Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 13

Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 13 Hrafn Gunnlaugsson fráfarandi framkvæmdastjóri Listahátíðar: Listahátíð græddi 14 milljónir „Ég ætla mér ekki að munn- höggvast á opinberum vettvangi við forstjóra Norræna hússins um hagnað af Listahátíð ‘78, en vegna rangfærslna hans og dylgna í Mbl. laugardaginn 16. des. undir fyrir- sögninni, Milljón króna halli á Listahátíð, tel ég rétt að sann- leikurinn sé leiddur í ljós. Þegar talað er um hagnað af Listahátíð eða tap, er alltaf átt við bæði starfsárin sem umboð fram- kvæmdastjórnar nær yfir, því hátíðin er haldin annað hvert ár. Erik Sönderholm verða hins vegar á þau mistök að einblína á annað árið, þ.e. árið 1978, er skilaði 7.003.340,- króna hagnaði, en sleppa árinu 1977. Hagnaður af Listahátíð ‘78 sundurliðaður ná- kvæmlega er 12.315.534.- krónur í hreinum peningum, eignaaukning: keypt skrifstofuáhöld 544.462.- krónur, innrétting á húsnæði Listahátíðar 1 milljón króna. Samanlagt eru þetta tæpar 14 milljónir króna og stendur því fullyrðing mín um umgetinn hagnað óhögguð. Nú þegar ég læt af störfum framkvæmdastjóra er peningaeign hátíðarinnar um 20 milljónir í lausafé, auk skrifstofuáhalda og innréttinga á húsnæði Listahátíð- ar í Gimli. Þessi hagnaður er þannig til kominn, að við 12 milljónir í hréinum peningum frá þessari hátíð bætast um 8 milljón- ir frá hátíðinni 1976. Þá vil ég benda á að reikningar Norræna hússins hafa aldrei verið teknir inn í uppgjör Listahátíðar frekar en annarra stofnana sem eiga aðild að hátíðinni svo sem Ríkisútvarps, Þjóðleikhúss og Listasafns íslands. Það er ekki hægt að ætlast til að fram- kvæmdastjóri Listahátíðar beri ábyrgð á rekstri Norræna hússins. Varðandi óánægju Norræna hússins vegna 1 milljónar króna gjafar Listahátíðar til Söngskól- ans í Reykjavík og Bandalags íslenzkra listamanna, sem sam- þykkt var einróma á fulltrúaráðs- fundi Listahátíðar í síðustu viku, vil ég ekkert segja, það er framkvæmdastjórnar að svara því, en bendi þó á að Erik sat á þeim fundi og þagði þunnu hljóði, þegar þessi tillaga var samþykkt.“ 0RT0F0N PICK-UP gera goö hljomtæki enn betri. Kynmö ykkur gæöi og eiginleika ORTOFON. Athugiö MC 10 og MC 20 pick-upin eru komin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.