Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Húsið næst við hliðina á hornhúsinu er Greifahúsið eins og Það var árið 1882. Austur8tr»ti 22 eins og þaö leit út árið 1948 er Haraldarbúð var Þar til húsa. Austurstræti 22, Greifahúsið, eins og Þaö er í dag. L)6sm. Mbl. RAX. J kiökkenet er en kaminforsynet meÖ dobbelt Jernanker og en Jemdör meö Hængsler. Skorsteenen er opfört meö Mur 3 Alfra Gulvet op til Ankeret og beklædt meö Jernplade. “ Þannig hljóðar skoðunargerð frá árinu 1811 á elsta óbreytta mannvirki í Reykjavík en það er eldstó sem nú stendur í verslanahúsi Karnabæjar við Austurstræti. Árið 1811 fluttist til Reykjavíkur ísleifur Einarsson assessor, sonur Einars Jónssonar skólameistara í Skálholti, og lét hann reisa hús í Reykjavík. í árbókum Jóns Espólíns er húsið sagt vera múrsteinshús mikið, há stétt standi undir því og að það standi á Austurvelli. Árið 1805 keypti Friðrik Trampe greifi og skiptamtmaður húsið af Isleifi en síðar komst það í hendur manns nokkurs von Castenskjol að nafni sem átti það til ársins 1819. Á þeim tíma er Trampe greifi átti húsið tók Jörgen Jörgensen, Jörundur hundadagakonungur völdin í sínar hendur hér á landi og lét taka Trampe til fanga. Settist Jörundur síðan að í húsi gr.eifans og bjó þar allan sinn valdatíma hér á landi. Hélt hann þá m.a. dansleiki í þessu húsi sem þá hafði fengið nafnið Greifahúsið. Það gerðist einnig í tíð Trampes greifa að sá sem lét reisa húsið, ísleifur Einarsson, var tvisvar settur þar í varðhald. Fyrst af Jörundi hundadagakonungi og síðar af Trampe sjálfum. Yfirréttur og bæjarþing höfðu aðsetur í Greifahúsinu um árabil en árið 1873 fékk prestaskólinn húsið til umráða. Árið 1905 eignaðist Haraldur Árnason kaupmaður húsið og rak þar verslun. Frá þeim tíma hefur Greifahúsið einungis verið notað sem verslunarhúsnæði. Haraldur lét Erlend Einarsson arkitekt breyta húsinu sem nú er nr. 22 við Austurstræti í svokallaðan víkingastíl. Síðan hefur húsið smám saman breytt um svip en undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar á þessu húsnæði einkum innan dyra. Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar, en Karnabær á nú húsið, var inntur eftir því hvers konar breytingar ættu sér stað á þessu gamla húsi. Greifahúsiö „Við ætlum okkur að reyna að gera húsið eins á ytra borði og það var er Haraldur átti það, okkur fannst það fallegast þá. Einnig höfum við ætlað okkur að kalla það Greifahúsið eins og það hét þegar Trampe greifi átti það.“ Garbo „Á annarri hæðinni er tískuverslun fyrir konur, Garbo. Hún er ætluð ungum konum sem vilja fylgja tískunni." Garbo hefur verið innréttuð sérstaklega í stíl við hið gamla hús og þá kannski helst sögu þess þar sem greina má þar stofuhorn eins og hægt er að ímynda sér að hafi verið þar fyrr á dögum er búið var í Greifahúsinu. Bonaparte „Á fyrstu hæðinni, beint fyrir neðan Garbo, er verslun fyrir karlmenn og er hún í svipuðum stíl og Garbo nema hvað þar hefur verið tekin upp nýjung í afgreiðslu. Mismunandi sniðum af herrafötum er komið fyrir á gínum. Þægilegir sófar eru fyrir viðskiptavinina til þess að hægt sé að virða fyrir sér fötin á gínunum og velja snið. Efnisprufur eru einnig til taks og þegar viðskiptavinurinn hefur valið sér fötin er náð í þau fram á lager og viðkomandi fær að máta þau. Við tókum upp þessa nýbreytni þar sem við höfðum orðið varir við það að fólk biður heldur um að fá að sjá föt sem eru á gínunum úti í glugga eða þá þau sem afgreiðslufólkið er í. Það vill heldur sjá fötin áeinhverjum en að velja sér á fatahengjum þar sem illa er hægt að greina sniðin." Nýbygging „Bak við verslanahúsið var lóð þar sem voru skúrar og olli þessi lóð okkur sífelldum vandræðum vegna innbrota. Það varð því úr að við fengum leyfi til að byggja þarna og fengum við 180m2 húsnæði út úr þessari lóð. í þessari nýbyggingu eru unglindadeild, hljómplötuverslun og skóverslun. í unglingadeildinni er fatnaður á 4—15 ára unglinga og er sú deild næst götunni. Innar er hljómplötuverslunin sem er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Innst er síðan skódeildin." Veitingahús „I nýbyggingunni verður veitingastaður sem opnar upp úr áramótum, sennilega í janúar. Eigendur staðarins eru þeir Bjarni Ingvar Árnason og Jón Hjaltason og er ætlun þeirra að vera með með nýja rétti sem ekki hafa áður fengist hér á landi. Einnig ætla þeir að hafa innréttingarnar með nýtískusniði en það er leyndarmál ennþá hvernig þetta verður allt saman það kemur í ljós á sínum tíma. Inngangurinn að veitingahúsinu, sem er portið upp*að Nýja Bíói, verður upphitaður og einnig hefur verið sótt um að hafa hálft þak yfir portinu þannig að hægt sé að hafa þar borð úti. Á veggjunum báðum megin portsins verða kassar með auglýsingaspjöldum frá öllum skemmtistöðum í bænum þannig að fólk geti séð þar allt sem um er að vera í Reykjavík á því sviði." Porto Bello Road ísland „Við ætlum að reyna að gera eins mikið til að lífga upp á miðbæinn og við getum. Við ætlum í ríkum mæli að færa starfsemi okkar út á torgið, m.a. vera þar með skyndisölur, plötukynningar og jafnvel fá þangað hljómsveitir og halda þar diskótek. Ég hef sjálfur stungið upp á því við yfirvöld og ég veit að margir fleiri hafa áhuga á því að koma fyrir þannig aðstöðu eftir miðri göngugötunni að þangað geti komið ýmsir listamenn með handunnar vörur og selt þær þarna á götunni. Fólk þyrfti þá ekki endilega að fara á sýningar inni í sölum til að sjá listaverk. Þetta yrði þá eins konar Porto Bello Road ísland ef slíkt kæmi upp en það þyrfti þá að koma upp aðstöðu til dæmis með smá söluturnum þar sem veðurfar leyfir ekki alltaf að hægt sé að stunda sölumennsku undir berum hirnni." Kjarni miöbæjarins „Það má segja að frá byggingu hafi Greifahúsið verið miðdepill bæjarlífs í Reykjavík. Fyrst sem aðsetur yfirstéttarmanna, síðar aðsetur yfirvalda og menningar. Er verslunin tók völdin í Greifahúsinu varð það ekki síður kjarni bæjarlífsins þar sem verslun Haraldar Árnasonar var ein af aðalverslunum Reykjavíkur á sínum tíma. Nú er í þessu 177 ára gamla húsi að rísa verslanamiðstöð fyrir þá sem vilja tolla í tískunni. Það má því segja að lengi lifi í gömlum glæðum. — rmn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.