Morgunblaðið - 19.12.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
Traustir stofnar
áíslenskummeiði
Skyldi það ekki vera einsdæmi
á íslandi að hægt sé raunveru-
lega að tala um 70 ára hjúskap-
arafmæli. Slík ending er ekki á
hverju strái. Og þegar á það er
litið að brúðguminn var 28 ára
gamall og brúðurin 24 ára er
þetta enn merkilegra, en í dag
halda upp á slíkt afmæli
heiðurshjónin frú Ingibjörg
Daðadóttir og Sigurður Magnús-
son fyrrum hreppstjóri Hólm-
ara.
Sigurður sagði mér að þegar
þau Ingibjörg hefðu verið ákveð-
in í að fylgjast að á lífsleiðinni
hefði ekki verið um auðugan
garð hjónaefnanna aö gresja.
Var þaö því samkomulag að þau
sætu í festum sem kallað var í 3
ár og fór Ingibjörg þá til
Reykjavíkur í vist þar, en
Sigurður til sjós vestur á firði,
en að vetrinum var hann svo við
smíðar hjá vini sínum Jónasi
Jónassyni snikkara á Þingeyri.
Nú leið tíminn og haustið 1908
fór Sigurður til Reykjavíkur og
var ákveðið hjónaband þeirra á
þeim vetri. Var þá venja að lýsa
með hjónum í kirkjum þrjá
sunnudaga í röð, en það vildu
þau vera laus við þar sem fá
mátti leyfisbréf til undanþágu
frá slíku og var það með
yfirskrift Friðriks VIII, en
Halldór bæjarfógeti Daníelsson
afhenti þau gegn greiðslu, kr.
16.00, sem þá var hálfrar
annarrar viku laun. Þegar bréf-
ið var svo fengið var að fara að
hitta prestinn og til þess völdu
þau sr. Jóhann Þorkelsson
dómkirkjuprest. Ákveðinn var
svo dagurinn 19. des. og mættu
þau hjónaefnin í Suðurgötunni
hjá séra Jóhanni þann dag með
svaramanni og vottorði frá
hinum. Fór athöfnin fram að
venju hátíðleg með bænum og
góðum óskum um velgengni í
lífinu. Þau orð hafa ábyggilega
orðið að áhrínsorðum.
Sjósókn og
smíðar
Sigurður Magnússon er fædd-
ur á Isafirði. Hann á eiginlega
þrjá afmælisdaga en telur að 20.
apríl sé sá réttasti og heldur sér
við hann. Hann er fæddur 1880
og á því ekki langt í aldarafmæl-
ið. Foreldrar hans voru þau
Guðbjörg Jónsdóttir og Magnús
Sigurðsson bónda að Hálsi á
Skógarströnd. Magnús var um
skeið Vesturlandspóstur.
Sigurður naut foreldra sinna
ekki mikið en var alinn upp á
Ytra-Leiti á Skógarströnd frá 8
ára aldri. Hann fór snemma til
sjós og reyndi bæði áraskip,
skútur og togara. Hann fékkst
einnig við smíðar. Hóf búskap á
Ytra-Leiti, var þar eitt ár og
þrjú ár á Setbergi en fluttist
síðan að Kársstöðum í Helga-
fellssveit sem hann oft er
kénndur Við. Árið 1938 fluttust'
þau hjón til Stykkishólms þar
sem þau hafa átt heima síðan
eða rúm 40 ár.
Sigurður tók mikinn þátt í
félagsstörfum, var í hrepps-
nefnd bæði Helgafellssveitar og
Stykkishólmshrepps og fleira
mætti nefna. í sjálfstæðisfélag-
inu Skildi í Stykkishólmi var
hann í stjórn og formaður um
skeið. Þá má nefna að hann var í
stjórn nefndar til að safna fyrir
byggingu elliheimilis í Stykkis-
hólmi.
Ingibjörg er fædd að Dröng-
um á Skógarströnd 19. maí 1884.
Foreldrar hennar, María
Andrésdóttir og Daði Daníels-
son, bjuggu þar. Þau hjón
eignuðust 15 börn, misstu tvö
þeirra en hin komust upp og
náðu flest háum aldri. Það má
minna á að María varð 106 ára
og hress fram á seinustu ár.
Ég kem oft til þeirra hjóna og
eins og gengur berst ýmislegt í
tal og er gaman að rifja upp með
þeim atburði liðinna ára. Ég er
kannski ekki eins góður að hafa
orðrétt eftir þeim og er Það
skaði, því þau segja sérstaklega
vel frá og orðfæri allt þannig að
gaman væri að halda því eins og
það kemur frá þeim. Ég kom
þangað að venju þar sem þau
búa með Aðalheiði dóttur sinni
að Laufásvegi 5 í Stykkishólmi
og var tilefnið nú að rifja upp
eitthvað af þeirra lífsgöngu.
Ingibjörg er ekki fyrir það gefin
að flíka neinu frá þeirri tíð,
finnst það ekki þess vert að því
sé komið fyrir almenning, hún
hafi lítið megnað um dagana og
ekki verið þannig að umtalsvert
sé, en þó held ég að hún vanmeti
sig mikið því á afmælisdeginum
hennar 90. kom þessi vísá:
Árin hafa orðiÓ mörg
á öðlingskonu vegi.
