Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 • • Jón Ogmundsson verk- stjóri Brún - Minning Fæddur 25. nóv. 1917 Dáinn 4. des. 1978. Jón Ögmundsson, verkstjóri hjá Jarðborunum ríkisins andaðist eftir stutta en stranga legu á Borgarspítalanum hinn 4. desember síðastliðinn. Jón var maður óvenju vinsæll, enda ávann hann sér virðingu og vináttu samstarfsmanna sinna og annarra er k.vnntust honum. Hann var greindur vel og hagmæltur og gæddur mikilli kímnigáfu. Jón gekk að hverju verki með kappi og var mjög ósérhlífinn í hverju sem á gekk. Vann hann ríflega fullan vinnudag þar til hann lagðist banaleguna fyrir nokkrum vikum. Jón Ögmundsson fæddist 25. nóvember 1917 að Kaldárhöfða í Grímsnesi, elzta barn hjónanna Ögmundar Jónssonar og Elísabetar Guðmundsdóttur sem þar bjuggu. Jón ólst upp á Kaldárhöfða og byrjaði strax á barnsaldri silungsveiðar á sínum heimaslóðum, en bærinn að Kaldárhöfða stendur við Efra-Sog sem fellur úr Þingvallavatni niður í Ulfljótsvatn. A veturna var veitt gegnum ís á Þingvallavatni, en Jón hefur stundað þær veiðar að einhverju leyti allt fram á síðustu ár. Þingvallavatn var forðabúr sveitanna í kring þaðan sem hægt var að fá nýmeti allt árið og voru veiðarnar fyrst og fremst til þess afla fæðú fyrir heimilin. Veiðiskapurinn var Jóni Ögmundssyni mjög að skapi þar sem hann var alla tíð náttúrubarn í eðli sínu og varð hann snemma viðurkenndur sem slyngur veiði- maður. Sem dæmi um það má nefna að sem unglingur réð Jón sig sumarmann að Arnarbæli í Grímsnesi og kom þá í hans hlut að sjá um laxveiðarnar á þeim bæ um sumarið. Um ævina hefur Jón veitt lax og silung víða um land, bæði í frægum laxveiðiám og einnig á ótrúlegustu stöðum í jökulám og ýmsum pollum og lækjum þar sem fáum hafði komið til hugar að fisk væri að finna, en Jón var óvenju næmur á að finna góða veiðistaði. Jón var á sínum yngri árum refaskytta sveitarinn- ar og átti marga viðureignina við skolla á grenjum í Gjábakka- hrauni og Lyngdalsheiði. Eg kynntist Jóni Ögmundssyni fyrst sumarið 1976 er hann var verkstjóri hjá Jarðborunum ríkis- ins við rannsóknarboranir innan við Tungaá vegna undirbúnings- rannsókna fyrir virkjanir við Sigöldu og Hrauneyjafoss. Vinnu- hópurinnhafði bækistöðvar í Þóristungum, en á þessum tíma var Tungnaá óbrúuð og samgöngur því erfiðar. Þurfti að fara alla leið inn á Köldukvíslarbrú og út Búðarháls til þess að komast til byggða. Nýmeti var því oft af skornum skammti nema silungur, sem Jón gat galdrað upp úr bæjarlæknum að vild, þótt öðrum gengi það treglega. Mörg sumur síðan 1976 höfðum við Jón unnið saman í sambandi við jarðboranir uppi á hálendinu, en hann kunni betur við borvinn- una þar en í byggð. Aldrei bar skugga á þetta samstarf þó ég ynni fyrir verkkaupa, þ.e. Raforkudeild Orkustofnunar, en Jón fyrir verk- sala, þ.e. Jarðboranir ríkisins, sem er sjálfstætt starfandi heild í nánum tengslum við Orkustofnun. ■ IEITIH ■ Ný skáldsaga eftir Desmond Bagley. Tólfta bók þessa vinsæla sagnameistara, kom út í Englandi íseptemberog er þar efst í sölu nýrra bóka. DESMOND BAGLEY DESMOND BAGLEY GULLKJÖLURINN fyrsta skáldsaga Desmond Bagley, hefur verið endurprentuð. Saga þessi gerði höfund hennar strax frægan, enda er hún afburða skemmtileg og vel skrifuð eins og_allar bækur Desmond Bagley. UPP Á LÍF OG DAUÐA ný skáldsaga eftir Charles Williams. Æsispennandi saga eins og fyrri bækur höfundar. Aðrir samstarfsmenn mínir á Orkustofnun hafa sömu sögu að segja af samskiptum sínum við Jón. Kæmu einhver vandamál upp voru þau yfirleitt leyst á staðnum og kom þar að góðu haldi útsjónar- semi Jóns og manna hans, sem voru vanir að bjarga sér við erfiðar aðstæður. Jón Ögmundsson hóf störf hjá Jarðborunum ríkisins um 1950 og hefur starfað þar að mestu síðan að undanskildum árunum 1955 og 1959 er hann vann hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur við Sogið. Störf Jóns ollu því að hann varð að dvelja langtímum saman að heiman og féll honum það eflaust þungt. Þó var nokkur bót í máli að á sumrin var hann yfirleitt við dorganir í óbygðum en þar undi hann sér bezt. Jón hefur unnið við rannsóknarboranir vegna virkjanarannsókna mjög víða um land, upphaflega við Sogið, en síðan á