Morgunblaðið - 17.12.1978, Page 11

Morgunblaðið - 17.12.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 11 a samvisku í áfengLsmálum.., jafnframt stórfé til áróðurs (Sjá Svíþjóð) ferðarlagabrot sem þeim datt í hug. Hann var svo jafnan látinn laus gegn því skilorði að konan hans vélritaði upp í dóminn ... Konan reit svo Izvestia bréf og kvartaði um þessa málsmeðferð. Ekki veit ég hvernig það fór, en hitt veit ég að ástandið hefur heldur versnað frá því þetta var. Greinarhöfundur í Literaturnaya Gazeta heldur því fram að vélritaraskorturinn stafi aí því m.a. að vélritarar séu heldur lágt metnir. Það eru þeir visvsulega. en ætli hitt valdi ekki meiru hve þeir eru lágt launaðir. Vanur vélritari fær sem sé að jafnaði 80 rúblur í mánaðarlaun — en jafnaðarkaup í landinu er 150 rúblur. Að vísu er nokkuð algengt að vélritarar séu sæmdir tiihæfulausum titlum svo að verjandi sé að borga þeim hærra kaup og þeir haldist þá eitthvað í . ■ reyndist vera háskólanemi frá Napolí, Roberto Capone að nafni. Hann hafði leigt íbúð í Napólí, ásamt vini sínum einum, en annað herbergi í Avellino, smábæ uppi í Abruzzifjöllum; hann hafði sem sé Mexikönsk stúlka tómatatínslu. Ilelmingur færa er atvinnulaus. reynir með öllum ráðum að komast úr landi; pað getur ekki verið verra annars staðar. Ómögulegt er að vita hve margir Mexíkanar vinna í Banda- ríkjunum atvinnuleyfislausir og starfii þeir t.d. kallaðir tækni- menn. fulltrúar og því um líkt. En það hrekkur ekki til. Sjálfsagt valda lág laun og lítið álit þarna nokkru, en það kemur fleira til. Það er til dæmis að nefna starfsaðstaða. áhöld og annað sem tilheyrir. Sovézkar ritvélar eru viðurkennd hráka- smíði. Ritvélaborðar eru líka lélegir. kalkipappír og svo mætti áfram telja. Kvartar greinarhöf- undur í Gazeta svo sárlega um þetta að ekki leynir sér að hann talar af langri og illri reynslu. Og hann er heldur svartsýnn á framtíðina í vélritunarmálum. Hann nefnir það ráð að menn sýni þegnskap og skipti með sér þeirri vélritun sem þarf, ef ekki fást sérlegir vélritarar. Meinið er, að það er líka hörguii á ritvélum... - DEV MURARKA. í tvö hús að venda ef á þyrfti að halda. Faðir Capone þverneitaði í fyrstu að trúa því, að sonur hans hefði getað leiðzt út í hryðjuverk. Er það yfirleitt til dæmis um samband hinna ungu hryðjuverka- manna við foreldra sína; kynslóða- bilið algert og um trúnað er ekki að tala. Nú leitar lögreglan unnustu Capones, Rosariu Biondi; hún er talin hafa ekið morðingj- unum á brott og þykir víst að hún gæti veitt allar upplýsingar um málið. En ekkert hefur spurzt til hennar. Roberto Capone hafði komið við sögu lögreglunnar áður. Hann hafði verið yfirheyrður í sambandi við nokkur minni háttar afbrot af pólitískum toga, en lögreglunni ekki tekizt að sanna á hann neinar ákveðnar sakir. Og það er eitt með öðru sem veldur mörgum á Italíu áhyggjum, að lögreglunni tekst yfirleitt ekki að hafa hendur í hári hryðjuverkamannanna fyrr en þeir fremja morð — og jafnvel ekki þá ... - DAVID WILLEY. komnir inn í landið meö ólögleg- um hætti. Menn hafa ímyndað sér að peir séu fimm milljónir. Sú ágízkun gefur til kynna, pótt ekki sé annað, hve auðvelt