Hug vorn allan Ingibjörg
áttu á þessum degi.
og munu allir sem til þekkja
geta tekið undir þessi orð.
Sat yfir ánum
Ég spurði Ingibjörgu um
æskuárin. Þau voru nú ekki
margbrotin, sagði hún. Fljótt
varð ég að reyna að hjálpa til og
gera gagn sem ég mátti. Ég var
ekki gömul þegar ég sat yfir
ánum fram í Seljadal fyrir
framan Breiðabólsstað. Katrín
systir hafði þann starfa áður.
Hún var elst okkar systkina. Þá
var fært frá.
1882 gengu mislingar.
Mamma lenti í þeim og var rétt
dáin. Hún var ófrísk og átti
barnið fyrir tímann. Það kom
lifandi og var skírt skemmri
skírn. Já, það þótti ganga
kraftaverki næst að mamma
skyldi komast heil írá þessu og
lifa,
Ég var 17 ára þegar við
fluttumst að Narfeyri og rúm-
Sjötíu ára
hjúskaparafmœli
Ingibjargar
Davíösdóttur
og SigurÖar
Magnússonar, ——
Stykkishólmi
lega tvítug þegar ég fór til
Reykjavíkur.
Ég spurði Ingibjörgu hvers
vegna hún hefði lagt þangað leið
sína. Hún svaraði: Mig langaði
til að sjá eitthvað meira en
þennan blett sem ég stóð á, og
svo einnig að læra eitthvað, því
það fór lítið fyrir náminu í æsku
og höfðu flestir þá sögu að segja.
Ingibjörg segjr mér að það
hafi þótt alveg sérstök forfröm-
un að fara til höfuðborgarinnar.
Já, það var bará litið upp til
þeirra sem þar höfðu verið og ég
man að það þóttu meðmæli með
ungum stúlkum að þær væru
Reykjavíkurgengnar.
Frú Theódóra Thoroddsen
hafði útvegað mér stað, já
ágætan stað, það var hjá þeim
hjónum frú Maríu og Sigurði
Thoroddsen verkfræðingi og
yfirkennara. Ég var þar í
eldhúsinu. Þetta heimili var
mikið snyrtiheimili og hús-
bændurnir þannig að ekki verð-
ur betra á kosið. Reglusemi og
þrifnað var hægt að læra þar. Á
ég þar góðar endurminningar.
Þau hjón buðu fólki sínu einu
sinni á vetri í leikhús.
Ekki fylgdist Ingibjörg með
skemmtanalífinu í Reykjavík
þeirra tíma. Hún sagði mér að
hún hefði engu eytt í dansleiki
eða slíkt. Einnig sagði hún mér
að sig hefði langað mikið til að
læra að sauma og að því hefði
komið, en þá fékk hún ólukku í
vísifingurinn. Hleypti ég út úr
sárinu, segir hún og gekk út
slæmska og vatn. Ég setti spritt
á en svo hljóp bólga í þetta og
fór ég til læknis en hann átti í
erfiðleikum með að fá þetta í lag
og þannig leið. veturinn að úr
saumaskap varð ekkert, en um
vorið var ég þó þannig að ég gat
farið að vinna, en ég missti
fremsta köggulinn af fingrinum.
Ég var í kaupavinnu á sumrin,
fyrsta sumarið hjá þeim Sturlu-
bræðrum sem þá ráku búskap í
Brautarholti á Kjalarnesi. Þar
var margt manna segir Ingi-
björg. Ég var víðar.
Eitt sinn bað ég konu sem ég
leigði hjá í Reykjavík að athuga
með kaupavinnu fyrir mig, en
þessi kona hafði áður búið á
Kjalarnesi. Hún útvegaði mér
vinnu. Það var í Kollafirði hjá
Kolbeini eldra. Hann kom til
konunnar og þar hittumst við og
ég var ráðin.
Um vorið þegar ég kom
þangað byrjaði ég á hreingern-
ingum. Stór, gamall torfbær
með timburinnviði, allt hvít-
skúrað. Þá fór ég í mógrafir með
gámla manninum. Þar reyndi ég
að gera mitt gagn. Kolbeinn
sagði líka að það ætlaði að
rætast úr mér því hann hefði
haldið fyrst þegar við hittumst
að hann hefði ráðið þarna
kvenmann sem ekki hefði unnið
ærlegt handarvik.
Ég var svo eitt sumar í
Varmadal. Fyrsta og annað árið
vorum við Sigurður búsett í
Reykjavík. Sigurður stundaði
sjóinn en ég fór vestur á sumrin
í sveitina. Við bjuggum á
Túngötunni, höfðum herbergi og
aðgang að eldhúsi. Þar fæddist
elsta dóttirin, María.
Af skektunni
á skúturnar
Sigurður segir mér að hann
hafi ekki verið nema á 17. ári
þegar hann fór til sjós. Hann
reri þá um haust í Elliðaey með
Guðmundi Guðmundssyni á Ósi,
móðir hans Guðrún átti skektu
sem Góa hét og á henni reru
þeir. Fengu þeir 140 flakandi
lúður auk annars og þótti sú
vertíð góð.
