Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 JMtförgputiMiifeife hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir GUnnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aóalstrnti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. ó mónuöi innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakió. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar Alþýðuflokkurinn er forystulaus og sundraður. Atburðir síðustu daga hafa undir- strikað þá staðreynd ræki- lega. Forysta Alþýðu- flokksins er brostin. Bersýnilegt er að ráðherr- ar Alþýðuflokksins starfa í engu samræmi við vilja meirihluta þingflokks og flokksstjórnar. A fimmtudagsmorgni sam- þykktu ráðherrar flokksins í ríkisstjórninni meðferð fjárlaga og skattamála, sem þeir vissu, að mundu koma til umræðu í flokksstjórn þá um kvöldið og þeim var ljóst, að ákvörðun flokks- stjórnar gat orðið önnur en þeirra. Samt sem áður samþykktu þeir að morgni, sem þeir máttu vita, að flokksstjórnin gæti hafnað að kvöldi. Á föstudagsmorgni komu ráðherrar Alþýðu- flokks á ríkisstjórnarfund og lýstu andstöðu sinni við ákvörðun flokksstjórnar og leituðu ásjár hjá sam- starfsflokkum um að hjálpa þeim út úr þessari klípu. Það er því ljóst, að ráðherrar Alþýðuflokksins hafa síðustu daga tekið allt aðra stefnu en meiri- hluti þingflokks og flokks- stjórnar. Það er að sjálf- sögðu mál þessara æðstu valdastofnana Alþýðu- flokksins, hvernig tekið er á þessum málum ráðherr- anna. Formaður Alþýðu- flokksins hefur í raun engan annan þátt tekið í framvindu mála síðustu daga og vikur en þann að framkvæma ekki það, sem æðstu valdastofnanir flokksins hafa ákveðið. Formaður Alþýðu- flokksins var ekki þátttak- andi í þeirri framvindu mála, sem varð að tjalda- baki í þingsölum í fyrra- dag. í Alþýðuflokknum í dag er engin forysta til. Ekki er hlutur þing- manna Alþýðuflokksins betri. Meirihluti þeirra stóð að þeirri samþykkt flokksstjórnar Alþýðu- flokksins, að lögð skyldi áherzla á að efnahagsfrv. Alþýðuflokksins yrði sam- þykkt áður en fjárlög og skattafrumvörp yrðu af- greidd á Alþingi. Þeir stóðu að þessari samþykkt á fimmtudagskvöldi. Allan föstudaginn voru þessir sömu þingmenn önnum kafnir við að finna ein- hverja leið til þess að geta samþykkt fjárlög og skattafrumvörp án þess að skilyrði flokksstjórnar Alþýðuflokksins yrði upp- fyllt. Ekki er aðeins um það að ræða, að hin kjörna forysta Alþýðuflokksins hafi dregið sig í hlé, heldur hefur enginn ákveðinn forystuhópur myndast innan þingflokksins í hópi hinna ungu þingmanna Alþýðuflokksins. Allt starf þingliðs Alþýðuflokksins er sundurlaust og í molum. Þar er engin forysta, engin ákveðin stefna, engar ákveðnar hugmyndir um það, hvernig þingflokkur- inn eigi að fylgja fram ákvörðunum flokks- stjórnarfundarins. Einu ákveðnu hugmyndirnar, sem uppi eru innan þing- flokks Álþýðuflokksins eru um það, hvernig þeir geti sneitt fram hjá ákvörðun- um flokksstjórnarinnar. Þegar allt leggst á eitt, forystuleysi og sundrung Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalag, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðr- ið, og forsætisráðherra, sem stendur á sama um það, hvað gerist, svo lengi, sem hann heldur sínum stól, verður niðurstaðan sú, að landið er stjórn- laust, þingið er lamað og engar ákvarðanir eru teknar. Þjóðin bíður næsta þáttar í þessari leik- sýningu með eftir- væntingu. Alþýðuflokkur