhrif á rekstrarstöðu Félagsstofnunar stúdenta. Það er þess vegna út í hött að þegar leiðari Morgunblaðsins dylgjar um, að þessi ákvörðun hafi orðið þess valdandi að gjaldþrot vofir yfir Félagsstofnun stúdenta og segir að „Við starfsfólkinu blasir nú, að það fær engin laun greidd vegna gjaldþrots." Vinstri menn í Stúdentaráði H.í og stjórn Félagsstofnunar stúdenta munu fyrr ganga á eigur stofnunarinnar og eigin fjármuni heldur en að standa ekki við skuldbindingar sínar við starfsfólk Félagsstofnunar stúdenta. Við vonum enn, að til slíkra neyðarúr- ræða þurfi ekki að grípa. Óraunsæir forystumenn Eftir allar fullyrðingar leiðar- ans segir svo undir lokin: „Þessi lýsing(!) á skipbroti vinstri afl- anna við störf í þágu stúdenta er ömurleg, en hún er því miður sönn. Skýringin á því, hvers vegna þannig hefur farið er ekki ein- föld(!) Vafalaust ræður óraunsæi forystumanna stúdenta miklu." Það er eins og leiðarahöfundurinn hafi vaknað af draumi, þegar hér er komið. Allt í einu er sú einfalda skýring ófullnægjandi, að ímynduð byltingarkennd umbótastefna ætti alla sökina. Þótt augljóst sé á þessum leiðara Morgunblaðsins, að þar heldur á penna maður, sem ekkert veit um málefni Félags- stofnunar stúdenta, þá ratast honum satt á munn í síðustu setningunni. Án efa af tilviljun. Vafalaust þekkir leiðarahöfund- urinn engin dæmi um þetta óraunsæi forystumanna stúdenta. Við skulum þess vegna tilfæra hér eitt dæmi. Á undanförnum árum hafa stúdentar utan af landi fengið dagvistuð börn sín á kvóta Félagsstofnunar stúdenta hjá Sumargjöf. I trausti þess, að sveitarfélög viðkomandi stúdenta myndu greiða mismun á daggjöld- um og rekstrarkostnaði fyrir þessi börn, þá ábyrgðist Félagsstofnun stúdenta þessar greiðslur. Inn- heimta frá sveitarfélögunum hefur aftur á móti gengið treglega. Við vonumst reyndar til þess að geta innheimt stærsta hlutann af þessum kostnaði. Engu að síður höfum við neyðst til þess að krefjast þess af stúdentum utan af landi, að þeir skili skriflegri yfirlýsingu frá sínu sveitarfélagi um að það ábyrgist þessar greiðsl- ur. Við vonum, að þetta fyrir- komulag reynist raunsærra en hið fyrra. Við getum, ef Morgunblaðið vill, bent á fleiri dæmi um skort á raunsæi af hálfu vinstri manna í Stúdentaráði og stjórn Félags- stofnunar stúdenta. Við höfum enga ástæðu til að hræðast heiðarlega og opinskáa umræðu um piálefni Félagsstofnunar stúd- enta eða önnur málefni stúdenta. Við vonum, að það sé ekki óraunsætt af okkar hálfu að ætlast til þess sama af Morgunblaðinu. Sérhver raunsæ athugun á mál- efnum Félagsstofnunar stúdenta mun leiða það í ljós, að megin ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir Félagsstofnun stúdenta er að þvert ofan í gefin loforð, hefur framlag ríkisins til Félagsstofnun- ar stúdenta stöðugt minnkað. Gylfi þ. Gíslason, sem átti stóran þátt í að koma Félagsstofnun stúdenta á fót, kvað svo sterkt að orði um þessa þróun ríkisfram- lagsins á ráðstefnu um málefni Félagsstofnunar stúdenta nú í haust, að hann taldi, að óvíst væri, að þessi stofnun hefði verið sett á fót, ef vitað hefði verið, að jafn illa yrði búið að henni og raun ber vitni. Morgunblaðinu og öllum öðrum stendur til boða að kynna sér rekstur Félagsstofnunar stúdenta af eigin raun, og ætti þá engum að dyljast að við engan annan en ríkisvaldið er að sakast um slæman fjárhag Félagsstofnunar stúdenta. Að lokum þykir okkur rétt að benda á niðurlagsorð leiðarans, þar sem stendur: „Undrun vekur, hve lengi vinstri mönnum hefur liðist að ráðskast með hag stúd- enta að eigin geðþótta og einungis til ills.“ Stúdentaráð er kjörið í lýðræð- islegum kosningum og vinstri menn sigrað Vöku í þeim kosning- um s.l. 6 ár og því í hæsta máta furöulegt að tala um að vinstri mönnum „líðist að ráðskast með hag stúdenta". Asgeir Daníelsson. Formaður stjórnar Félagsstofn- unar stúdenta. Bolli Héðinsson. Formaður Stúdentaráðs Iláskóla íslands. saxuLou eftir Sigfús Halldórsson Guðmundur Guðjónsson er orðinn sérfræðingur í Sigfúsi, eins og góður maður orðaði það. Það syngur enginn lögin hans Fúsa af eins miklum næmleika og ástúð og Guðmundur Guðjónsson gerir. Enda eru þeir góðir vinir og þekkja hverja taug í hvor öðrum. Þessi nýja plata þeirra er ákaflega falleg og ber vott um þann styrk sem þessir menn veita hvor öðrum í túlkun tónlistarinnar. Fagra veröld er falleg og vönduð hljómplata. Einnig er ný og endurbætt útgáfa af sönglögum Sigfúsar Halldórssonar komin út. Sönglögin hafa ekki fengist í nokkurn tíma og er hér bætt úr brýnni þörf og annast Steinar h.f. dreifingu ásamt plötunni. Sími 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.