Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Ármann sigraði, en Fram kærði Á lauKardaginn léku Fram og Ármann í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik, en þessi tvö lið eru þau sterkustu í deildinni og voru einu taplausu liðin fyrir þennan leik. Eftir skemmtilegan og spennandi leik fóru leikar þannig, að Ármann sigraði með 99 stigum gegn 93 og var sá sigur fyllilega verðskuldaður. Ekki voru Framarar alveg sáttir við þessi úrslit, því að eftir leikinn kærðu þeir á þeirri forsendu, að Stewart Johnson, leikmaður með Ármanni, væri ólöglegur, þar sem hann hefði ekki áhugamannaréttindi. Ármenning- ar voru þá ekkert að tvinóna við hlutina og kærðu einnig Framara og kröfðust þess, að þeir legðu fram áhugamannaskírteini fyrir John Johnson. En hvað sem öllum kærum líður, þá var leikurinn allan tímann mjög jafn, sérstaklega í fyrri hálfleik. I þeim síðari voru Ár- menningar sterkari og leiddu mestallan hálfleikinn, en Framar- ar hleyptu þeim þó aldrei langt og munurinn var oftast 6—8 stig. Undir lokin ná Framarar að minnka muninn niður í 4 stig, 87:91, og allt getur gerst. Þegar tæp mínúta er til leiksloka er báðum Bandaríkjamönnunum vik- ið af leikvelli með 5 villur eftir að hafa fengið tæknivíti, en þá var sigur Ármenninga í höfn og lokatölur voru eins og áður sagði, 99:93. Ármenningar voru vel að sigrin- um komnir, þeir léku vel og höfðu gaman af því, sem þeir voru að gera. Stew Johnson var lengi í gang og hitti illa í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var hann óstöðv- andi. Atli Arason og Jón Björg- vinsson voru báðir mjög góðir og er sá síðarnefndi einn albesti hraðaupphlaupsmaður í íslenskum körfubolta. Jón Steingrímsson er ungur og mjög efnilegur leikmaður og Einar Ásbjörnsson er leikmað- -ur í mikilli framför. Þá sýndi Hallgrímur Gunnarsson gamla takta og skoraði þýðingarmiklar körfur. Það verður að segjast eins og er, að Framliðið virkaði ekki nógu sannfærandi að þessu sinni. John Johnson er snjall leikmaður en spilar kannski helst til stórt hlutverk í liðinu, því að á köflum eru aðrir leikmenn hreinlega ekki með. Þá er óskaplega leiðinlegt að sjá leikmenn eyða kröftum sínum í eilíft nöldur í dómurum og öðrum, eins og Johnson gerir. Símon Ólafsson var óvenju daufur í fyrri hálfleik, en hresstist til muna í þeim síðari. Þá átti Flosi Sigurðs- son ágætan leik, en aðrir hafa oftast leikið betur en að þessu sinni. Stigahæstir hjá Ármanni voru Stew Johnson með 36 sitg, Atli með 19 og Jón Björgvinsson með 18. John Johnson skoraði mest Framara, 40 stig, Símon Ólafsson skoraði 20 og Flosi 16. ÁG. UMFG sigraði Á sunnudaginn léku I íþrótta- húsi Njarðvíkur í 1. deild körfu- knattleiksins lið Grindvíkinga og Keflavíkur. Leikur þessi var jafn og spennandi allan tímann og þegar 4 mínútur voru til leiks- loka var staðan 89-80 UMFG í vil. En þar mcð hrundi allur leikur Keflvíkinga og Grindvíkingar hreinlega kaffærðu þá, en loka- tölur voru 108-86 eftir að staðan hafði verið 46-43 Grindvíkingum í vil í hálfleik. Bæði liðin standa í skugga stóra bróður í Njarðvíkum, en eiga vafalaust bæði eftir að veita þeim harða keppni þegar fram í sækir. Langbestur Grindvíkinga var Bandaríkjamaðurinn Holmes, en hann skoraði 42 stig í leiknum. Þá var Ólafur Jóhannesson einnig góður en hann skoraði 26 stig, en auk hans var Eyjólfur Bragason drjúgur en hann skoraði 19 stig. Bestur Keflvíkinga var að vanda Björn V. Skúlason, en Björn skoraði 36 stig. Einar Steinsson skoraði 19 stig, en Tómas Þor- steinsson kom mjög á óvart með góðum leik og skoraði 13 stig. ÁL/gíg. • Stewart Johnsson blökkumaðurinn sem leikur með Ármann reynir körfuskot á móti Fram. Framarar kærðu leikinn á þeirri forsendu að Stewart hefði ekki áhugamannaréttindi. