Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 19 Magnús Magnússon stjórnarformaður Hafskips hf.: _ Oskadi sjálfur eftir athugun á medferd f jármála félagsins MAGNÚS Ma«nússon stjórnar- formaður Hafskips hf. hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi útdrátt úr fundar- lícrðarbók stjórnar fclagsins. l>ar kemur m.a. fram að Magnús lagði sjáifur fram ósk um athugun á störfum ráðamanna Hafskips frá 1. janúar 1972 til dagsins í dag og meðferð þeirra með fjármuni félagsins á stjórnarfundi 16. október sl. og skyldi hún unnin af löggiltum endurskoðendum eða opinberum aðilum, tækist ekki samkomulag um málsmeðferði farið með hagsmuni hluthafa félagsins. Kostnaður vegna athugunar þessarar greiðist af félaginu. Verði ekki samkomulag um þessa málsmeðferð verði málinu vísað til opinberra aðila og óskað verði eftir opinberri athugun á þessu máli. Ég vil þó sérstaklega, taka það fram, að ég hef meiri áhuga á að fram fari opinber athugun á bókhaldi félagsins fyrir umrætt tímabil, en vegna eindreginna óska ýmissa aðila innan og utan félags- ins og með hagsmuni þess fólks í huga sem hefur atvinnu hjá félaginu og þeirra hluthafa sem komu inn í félagið með undirrituð- um, get ég fallist á að þessari athiigun verði haldið innan stjórn- ar félagsins og endurskoðenda. Verði misbrestur á þessari þagnarskyldu tel ég mig ekki bundinn af því og get þess vegna óskað eftir opinberri athugun á þessu máli. í sambandi við sölu á nýju hlutafé í félaginu vil ég vekja athygli stjórnarmanna á eftirfar- andi: Þar sem staða núverandi hlut- hafa verður ekki Ijós fyrr en að þeirri. athugun á bókhaldi félags- ins, sem undirritaður fer fram á, er lokið, vil ég eindregið vara við að bjóða eða selja hlutabréf í félaginu fyrr en sú staða er að fullu könnuð. I sambandi við bókun á síðasta stjórnarfundi um að undirritaður hafi samþykkt að draga sig í hlé frá störfum og þá um leið afsala sér prókúru fyrir félagið, vil ég upplýsa að það hefur aldrei komið til greina frá minni hálfu að draga mig í hlé frá störfum fyrir félagið um tíma. Ég var kosinn sérstaklega á aðalfundi félagsins í júlí sl. sem stjórnarformaður félagsins og mun gegna því starfi áfram eða þar til hluthafar kjósa sér annan mann í það starf. Verði ágreiningur um prókúru- umboð fyrir mig fer ég fram á að hluthafafundur verði boðaður nú þegar og tekin afstaða til máls þess sem stjórnin hefur hér með að gera. Að endingu vil ég þakka þeim Björgólfi Guðmundssyni og Ragn- ari Kjartanssyni sérstaklega fyrir að koma þessari athugun á stað, þar sem það mun hreinsa það andrúmsloft sem hefur verið millum manna innan félagsins. Magnús Magnússon (sign). (Jrdráttur úr fundagerðarbók Hafskips hf. Mánudaginn 16. okt. ’78 var fundur haldinn í stjórn Hafskips kl. 20.00, mættir voru: Magnús Magnússon, Olafur B. Ólafsson, Guðbergur Ingólfsson, Sæmundur Þórðarson, Stefán Pétursson, Halldór S. Friðriksson, Axel Kristjánsson. Þetta gerðisti Formaður óskaði bókað eftir- farandii Undirritaður stjórnarformaður Hafskips hf., að gefnu tilefni, fer fram á eftirfarandi: Að athugun sú er samþykkt var 21. sept. 1978 af tveimur aðal- stjórnarmönnum og þremur vara- stjórnarmönnum nái einnig til eftirfarandi: Að framkvæmd verði endur- skoðun á bókhaldi félagsins frá 1. jan. 1972, þar sem endurskoðun með áriti um ábyrgð hefur ekki verið framkvæmd fyrr en árið 1977, af löggiltum endurskoðanda. Samanber 4. lið í bréfi til stjórnar Hafskips, dags. 16. sept. 1978, merkt: trúnaðarmál og undirritað af framkvæmdastjór- um félagsins, þeim Björgúlfi Guðmundssyni og Ragnari Kjartanssyni, um hvort hluthöfum hafi verið mismunað vil ég fara fram á, að fullkannað verði hvort reikningar félagsins fyrir árið 1972 og fyrri hluta ársins 1973 hafi verið í fullu samræmi við raun- verulegar eignir og skuldir félags- ins, þegar hinir nýju hluthafar komu inn í félagið og hvort hlutafé í félaginu var þess virði eins og skráð er í reikningum þess og um leið verði athugaðar forsendur fyrir útgáfu jöfnunarhlutabréfa í félaginu fyrir árið 1972. Einnig verði sérstaklega athug- uð öll gjaldeyriskaup félagsins og erlendar greiðslur frá 1. jan. 1972 til dagsins í dag. Sérstaka athugun þarf að gera á störfum ráðamanna hjá Hafskip hf. fyrir tímabilið 1. jan. 1972 til dagsins í dag um meðferð fjár- muna félagsins, hvort um mis- notkun hafi verið að ræða. Fer ég fram á að þremur löggiltum endurskoðendum verði falið verk þetta. Um tilnefningu þessara endur- skoðenda vil ég stinga upp á að þeir sem skrifuðu undir síðustu fundargerð tilnefni einn, annar verði núverandi endurskoðandi félagsins og þann þriðja tilnefni undirritaður. Sameiginleg niðurstaða verði lögð fyrir stjórn félagsins og hún sýni.eingöngu hvort rétt hafi verið hefur mw •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.