Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 25 CliAD MITT r; vi llill V 1 J VMtí twll# f < Ijt í EFTIR BILLY GRAHAM liiaiÉr 1 Voru lærisveinar Krists írjálslyndir eða bókstafsþrælar? Mér þætti fróðlegt að vita það. Þó að þér rannsökuðuð Nýja testamentið í hundrað ár, munduð þér aldrei finna þessi orð. Þetta er aðgreining, sem menn hafa gert, og ef hún hefur verið til á dögum Nýja testamentisins, hefur engum þótt taka því að benda á það. Um lærisveinana er það að segja, að þeir voru hvorki frjálslyndir eða bókstafsþrælar. Þeir voru kristnir. Biblían segir, að lærisveinarnir hafi verið kallaðir kristnir. Það er athygslisvert, að þeir taka þetta nafn ekki sjálfir, heldur voru þeir nefndir svo af fólki, sem tók eftir því, að allir lífshættir þeirra minntu á Krist. Væri það ekki dásamlegt, ef við lifðum þannig, að þess væri ekki þörf, að okkur væri gefið nafn, sem benti á guðrækni okkar — að fólkið í kringum okkur kallaði okkur kristin? Lærisveinarnir voru svo önnum kafnir við að fara með Krist til heimsins, að þeir létu ekki hafa sig út í hártoganir og deilur. Þeim var efst í huga að sannfæra menn, svo að þeir tækju trú á Krist. O, hve ég vildi, að svo væri líka nú um stundir! Þetta merkkir ekki að við höfum enga sannfæringu í guðfræðilegum efnum. Þvert á móti. En höldum fast við hana í kærleika. „Á þessu skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, að þér berið elsku hver til annars". Brýnasta þörf okkar núna er, að við látum kærleika Krists ríkja í lífi okkar. hæfis, þó að í litlu sé. í rauninni veit ég Kristján heitinn hafa einu sinni á ævinni stigið það, sem nefna mætti víxlspor, ef tekið er mið af manni með hans hugarfari. Hann fór að taka þátt í stjórn- málum! í Danmörku hafði hann kynnzt hinum tiltölulega unga, en þróttmikla jafnaðarmannaflokki. Er ekki að undra, að maður með réttlætiskennd hans yrði hrifinn af hugsjónum slíkrar hreyfingar um aukið jafnrétti og lýðræði. Varð þetta til þess, að eftir heimkomuna bauð hann sig fram í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík fyrir hinn unga íslenzka Alþýðuflokk ásamt Jörundi Brynjólfssyni, síðar alþingismanni um langt skeið. Veit ég ekki betur en þeir félagar séu fyrstu fulltrúar þess flokks hér á landi, kosnir í almennum kosningum. En víxlspor var þetta óneitanlega fyrir mann með hrekklausan hug Kristjáns Guðmundssonar, og svo mikla sjálfsþekkingu hafði hann til að bera, að fljótt gerði hann sér fulla grein fyrir því, að refjar stjórn- málanna voru ekki hans meðfæri. Urðu því stjórnmálaafskipti hans ekki lengri en eitt kjörtímabil, ef þau þá urðu svo löng, en ekki breytti þetta neinu um það, að fram yfir nírætt hafði hann lifandi áhuga á þjóðmálum og fylgdist ótrúlega vel með þeim. Af því, sem hér hefur sagt verið, má nú ljóst vera, að maður með sérstæða greind og áhugamál Kristjáns heitins var í rauninni Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagshlaði. að bcrast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og 'eð góðu linubili. aldrei á réttri hillu í lífinu. Bókavarzla, kyrrlát fræðimennska eða ritstörf hefðu hentað honum bezt. En slíkt gat ekki orðið, ef til vill að nokkru vegna vanmats hans á sjálfum sér til slíkrar iðju. Eg tel mig standa í ævilangri þakkarskuld við þennan horfna vin minn. Ungum kom hann mér fyrstur í kynni við nokkur mestu snilldarverk íslenzkrar ljóða- gerðar Þeirra hollu áhrifa mun gæta, meðan ævin endist. Mega það vissulega aldahvörf heita í ævi hvers manns, er hann kveður slíkan vin hinzta sinni. — En forsjóninni er ég þakklátur fyrir að hafa — nú í meira en hálfa öld — fengið að njóta ljúfmennsku og fölskvalausrar vináttu þessa öðlingsmanns. Jón S. Guðmundsson. BRUNAUÐIÐ RUTH REGINALDS koma fram og skemmta matargestum sunnudaginn 17. des. í hádegi og síðdegiskaffi Á matseölinum er: Glóðarsteikt lambalæri, bernaise með bökuðum kartöflum og hrásalati. í ábætisrétt bjóðum við jarðarberjarjómarönd. Munið ókeypis sérrétt fyrir börn 10 ára og yngri. Þessi skemmtun er eingöngu fyrir matargesti Börn fá aðgang I fylgd með fullorðnum. PER HANSSON ÓGNARDAGAR í OKTÓBER 1941 Ógnardagar 1 oktober er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu fjöldamorðum heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar allir karlmenn, sem bjuggu í bænum Kragujevec í Júgóslavíu voru teknir af lífi. Morðin áttu að brjóta baráttuþrek Serbanna, en sameinaði þá í stað þess að sundra. Og þeir, sem eftir lifðu í þessum draugabæ. biðu þess að skæruliðarnir kæmu, — og svo sannarlega komu skæruliðarnir. Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu, stórfenglegur vitnisburður um sérstaka hetjudáð. Höfundur- inn er mörgum kunnur af fyrri bókum hans. Teflt á tvær hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, en Ognardagar í október er snjallasta bók hans. — hún er snilldarverk. KNUT HAUKELID BARÁTTAN UM ÞUNGAVATNIÐ Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver síða bókarinnar speglar harðfengi og hetjulund, sálarþrek og járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu norskra skæruliða, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna í Vemork í loft upp, — en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að geta framleitt vetnissprengju og þetta var eina þungavatns- verksmiöjan í Evrópu. Norsku skæruliðarnir voru Þjóðverjum fremri að einbeitni, hugkvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði í illviðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun þeirra er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar síðari og enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi hetjusaga á vart sinn líka í stríðshókmenntum, svo æsileg er hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.