Þjórsár- og Tungna- ársvæðinu, við Búrfell, Sigöldu, Þórisvatn, Hrauneyjafoss, Norðlingaöldu, Sultartanga og í Gljúfurleit. Einnig hefur hann unnið við boranir við Jökulsá á Fjöllum og síðustu árin við Blöndu og Bessastaðaá, en þar var hann að bora í haust er hann kenndi sér þess meins er dró hann til dauða fáum vikum síðar. Lýsir það vel þrautseigju Jóns að hann lauk borverkinu við Bessastaðaá sem var þó mikil erfiðisvinna, enda þótt hann væri þjáður af veikind- un sínum. Auk jarðborana vegna virkjanarannsókna hefur Jón verið við boranir út um allt land vegna leitar að jarðhita og neyzluvatni og hefur því kynnst landinu vel og eignast kunningja víða um land. Er Jón var við jarðboranir í Hornafirði kynntist hann eftirlif- andi konu sinni, Þórunni Gísla- dóttur, ættaðri úr Hornafirði, hinni ágætustu konu. Genguþau í hjónaband 1955. Hús byggðu þau að Ljósafossi er nefnt var Brún og bjuggu þau þar alla tíð síðan. Þórunn hefur í mörg ár unnið við mötuneyti barnaskólans að Ljósa- fossi. Dörn þeirra eru: Gyða, sjúkraliði, sem er gift og býr í Reykjavík; Ögmundur, sem er í lyfjafræðinámi við háskóla í Þýskalandi, Elísabet, sem er gift og býr í Reykjavík og yngstur er Gísli sem enn er í foreldrahúsum, en hann er aðeins 14 ára aö aldri. Ögmundur sonur Jóns hefur undanfarin ár unnið við jarðboranir á sumrin með náminu og reynst prýðilega í því starfi. Gísli yngri sonurinn hefur einnig stundum dvalið með föður sínum er hann var við vinnu uppi í óbyggðum og virðist ætla að verða veiðikló eins og hann á kyn til. Jón var hagmæltur vel og kastaði oft fram tækifærisvísum um vinnufélagana, sem lífguðu upp á tilveruna inni á óbyggðum. Einnig orti hann lengri kvæði, en flíkaði kveðskap sínum lítið. Vonandi hefur þó þessi kveðskapur varðveitzt. Þegar kvaddur er slíkur heiðurs- maður sem Jón Ögmundsson er erfitt að finna réttu orðin til þess að lýsa eiginleikum hans, en mest áberandi í fari Jóns var velvilji hans og hlý og skemntileg fram- koma, sérstaklega gagnvart börn- um og unglingum, sem ósjálfrátt hændust að honum. Við samstarfsmenn hans á Orkustofnun munum lengi minn- ast hans. Birgir Jónsson. Steinhúsin gömlu á í slandi eftir Helge Finsen og Esbjörn Hiort í þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns Hjá bókaútgáfunni Iðunni er komin út bókin Steinhúsin gömlu á íslandi eftir dönsku arkitekt- ana Helge Finsen (1897—1976) og Esbjorn Hiort (f. 1912), og hefur dr. Kristján Eldjárn þýtt bókina. Bókin fjallar um átta gömul hús, sem til samans mynda eina heild og nú eru elstu hús á Islandi. Þau eru nú orðin tveggja alda og vel það þau elstu. Meðal þeirra eru forseta- bústaðurinn á Bessastöðum og kirkjan þar, húsið í Viðey (Viðeyjarstofa) sem byggð var handa Skúla Magnússyni land- fógeta, Nesstofa o.fl. Höfundar bókarinnar, sem báðir eru mikilsmetnir arkitektar og rithöfundar, segja í bókinni sögu húsanna og skýra gerð þeirra á ljósan og auðskilinn hátt. Helge Finsen, aðalhöfundur bókarinnar, lagði mikla stund á fornleifafræði og byggingasögu auk starfa sinna sem húsameist- ari. Helge Finsen var af íslenskum ættum og bar í brjósti mikla ræktarsemi til íslands. I ferð sinni hingað til lands 1955 safnaði hann gögnum í bókina, þótt honum ynnist ekki tími til að ganga frá verkinu sökum margra aðkallandi verkefna sem honum voru falin. Tók Esbjörn Hiort við verki hans HELOE fMSBN oj. é®K*lN HIORT Steinhúsm gömlu á íslandi ófrágengnu er Helge Finsen andaðist og leiddi það til lykta. Hann hefur gegnt mörgum þýð- ingarmiklum störfum á sínu sviði í Danmörku og skrifað margar bækur um listiðnað, húsbúnað og byggingarlist. Steinhúsin gömlu á íslandi er 101 blaðsíða að stærð í nokkuð stóru broti. Steinholt hf. prentaði bókina. Kápumyndin sýnir Reykjavík 1334, steinprent eftir málverki F.T. Kloss. Bróðir miim frá Afríku ÆSKAN hefur gefið út barnabók- ina Bróðir minn frá Afríku eftir Gun Jacobson. Bókin fjallar um dreng frá Kenya, sem bætist í hóp sænskrar fjölskyldu. M.a. er fjall- að um erfiðleika þess að kynnast nýjum ókunnum háttum og eina nótt ákvað drengurinn að strjúka. Bókin hefur verið þýdd á fjöida tungumála og um þessar mundir er verið að kvikmynda hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.