Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Sri Lanka-slysið: Flugvallartækin eiga ekki sökina —segir blað stjómarinnar í Colombo TÆKJABÚNAÐUR flugvallarins í Colombo á Sri Lanka var ckki undirrót þcss að þota Flugleiða Andvígir skoðun Flugleiða- þotanna erlendis — VIÐ höfum mikið á móti því að þotur fclagsins verði skoðaðar crlcndis, því hcr er mikið af fullfærum mönnurti til að annast slikar skoðanir þótt aðstaða okkar í Keflavík sc kannski ckki upp á það hczta, sagði Einar Guðmundsson, formaður Flug- virkjafclags íslands. f samtali við Mbl. Flugvirkjafélagið boðaði félags- fund í gær til að ræða þessi mál og er tilefnið það, að fyrirhugað er að Boeingþotur Flugleiða verðí skoðaðar í Portúgal eftir ára- mótin. — Þetta er svokölluð D-skoðun eða ársskoðun og tekur hún upp undir mánuð og var hún gerð í Keflavík í fyrra, en í Belgíu fyrir tveimur árum og ég veit ekki til, að aðstæðurnar í Keflavík séu neitt verri nú en í fyrra, en hins vegar fer tvennum sögum af því hversu mikið félagið getur athafnað sig í flugskýlunum á Keflavíkurflug- velli, þar sem herinn hefur um- ráðarétt yfir þeim. — Við erum á móti því að skoðun þessi fari fram erlendis vegna þess að það stofnar atvinnu- öryggi yngri manna okkar í hættu og án efa er dýrara aö skoða erlendis. Við ræddum þessi mál á fundi hjá okkur fyrir viku og ræðum þau frekar í dag en ég veit ekki enn hver málalok verða, sagði Einar að lokum. WIMSIWO. SMlTHÍfc WELO É6 \I\T/ MÚtlfl Mtt’ tr %\iom WWW*. m vm w — -= V/sT íUI WAHNo f- VFfífl £R wsr ) __ m$£lNWHF b_- (JWJM flú TR/MMf? k.* fórst þar í lendingu í síðasta mánuði, segir í frétt í málgagni ríkisstjórnarinnar á Sri Lanka, Ceylon Observer. samkvæmt fréttastoíufréttum í gær. Blaðið skýrði frá því, að eftir þeim upplýsingum sem svonefndur „svarti kassi“ hefði geymt, væri nú ijóst að flugvallartækin hefðu ekki verið völd að slysinu. „Svarti kassinn" ásamt segulbandsupptök- um úr stjórnklefa flugvélarinnar voru send til flugslysarannsóknar- deildar í Ástralíu en þar var lesið úr þessum upplýsingum. Observer tilgreinir ekki heimild- ir sínar en segir að af þessum gögnum frá þotunni megi sjá að bæði flugstjórinn og aðstoðarflug- maðurinn hafi séð flugbrautar- ljósin. Einnig segir, að ljósakerfi það á flugvellinum sem sé flug- mönnum tl leiðbeiningar í aðflug- inu og gefi með rauðu aðvörunar- ljósi til kynna að of lágt sé komið inn til lendingar, hafi einnig verið í lagi, því að aðstoðarflugmaður- inn hafi veitt því eftirtekt og vakið athygli flugstjórans á því. Fréttin hreinsaði þannig einungis flug- vallartækin af því að vera völd að slysinu en vék ekki að öðrum þáttum, hvorki mannlegum né tæknilegum. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af forsvarsmönnum loftferða- eftirlits Flugmálastjórnar hér- lendis til að bera þessa frétt undir þá. Leiðrétting í FRÉTT Mhl. í gær misritaðist nafn piltsins unga, sem beið bana í hinu hörmulega umferðarslysi á Kringlumýrarbraut í fyrradag. Hans rétta nafn var Ólafur Gísli Magnússon en ekki Ólafur Grímur. Eru aðstandendur hans beðnir velvirðingar á þessari misritun. 