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4 Ágúst sigraði í Kópavoginum BORGFIRÐINGURINN Ágúst Þorsteinsson sigraði af öryggi í Kópavogshlaupi UMSK, sem fram fór um helgina. en halupið var á áttunda kílómetra. Með þessum sigri hefur Ágúst tekið afgerandi forystu í stigakeppni viðavangshlaupanna þar sem hann hefur sigrað í tveimur hlaupum og orðið í öðru sa'ti í því þriðja. Thelma Björnsdóttir sigraði í kvennaflokki hlaupsins. en stúlkurnar hlupu rúma þrjá kílómetra. Það var hlutfallslega stór hópur hlaupara sem tók sér stöðu á rásmarkinu á Kópavogsvelli, alls 18 karlar og fimm konur, og luku allir hlaupinu með sóma. Leið hlauparanna lá frá Kópavogsvelli um Fífuhvamm og í hring upp undir Rjúpnahæð og um Hnoðra- holt, en því lauk á Kópavogsvelli eftir sprett í Smárahvammi. Strax á fyrstu metrunum tók Á-gúst Þorsteinsson forystuna, en nafni hans Ásgeirsson fylgdi honum fast eftir. En sá síðar- • Ágúst Þorsteinsson nefndi varð að gefa sig utan í Rjúpnahæðinni þegar hlaupið var hálfnað. Á Hnoðraholtinu skaust Sigfús Jónsson svo upp í annað sætið. Tveir Bandaríkjamenn af Kefla- víkurflugvelli tóku þátt í hlaupinu. Annar þeirra er hnefaleikamaður, en hinn hefur hlaupið 800 m á um 1:46 mínútum. Af körlunum voru 10 hlauparar af 18 frá ÍR og sex frá UBK. Úrslitin urðu annars: Karjar, 1. Ágúst Þorsteinsson, UMSB 2. Sigfús Jónsson. ÍR 3. Ágúst Ásgeirsson. ÍR 4. Steindór Trygvvason. UÍA 5. Mikko Hame. ÍR 6. Hafsteinn Óskarsson. ÍR 7. Ágúst Gunnarsson. UBK 8. Nate Jenkins, UBK 9. Jóhann Sveinsson, UBK 10. Gunnar P. Jóakimsson, lR 11. Steinar Friðgeirsson, lR 12* Stefán FriðKeirsson. ÍR 13. Hörður Benediktsson, ÍR 14. Guðmundur Ólafsson. ÍR 15. Guðni Sigurjónsson, UBK lfi. Lúðvík BjörKvinsson. UBK 17. Sinurjún Andrésson, ÍR 18. Walker Shake. UBK Konur, 1. Theima Björnsdóttir. UBK 2. Hrönn Guðmundsdóttir, UBK 3. Kristhjörg Guðmundsd., UBK 4. Sólveig Kristjánsd., UBK 5. Hanna Friðgeirsdóttir. ÍR mín. 25.14 25.55 26,26 27.53 28,03 28,28 29.18 29.47 29.53 30,00 30,26 30.55 31,31 32.28 32.47 32.47 33.19 35.14 mfn. 14.38 14.47 15,36 15.53 17,11 Maraþonhandknattleikur hjá Haukum í Hafnarfirði Dagana 16. —17. des. verður haldin 1 Ilaukahúsinu við Flata- hraun maraþonhandknattleiks- keppni á vegum hkd. Hauka. Fyrirkomulag keppninnar verð- úr á þann veg að tvö 6 manna lið skipuð leikmönnum Mfl. Hauka munu spila handknattleik frá því kl. 8 á laugardagskvöld og þar til þeir gefast upp á sunnudeginum. Ekki verða neinar skiptimenn, en leikmennirnir munu fá 5. mín. hvíld á hverri klukkustund. Lækn- ir og hjúkrunarkona munu fylgj- ast með líkamlegu ástandi leik- manna meðan á keppni stendur. Tilgangurinn með þessari keppni er tvíþættur. Annars vegar munu leikmenn reyna að setja heimsmet í handknattleik (í það minnsta Islandsmet) með því að spila í rúmlega 20 klukkustundir. Hins vegar er þetta fjáröflunarleið fyrir flokkinn. Gefnir hafa verið út styrktarmiðar sem leikmenn mf. ætla að selja dagana 13.—14. des. með því að ganga í hús í Hafnar- firði. Styrktarmiðar þessir eru tvennskonar, annars vegar fyrir einstaklinga sem skuldbinda sig til að greiða 200 kr. fyrir hverja leikna klukkustund, og hins vegar fyrir fyrirtæki, sem skuldbinda sig til að greiða 1000 kr. fyrir hverja klukkustund. í staðinn býður Handknattleiks- deild Hauka öllum þeim sem skrifa undir styrktarmiða upp á kaffiveitingar í Haukahúsinu frá því kl. 14.00 á sunnudaginn 17. des og þar til strákarnir í mfl. Hauka gefast upp. Hilmar Sigurgíslason íþróttamaður Kópavogs • Ililmar Sigurgislason, leikmaður og annar stofnenda HK, með hinn glæsilega bikar sem Rótaryklúbbur Kópavogs veitti honum. Ljósm. Mbl. —gg. Hilmar Sigurgíslason úr Hand- knattleiksfélagi Kópavogs var kjörinn íþróttamaður ársins í Kópavogi. Það er Rotary-klúbbur Kópavogs sem gengst fyrir þessu kjöri og var þetta í fimmta sinn sem slík útnefning fer fram. Þeir sem áður hafa hlotið styttuna eru Karl West Fredriksen fyrir frjálsar íþróttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir fyrir skák, Sigurður Grétarsson fyrir knattspyrnu og Berglind Péturs- dóttir fyrir fimleika. Hilmar Sigurgíslason er vel að verðlaununum og titlinum kom- inn, hann er annar tveggja 12 ára drengja sem stofnuðu HK fyrir níu árum og var ritari fyrstu stjórnar- innar. Á ýmsu hefur gengið hjá HK en síðustu tvö árin hefur blásið byrlega fyrir félaginu. Síðustu tvö leiktímabil hefur HK unnið sig upp úr 3. deild í 1. deild og komið á óvart í haust með ágætum árangri. Hilmar var valinn í landsliðið í handknattleik í haust og er hann fyrsti leikmaðurinn úr HK sem þann heiður hlýtur. Þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.