Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 VER#LD Heimsendirl Hafid bid- lund: stund- in nálgast! Oft er búið að hóta manni heimsendi en aldrei hefur verið staðið við það. í þetta sinn er hann á vegum aðvent- ista. Tímasetninf; er ekki hár- nákvæm, en þetta verður að líkindum einhvern tíma „á næstu mánuðum eða árum“. Neal C. Wilson, nýkjörinn yfirmaður Kirkju sjöundadags-aðventista, leggur nafn sitt við loforðið. Aðventistar munu verða fleiri en þrjár milljónir og dreifðir um heiminn en aðalstöðvarnar í Was- hington. Þeir eru einna harðastir trúboðar allra kristinna safnaða, kirkja þeirra vel rekin og vel stæð (safnaðarmenn greiða tíund, 10% allra tekna sinna, í kirkjusjóð) en markmiðið að komast í guðsríki og helzt sem fyrst. Wilson kirkjuhöfðingi er þess fullviss, að skammt sé að bíða endurkomu Krists. Þjóðir heims muni annað hvort farga sér með kjarnorkuvopnum eða farast í almennum náttúruhamförum, Kristur stíga niður tii jarðar og I stofna ríki sitt, sem kristnir menn hafa beðið í nærri tvö þúsund ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti að aðventistar heita heimsendi. William Miller, upphafsmaður kenningarinnar, spáði upphaflega' heimsendi hinn 21. marz 1844. Gengu 100 þúsund manns til fylgis við hann í Bándaríkjunum og biðu saman hins efsta dags. Ekki er þess getið í annálum að nokkuð öðru nýrra hafi gerzt hinn 21. marz 1844. Enda er William Miller enn á ferðinni í endaðan október þá um haustið og ætlar að hafa heimsendi þann 22. hvað sem tautar og raular. Þann heimsendi kalla aðventistar sín á milli „Vonbrigðin miklu“ og segir það sitthvað. Eftir þetta töpuðu sumir ístöðu- iitlir trúnni en aðrir styrktust eins og gengur, heimsendir var látinn niður falla í bráð en söfnuðurinn sneri sér að því að boða trúna á þann næsta. Það verður að segjast eins og er að utansafnaðarmenn hafa til lítils að hlakka þar sem heimsend- ir aðventista er. Það komast sem sé engir í himnaríki nema réttlátir svokallaðir (bæði lífs og liðnir). Hinir, óréttlátir, eiga að farast í eldsiogum samkvæmt dagskránni, og mun eldur fara hreinsandi Sanntrúaðir eru ekki þeir einu sem sjá fyrir ragnarök. Vetnis- sprengjan hefur fært mannkynið nær hengifluginu en nokkru sinni áður í sögu þess. tungum um heiminn í þúsund ár. Þá munu Kristur snúa aftur til jarðar ásamt með réttlátum og lifa eilíflega. Af óréttlátum fara ekki frekari sögur, enda réttlætinu fullnægt. - COLIN CROSS Svíþjóð| Afengið gert útlægt úr aug- lýsingum ISvíþjóð er prentfrelsi tak- markalítið, og til að mynda verður klám seint svo svæsið að Svíum þyki ástæða til að banna. Nú ætla þeir samt að fara að leggja bann við auglýsingu áfeng- is, þ.e. brennivíns, léttvíns og sterks bjórs. Einnig verða tóbaks- auglýsingum settar þröngar skorð- ur framvegis, þótt ekki verði þær bannaðar. Frumvarp til laga um þetta var samþykkt í Ríkisdeginum í nóvem- ber síðast liðnum, með miklum meiri hluta atkvæða, og ganga' lögin í giidi eftir áramót. En það eru margir andsnúnir þeim, og ýmis gild rök hafa verið færð að því að þarna sé komið inn á hættulega braut. T.d. hefur verið á það bent, að lögin meini seljendum að kynna vöru sína og séu þeir þar með sviptir grundvallarrétti. Sé þarna verið að setja fordæmi fyrir ótal hugsanlegum boðum og bönn- um svipaðs eðlis; nú megi fara að takmarka auglýsingar enn frekar, að nafninu til af félags- og heilsufarsástæðum en markmiðið í rauninni að minnka neyzlu og auka yfirstjórn, forsjón og mið- stjórn í landinu. Getur svo hver ímyndað sér hvað næst verði bannað að auglýsa; e.t.v. verður það sykur, fita eða bifreiðar, enda allt stórhættulegt eins og kunnugt er. Fyrrnefnt bann við aúglýsingu áfengis gengur í gildi 1. júlí næsta sumar. Ættu þá bannmenn í Svíþjóð að kætast. Þeir hafa löngum látið mikið að sér kveða, og aðstaða þeirra verið sterk miðað við fjölda; þeir hafa jafnan átt mikil ítök í stjórnmálum, t.a.m. komust sósíaldemókratar til valda árið 1932 fyrir tilstyrk bannhugsjónarinnar. Bannmönn- um hefur líka orðið það ágengt, að sænska ríkið hefur afleita sam- vizku í áfengismálum; það selur brennivín út úr búð um allt land en kostar jafnharðan stórfé til áróðurs gegn því. Mundi þetta ekki kallast geðkiofi ef maður ætti í hlut? Það er erfitt að sjá fyrir áhrif auglýsingabannsins. Það er þó ljóst, að dagblöð og tímarit munu missa spón úr aski sínum, að ekki sé meira sagt. Það er líka trúlegt, að ríkið sjálft tapi á banninu; áfengissala hlýtur að minnka fyrir vikið. Þeir sem standa fyrir auglýs- ingabanninu segja þó ástæðulaust að óttast, að brennivínstekjur ríkisins fari minnkandi; Svíar muni rata í Ríkið eftir sem áður. Það hefur enda komið í ljós í