Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 HansKragh tœkni- fulltrúi—Minning Kveðja frá K.R. Hans Kr. Kragh, tæknifulltrúi hjá Símstöðinni í Reykjavik, varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. desember s.l. Hans var fæddur í Reykjavík á aðfangadag jóla árið 1908. Foreldrar hans voru þau Kristó- lína Guðmundsdóttir Kragh og Hans M. Kragh símaverkstjóri. Þau eru bæði látin fyrir allmörg- um árum. Frú Kristólína var, eins og margir eldri Reykjavíkingar vafa- laust muna, brautryðjandi hér á landi í sínu fagi, hárgreiðslu og snyrtingu, og var forystumaður stéttar sinnar í fjöldamörg ár, bæði faglega og félagslega. Frú Kristólína var á sínum tíma konunglegur hárgreiðslumeistari. méistari. Hans M. Kragh eldri var einn þeirra vösku sveina, sem til íslands komu upp úr síðustu aldamótum fyrir milligöngu O. Forbergs, síðar landssímastjóra, til þess að leggja símalínur um landið og byggja upp símaþjónustu okkar. Kragh ílentist síðan hér og vann við símann, lengst af sem verkstjóri, til æviloka. Hans yngri var því nátengdur símanum vegna starfa föðurins, enda hóf hann mjög ungur störf/ hjá Landssíma Islands. Starfstími . hans varð alls 54 ár áður en yfir lauk. Það má kalla kaldhæðni örlaganna, að einni viku eftir að hann hætti störfum, var hann allur. Þá vantaði tvær vikur í sjötugsafmæli hans. Við, vinir hans og félagar, höfðum ráðgert að heimsækja hinn sjötuga þrjár góóar Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæöi 2.0 rúmm/mín.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn í hjóliö. Vegur aöeins 7 kg. og er meö 6 m. langa snúru. Verö kr. 104.900- Electrolux /.m> Kraftmikil ryksuga (loftflæöi 1.9 rúmm/mín.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn í hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Vegur 7 kg og er meö 6 m langa snúru. Verð kr. 89.100- Mjög ódýr og meöfærileg ryksuga en meö góöan sogkraft (loftflæöi 1.65 rúmm/mín.) Vegur 5,7 kg og er meö 7 m langa snúru. Verö aöeins kr. 59.500- Electrolux Vörumarkaðarinn M. ARMULA 1A — SÍMI 86117 svipt var burtu frá okkur langt fyrir aldur fram. Við í Knattspyrnufélagi Reykja- víkur, sendum Fríðu og öllum ættingjum innilegustu samúðar- kveðjur. Björgvin Schram. Það kom öllum á óvart þegar fréttin af andláti Hans Kragh barst um símstöðina í Reykjavík. Aðeins átta dagar voru liðnir af væntanlegu eftirlaunatímabili, tímabili sem nánustu samstarfs- menn gerðu ráð fyrir að yrði öllu lengra, nýbúið var að kveðja á starfsvettvanginum og skiptast á orðum eins og „þú lítur við“ og fleira í þeim dúr, því var svarað með „ef allt fer í rusl má kalla í mig“, Enginn skynjaði návist dauðans, enginn skynjaði að komið væri að leiðarlokum hjá þessum manni, sem hafði unnið við símtækni í rúma hálfa öld. Dauðinn var vissulega fjarlægt hugtak í návist við þennan mann. Hann bar af á götu með reisn og sérkennilegu göngulagi, sem var í senn virðulegt og svo fjaðrandi að ungir menn máttu öfunda hann af. Eg hafði persónuleg kynni af Hansa síðastliðinn áratug, er ég hóf störf á línudeild Bæjarsímans, fjarlægðin var sjaldan mikil á milli okkar, þótt starfsviðið væri ekki það sama. Hann kom mér skemmtilega á óvart með léttleika og prúðmennsku, kynslóðabil var fjarlægt hugtak, þar sem stráks- eðlið var ríkt í honum, gamansemi var oft viðhöfð og spaugsyrði sögð, þegar tími gafst til. Það var gott að hafa Hansa nálægt sér, andinn var hress og ekki hægt að merkja að maðurinn væri farinn að reskjast, skoðanir voru fastar fyrir en hægt að ræða málin af drengskap. Það