Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 ...til jólagjafa, í miklu úrvali GARDÍNUHÚSIÐ SF. lönaöarmannahúsinu Símar 16259 — 22235 FJ Hollri fæðu höldum fram hroll að engum setur B.C. eplin frá Björgvin Schram bjóðum í allan vetur. m. E.M V/ LAUGALÆK 2. JD »!mi 35020 Guðjón Ingimars- son Minningarorð Fæddur 8. maí 1961. Dáinn 29. nóvember 1978. Laugardaginn 9. des. var jarð- settur frá Keflavíkurkirkju Guð- jón Ingimarsson, aðeins 17 ára gamall. Fjölmenni í kirkjunni kom mér ekki að óvörum, móðurætt hans úr Keflavík fjölmenn, traust og vinsæl. Faðirinn húnvetningur, þekktur drengskapar- og heiðurs- maður. Það var líka stór hópur sem fylgdi honum síðasta spölinn í kirkjugarðinn í heiðinni utan við kaupstaðinn. Konan mín, föðursystir Guðjóns, heimsótti hann á Land- spítalann í október s.l. en þá var hann orðinn veikur af þeim sjúkdómi sem leiddi hann til dauða. Hún lét þau orð falla að ekki hefði sér dottið annað í hug en hún fengi að sjá frænda sinn aftur í lifanda lífi. Hún sagði að hann hefði brosað til sín þessu heiðríka hreina brosi sem fylgdi honum ætíð. Þó þóttist hún sjá að veikindin væru búin að ná á honum tökum sem ekki var hægt að dylja. Á Landspítalanum beið hann eftir að verða sendur til London þar sem gerð skyldi á honum höfuðaðgerð. Vonir stóðu til að sjúkdómurinn væri þess eðlis að um fullkomna lækningu yrði að ræða. En það fór á annan veg. Illkynjað æxli hafði búið um sig, og mannlegar hendur fengu ekki rönd við reist. Guðjón var yngstur af fjórum systkinum, sonur hjónanna Elín- rósar Jónsdóttur og Ingimars Þórðarsonar, og er heimili þeirra þekkt fyrir gestrisni og góðvild. Hann ólst upp á góðu og glaðværu heimili. Foreldrar hans voru samstillt að gera það fyrir börnin sín sem þau gátu. Ofáar voru ferðirnar sem þau fóru öll saman í sumarfríum um landið. Var þá gjarnan ekið um Langadal í Húnaþingi og staðnæmst við eyðibýlið Ystagil, æskustöðvar Stolið úr íbúð og bíl í fyrrinótt var stolið 90 þúsund krónum í íbúð við Öldugötu. Stóð yfir gleðskapur í íbúðinni og saknaði húsráðandinn pening- anna. Sömu nótt var stolið segul- bandstæki úr bíl, sem stóð á Þórsgötu, og talstöð úr bíl, sem stóð á Skemmuvegi. Ingimars. Þar er nú flest breytt frá því sem áður var, nema hið fagra og fjölbreytta útsýni. En áfram gælir golan við bylgjandi grasið og ljóðandi lækur niðar norðan við bæjarhólinn. I þessu umhverfi var gjarnan tjaldað og gist og rifjaðar upp endurminn- ingar frá leik og starfi. Guðjón var vaxandi ungmenni í sjón og raun, vinsæll og traustur drengur, sannur ljósberi á vegi vegfarandans. Sautján ár að baki skilja sjaldan eftir stóra sögu, en við sem þekktum Guðjón geymum í hugum okkar lifandi mynd af ungum vini, prúðum og sviphrein- um, hlédrægum að eðlisfari en dyggum og trúverðugum til orða og verka. Eg hefi notið í ríkum mæli vináttu þeirra Ellu og Ingimars og kemur þar fleira en eitt til. Mjög góð systkinatengsl eru á milli konu minnar og Ingimars og mér hefur ætíð verið ljóst að börnum þeirra hjóna þykir vænt um föðursystur sína. Oft líta þau hjónin inn til okkar þegar þau koma í bæinn. Ég man sérstaklega eftir einni slíkri heimsókn. Það var vorið sem Guðjón var fermdur, þá komu þau til okkar um leið og þau keyptu á hann fermingarfötin, sem voru sérstaklega smekkleg og fallega valin og fóru honum vel. Það leyndi sér ekki að hann var ánægður í nýju fötunum, brosið og framkoman bauð upp á meira sjálfsöryggi en ég hafði áður séð. Þá sá ég að ungi sveinninn var að mótast til meiri þroska, æskan var að baki, unglingsárin að taka við. Við þökkum bróður hans Þórði sem sat við hvílu hans í fjarlægu landi og studdi hann í stríði þar til yfir lauk. Hann lét ekki annríki líðandi stundar hafa þau áhrif á sig að mannkærleikurinn sæti ekki í fyrirrúmi. Kærleikurinn sem endurspeglast í þeim eilífa boð- skap að bregðast ekki sínum minnsta bróður. Megi breytni Þórðar verða öðru ungu fólki til sannrar fyrirmyndar. Að lokinni jarðarför og veiting- um í samkomuhúsi kirkjunnar fórum við hjónin heim til Éllu og Ingimars, en þar var fjölskylda þeirra öll saman komin. Herbergið hans Guðjóns stóð autt, búið þeim tækjum sem ungmenni nútímans sækjast eftir, hér leyndi sér ekki snyrtimennska og góð umgengni og virðing fyrir þeim verðmætum sem hann átti. Fjölmargir blóm- vendir og samúðarkveðjur sýndu glögglega hve margir vildu minn- ast þessa góða drengs. Söknuðurinn getur orðið sár, en sé nokkurs að sakna skilur hann eftir minningar í ódauðlegum myndum. Það er sú auðlegð sem ekki verður frá okkur tekin. Við hjónin flytjum foreldrum hans, systkinum og ástvinum hans innilegustu samúðarkveðjur. Kristur sagði „Ég lifi og þér munuð lifa“ með það trúartraust í huga felum við hann forsjá guðs. Jakob Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.