Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Þessa mynd teiknaði Halldór heitinn Pétursson af Goldu Meir fyrir nokkrum árum, en þá var hún enn forsætisráðherra ísraels og átti stöðugt í höKKÍ við þá herramenn, sem hún er hér umkringd. AHir nema einn sitja enn á valdastólum sínum, þótt framtíðarhorfur séu ekki heinlínis bjartar hjá íranskeisara og’ Boumedienne forseta Alsír þessa stundina. Talið frá vinstri eru> Ilussein Jórdaniukonungur, Reza Pahlevi íranskeisari, Yasser Arafat. leiðtogi PLO, Gaddafhi Lýbíuhöfðingi, Anwar Sadat, forseti Egyptaiands, Assad Sýrlandsforseti, Faisal konungur Saudi-Arabíu, sem féll fyrir hendi geðsjúks frænda síns, og Boumedienne, sem hefur ekki borið sitt barr frá því að hann heimsótti Sovétríkin nýlega, og liggur nú milli heims og helju. Lítidbarnhefur lítid sjónsvid Viðskiptaráðherra: Stórfelldir erfiðleikar í bankakerfinu Svavar Gestsson, við- skiptaráðherra, mælti sl. miðvikudag fyrir stjórnar- frumvarpi um Seðlabanka íslands, sem gerir ráð fyrir lánum til framleiðsluat- vinnuvega á gjaldeyris- grundvelli. Afurða* og útflutningslán Ráðherrann sagði m.a, að birgðalán til útflutningsgreina væru veitt af viðskiptabönkum. Verulegur hluti slíkra lána væri endurseldur Seðlabankanum. Samkvæmt gildandi lögum gæti bankinn endurlánað óráðstafaðan hluta erlendra skuldbindinga sinna. Slíkt mótvægi til endurlána væri mjög breytilegt, háð gjald- eyrisstöðu ög hversu mikið fé væri öðrum ætlað. Því væri ekki að treysta að óraðstafað erlent mót- vægi verði alltaf nægilegt. Þess vegna sé þetta frumvarp flutt. Auk afurðalána er gert ráð fyrir sérstökum útflutningslánum, sem veitt verða í erlendum gjaldeyri. — Þegar sölusamningar liggja fyrir eða útskipun fer fram verða þau lán ýmist veitt af Seðlabanka fyrir milligöngu viðskiptabanka hérlendis eða þau verða veitt beint af erlendum bönkum líkt og tíðkast hafi um árabil. Frv. þetta gengur út frá þeirri forsendu, sagði ráðherra, að lántakendur, þ.e. framleiðendur og útflytjendur, skipti við innlánsstofnun eða viðskiptabanka. Síðan verða lánin endurséld Seðlabanka skv. afurða- lánareglum hans á ábyrgð við- skiptabankans. Utborgun lánsins verður jafnan í íslenzkum krónum, enda þótt skuldbindingin verði greind í erlendum gjaldeyri á lánsskjali. Endurkaup fram úr bundnu fé Á þessu mikla verðbólguári, sagði ráðherra, hefur sigið á ógæfuhlið. Endurkaup Seðlabanka í nóvember sl. fóru mjög verulega fram úr bundnu fé í bankanum, eða allt að 9 milljörðum króna. Því er annað tveggja nauðsynlegt: að lækka endurkaupahlutfallið um 4% eða svo frá næstu áramótum eða auka bindisskyldu í bankanum talsvert. Veruleg vandkvæði eru á að auka bindisskylduna, sem skerti svigrúm viðskiptabankanna. Því hefur verið um það rætt að fella niður lánveitingu bankanna til Framkvæmdasjóðs en hún nemur 5% af innstæðuaukningu á þessu ári, en þetta hlutfall var löngum 10%. Ráðherra rakti síðan í ítarlegu máli þróun endurkaupalána í Seðlabanka og gerði grein fyrir því, hvern veg slík lánafyrir- gréiðsla hefur skipst milli lands- hluta og atvinnugreina. Sparnaður og lánsfjártilurð Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði hér á ferð stórmál, þó lítið færi fyrir því. Hann rakti efnisatr- iði úr grein, sem hann hefði ritað fyrr á þessu ári, þar sem vakin var athygli á leið gengistryggðra lána til framleiðsluatvinnuvega. Hér væri að nokkru farið inn á þá braut, er þar hefði verið bent á. En t>ú hefur þann mátt, innra með þér, að geta læknað sjálfan þig, bæði á sál og líkama. Þetta er stórfróðleg bók og nytsöm og hverjum manni hollt að kynna sér efni hennar. Hún segir frá undraverðum tilraunum á lækningamætti hugans, en rannsóknir hafa staðfest trú höfundarins á það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja og styrkja hug og líkama. Rannsóknir Harold Sherman eru taldar merkustu sannanir fyrir þeirri undraorku, sem í huga mannsins býr og hann segir frá þessum rannsóknum sínum, birt- ir sögur af árangursríkum lækningum og gefur þeim, sem lækninga þarínast, holl og nyt- söm ráð. Hér er að finna skemmtilega þætti um menn og málefni. Þáttur er um Blöndalshjónin á Hallormsstað og hið merka lífsstarf þeirra, um séra Olaf Indriðason, skáldklerkinn í Kolfreyjustað, föður þeirra Páls aíþingismanns og skálds og Jóns ritstjóra, um hagleiks- manninn Karl Guðmundsson myndskera, langur þáttur um Sigfús Sigfússon þjóðsagnarit- ara og sérstæða háttu hans, um Sigurjón í Snæhvammi, um Fransmenn á Fáskrúðsfirði, um vin málleysingjanna, séra Pál Pálsson á Hörgslandi, um Magnús Guðmundsson frá Star- mýri o.fl. Af Héraði og úr Fjörðum er þjóðleg bók og hún er líka bráðskemmtileg. Jóna Sigríður, sem hér segir sögu sína, er kjarnakona og engri annarri konu lík. Hún lenti snemma í hrakningum og átti oft erfiða vist, en bugaðist aldrei þótt á móti blési, bauð erfiðleikunum birginn og barðist ótrauð sinni hörðu baráttu. Það var ekki fyrr en góðhestarnir hennar, Gullfaxi og Ljómi, komu til sögu, að lífið fór örlítið að brosa við Jónu Sigríði. Á þessum hestum ferðaðist hún um landið þvert og endilangt, um byggðir og öræfi, og lenti í margvíslegum ævintýrum og mannraunum. Frægust er hún fyrir útilegur sínar á Stórasandi, Kili og Kaldadal, og sú var mannraunin mest er hún átti átta daga útivist, matarlaus og svefn- laus, í hríð og foraðsveðri norðan undan Langjökli, — og þegar hún bjargaðist hélt hún blaðamanna- fund í Álftakróki. Það er öllum hollt að kynnast lífsreisu Jónu Sigríðar, frægustu hestakonu landsins. HAROLD SHERMAN Nytsom, uppörvandi og hjálpleg bók, sem kennir þér að nýta þann undrakraft, sem ínnra meó þór býr, til að endurhelmta líkamlegt og andlegt heilbrigói þitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.