Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 27 á vantaði, sem með hefði fylgt, og tryggja sparnað í þjóðfélaginu og lánsfjártilurð þann veg að almenn- ingi væri gefinn kostur á sparnað- arformi, er fælist í gengistrygg- ingu innlagðs sparnaðar í lána- stofnanir. Ráðherra talaði um „erlent mótvægi" í þessu sambandi. Ef þar er átt við aukna erlenda skulda- söfnun, í stað þess að efla og ná til innlends aparnaðar, þá myndi slík erlend skuldasöfnun örva verð- bólguna. Þetta atriði þarf að skýra nánar í þingnefnd, er fær málið til könnunar. Það þarf að nýta innlenda fjármuni til að rísa undir ríkisframkvæmdum og greiða skuldir ríkissjóðs við Seðlabanka — innlendan sparnað. — EKJ taldi vafasamt að hægt væri að auka bindisskyldu í Seðlabanka, nema stefnt væri að lokun viðskiptabanka. Talað hefði verið um bindisaukningu úr 25 í allt að 35%, er þrengja myndi starfsvið þeirra úr hófi. Hann taldi rétt að skoða frum- varpið rækilega í nefnd og hét því velviljaðri athugun, ef tryggt væri, að ekki ætti að stefna í aukna erlenda skuldasöfnun í stað efling- ar sparnaðar í þjóðfélaginu. Jákvætt spor Ágúst Einarsson (A) taldi frumvarpið spor í rétta átt. Hann vitnaði til ákvæða í stjórnarsátt- mála og taldi frv. fyrirheit um frekari aðgerðir til að tryggja rekstrargrundvöll sjávarútvegs- greina. Hann spurði viðskiptaráð- herra hvort ekki væri tryggt að með þessum ráðstöfunum, sem Svavar frumvarpið fæli í sér, væri svo- kallaður gengismunarsjóður úr sögunni. Einnig, hvort fyrirhugað væri að hækka afurðalán til útflutningsatvinnugreina. ÁE sagði ekki óeðiilegt að gengis- tryggja lán til atvinnuvegar, sem væri svo gengisháður. En hyggja yrði þó að því að gengissig eða gengislækkanir gætu gert slík lán jafnvel dýrari en þau, er nú væru til staðar. ÁE taldi allar spár efnahags- stofnana, varðandi sjávarútveg, miðaðan við núllið, hvað varðaði rekstrarlega afkomu. Þegar bjart- sýn- spá væri byggð á rekstrarlegu núlli, eins og við hefði borið, yrði niðurstaðan og raunveruleikinn á stundum neðan þess, því miður. Vaxtafyrirkomulag væri máske ekki aðalatriði varðandi rekstur í sjávarútvegi, heldur að rekstrar- Eyjólfur grundvöllur veiða og vinnslu væri tryggður, undirstöðurnar í þjóðar- búskap okkar. Miðstýring peningamála og afieiðing hennar Jón G. Sólnes (S) sagði miðstýr- ingu peningamála hafa sett svip sinn á efnahagsþróun hér á landi um langt árabil. Afleiðingar henn- ar væru m.a.: • 1) Léiegasti gjaldmiðill á Vest- urlöndum. • 2) Verðbólga meiri en dæmi væri um í hliðstæðum ríkj- um. • 3) Óstöðugleiki á launa- og vinnumarkaði. • 4) Minna kaupgildi launa en i nágrannalöndum. Ágúst • 5) Minni framleiðni og minni verðmætasköpun. • 6) Stöðugt minnkandi sparnað- ur í þjóðfélaginu. Hér þarf að leysa viðjar, höft og hömlur, sagði JGS. Frumvarp það, sem hér er flutt, er á sinn hátt viðurkenning á framansögðu. Ég tek undir það með EKJ sagði JGS, að ýta verður yndir innlendan sparnað m.a. á gengistryggingu sparnaðar. Og það er ástæða til áð kanna enn írekari verðtryggingu fj árskuldbindinga. Þá varaði JGS við því að skerða framlög til Framkvæmdásjóðs, sem þýddi í raun fjármagnsflutn- ing írá lánakerfi strjálbýlis, og haft gæti háskalegar afleiðingar. Svör ráðherra Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, taldi