forystulaus og sundraður j Reykjavíkurbréf Laugardagur 16. Skattheimta á skatt- heimtu ofan Tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjórnarinnar eru hvorki verri né betri en búizt hafði verið við. Þau hníga í öllum meginatriðum í sömu átt, þá, að auka skattheimt- una, en minna hefur orðið úr efndunum á því að lækka tekju- skatt á láglaunafólki. Þannig er gert ráð fyrir, að skattvísitalan hækki um 50% frá sl. ári, en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að tekjur einstaklinga hækki um 52—53% á mann að meðaltali milli 1977 og 1978. Það er því -Ijóst, að tekjuskattsgreiðendum fjölgar sem þessu nemur og það er því alvarlegra, sem hér er eingöngu um lágar miðlungstekjur að ræða. Það þarf ekkí að fara mörgum orðum um, að í þessu felast hrein svik við þau fyrirheit, sem gefin voru í sambandi við skerðingu kaupgjaldsvísitölunnar 1. desem- ber. Enda á nú að hlaupa í það skjólið, að beinir skattar eru ekki í vísitölunni, svo að Iaunþegar eiga þess engan kost að fá leiðréttingu launa sinna 1. marz. Þá er fram haldið þeirri stefnu að auka enn skatt á miðlungstekj- ur og góðar tekjur og það svo mjög, að nýju skattþrepi er bætt ofan á, svo að fyrir liggur að tekjuskattarnir munu fara upp í 63— 64% af þeim launum, sem orðið hafa fyrir skerðingu vegna þaksins á verðbótavísitölunni. Ríkisstjórn skattheimtunnar læt- ur sannarlega ekki að sér hæða og litlar horfur á, að hún muni kafna undir nafni, svo lengi sem lífdagar hennar endast. Forsætisráðherra hefur haft á orði þegar hann ver gerðir ríkis- stjórnarinnar, að þeir lifi lengst, sem með orðum eru vegnir. Vel má það satt reynast, en hitt er ekki siður rétt, að slíkir verða sjaldnast mörgum harmdauði. Gengið milli bols og höfuðs á atvinnu- rekstrinum „Gjafir eru yður gefnar," segir i Njálu og getur atvinnureksturinn ekki kvartað undan því, að ríkis- stjórnin sýni honum ekki sams konar „örlæti“ nú fyrir þessi jól. Einungis þær breytingar, sem fyrirhugaðar eru á tekjuskattin- um, fela í sér nýjar álögur sem nema um 3 milljörðum króna a.m.k., eignarskatturinn e'r tvö- faldaður, þá gjaldfellur helmingur eignar- og tekjuskattsaukans á næsta ári, lagt verður 2% nýbygg- ingargjald á atvinnuhúsnæði, sem verður um 300 millj. kr., og loks verður lagður sérstakur eignar- skattur á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði sem verður 1,4% af fasteignamati og nemur þessi skattlagning 550 millj. kr. Til viðbótar þessu eru svo ýmiskonar aðrar álögur á atvinnu- reksturinn, sem ógjörningur er að meta á þessu stigi, auk allra þeirra hækkana, sem dunið hafa yfir frá borgarstjórn skattheimtunnar, eins og Morgunblaðið hefur gert ítarlega grein fyrir. Ef þessar aðgerðir eru einangr- aðar, er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að það sé höfuðmein íslenzks þjóðfélags hversu vel atvinnureksturinn standi í þessu landi, — og að því leyti eigi lýsing Þórólfs smjörs við, að þar drjúpi nú smjör af hverju strái. En til þess manns hefur forsætisráð- herra þótt svipa æ meir. En það er nú síður en svo. Einmitt vegna hinnar veiku stöðu atvinnurekstrarins, ekki sízt út- flutningsatvinnuveganna, hafa dunið yfir þessa þjóð efnahagsráð- stafanir á þriggja mánaða fresti, gengið er fellt og sígur þess á milli, ráðstöfunarfé er hverfandi og svo komið, að innlendur sparnaður rís ekki lengur undir rekstrarlánum handa útflutningsatvinnuvegun- um. Samtímis