Þá reri hann 3 vertíðir umdir
jökli með sama formanni,
Guðm. Guðm. Aldamótaárið um
páskana gengu þeir utan úr
verinu og i Stykkishólm til að ná
þar í pláss á skútu sem Jón
Lárusson var formaður á. Segir
Sigurður að þá hafi ís verið
mikill. Þeir urðu að brjóta ísinn
frá Súgandisey að Stykkinu til
að geta komið skútunni þangað.
Eina vertíð á Sandi var hann
með Eyjólfi frá Dröngum. Á
skútum var Sigurður mörg ár.
Hann var með Jóni Lárussyni á
kútter frá hæstakaupstað á
Isafirði í 3 sumur, en þeirri
verslun stjórnaði þá Jón Laxdal
tónskáld. Svo var hann mé Jóni
aðrar þrjár sumarvertíðir á
Djúkk sem Gramsverslun á
Þingeyri gerði út. Með Oddi
Valentínussyni kveðst Sigurður
hafa verið eftir að hann hætti
með Jóni. Einnig var Sigurður
tvö ár á enskum togara, Y
Vedley frá Aberdeen. Þeir fóru
víða kringum land til fanga.
í sjóferðum sínum kom
Sigurður víða við og á margar
góðar endurminningar frá þeim
tíma. Ótal minningar sem hann
segir frá af sinni góðu frá-
sagnarlist. Og væri gaman að
geta -síðar meir rifjað nokkrar
þeirra upp. Á langri ævi hefir
Sigurður orðið margs vísari.
Hann fékk engan lærdóm í skóla
í æsku. Fóstra hans, Jófríður á
Ytra-Leiti, kenndi honum undir-
stöður lestrar og reiknings og
það hefir dugað honum vel.
Hann hafði hreina og greinilega
skrift og vel hefir hann kunnað
að leggja saman og draga frá
um dagana.
Sigurður man vel fermingar-
daginn sinn. Við vorum sjö,
þrjár stúlkur og fjórir drengir,
segir Sigurður, sem staðfestum
skírnarheit okkar í kirkjunni
minni á Narfeyri á hvítasunnu-
dag 1894. Sóknarpresturinn, sr.
Jósef Hjörleifsson, hafði búið
okkur vel undir þann dag bæði í
kirkjunni og á eigin heimili. I
kirkjunni röðuðum við okkur
fyrir framan altari frelsarans á
móti sóknarprestinum. í kirkj-
unni talaði hann við okkur
börnin, flutti ræðu og bað guð
að blessa okkur þennan dag og
alla framtíð. Þetta flutti hann
með sinni dásamlegu fögru rödd
í tali og tónum og minnist ég
þessarar stundar alla tíð. Ég
hefi ekki heyrt aðra fegurri
rödd, segir Sigurður og leggur
áherslu á.
Þau Sigurður og Ingibjörg
eignuðust 5 dætur. Tvær þeirra
eru nú látnar, báðar snögglega
og um aldur fram. Barnalán
þeirra hefur verið mikið og í
skjóli dætra sinna eru þau nú og
það segja þau mér bæði, að slíkt
sé mikil guðs gjöf og ómetanleg
og ég sem kunnugur veit að
þetta er satt.
Sigurður hefir sagt mér að
honum teljist svo til að
Narfeyrarkirkja hafi verið hans
sóknarkirkja í 50 ár og þess
minnast þau hjónin í dag með
lítilli viðurkenningu til þeirrar
kirkju.
Mörg hugöarefnin
Sigurður hefir unnið málum
aldraðra. Það var gaman þegar
nýja dvalarheimilið okkar var
vígt um daginn að sjá þau
hjónin bæði þar viðstödd og
ræða við prestina. Þau tóku með
okkur svo innilega þátt í gleð-
inni yfir þessum veglega áfanga.
Fyrir löngu ákváðu þau að gefa
heimilinu bókasafn sitt sem er
vandað og gott og nú er unnið að
því að skrá það og koma því
fyrir. Sigurður er heiðursborg-
ari Stykkishólms.
Þau hjónin eru ern. I vor á
hann 99 ára afmæli og Ingibjörg
95 ára. Enngengur hún teinrétt
um kaupstaðinn og heimsækir
vini sína. Enn vinnur hún sína
ullarvinnu, prjónar og spinnur
og þeir eru fallegir vettlingarnir
hennar Ingibjargar. Þaðget ég
borið um. Sigurður sækir enn
mannfundi þegar honum býður
svo við að horfa og hefir gaman
af að fá vini og kunningja í
heimsókn og ræða við þá.
Á þessum tímamótum hugsa
margir hlýtt til þeirra heiðurs-
hjóna og óska þeim blessunar nú
og ævinlega.
Þau eru traustir stofnar á
íslenskum meiði.
Arni Helgason.
Frú Ingibjörg og Sigurður — Sr. Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur gaf þau saman í Reykjavík þ.
19. september 1908.