Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 15 Ný ljóðabók eftir Eyvind Eiríksson IIvaðan/Þaðan nefnist nýút- komin ljóðabók eftir Eyvind Eiríksson, en þetta er önnur bók höfundar. Áður hefur komið út eftir hann bókin Hvenær? árið 1974. í þessari nýju ljóðabók er að finna yfir fimmtíu ljóð höfundar, allt frá örstuttum ljóðum upp í lengri og viðameiri ljóð. Fremst í bókinni segir höfundur, í Prógrammi 1978: „Það á að segja einfalda hluti á einfaldan hátt. Þess þarf. Hlutirn- ir eru einfaldir í dag, svo einfaldir, að lítið fólk og smávaxið til sálarinnar — oft stórt til líkamans — flýr inn í það margsnúna, svo sem flækin og asnaleg trúarbrögð. Það óttast einfaldleika dagsins. Skáld verða því að segja sitt með einföldum orðum.“ Það er bókaútgáfan Letur sem fjölritar og gefur út, ljósmynd á kápu er eftir Lars Erik Björk. Taflfélag ísafjarðar, Skáksamband Vestfjarða: „Hörmum að kjör gjaldkera FIDE skuli vera ágremmgsefni,, STJÓRNIR undirritaðra skáksam- taka á Vestfjörðum hafa sam- þykkt eftirfarandi ályktun í tilefni af kjöri Friðriks Ólafssonar í embætti forseta FIDE og vegna skrifa um kjör gjaldkera FIDE: „Við fögnum kjöri Friðriks Ólafssonar í embætti forseta FIDE og þökkum öllum, sem stuðluðu að sigri hans í þeim kosningum. Er það von okkar, að þrátt fyrir annasamt starf, sjái Friðrik sér áfram fært að taka þátt í skákmótum og vera þannig enn um sinn í fylkingarbrjósti íslenskra skákmanna. Við hörmum að kjör gjaldkera FIDE skyldi verða að ágreinings- efni og hvaða umfjöllun þessi ágreiningur hefur hlotið í fjöLmiðl- um. Við viljum af þessu tilefni lýsa yfir fullu trausti á stjórn Skák- sambands íslands og ekki síst forseta þess og varaforseta, sem unnið hafa mikið og óeigingjarnt starf í þágu íslenskra skákmála". ísafirði, 5.12. 1978 f.h. Taflfélags ísafjarðar f.h. Skáksambands Vestfjarða Smári Ilaraldsson Á leið í skóla gcetið að MÓÐIR MÍN — húsfreyjan Fyrra bindi þessarar bókar seldist mest allra bóka okkar á síðasta ári. Hér er að finna eftirtalda fimmtán nýja þætti um nýjar mæður skráða af börnum þeirrai Sólveig Þórðardóttir írá Sjöundá eftir Ingimar Jóhannesson, Jóhanna Kristín Jónsdóttir frá Álfadal eftir Jóhannes Davíðsson, Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni eftir Huldu Á. Stefáns- dóttur, Hansfna Benediktsdóttr frá Grenjaðarstað eftir Guðbjörgu J. Birkis, Björg Þ. Guðmundsdóttir frá Höll eftir Sigurð S. Haukdal, Hlíf Bogadóttir Smith frá Arnarbæli eftir Sigríði Pétursdóttur, Svanhildur Jör- undsdóttir frá Syðstabæ eftir Guðrúnu Pálsdóttur, Aðalbjörg Jakobsdóttir frá Húsavík eftir Guðrúnu Gísladóttur, Jakobína Davíðsdóttir frá Hrísum eftir Davíð Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir Bjarnason eftir Hákon Bjarnason, Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir frá Hvítár- bakka eftir Þorgrím Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir frá Skútustöðum eftir Hall Hermannsson, Þórdís Ásgeirs- dóttir frá Knarrarnesi eftir Vernharð Bjarnason, Dóra Þórhallsdóttir frá Laufási eftir Þórhall Ásgeirsson og Grethe Harne Ásgeirsson eftir Evu Ragnarsdóttur. Móðir mín — Húsfreyjan er óskabók allra kvennat ömmunnar, mömmunnar, eiginkonunnar og unnustunnar. Hver þáttur bókarinn- ar er tær og fagur óður um umhyggju og ljúfa móðurást. ( sparisjóðsdeildum Otvegsbanka íslands, fáið þér afhentan sparibauk, við opnun nýs sparisjóðsreikn- ings, með 2000 kr. innleggi. • . » _ „Trölla" sparibaukur og sparisjóðsbók er skemmtileg gjöf til barna og unglinga, auk þeirra hollu uppeldis- áhrifa, sem hún hefur. Komið nú þegar i næstu sparisjóðsdeild bankans og fáið nytsama og skemmti- lega jólagjöf fyrir aðeins kr. 2000. li |I|g| Skemmtilcg jólagjöf - og ódýr!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.