er að komast óséður yfir landamærin. Eins og áður sagöi vill Banda- ríkjastjórn draga úr fólks- straumnum að sunnan og liggur reyndar fyrir pinginu frumvarp um Þetta. Er Þar reynt að miöla málum og t.d. kveöið svo á að Mexíkönum er fært geti sönnur á Það að Þeir hafi verið fimm ár eöa lengur í Bandaríkjunum, pótt í leyfisleysi væri, skuli gefnar upp sakir og Þeir fá landvistarleyfi. Aftur á móti eru svo ákvæði um hömlur á frekari innflutningi. En frumvarp Þetta hefur ekki náð fram að ganga í pinginu og ekki að vita hvernig fer um Það. Þeirri röksemd er. oft hreyft Þegar petta innflutningsmál ber á góma, aö Mexíkanarnir séu ódýr starfskraftur, og auk pess fúsir að ganga í ýmis störf sem Banda- ríkjamenn hafa óbeit á einhverra hluta vegna. Á hinn bóginn kemur svo alltaf aö pví öðru hverju að atvinna minnkar í Bandaríkjunum og Þá fara verkalýðsfélögin að hafa horn í síöu Mexíkananna. Þá vaknar líka jafnan gagnrýni af ýmsu öðru tagi og Mexíkönum er kennt um sundurleitustu hluti, ekki sízt fjölgun afbrota af öllu tagi, en Þaö reynist Þó oftast tílhæfulaust. Það kann aö draga eitthvað úr landflóttanum frá Mexíkó, að miklar olíulindir eru fundnar Þar og vonir standa til að pjóðarhagur hækki talsvert Þegar fram líða stundir. Þó er ábyggilegt, að atvinnuleysi verður Þar landlægt í einhverjum mæli í mörg ár enn, og Þeir sem ekki komast að olíubrunnunum munu enn sem áður leita til Bandaríkjanna. Þetta er Ijóst, og er nú aö vita hvaö Bandaríkjastjórn tekur til bragös, eða hvort hún tekur nokkuð til bragðs. Sú röksemd hefur sem sé heyrzt æ oftar upp á síðkastið, aö Það gæti reynzt Bandaríkjunum hættulegt að herða gæzluna á landamærunum við Mexíkó og stöðva fólksstrauminn. Þá kynni nefnilega að fara svo, aö upp úr syði í Mexíkó og kæmi til byltingar. Og nóg er nú Kúba Þótt ekki bætizt Mexíkó við... — WILLIAM CHISLETT. í*etta gerdist líka .. Þyrnirós Hin 43 ára gamla Elaine Cinderella Esposito, sem missti meövitund Þegar hún var á sjöunda ári og lá í dvala í 37 ár, Þrjá mánuði og 20 daga, andaðist um síðastliöin mánaöamót í sjúkrahúsi á Florida. Hún gekk undir botlangaskurð Þann 6. ágúst 1941 og var svæfð eins og lög gera ráð fyrir, en læknunum tókst aldrei aö vekja hana til meövitundar aftur. Batnandi manni... Dómstóll í Madrid hefur lagt til að Eleuterio Sanchez, frægasta útlaga Spánverja í stjórnartíö Francos, veröi gefið frelsi. Hinn 36 ára gamli Sanchez leggur um Þessar mundir stund á laganám í fangelsi Því í grennd við Madrid sem hann er geymdur í. Hins vegar var hann til skamms tíma hvorki læs né skrifandi og lagöi ekki út í námsbrautina fyrr en hann hafði verið fangaöur á nýjan leik eftir óvenju djarflegan og sögulegan flótta úr rétt einu fangelsinu fyrir fimm árum. Fram að Þeim tíma haföi hann hlotið urmul dóma fyrir rán, líkamsárásir og strok úr aðskiljanlegum fangelsum, og hljóðuðu dómarnir að lokum upp á samtals 1368 ár. Trúlofunarfrean í fyrstu ævisögu Jóhannesar Páls II, sem komin er út á italíu, Þykist höfundur hafa sannanir fyrír Því að nýi páfinn pólski hafi raunar verið harðtrúlofaður í ættlandi sínu fyrir á árum. Höfundur nafngreinir stúlk- una, en segir hana hafa horfið