var unun að hlýða á, þegar hann komst í mælskustuð, sér- stakur blær kom á röddina og það þýddi ekkert að trufla með inn- skotum. Óhætt er að fullyrða að störf hans hafi einkennst af nákvæmni, vandvirkni og snyrtimennsku, sem voru aðalsmerki tæknimanna frá fyrri árum og seinni tíma menn mættu taka til fyrirmyndar. Eg sakna þess að glaðlegur maður lítur ekki inn í framtíðinni. Ég votta eiginkonu og ættingj- ,. r ,«. „„ , ,, um mína dýpstu samúð. sæt. 1 stjorn K.R. og knattspyrnu- Sveinbjörn Matthíasson. deildar felagsins og var arum saman fulltrúi K.R. í Knatt- ( spyrnuráði Reykjavíkur. Þessi verk innti hann af hendi af mikilli samviskusemi og dugnaði. Fyrir hans ágætu störf á þessu sviði er K.R. í mikilli þakkarskuld við sinn góða félaga. Ekki gat Hansi sætt sig við að leggja íþróttirnar alveg á hilluna og tók því til við þátttöku í skíða- og jöklaferðum, sem hann stundaði af kappi í fjöldamörg ár. Þar var hann sami góði félaginn, sem allir vildu hafa með í hópnum sem oftast. Til marks um fjölhæfni Hansa mætti geta þess til gamans, að á yngri árum var hann margfaldur meistari í billiard. Að ekki sé nú minnst á tafl og spil, laxveiðar og skotfimi. Allt lék þetta í höndum hans. Árið 1933 gekk Hans að eiga heitmey sína, Hólmfríði Ólafsdótt- ur. Th. Guðmundssonar, húsa- smíðameistara, og konu hans, Guðrúnar Erlendsdóttur, sem þá bjuggu að Laugavegi 54 B. Eftir 45 ára elskulegt hjónaband er nú tómleiki á fallega heimilinu við Birkimel, og Fríða á um sárt að binda. Vonandi veitist henni styrkur til að takast á við þann vanda, sem hún svo óvænt og skyndilega horfist í augu við. Við, vinir og félagar Hansa, sem höfum verið svo lánsamir að eiga samleið með honum í leik og starfi, munum geyma með okkur minninguna um góðan dreng, sem Lítid til beggjajjfhliða Naglaskot- um stolið BROTIZT var inn í vinnuskúr við Hús verzlunarinnar við Kringlu- mýrarbraut í fyrrinótt og þaðan stolið 60—70 naglaskotum. Slík skot geta verið stórhættuleg í höndum þeirra, sem ekki kunna með þau að fara og varar lögregl- an unglinga alvárlega við því að leika sér með þessi skot. Sérverslun meö listræna húsmuni Borgartún 29 Sími 20640 ungling á afmælisdaginn, sjálfan aðfangadag jóla, og þrýsta hönd hans í tilefni af merkum tíma- mótum. Ekki veitist okkur sú ánægja að sinni. Sá fundur mun bíða betri tíma. Hans var mikið ljúfmenni, ávallt brosmildur, léttur í lund og léttur á fæti, hvers manns hug- ljúfi, en gat vissulega haft ein- beittar og ákveðnar skoðanir, ef því var að skipta. Hann var fæddur „sport“-maður, eins og þeir gerast bestir. Fjölhæfur áhuga- maður í þess orðs bestu merkingu. Nafn hans tengdist þó knattspyrn- unni öðrum íþróttum fremur. Hann gekk ungur í raðir K.R.-inga og átti því láni að fagna að gerast einn af lærisveinum þess mæta manns, Guðmundar Ólafssonar, á þeim árum sem Guðmundur var allt í öllu í knattspyrnunni í K.R. Hans átti ríkan þátt í að gera K.R. að því stórveldi sem félagið var í tíð Guðmundar og er enn á íþróttasviðinu. Vafalaust er mörgum eldri knattspyrnuunnendum enn í fersku minni samleikur í snilli þeirra félaganna, Hansa, Steina og Gísla, á þriðja og fjórða tugnum á gamla góða Melavellinum. Þeim var fjarstýrt af Guðmundi og árangurinn lét ekki á sér standa. Þessir sókndjörfu kappar brutust með leikni sinni gegnum hvaða vörn sem var og færðu K.R. margan sigurinn heim á þeim árum. Eftir að Hansi, eins og vinir hans jafnan nefndu hann, hætti keppni, átti hann manna lengst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.