frv. ekki stefna í erlenda skuldaaukningu. Slíkt efldi verðbólgu. Setja yrði og spurningarmerki við rýrnun á ráðstöfunar fé Framkvæmdasjóðs. Rétt væri hjá ÁE að gengismunar- sjóður væri úr sögunni með samþykkt þessa frv. Ekki hefði verið fjailað um hækkun afurða- Jón G. lána. Hinsvegar færi það eftir því, hvern veg tækist að hamla gegn verðbólgu, hvort þetta frumvarp leiddi til lækkunar lánsfjárkostn- aðar í sjávarútvegi eða ekki. Ráðherra sagði bankakerfið eiga við stórfellda erfiðleika að stríða. Lánsfjárkreppa væri til staðar. Hinsvegar væri innlánsfé í lána- stofnunum nú 125,6 milljarðar í stað 86,9 milljarða í fyrra, að vísu í verðminni krónum. Gengismunur til sjávarútvegs Eyjólfur Konráð Jónsson (S) fagnáði orðum ráðherra, að ekki stefndi í aukna erlenda skulda- söfnun. Taldi hann rétt að fólk fengi að spara eftir hliðstæðum reglum, vaxtalega séð, og giltu um útlán. Þá fagnaði hann yfirlýsingu ráðherra um gengismunarsjóðinn, énda eðlilegt, ef frv. yrði sam- þykkt, að sjávarútvegurinn nyti hugsanlegs gengismunar. EKJ sagði endanlega afstöðu sína til þessa frv. fara eftir þeim upplýs- ingum, sem hann fengi við nánari eftirgrennslan í þingnefnd um málavexti, forsendur og afleiðing- ar. Gengistryggð afurða- og útflutningslán ■ sWMm I Fola'<i'nu «599» 'V, . Þetta er bók fagurkerans á sviði skáldskapar og telst til bókmenntalegra tiðinda. Hér má lesa um Ingvar Ingvarsson og dætur hans, Bjögga í Folaldinu og brúar- mennina í Árvogum, frúna í Miklagerði og leiðina í Munaðarnes, konuna, sem beið eftir bréfi frá Boston, litlu stúlkuna, sem fékk púpu í sálina, postulíns- koppinn á Flatey og slysa- tilburðinn í Kaupmanna* höfn og loks Sigvalda garð* meistara, dásemdina rauð- hærðu og austanstrákinn. Rautt í sárið eru listilega sagðar sögur á fögru kjarn- miklu máli, enda er Jón Helgason landskunnur frá- sagnarsnillingur. Þorleifur Jónsson dregur hvergi af sér í frásögn sinni. Svið minninga hans spannar allt ísland, 70 kaflar um menn og málefni, þar á meðal þjóðkunna stjórnmálamenn og aðra framámenn, en einkum þó það, sem mestu varðar, alþýðu manna, ís- lenzkan aðal til sjós og lands. Þorleifur kemur vel til skila stjórnmálaafskiptum sínum og viðskiptum við höfuð- f jendurna, krata og templara. Hann er tæpitungulaus og hreinskilinn og rammíslenzk- ur andi litar frásögnina frá upphafi til loka. Skálateigsstrákurinn Þorleif- ur Jónsson er margfróður og afspyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans verður margs vísari um mannlíf á íslandi á öldinni, sem nú er að líða. Voru þingmenn meiri skörungar og reisn Alþingis meiri fyrr en nú? Upprisa alþingismanna svarar þessu að nokkru, en þar er að finna mannlýsingar 55 alþingis- manna og ráðherra eftir háðfuglinn Magnús Storm. Þessar mannlýsingar hans einkennast af fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarn- góðu, hnökralausu máli og margar eru þær stórsnjallar, einkum hvað varðar hið bros- lega í fari viðkomandi. Bregð- ur þá fyrir á stundum dálítið meinlegri hæðni. Magnús Stormur bjó Upprisu alþingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa talið marga þessara palladóma meðal þess bezta, sem hann lætur eftir sig á prenti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.