99 ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því í gær, að Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, hafi sagt að Sjöfn Sigur- björnsdóttir hefði hagað sér „fífla- lega“ í atkvæðagreiðslu í borgar- stjórn og hún vissi ekki hvort starfhæfur meirihluti væri í borginni eftir það. 6 á slysadeild BÍLVELTA varð á Suðurlandsvegi við Hólm um áttaleytið í gær- morgun. Sex manns voru í bílnum og voru allir fluttir á slysadeildina en enginn reyndist alvarlega slasaður. Jólasveinninn heilsar upp á börnin á útimarkaðnum. Ljósm. Kmilía. Borgarráð mótmæli verð jöfnunargjaldi á raforku SAMÞYKKT voru samhljóða í borgarráði Reykjavíkur í gær mótmæli gegn þeim fyrir- ætlunum er felast í frumvarp- inu um verðjöfnunargjald á raforku. Samþykkt borgar- ráðs í þcssu efni var svohljóðandii Fjallað um „Félaga Jesús” á íslandi í sænska útvarpinu Guðrún Helgadóttir: Sjöfn hagaði sér fíflalega ÞÆR umræður. sem spunnist hafa um útkomu bókarinnar „Félagi Jcsús“ hér á landi vcrða til umra'ðu í sænska útvarpinu á næstunni. Nirði P. Njarðvík hefur vcrið falið að fjalla um þessi mál í þætti, sem ber nafnið „Menningarglugginn“ í sænska útvarpinu. cn cinu sinni í mánuði er greint frá því scm cr ofarlcga á baugi í menningarmálum á hinum Norðurlöndunum í þadtin- um. Njörður hefur fengið Jón Sigurðsson ritstjóra Tímans til að ræða um útkomu bókarinnar og gera grein fyrir afstöðu sinni, en Jón hefur ráðist gegn útkomu bókarinnar í leiðara í blaði sínu. Að auki mun Njórður greina frá umræðum á Alþingi og í þættinum þýðir hann yfirlýsingu biskups íslands og annarra leiðtoga kirkjudeilda, sem fjallaði um bókina. Þess má og geta, að í þætti, sem sendur verður út í sænska út- varpinu í janúar, hefur Nirði verið falið að fjalla um minningabækur Halldórs Laxness. Borgarráð Reykjavíkur mót- mælir þeim fyrirætlunum, sem felast í frumvarpi, er nú hefur verið lagt fram á Alþingi, að hækka verðjöfnunargjald á raf- orku úr 13% í 19%. í því sambandi bendir borgarráð á, að Rafmagns- veita Reykjavíkur á við fjárhags- vanda að stríða, þar sem stjórn- völd hafa undanfarin ár ekki leyft umbeðnar hækkanir á rafmagns- verði í Reykjavík. Af þeim sökum hefur Rafmagnsveita Reykjavíkur neyðst til að taka erlend lán, sem íþyngja nú rekstri fyrirtækisins. Sú fyrirætlan að leggja nú á aukið verðjöfnunargjald, myndi þýða 300 milljón króna aukagjald á notendur Rafmagnsveitu Reykjavíkur. — Borgarráð óskar því eindregið eftir því, að mál þetta verði tekið til endurskoðunar og athugunar að nýju. © INNLENT Fyrirvari fulltrúa Alþýðuflokksins VIÐ UPPHAF þingfundar í gar var drcift áliti mcirihluta fjárvcitingancfndar. þar .scm allir fuiltrúar stjórnarflokk- anna skrifa undir álitið. cn fulltrúar Alþýðuflokksins. Bragi Sigurjónsson og Sighvat- ur Björgvinsson, gcra það með fyrirvara. I fyrirvaranum segja fulltrú- ar Alþýðuflökksins að þeir hefðu ekki viljað koma í veg fyrir að tillögur nefndarinnar fengju þinglega meðferð og að svo beri að líta á að endanleg afstaða til stefnumörkunar í fjárlögum fari ekki fram fyrr en í lok 3. umræðu, enda sé ljóst að sumar þær afgreiðslur, sem tillaga hefur verið gerð um þarfnist endurskoðunar varð- andi meðferð tillagna Alþýðu- flokksins um ríkisfjármál o.fl. Þannig hækka fa s teign agjöld DÆMI um hækkun lóðarleigu og fasteignaskatts 1979 samkvæmt samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 7. desember 1978. Miðað er við 42% meðalhækkun fastcignamats milli ára, þótt vitað sé að hækkun húsamats sé víða verulega miklu meiri í ýmsum hverfum. Raðhúsið: Otrateigur 14 Fasteignamat lóðar ’79: 1.914.000 og húss: 22.388.“ -i Q7Q Lóðarleiga: 1.955.- J-tí 4 ö. Fasteignaskattur: 66.374- 1979: Lóðarleiga: (0,145%) 2.775.- Fasteignaskattur: (0,5%) 111.940. Hækkun milli ára 68,64%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.