Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Móðursystir mín og frænka okkar ÞÓRUNN ÞÓRARINSDÖTTIR frá Sayöitfirði andaðist aö Landspítalanum aðfaranótt 15. desember. Fyrir hönd ættingja og vina. Þórárínn Kríst)ánsson, Krístfn Anna Þórarínsdóttir, Sigrfður Ásdfs Þórarinsdóttir, Leifur Þórarinsson. Maöurinn minn og faðir okkar GÚSTAF KRISTJÁNSSON, matsveinn, Laugarásvegi 1, er látinn. Magda E. Kriatjánsson og synir. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóðir, ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR, Lokastig 24 A, sem lést á Landspítalanum 9. þ.m. verður jarösungln frá Fossvogskirkju 19. þ.m. kl. 13.30. Runólfur Þorgeirsson, Einar Runólfsaon, Þórunn Guðbjðmadóttir, Guðrún K. Campeil-Savours, Dele N. Campeil-Savours, Þorgeir P. Runólfsson, Jóhanna M. Guðnadóttir, Guðni Kr. Runóltsson, Katrin Runólfsdóttir. + Jaröarför móöur okkar og tengdamóöur ■ MARÍU THORAREN8EN, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 19. desember kl. 1.30 e.h. Sigríóur Ólafsdóttir, Friójón Skarphóólnsson, Þóróur F. Ólafsson, Halldórs V. Hjaltadóttir. t Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinsemd vlö andlát og útför eiginmanns míns og fðöur okkar. LÁRUSAR THORARENSEN Sérstakar þakkir færum viö starfsmönnum Cargolux og starfsfólkl sendiráös íslands í París. Margrát Aðalstainsdóttir Thorarensen, Elfn Elísabet Jón Ari, ’ Aðalsteinn og Eiríkur Hrafn Thorarenaen. t Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför mannslns míns og fööur INGIBERGS ÞORVALDSSONAR, bifreiðaatjóra. Ruth Þorvaidsson, Inga Martha Ingibergsdóttir. + Alúöarþakkir fyrir vináttu og hlýju viö andlát og útför sonar og bróöur okkar, SVERRIS MAGNÚSSONAR Kristfn Hafliðadóttir Hafliði Magnússon Jóhann Magnúsaon Gunnar Magnússon Ólafur K. Magnússon + Þökkum af alhug öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför ÁSMUNDAR DAVÍÐS GÍSLASONAR, Ásgarói 12, Kaflavik. Lilja Siguróardóttir, Kristfn Ása Davíósdóttir, Gisli Daviósson, Siguróur Daviösson, Margrót Siguróardóttir, Þóróur Kristjánsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Lovísa Þórósrdóttir, Jóhannes Þór Sigurósson, Guóbjörg Brynjólfsdóttir, Siguróur Sigurósson, Hers Gísladóttir, Siguróur Sigurjónsson, Ágústa Gísladóttir Culp, William Culp. Kristján K Guðmimds- son — Minningarorð Dauðinn vitjar vor mannanna með ýmsum hætti. Suma hrífur hann brott á snöggu augabragði í blóma lífsins, öðrum er hann líkn í þraut eftir langt æviskeið. Að morgni 6. þessa mánaðar lauk á Landakotsspítala ævi nær hálftíræðs öldungs, Kristjáns V. Guðmundssonar, sem búinn var að heyja lengri baráttu við hinn slynga sláttumann en hann hefði sjálfur kosið, — af þrautseigju og seiglu þess hrausta líkama, er aldrei hafði kvellisjúkur verið um dagana. Kristján heitinn var kominn af vestfirzkum bændaættum, fæddur að Kirkjubóli í Dýrafirði 28. maí 1885. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir og Guðmundur Natanaelsson, sem bæði voru Dýrfirðingar að upp- runa og bjuggu allan sinn búskap á Kirkjubóli. Börn þeirra hjóna urðu alls fjórtán. Komust tólf þeirra til fullorðinsára og náðu flest háum aldri. Lifa nú aðeins tvær systur af þeim myndarlega systkinahópi, báðar háaldraðar konur hér í borg. Ungur að aldri réðst Kristján í vinnumennsku til stórbóndans Ólafs á Hvítárvöllum í Borgar- firði, og kynntist hann þar konu- efni sínu, ungri kaupakonu úr Reykjavík. Síðan lá leiðin í bænda- skólann á Hvanneyri og lauk hann þaðan búnaðarprófi eftir tveggja vetra nám. Má nærri geta, að ekki var um annað að ræða en vinna sjálfur fyrir öllum námskostnaði. En ekki lét Kristján hér staðar numið, heldur var nú lengra stefnt, að þessu sinni suður til Danmerkur, og vildi hann nú víkka sjóndeildarhring sinn og auka þekking sína. Dvaldist hann í Danmörku um rúmlega eins árs skeið, aðallega við hvers kyns búnaðarstörf á józku stórbýli. Minntist hann ævinlega síðan þessarar dvalar með gleði og danskrar bændastéttar með virð- ingu. Eftir Danmerkurdvölina, sem varð eina vist Kristjáns á erlendri grund, tóku við ýmis störf hér í Reykjavík, einkum verkstjórn, m.a. hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi. Lengst vann hann þó við afgreiðslustörf hjá Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi, en síðan alla algenga daglaunavinnu. Síðast var hann við síðdegis- og kvöldvörzlu í húsi Morgunblaðsins við Aðal- stræti og var orðinn hálfníræður, er hann að lokum settist í helgan stein. Var hann þá enn hinn ernasti, heilsan góð og starfsgeta furðulega lítt skert. Öll störf sín rækti Kristján af stakri samvizku- semi, nákvæmni og stundvísi þess manns, sem aldrei mátti vamm sitt vita. Árið 1910 gekk Kristján að eiga heitkonu sína, Björgu Magnús- dóttur frá Miðseli, ömmusystur mína. Þau eignuðust tvo sonu, en misstu hinn eldra þriggja ára gamlan. Yngri sonurinn er Ragnar, nú yfirtollvörður hér í Reykjavík. — Konu sína missti Kristján fyrir 17 árum, og hefur hann síðan verið hjá fjölskyldu sonar síns. Naut hann þar hins bezta atlætis — og vinsælda sinna nánustu sem - og allra annarra venzlamanna og gamalla vina. Síðast, er heilsunni tók að hraka, held ég ekki á neinn hallað, þótt sagt sé, að mest hafi mætt á tengdadóttur hans, sem annaðist hann af frábærri alúð og nær- færni. Á 92. aldursári var þó svo komið heilsu hans, að umönnun á sjúkrahúsi var orðin óhjákvæmi- leg. Síðasta lotan varð löng, en að lokum fékk hann þráða lausn eftir hálfs þriðja árs legu. — En hver var hann, þessi hægláti maður, og hvaða mann hafði hann að geyma? Slíkum spurningum fær engin þurr ævi- ferilsskýrsla nokkru sinni svarað og raunar ekki heldur langt mál. Aðeins löng viðkynning og reynsla af hverri mannveru geta að nokkru leitt í ljós hinn innra mann. Þá reynslu tel ég mig hafa af Kristjáni Guðmundssyni. — Heimsfrægt stórskáld kvað eitt sinn svo að orði, að ekkert væri til fegurra en kærleiksríkur, heiðar- legur maður. Samkvæmt þeirri skýrgreiningu var Kristján heit- inn einhver allra fegursti maður, sem ég hef enn kynnzt. Um hann get ég heils hugar tekið mér í munn hin frægu orð Jóns biskups Ögmundssonar um fóstra sinn, ísleif Skálholtsbiskup, — sem vonandi eru ekki orðin slitin af ofnotkun, — að „hans skal ég í hvert sinn að góðu geta, þá er ég heyri góðs manns getið". Svo reyndi ég