Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 1 t „Ekki dugnaður 99 Húsmóðir á Grenivík vakti börn sín þegar eldur kom upp í hus- inu og slökkti svo sjálf eldinii „ÞETTA er ekki dugnaður heldur gæfa, sem ég þakka forsjóninni fyrir,“ sagði Hrafn- hildur Hallgrímsdóttir 42 ára gömui húsmóðir á Grenivík sem með snarræði tókst að vekja sex börn sín og tengdaföður þegar eldur kom upp í húsi fjöl- skyldunnar um hánótt í síðustu viku. Að því búnu brá Hrafn- hildur sér niður f kjaiiarann og tókst að slökkva eldinn, sem þar logaði. Fyrir þremur árum bjargaði Hrafnhildur þriggja ára gamalli stúlku frá drukkn- un í sjónum fyrir framan húsið. Stóð svo tæpt að litla stúlkan var meðvitundarlaus er hún náðist úr sjónum en það tókst að h'fga hana við og í dag er hún tápmikil stúlka, fimm ára gömul. „Eldurinn kom upp í kjallara hússins, sem er tveggja hæða,“ sagði Hrafnhildur í spjalli við Mbl. „Þetta var aðfararnótt s.l. föstudags klukkan hálf fimm um nóttina. Dóttir mín vaknaði við það að mikill svartur reykur var kominn um alla íbúð. Hún vaxti mig og ég vakti hitt fólkið en við sváfum öll á efri hæðinni. Síðan hljóp ég niður og í gegnum reykjarkófið niður í kjallara en þar logaði talsverður eldur og var hann farinn að leika um kjallara- loftið, sem er klætt plasteinangr- un, og þess vegna kom þessi mikli reykur. Ég náði mér í slöngu og sprautaði á eldinn og tókst að slökkva hann áður en hjálp barst, en dóttir mín hafði hlaupið í næstu hús eftir hjálp. Engum varð meint af þessu og við erum búin að hreinsa alla íbúðina. Það var mikið verk en ég fékk góða hjálp hjá vinkonum mínum hér á Grenivík, sem eru mjög hjálp- legar." Hrafnhildur er gift Garðari Jóhannessyni sjómanni á togar- anum Sléttbaki. Þau eiga 8 börn en 6 voru heima og faðir Garðars að auki. Garðar var aftur á móti úti á sjó þegar eldurinn kom upp. Hrafnhildur sagði aðspurð, að þau hefðu lengi haft í hyggju að setja upp reykskynjara en ekkert orðið af því. „Eftir þessa lífs- reynslu vorum við ekki lengi að hugsa okkur um, heldur pönt- uðum okkur tvo reykskynjara, sem verða settir upp um leið og þeir koma.“ Aðeins frágangsvinna er nú eftir við Sigöldu FRAMKVÆMDUM við Sigöldu- virkjun er nú að mestu lokið og í gær var þriðja vél virkjunarinnar tekin í rekstur. Afl hverrar vélar er 50 megawött eða samtals 150 mw. Vinna við ýmsan frágang á virkjun- arstaðnum bíður næsta árs og er ráðgert að þeirri vinnu verði lokið um mitt árið. Með tilkomu Sigöldu- virkjunar hefur aflið 1 vatnsafls- stöðvum Landsvirkjunar aukist úr 300 MW í 450 MW eða um 50% og orkuvinnslugetan úr 2200 gíga- wattstundum í um 3000 gígawatt- stundir eða um 36%. Fyrsta vélin var tekin í notkun í apríl 1977 og önnur vélin í desember 1977. Rafmagnsframleiðsla Landsvirkj- unar í heild er áætluð 280 GWst á næsta ári eða tæplega 88% af heildarrafmagnsframleiðslu lands- ins, sem áætlast 3200 GWst 1979 og er þá orka vegna stóriðju meðtalin. Að henni frátalinni er hlutdeild Landsvirkjunar í heildarframleiðsl- unni á næsta ári áætluð tæplega 73% eða um 1070 GWst af um 1470 GWst. Hátt í 300 manns sátu fund Búnaðarsambands Suðurlands á Hvoli sl. þriðjudagskvöld. Ljósm. Emilía á Suðurlandi: Skorað á Alþingi að bregðast við vandanum með raunhæfum aðgerðum HÁTT i' 300 bændur vfðs vegar af Suðurlandi komu til fundar er Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til á þriðjudagskvöld til að ræða