um Það leyti sem nasistar gerðu innrás sína í Póllandi og sé talið líklegt að henni hafi verið banað. Aftur á móti vísar hann á bug fregnum um að Jóhannes Páll hafi verið giftur í eina tíð og Þá fyrst hafið guöfræöinám heima í Póllandi Þegar hann var oröinn ekkjumaður. Hin gráa forneskja Lögreglan í Suður-Afríku hefur handtekið blökkumann sem er grunaður um aö hafa myrt og limað í sundur 19 börn til Þess að búa til „töfradrykki" og „töfrasmyrsl" af ýmsu tagi úr líffærum Þeirra. Gott ár er liðið síðan fyrsta barnið hvarf í svertingjahéraði í nánd viö Pretoriu, og jókst skelfing íbúanna sem vonlegt var eftir Því sem fórnarlömbunum fjölgaði. Það voru foreldrar átta ára telpu, sem Þá var nýlega týnd, sem handsömuðu Þann grunaða. Lögreglan tjáöi fréttamönnum aö Þá hefði sá handtekni veriö meö barka barnsins í vasanum og að síöar hafi hann vísaö á lík Þess. „Töfralyfin", sem voru eftir æfafornum uppskriftum, voru af margvíslegri gerð, allt eftir Því til hverra nota Þau voru ætluö. Ein geröin átti að auka kynmátt Þess sem notaöi og önnur að vinna fjandmönnum hans skaða. En eitt var samt sameiginlegt með uppskriftunum öllum: til pess Þær geröu gagn Þurftu Þær aö innihalda soð eöa parta af ýmsum líffærum úr nýlátnum börnum. Sitt Utið afhverju Bandaríkjamenn hafa frestað afhendingu fimmtíu orustuugvéla, sem Egyptar eiga í pöntun hjá Þeim. Ástæða: Saudi-Arabar, sem höfðu tekið aö sér að borga brúsann, segjast vera auralitlir í svipinn... Ritskoðurum Suður-Afríku virðist vera sérstaklega uppsigað við leikkonur um Þessar mundir. Eins og sagt var frá hér í dálkunum síðastliðinn sunnudag, hafnaði ævisaga Brigitte Bardot á lístanum Þeirra yfir forboðnar bækur. Og nú eru Þeir búnir að banna endurminningar starfssystur hennar, bresku leikkonunnar Joan Collins... Borgarstjórnin í ZUrich, stærstu borg Svísslands, felldi í síðastliöinni viku með yfirgnæfandt meirihluta að heimila ekki einasta starfrækslu vændishúsa i borgarlandinu heldur að reisa líka einskonar miöstöðvar fyrir starfsemina og Þær liðlega 2.000 vændiskonur sem ætlað er aö séu á Þessum slóðum Þrátt fyrir öll boð og bönn.,. Samkvæmt opinberum skýrslum hafa 33 borgarar falliö fyrir byssukúlum ítalskra hermdarverka- manna Það sem af er Þessu ári (sjá: Hryðjuverk)... Bandaríska póststjórnin hyggst heiðra minningu Roberts Kennedys, hins myrta bróður hins myrta Bandaríkjaforseta, með útgáfu sér- staks frímerkis í janúar næstkomandi... Dr. Fakhri Kaddouri, aðalritari arabiska efna- hagsbandalagsins, hhefur hvatt meðlimaÞjóðirnar til Þess aö koma sér upp hveitibirgöum og gera ráðstafanir til Þess að hefta síhækk- andi verðlag á matvöru. Hungur vofir nú yfir á ýmsum Þeim lands- svæöum sem Arabar ráöa Þótt Þeir verji sem svarar 1600 milljónum króna á dag til innflutnings matvæla... Þegar rúmlega hálft annað hundrað milljóna króna hvarf úr geymsluhólfi í banka einum í Japan, stytti hinn 43 ára gamli bankastjóri sér aldur með pví að varpa sér fyrir járnbrautarlest. Lögreglan upplýsir aö hann hafi alls ekki legið undir grun en talið sig allt um paö bera ábyrgð á pví að Þjófnaðurinn var framinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.