er viðurkennt, að höfuðnauðsyn sé á því, að fram- leiðni verði aukin með hvers konar hagræðingu í rekstri. Er erfitt að sjá, hvernig það getur gerzt samtímis því sem fyrningar eru skornar niður við trog. Þó liggur fyrir, að verðbólgan hefur í raun dregið úr gildi fyrninga fyrir atvinnureksturinn og torveldað þannig nauðsynlegar umbætur og endurnýjun framleiðslutækja. Þannig ber allt að sama brunni, enda er beinlínis viðurkennt í spám Þjóðhagsstofnunar að vöxtur þjóð- artekna dragist svo saman á næsta ári, að um raunverulega lífskjara- skerðingu verði óumflýjanlega að ræða nema með auknum erlendum lántökum til daglegrar eyðslu, sem í raun þýðir áframhald á þeirri fölsku velmegun, sem við búum við. Staöa atvinnu- veganna Áætlað tap fiskvinnslunnar í desember er 5,5% til 6% og miðað við 14% hækkun hráefnisverðs, sem er það lægsta sem sjómenn segjast sætta sig við, mun hallinn fara upp í 12,5% til 13% í janúar, sem er raunverulegt fall krónunn- ár, þar sem þessi atvinnugrein á allt sitt undir tekjum, sem verða til á erlendum mörkuðum, um leið og hún er undirstaðan í gjaldeyris- öflun okkar. Þetta sýnir ljóslega hve stjórnvöld hafa óraunveruleg- ar viðmiðanir við atvinnurekstur- inn, þar sem tekjur þurfa að elta gjöldin í stað þess að marka útgjöldunum bás innan þess ramma, sem tekjuöflunin gefur tilefni til. Afleiðingin er svo sú, að þegar bezt lætur er við það miðað, að endar rétt nái saman, þannig að sárasjaldan tekst að draga saman nægilegt eigið fé til endurnýjunar framleiðslutækja í viðkomandi starfsgrein. Þegar til lengdar lætur hlýtur þetta að koma fram í lakari lífskjörum allrar heildar- innar, þar sem við drögumst aftur úr í samkeppninni við erlenda aðila í framleiöniaukningu eins og raun ber vitni. Allar greinar útgerðarinnar eru reknar með tapi nema hluti loðnuflotans, en stórfelldar olíu- verðshækkanir ýmist komnar fram eða að koma fram, en olíukostnaðurinn er 12—13% af heildarútgjöldum útgerðarinnar. Þá mun frekari hækkun veiðar- færa fylgja í kjölfarið, en þau hafa hækkað verulega umfram aðra útgjaldaliði útgerðarinnar undan- farið. í verksmiðjuiðnaðinum hefur afkoman farið versnandi, einkum í útflutningsgreinum. Ríkisstjórnin hefur aukið og er enn að auka skattlagninguna á þessum rekstri, samtímis því sem tollar af innflutt- um iðnaðarvörum eru felldir niður. Afleiðinguna má sjá í hendi sér: Samkeppnisaöstaða íslenzkra iðnaðarvara fer sífellt versnandi, gjáldeyriseyðslan eykst og við- skiptakjörin versna. Það verður svo til að ýta enn frekar undir nýja gengisfellingu. í byggingariðnaðinum horfir fram á mikla lægð, þar sem um 30% færri byggingarlóðir verða til úthlutunar á næsta ári á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sam- tímis því sem opinberar fram- kvæmdir dragast saman. Er jafn- vel óttast, að hér verði um mjög skyndilegan og verulegan sam- drátt að ræða, sem óhjákvæmilega mun valda tilfinnanlegu atvinnu- leysi. Þá á járniðnaðurinn í miklum erfiðleikum sem aðrar þjónustu- greinar sjávarútvegsins, ekki sízt vegna greiðsluerfiðleika í þeirri atvinnugrein. Verzlunin Verzlunin á við sérstaka erfið- leika að etja og þar horfir fram á hrun, nema leiðrétting fáist á álagningunni. Þetta skýrist bezt með því, að samkvæmt upplýsing- um þjóðhagsstofnunar hafa álagn- ingartekjur verzlunarinnar ein- ungis hækkað um 64% frá meðal- tali ársins 1977, meðan rekstrar- kostnaðurinn