Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 3 Þúsundir fylgdust með er kveikt var á Óslóartrénu KVEIKT var á jólatré sem Óslóborg sendi Reykjavík aó gjöf nú um þessi jól eins og oft áður sl. sunnudag að viðstödd- um miklum fjölda barna og fullorðinna. Að lokinni athöfn við jólatréð á Austurvelli náðu jólasveinar á þaki Nýja köku- hússins athygli viðstaddra. Við athöfnina við jólatréð lék Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Brian Carlile nokkur lög. Síðan tók til máls sendiherra Noregs á íslandi Anne Maria Lorentzen og mælti hún á íslenzku nokkur ávarpsorð og kveðjur frá borgarstjórn Óslóar, en afhenti síðan tréð fyrir hennar hönd og ungur norsk-ís- lenzkur drengur kveikti á því. Síðan talaði forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, Sigurjón Pétursson, og að lokinni ræðu hans söng Dómkórinn undir stjórn Martins H. Priðriks- sonar. Að lokinni þessari athöfn gafst áhorfendum kostur á að fylgjast með jólasveinum sem léku ýmsar kúnstir við Austur- völl. Annemarie Lorentzen sendiherra Norðmanna á íslandi afhenti tréð og Sigurjón Pétursson veitti því viðstöku. búsundir borgarbúa ungir sem eldri fylgdust með því er kveikt var á jólatrénu á Austurvelli og hlýddu á dagskrá jólasveina að því loknu. Ljósm. Emilía. Börn og fullorðnir á Austurvelli á sunnudag. — Til h ennœr F'emÁlet nctttlcjóll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.