Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 3 F járlagaf rumvarpið: Stöðva kratar við 3. umræðu? Á FUNDI þingflokks Al- þýðuflokksins í gærmorg- un mun niðurstaðan hafa orðið sú, að annarri um- ræðu fjárlaga skyldi lokið á þann hátt, sem sam- þykkt hafði verið í ríkis- stjórn og fjárveitinga- nefnd, en þriðja umræða fjárlaganna og afgreiðsla lánsfjáráætlunar, skyldi bíða þangað til hinir stjórnarflokkarnir, Fram- sóknarflokkur og Alþýðu- bandalag, hefðu tekið af- stöðu til þeirrar grund- vallarstefnu, sem felst í efnahagsfrumvarpi Al- þýðuflokksins. Samkvæmt því, sem Morgunblaðið kemst næst, þá hefur verið vaxandi óánægja innan þingflokks Alþýðu- flokksins með það hversu lítið tillit hefur verið tekið til stefnu Alþýðuflokksins við ákvarðanir ríkisstjórnarinn- ar. Nokkrir þingmenn Al- þýðuflokksins höfðu mjög ákveðnar skoðanir á því þegar við stjórnarmyndunina að nauðsynlegt væri að taka verðbólguvandamálið ákveðnum tökum. Þeir töldu það ekki hafa verið gert í stjórnarsáttmálanum. Þegar síðan kom að vandamálunum 1. desember, munu þeir hafa viljað taka fastar á málunum en gert var í lagasetningunni. Hins vegar töldu þeir á þeim tíma ekki tímabært að taka afstöðu gegn því, sem hinir stjórnarflokkarnir og meiri- hluti í þingflokknum taldi nauðsynlegt, til þess að stjórnarsamstarfið brysti ekki. Var það með sérstöku tilliti til þess að Ólafur Jóhannesson sagði, að ef ekki næðist samkomulag, sem all- ir stjórnarflokkarnir stæðu að, þá myndi hann slíta stjórnarsamstarfinu og rjúfa þing. Á því vildu þessir þingmenn ekki bera ábyrgð og greiddu því atkvæði með desemberráðstöfununum, þótt þeir væru þeim í raun og veru ekki sammála. Þessir þingmenn Alþýðu- flokksins fengu því hins vegar framgengt að því er þeir telja sjálfir, að heildar- stefna var mörkuð í greinar- gerðinni og þeir munu telja að þeir hafi þá fengið loforð fyrir því að efni greinargerð- arinnar skyldi teljast bind- andi. Undanfarið hafa þeir hins vegar talið sig hafa ástæðu til að halda að því væri varla að treysta. Þess vegna hófu þeir þegar í stað eftir samþykkt laganna samningu frumvarps, sem lögbyndi efni greinargerðar- innar. Það er þetta frumvarp, sem lagt var fram á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokks- ins á fimmtudagskvöld og í ríkisstjórninni á föstudags- morgun. Eggert G. Þorstcinsson — Reyndi að miðla málum, en mistókst. Að því er Morgunblaðið kemst næst varð enginn ágreiningur um efni frum- varpsins á flokksstjórnar- fundinum, allir, meira að segja þeir tveir ráðherrar, sem sátu fundinn, Benedikt Gröndal og Magnús Magnús- son, lýstu yfir fullum stuðn- ingi sínum við frumvarpið. Hins vegar varð ágreiningur á fundinum um það, hvort tengja ætti afstöðutöku hinna flokkanna til frum- varpsins við afgreiðslu fjár- laganna. Magnús Magnússon bar fram tillögu um það að það yrði ekki gert. Þegar umræður á fundinum hnigu í þá átt að líklegt væri að hún yrði felld, gerði Eggert G. Þorsteinsson tilraun til mála- miðlunar í þá átt að afstöðu til þessa máls yrði frestað. Mælti Benedikt Gröndal með þeirri málamiðlun. Hins veg- ar munu málalyktir á flokks- stjórnarfundinum hafa orðið þær, þegar tillaga Eggerts var borin upp fyrst, að hún var felld með 27 atkvæðum gegn 18. Þá var borin fram tillaga Magnúsar um að afstöðutaka til frumvarpsins skyldi ekki tengd fjárlagaaf- greiðslunni, en hún var felld með sömu atkvæðatölu. í. heild var síðan tillagan og þar með frumvarpið sam- þykkt með 29 atkvæðum gegn 9. Allir flokksstjórnarmenn voru að lokinni þessari atkvæðagreiðslu sammála um, að ekki bæri að líta á samþykkt tillögunnar sem neins konar úrslitakosti varð- andi stjórnarsamstarfið, heldur sýndi hún að Alþýðu- flokkurinn hefði markað heildarstefnu í efnahagsmál- unum, þ.e.a.s. í baráttunni gegn verðbólgunni og að eðlilegt væri að tekið yrði samtímis á öllum málunum þremur, verðbólguvandanrm, fjárlögunum og lánsfjár- áætluninni. Það væri sjálf- sögð málsmeðferð að kynna frumvarpið fyrst í ríkis- stjórninni, en taka það jafn- framt fram að fjárlögin og lánsfjáráætlunin yrðu ekki afgreidd endanlega fyrr en vitað væri, hvort samstaða gæti náðst um meginefni frumvarpsins. Samkvæmt því, sem Morgunblaðið kemst næst, gerðist það í gær, að þing- flokkur Alþýðuflokksins ákvað, að annarri umræðu fjárlaganna skyldi lokið á þann hátt, sem samþykkt hafði verið í ríkisstjórninni og fjárveitinganefnd, en að þriðja umræða fjárlaganna og afgreiðsla lánsfjáráætlun- ar skyldi bíða þangað til hinir stjórnarflokkarnir hefðu tek- ið afstöðu til þeirrar grund- vallarstefnu, sem fælist í efnahagsfrumvarpinu. Benedikt og Magnús — Þeir biðu lægri hlut í flokksstjórn á íimmtudagskvöldi, en hvað sögðu þeir á ríkisstjórnarfundi á föstudagsmorgun? vorusý BRITISH TOY & HOBBY FAIR. London;27. janúar — 3. febrúar 1979 SCANDINAVIAN FASHION WEEK, Kaupmannahöfn , 15. —19. marz 1979 sma, v SCANDINAVIAN FURNITURE FAIR, rTZZ’ Austurstræti 17. 2. hæö Símar 26611 — 20100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.