kþnnun, að ýmsar þær áfengisteg- undir sem mest seljast eru lítið og jafnvel alls ekki auglýstar. Það er þessum tegundum sameiginlegt að hlutfall vínandans og verðsins er kaupendum sérlega hagstætt, og það fréttist sem sé þótt ekki sé auglýst... - COLIN NARBROUGH. Amslur á aloýöuslódum Þegar vélrit- unarstúlkan er vís — Þá bilar apparatið! Um daginn hirtist í Literaturnaya Gazeta grcin þar sem kvartað var hástöfum um það hve vélritarar væru vandfengnir í Sovétríkjun- um. Eru löngu orðin af þcssu alvarleg vandræði í skrifstofu- hákninu. en meinið er að til þess kjörin yfirvöld gera ckkert í málinu og verða einstakar stofn- anir að bjarga sér hver sem hún hezt getur. Það minnti mig á sögu sem ég las í Izvestia fyrir mörgum árum; hún fjallaði um bílstjóra, sem giftist vélritara og er það nú varla í frásögur færandi en hitt undarlegra hversu oft hann var tekinn fyrir umferðarlagabrot. Konan hélt framan af að maður- inn væri bara svona klaufskur við aksturinn og fjargviðraðist oft yfir því, en það kom síðar á daginn, að hann átti enga sök á þessu aumingja maðurinn — heidur hún. Málinu var sem sé þannig varið, að lögreglan á hverfisstöðinni var oft í vélritara- hraki, og þegar nokkuð var liðið frá því sá seinasti kvaddi og skýrslur voru farnar að hlaðast óhæfilega upp leituðu þeir fyrr- nefndan bílstjóra uppi og tóku hann fastan fyrir eitthvcrt um- Hryðjuverk Nú er mælir- inn fullur:! segja dómar- ar á Ítalíu Hryðjuverkamenn á Ítalíu létu enn til skarar skríða í nóvemberbyrjun og myrtu nú saksóknara, lífvörð hans og bílstjóra. Morð þessi hafa vakið mikinn óhug á Ítalíu og ekki sízt í röðum saksóknara og dóm- ara. Segja þeir, að þarna hafi enn ásannazt að stjórnvöld séu ger- samlega ráðalaus við hryðjuverk- um og sé löngu kominn tími til að stemma stigu við þessum óhugn- aði. Nú sé mælirinn fullur. Pertini forseti þóttist tilneyddur að lýsa yfir því fyrir sitt leyti og stjórnarinnar, að með þessum síðustu morðum væri sýnt, að' baráttan gegn hryðjuverkamönn- um yrði „bæði löng og erfið“. Þetta þótti dómurum heldur vægt tii orða tekið og boðuðu þeir forseta á sinn fund aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að hann hafði flutt ræðu um málið og harmað um- ræddan atburð. Lásu þeir honum nú pistilinn og kröfðust tafar- lausrar úrlausnar í sumum efnum en loforða um úrbætur síðar í öðrum. Kom í ljós, að þeir höfðu um margt að kvarta: þeir kváðust alltof lágt launaðir, lögin sem þeir ættu að dæma eftir væru ýmist úrelt eða alltof þung í vöfum nema hvort tveggja væri, dómstólar væru alltof mannfáir og svo mætti telja lengi. Við þetta bætist að verkföll tefja mjög gang dóms- mála; það hafa safnazt fyrir milljónir mála, og sum búin að vera til meðferðar í nokkur ár. Einn hryðjuverkamannanna sem drápu saksóknarann, lífvörð- inn og bílstjórann var drepinn sjálfur. Talið er að félagar hans hafi verið þar að verki. Lögreglan bar fljótlega kennsl á hann. Þetta Sveltur sitjandi kráka, sannast á Mexikönum að hefur lengi verið mikið vandamál í Bandaríkjun- um hve landamæri peirra og Mexíkó eru greið yfirferöar. Bæði flykkjast Mezíkanar yfir pau, meö ólöglegum hætti, pús- undum saman á ári hverju, í atvinnuleit, og svo er geysilegu magni eiturlyfja smyglað yfir pau. Það er heldur lítið um varnir við pessu á landamærunum. Að vísu er vörður við brýr. Og pað eru girðingar á köflum. En pær hrökkva skammt: pær eru tæpir 60 kílómetrar að lengd, landamærin hins vegar 3.200. Auk pess er meiri parturinn af girðing- um pessum illa farinn, pær liggja niðri sums staðar en rifnar annars staðar. Því var pað að bandarísk yfirvöld tóku sig til fyrir skömmu og fóru að gera við girðingarnar og auka við pær. Tölurnar hér aö framan munu Þó ekki breytast mikið viö pað; girðingarnar verða eftir sem áður skemmri en nemur 2% af landamærunum. Það varð talsverður úlfapytur í Mexíkó pegar Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún ætlaði að fara aö gera við og girða meira, pótt Mexíkóstjórn sé að vísu ekki búin að gera opinberar athugasemdir við pað. Bandaríkjastjórn ber auðvitað við peirrí gildu ástæöu aö hún sé að girða fyrir atvinnu- leysingastrauminn að sunnan. Sá fólksstraumur hefur oft orðið ríkjunum að deilum. Þetta er ekkert smámál: í fyrra var milljón manns stöðvuð á landamærunum og voru pað nærri allt Mexíkanar, og 300 púsundum fleiri en árið áður. Er pað til nokkurs marks um kjör alpýðu manna í Mexíkó. Milljónir manna hafa að engu að hverfa heima fyrir. Helmingur verkfærra manna er atvinnulaus ellegar hefur litla sem enga vinnu, og Þjéöinni fjölgar um 3.5% á ári. Það er pví lítil furða, aö Þetta fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.