Morgunblaðið - 19.12.1978, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
Benedikt Daviðsson um 2% nýbyggingargjald:
Tveimur
sleppt
HÓLBARÐAMÁLIÐ svokallaða er
nú að mestu upplýst. Tveimur
starfsmönnum bírgðadeildar varn-
arliðsins, sem setið höfðu í gæzlu-
varðhaldi í rúma viku vegna
rannsóknar málsins, var sleppt úr
haldi um helgina.
LAGT HEFUR verið fram í efri
deild Alþingis frumvarp til laga
um breytt verðgildi íslenzks gjald-
miðils. Eins og komið hefur fram
er gert ráð fyrir að lög þessi taki
gildi 1. janúar 1980. Gjaldmiðill sá
sem gefinn verður út eftir gildis-
töku laganna kallast nýkróna og
jafngildir ein ný króna eitt
hundrað gömlum krónum.
Sementshækkunin:
Bervitnióstjóm
og ráðdeildarleysi
segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSI
„AUÐVITAÐ eru hækkanir
sem þessi fráleitar, svona rétt
eftir útreikning vísitölunnar,“
sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður
Verkamannasambands íslands,
er Morgunblaðið spurðist fyrir
um það. hvort Sementsverk-
smiðjan hefði ekki átt að
hækka þjónustu sína á því 10
daga timabili, sem ríkisvaldið
hefði lýst yfir að hækkanir
rikis og ríkisstofnana kæmu til
framkvæmda á. Var þesi yfir-
lýsing gefin f sambandi við
sólstöðusamningana á síðasta
ári.
„Hækkanir sem þessar sýna
aðeins óstjórn og ráðdeildar-
leysi á þessum ýmsu sviðum
ríkisrekstrar, að einu sinni á
þessu sviði, skuli þeir ekki geta
haldið sig. Ég held þó að hin
látna ríkisstjórn hafi a.m.k.
leitazt við að halda sig dálítið
nálægt þessu og var þá almenna
reglan að þessar hækkanir
komu ekki fyrr en á þessum
tíma. Hækkanir eiga að koma
fram á þessum tíma og ég
vorkenni hvorki sementsverk-
smiðjunni eða öðrum að sjá
þetta fyrir — eða eru þeir í
kanselíinu að velta þessu fyrir
sér með magakvölum og þurfa
svo að gefa þetta í jólagjöf."
í júlímánuði 1977 lýsti ríkis-
stjórnin, sem þá var við völd, því
yfir að hækkanir á þjónustu
ríkis og ríkisfyrirtækja myndu
aðeins framkvæmdar á 10 dög-
um fyrir útreikning vísitölu. Því
mun hækkun sementsverk-
smiðjunnar vera brot á því
samkomulagi, en verkalýðs-
hreyfingin hafði krafizt þessa,
en vinnuveitendur hafnað.
Hækkun sements hefur áhrif á
byggingavísitölu, sem áhrif hef-
ur á t.d. bensínverð, sem hækkar
þar sem vegagjald, sem rennur í
vegasjóð, hækkar sjálfkrafa við
hækkun vísitölunnar. Hækkað
bensínverð hækkar allan flutn-
ingskostnað og því verðlag í
landinu, vísitölu framfærslu-
kostnaðar.
Lítum slíkar að-
gerðir hornauga
— ÞAÐ ER ljóst að heldur er
skuggsýnt framundan í
byggingariðnaðinum og því
lítum við allar aðgerðir, sem
eru til að draga úr möguleikum
í þessari starfsgrein, heldur
hornauga en hitt og þá ekki
þetta síður en annað sagði
Benedikt Davíðsson formaður
Sambands byggingamanna f
samtali við Morgunblaðið f
manna sagði að þessi ákvörðun
væri til þess að gera ástandið
enn verra í byggingariðnaðinum
og væri það þó nógu slæmt fyrir.
— Eins og ástandið er núna,
þurftum við sízt á þessu að
halda, sagði Gunnar. — Auka-
skattlagning ýmiss konar kemur
öll á fyrirtæki og atvinnurekst-
ur þannig að allt ber að sama
brunni.
Við þurfum ekki að fara
lengra en upp á Ártúnshöfða,
þar sem mörg fyrirtæki fengu
úthlutað lóðum fyrir l‘/2 ári
síðan, en aðeins fá þeirra hafa
treyst sér til að hefja byggingar
á lóðunum vegna fjármagns-
skorts. Nú á að taka upp 2%
nýbyggingargjald, sem leggst
ofan á skipulagsgjaldið og raun-
verulegur byggingarkostnaður
hækkar því beint um þetta
hlutfall, sagði Gunnar.
Skagaströnd:
gær. Hann var þá spurður álits
á þeirri ætlan ríkisstjórnarinn-
ar, sem fram hefur komið í
stjórnarfrumvarpi að 2%
nýbyggingargjald verði lagt á
nýbyggingar aðrar en
íbúðarhúsnæði.