hefur hækkað um 71%, en þó hefur vörunotkunin aukizt um 75%. Þessar staðreynd- ir hafa ekki sízt verið undir- strikaðar af samvinnuverzluninni, en fengið lítinn hljómgrunn hjá MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 17 Vinstri mpirihlutinn i Reykjavik V Ul»U X : —— -| 750 milljón krona auknar álögur á atvinnureksturinn Stórhækkun aðstöðugjalda Tninga m hÍuta^HP um að gveltir- sérstakri *kattanefnd' attur og lóða- astánœstaári I , B O t __I * r . „ _ "“ír,<,ii<u h*kkun fMteignamati f MorgunblaíiS i atað 0,421% áðnr fermetra íbúft formanns LÍÚ. afhent kunnugt er góðum batavegi. hólfum mónuöi. Ekkert samráð Verkamanna- félagið Hlíf við félö hún mótmælti ekki, þegar framhjá henni er gengið í mótum tilla^^U| j a f n a 1 varle^ummá^j^gj^ um vísitöluskerðingu Frumvarp tíl laga 181. Breytlnrartillöcur scrslakl llmnbundlA vbrugjald. Frá melrl hl. rjárhnRs- o* viOvklplanefndi Kjaldin vcrn 1«^: III or mr« .11 drvrmbcr ID79 tkal grrl&a Rrcifiisl I4‘ 11.02.10 11.02.29 11.0231 afla bátanna var þorskur. HPm^l^Rvprfti !>K sloppift vu . " - oreifta af þeim tolla og gjöld. helgina. ^------------------------------- Fáist ekki 14% hækkun fiskverðsum áramót mun verulega draga til tíomda segir Guðmundur ESKTBSSSr * JS^ZSZSrtiS' Sem kunnugt er, þá er pao iór-*»i'»'i»«ambandið sem semur *»nna á fiski- Sameiginleg tillaga fjárveitinganefadar 1979 olri-v f-am laugardf Heildaraflinn meiri á ár en í fyrra vegna aukinnar loðnuveiði BOTNFISKAFLINN var um síð- ustu mánaðamót orðinn rétt tæplcga 440 þúsund tonn á þessu ári miðað við bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands. A sama tímabili í fyrra. þ.e. fyrstu 10 mánuði ársins, var botnfiskafiinn 8.500 lestum meiri. Loðnuaflinn hefur aukist gífur- lega á árinu og var um mánaða- mótin rösklega 924 þúsund tonn, en fyrstu 10 mánuðina 1977 var hann liðlega 770 þúsund tonn. Heildaraflinn í nóvembermán- uði í ár var 117.814 lestir, en í þessum sama mánuði í fyrra var hann 50.506 lestir og felst þessi aflaaukning fyrst og fremst í loðnuaflanum, sem var 73 þúsund tonn í nóvember í ár á móti 6241 tonni í fyrra. Heildaraflinn á árinu var um mánaðamótin orðinn 1.474.604 lestir á móti 1.295.801 lest í fyrra. Síldaraflinn var mun meiri'í ár en í fyrra og um mánaðamótin voru 34 þúsund lestir komnar á land, en í fyrra 28.659 lestir. Þá var í ár veitt mun meira af kolmunna en í fyrra. Rækjuafli er svipaður, humaraflinn minni, en töluverð aukning í hörpudiski. Pólýfónkórinn gefur út Messías á hljómplötu UM þessar mundir kemur á markaðinn stærsta tónverk scm gefið hefur verið út til þessa á hljómplötu með íslenzkum flytj- endum, óratorían Messías eftir Ilandel. Pólýfónkórinn. kammer- hljómsveit skipuð 30 hljóðfæra- leikurum og einsöngvararnir Kathleen Livingstone. sópran. Ruth L. Magnússon. alt, Neil Mackie. tenór. og Michael Ripp- on. bassi. flytja undir stjórn Ingólfs Guðhrandssonar. Hljóðritunin var gerð á hljóm- leikum í Háskölabíói 22. júní 1977 og er nærri óstytt. Ríkisútvarpið sá um hljóðritunina, en Tryggvi Tryggvason í Norwich í Englandi sá um frágang tónbands fyrir skurð og pressun. Prentun plötu- umslags annaðist Kassagerð Reykjavíkur og það er Pólýfónkór- inn sem gefur plötuna út, en dreifingu annast Ferðaskrifstofan Utsýn. PÓLÝFÓNKÓRiNN KAMMERSVEiT c r Mfœirs ■ i*fXrro..a*ö«ivi stjórnvöldum nema óljós loforð um leiðréttingu einhvern tíma síðar. Eigi að síður sér ríkisstjórn- in ástæðu til að skattleggja þessa atvinnugrein alveg sérstaklega. Það sýnir þezt, hversu lítinn gaum þeir, sem fara með stjórn landsins, gefa staðreyndum. Allar ráðstaf- anir virðast byggðar á óskhyggju, — að einungis með því að nógu margir rétti upp hönd sína á Alþingi, sé grundvöllur fyrir því, að allir nema ríkissjóður geti tekið á sig nýjar álögur endalaust án ffess að nokkuð komi til baka, og þó haldi hjól atvinnulífsins áfram að snúast. 