vandamál landbúnaðarins og skipulagsaðgerðir sem stjórnvöld hyggjast beita sér fyrir, en fundurinn var haldinn á Hvoli. Framsögumenn voru Pétur Sigurðsson fulltrúi í framleiðsluráði, Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda og Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra og að loknum framsöguerindum þeirra var orðið gefið laust. Töluðu þá nærri 20 bændur og voru í lok fundarins samþykktar 4 ályktanir, en fleiri höfðu verið bornar upp og þær felldar. Pétur Sigurðsson ræddi einkum vandamál mjólkuriðnaðar og kom fram í máli hans að umframfram- leiðsla mjólkur nemur nú 10—15%. Hefur mjólkurframleiðsla aukist um 9% en neyslan dregist saman um 7%. Sagði hann að órsakirnar væru margar og nú væri svo komið að birgðir hlæðust upp og væru nú smjörbirgðir til fyrir rúma 4 milljarða króna eða um 1400 tonn og væri gert ráð fyrir að þær gætu verið komnar upp í 1860 tonn eftir tæpt ár, sem þýddi að hver mjólkurframleiðandi sæti uppi með smjörbirgðir að verðmæti 2,2 milljónir króna hver. Pétur sagði að flestir virtust sammála um að draga þyrfti saman framleiðsluna, en ljóst væri að auka þyrfti t.d. ostaframleiðslu eftir mætti og nýta betur vélakost í því sambandi. Gunnar Guðbjartsson ræddi um skipulagsaðgerðir í landbúnaði og rakti nokkuð hvaða tillögur hefðu verið til umræðu á fundum Stéttar- sambandsins sl. ár og samþykktar á aukafundi þess og sagði að stjórn- völd þá hefðu ekki treyst sér til að leggja þær fyrir Alþingi. Ástandið síðan hefði ekki farið batnandi, nú horfði illa í sölumálum og útflutn- ingsbætur hrykkju ekki til þar sem framleiðslan hefði verið meiri en gert var ráð fyrir og sala minni innanlands. Reynt hefði verið m.a. að flytja út ófrosið kjöt og gefist sæmilega. Stéttarsambandið hefði sent ráðherra tillögur í haust og nú hefði verið lagt fram frumvarp á grundvelli þeirra. Síðastur framsögumanna var Steingrímur Hermannsson og ræddi hann nokkuð og útskýrði landbúnaðarfrumvarpið er lagt hefur verið fram á þingi og lagði hann áherzlu á að þar væri um skammtímalausn að ræða en marka þyrfti framtíðarstefnu í landbúnað- armálum og samræma störf hinna ýmsu aðila er störfuðu að þeim. Eftir miklar frjálsar umræður þar sem voru m.a. bornar upp ýmsar tillögur voru samþykktar fjórar tillögur, sú fyrsta frá Stefáni Jasonarsyni, en hinar þrjár frá Magnúsi Finnbogasyni: Almennur fundur bænda á Suð- urlandi haldinn að Hvoli 12.12. ’78 telur mikinn vanda fyrir höndum í framleiðslu- og sölumálum land- búnaðarins. Fundurinn skorar á háttvirt Alþingi að bregðast við þeim vanda með raunhæfum að- gerðum á grundvelli tillagna 7 manna nefndarinnar. Almennur fundur bænda gerir þá kröfu til stjórnvalda að afurðalán verði aukin það mikið að unnt verði að greiða bændum minnst 90% af andvirði sauðfjárafurða í síðasta lagi 20. desember á framleiðsluári. Önnur afurðalán miðist við greiðslu 20. næsta mánaðar eftir að innlegg fer fram. Almennur fundur bænda skorar á Stéttarsamband bænda í samvinnu við landbúnaðarráðuneytið að kanna ítarlega hvort ekki sé unnt að ná betri árangri í útflutningi búvöru, einnig hvort ekki sé hægt að nýta betur útflutningsbótafé. Almennur fundur bænda skorar á landbúnaðarráðherra og Stéttar- samband bænda að beita sér fyrir því við Seðlabanka íslands og viðskiptabankana að tekin verði upp afurðalán á hrossa- og svínaaf- urðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.