Gunnar Björnsson formaður
Meistarasambands byggingar-
Benedikt Davíðsson tók það
fram að hann hefði ekki kynnt
sér tillögur ríkisstjórnarinnar
nákvæmlega og samband hans
hefði ekki fjallað um þetta mál.
Hann sagði að þar sem lítið
hefði verið úthlutað af íbúðar-
lóðum að undanförnu og á næsta
ári yrði sennilega enn um
samdrátt að ræða, því væri
slæmt ef þessi ákvörðun yrði til
þess að draga úr byggingum
atvinnuhúsnæðis.
Unnið að slökkvistörfum.
Ljósmynd Jónas Baldursson.
Nú fór
SÆSÍMAKAPALLINN milli
Islands og Ameríku — Icecan
— slitnaði aðeins liðlega
sólarhring eftir að Scotice
komst í lag, og var viðgerða-
skipinu sem lengst beið eftir
að komast til viðgerðar á
Scotice snúið við og stefnt í
átt að bilunarstað Icecan sem
er um 120 mílur austur af
Grænlandi. Fyrirsjáanlegt er
að viðgerðaskipið verður ekki
komið á staðinn fyrr en á
jóladag og að viðgerð mun
taka töluverðan tíma, því að
auk þess sem kapallinn hefur
farið sundur er talið að
neðansjávar magnari kunni
að vera bilaður. Talsamband
við útlönd er þó með eðlileg-
Kviknaði í olíugeymi
fram og voru fljótir á vettvang
eftir að þorpslúðurinn gall er
gefur til kynna að eldur sé laus í
bænum og kallar menn þá frá
öðrum skyldustörfum. Ekki mun
tankurinn hafa orðið fyrir veru-
legum skemmdum enda stöðug
vatnsdæling á hann á meðan þessu
stóð.
^ JB.
Skipstjóranum
gert að greiða
V2 milljón króna
MÁL SKIPSTJÓRANNA á Pétri
Jónssyni og Sæbergi voru tekin
fyrir hjá bæjarfógetanum í Hafn-
arfirði í gær, en skipin voru stáðin
að loðnuveiðum nokkrum klukku-
stundum eftir að loðnuveiðibann
tók gildi í síðustu viku. Skipstjór-
unum var hvorum um sig gert að
greiða 500 þúsund krónur í Land-
helgissjóð og sakarkostnað. Því
var hins vegar vísað til sjávarút-
vegsráðuneytisins hvort eða þá
hve mikið af afla yrði gert
upptækt samkvæmt lögum um
ólöglegan sjávarafla.
Ný-krónu
frmnvarpið
lagt fram
Icecan
um hætti að mestu leyti um
Scotice.
oKagastronu, io. aes.
UNDANFARNA daga hefur verið
hér stillt verður og hlýindi á
köflum og varia sest föl á jörð og
er það fremur óvenjulegt á
þessum tíma að sögn heima-
manna.
Um þessar mundir eru staddir
hér menn frá Olís við að endur:
byggja stóran svartolíugeymi. í
tanknum var nokkuð af gamalli,
mjög þykkri svartolíu og þurfti að
fjarlægja hana vegna verksins.
Var hún hituö upp til dælingar
með rafmagnshitara en svo illa
vildi til að hitarinn fór upp úr
olíunni og glóðhitnaði. Varð það til
þess að kviknaði í yfirborði
olíunnar og varð af eldhaf mikið.
Og náðu eldtungurnar upp úr
geyminum og svartur reykur hátt
til himins.
Slökkviliðinu hér á staðnum
tókst að ráða niðurlögum eldsins
með froðudælingu á skömmum
tíma. Gengu menn þar vasklega
Athugun á afkomu verzlunarinnar:
Verzlunarálagning 18-19%
lægri en í upphafi ársins
„SÉRSTÖK athugun stcndur yfir
á afkomu verzlunarinnar og ég á
ekki von á því að neitt gerist í
álagningarmálum verzlunarinn-
ar fyrr en eftir áramót,“ sagði
Georg ólafsson verðlagsstjóri í
samtali við Mbl. í gær.
Að sögn Georgs er nú mikill
þrýstingur á verðlagsyfirvöld að
leiðrétta verzlunarálagningu af
hálfu einka- og samvinnuverzlun-
arinnar. Kvað Georg ástæðuna
vera þá að tvívegis hefði verzlun-
arálagning verið lækkuð í hundr-
aðstölu á þessu ári í kjölfar
gengisfellinga með svokallaðri
30% reglu. Fyrst var álagningin
lækkuð um rúm 9% í hundraðstölu
í kjölfar gengisfellingarinnar í
september þannig að álagningin
væri nú milli 18 og 19% lægri en í
upphafi ársins.
„Það liggur fyrir beiðni frá
verzluninni um leiðréttingu, þar
sem hún telur að kostnaðarhækk-
anir í kjölfar gengisfellingarinnar
séu fyrir löngu komnar fram,“
sagðí Georg Ólafsson.