100 þús. á mánuöi Mest er þó blekkingin í sam- bandi við verkalýðshreyfinguna og láglaunafólkið. Mönnum er í fersku minni sú mikla áherzla, sem verkalýðshreyfingin lagði á það í tíð fyrri ríkisstjórnar, að undir engum kringumstæðum mætti skerða þau laun sem væru lægri en 100 þús. kr. miðað við maí 1977. Þannig sagði Guðmundur J. Guðmundsson í febrúar sl: „Það er dáldið gott fyrir einstaka ráðherra að koma bros- andi og glottandi og segja: Ég styð 100 þúsundin, koma nokkru seinna þegar ekki hafa náðst 100 þúsund- in, þá -er hann jafn brosandi og glottandi og ætlar að taka svo og svo mikið af ykkur. Also, ég kann ekki þessa lögfræði. En ég veit að siðferðiskennd alþýðufólks er sú að það er eitt það löghlýðnasta fólk sem til er í landinu. En einmitt í friði og réttlætiskennd þess þá vill það brjóta þessi lög á bak aftur vegna þess að það áleit í heiðarleik sínum og vegna þess að það er vandað að það væri að gera þarna heiðarlega samninga, sem ætti að standa við. Og það er réttlætiskennd þeirra, sem er misþoðið.“ Við sama tækifæri segir Guðmundur J.: „I þessu eru menn úr öllum pólitískum flokkum og ég legg áherzlu á það að þarna skiptir afstaða fólks ekki nokkru máli og ég vil algjörlega frábiðja mér að ég sé á nokkurn hátt í þessum aðgerðum af pólitískum orsökum, ekki á einn eða neinn hátt“. Enn segir Guðmundur J.: „Þetta er þessi spilavelta, sem að hvers konar spekúlantar og valdsmenn eru að pumpa inn í saklaust og heiðarlegt fólk sem vinnur myrkr- anna á milli að það þoli ekki þetta kaup, sem það stendur undir, sem það vinnur fyrir, og fær borgað en er tekið af þeim með hækkandi sköttum á þessu ári. Kenndu öörum þessa siðfræði.“ Þessar 100 þús. kr., sem Guðmundur J. talar þarna svo fagurlega um, eru nú orðnar að 195.774 kr. I raun er kauptaxtinn þó ekki nema 152.185 þús. kr. á mánuði. Með því að greiða efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar atkvæði, hefur Guðmundur J. tekið af þessu fólki rúmar 12 þús. kr. á mánuði eða sem svarar mánaðarlaunum á ári og meira að segja látið stjórn Verkamanna- sambandsins lýsa yfir sérstakri ánægju sinni af því tilefni. Ekki nóg með það, heldur hefur Guðmundur J. lagt sérstaka bless- un sína yfir, að tekjuskattar skuli nú auknir á almennum launatekj- um þess fólks, sem vinnur myrkr- anna á milli og klígjar ekki við að segja: „Ég vil algjörlega frábiðja mér að ég sé á nokkurn hátt í þessum aðgerðum af pólitískum orsökum". Ætli forsætisráðherra hafi ekki verið „brosandi og glottandi" eins og forðum yfir sinnaskiptum Guðmundar J. nú? Og ætli hinum almenna launamanni sé láandi, þótt hann beri æ minna traust og hafi að sama skapi æ meiri vantrú á þeim liðsmönnum, sem Alþýðu- bandalagið á i forystusveit verka- lýðsforystunnar hér á landi, eins og fram hefur komið í viðbrögðum ýmissa trúnaðarmanna í verka- lýðshreyfingunni að undanförnu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.