Kristján að öllum hlutum. tJr foreldrahúsum hafði hann víst heldur rýran sjóð jarðneskra fjármuna, sem von var til, en þaðan hafði hann þann arf, sem er öllu gulli æðri: kærleiks- ríkan hug, andlegt jafnvægi, æðru- leysi og jafnlyndi, en einnig bjartsýni og glaðlyndi, sem oft var beinlínis smitandi. Þessi heiðríkja hugarfarsins, þessi einstaka hlýja, gestrisni og manngæzka þess manns, sem öllum vildi vel og gott gera, streymdi frá honum og var í senn hrífandi og mannbætandi. Létt lund hans olli því, að hvar sem hann fór, átti hin sanna lífsgleði heima. Hann prédikaði ekki, setti ekki á neinar áminningarræður, sízt í umvöndunartón, en með öllu dagfari sínu sýndi hann þeim, er sjá vildu, hvernig sannur dreng- skaparmaður skyldi breyta í öllum skiptum við samferðamenn sína. Auðheyrt var, að sumt hið bezta í fornritum vorum hafði hann ungur tileinkað sér og dregið af sína lærdóma. Þessi alþýðumaður, sem naut lítillar skólamenntunar hjá því, er nú þykir hæfa, hafði í sjálfum sér fólgna þá sönnu menningu, sem skólar geta — eða gátu —, þegar bezt lætur, þroskað að nokkru og glætt, en aldrei skapað með þeim, sem ekkert af henni eiga. Og andlegur félags- skapur Kristjáns var ekki af verri endanum. Góðskáldin, allt frá Bjarna Thorarensen og Jónasi Hallgrímssyni, — það voru hans menn. Einkum dáði hann þó trúarskáldið séra Matthías, en einnig sum nýrómantísku skáldin, svo sem Sigurð frá Arnarholti og Stefán frá Hvítadal og síðast, en ekki sízt höfuðkempuna Einar Benediktsson, — að ógleymdum einnig hinum sérstæða skáld- bónda, Guðmundi á Sandi. Ljóð þessara öndvegishöfunda, sum hver einhverjar dýrustu perlur, sem íslenzk tunga geymir í sjóði sínum, kunni hann stundum orð- rétt eða gat í þau vitnað. Þau voru sú ómetanlega eign, sem aldrei varð frá honum tekin. Ekki er að efa, að einhverjum, sem þessi orð kunna að lesa, muni þykja þau rituð í hefðbundnum lofræðustíl og samkvæmt kenning- unni, að góður sé hver genginn. Því er einungis til að svara, að hér er það eitt mælt, sem ég veit sannast og réttast eftir áratuga vináttu. Þessum efasemdamönnum skal þó reynt að gera að einhverju leyti til Jaröarför konu minnar + 8IGURLAUGAR JÓHANNESDÓTTUR fer fram frá Grafarkirkju þrlöjudaglnn 19. desember kl. 12.30. Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 6 árdegis sama dag. KJartan Auöunsson. + Utför HULDU SIGTRYGGSDÓTTUR, fer fram þriöjudaginn 19. des. n.k. kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd vandamanna. Kristján Sigtryggsson. Utför + GUÐNÝJAR H. GUÐJÓNSDÓTTUR, Sjsfnargötu 12 sem andaöist 12. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunnl miövikudaginn 20. desember 1978 kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Fyrlr hönd vandamanna, Quðrún Jón,<|óttir, Holga S. Ólafsdóttir, I Halldóra Sigurjónsdóttir, Hanna Guöjónsdóttir, Vilborg Guójónsdóttir, Kristinn Guójónsson. + Okkar innilegustu þakkir tll allra sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug vlö andlát og jaröarför elskulegs sonar okkar og bróöur BJÖRNS Þórunn Haraldsdóttir, Guóni Jónsson, Ásgeir Guónason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.