Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 14

Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 Sveinn Jónsson: Skattamálin Inngangur Ég ætla að spjalla við ykkur stutta stund um skattamál, en þau hafa verið mikið rædd undanfarna mánuði og eins og ljóst er af fréttum síðustu dagana er enn mjög stormasamt kringum þennan málafiokk. Skattamálin eru raunar þess eðlis að yfirleitt er ekki meira um annan málaflokk rætt og karpað bæði hérlendis og í öðrum löndum. Þetta stafar einfaldlega af því, að flest önnur málefni, sem rætt er um á opinberum vettvangi, tengj- ast skattamálunum með einum eða öðrum hætti. Beinast og ljósast liggur þetta auðvitað fyrir varð- andi alla þá margþættu mála- flokka sem falla undir starfsemi opinberra aðila. Ef notuð er samlíking úr stjörnufræðinni má segja að í opinberri starfsemi standi skattheimtan í miðpunkti og kringum hana snúist svo hinir margvíslegu útgjaldaflokkar hins opinbera í misjafnlega víðum brautum. Af þessu leiðir svo það, að skattamálin standa einnig í miðpunkti stjórnmálabaráttunnar á hverjum tíma. Ég held að ekki felist alltof mikil einföldun í því að segja að stjórnmálabaráttan gangi öðru fremur út á tvennt, annars vegar átök um það, hve umsvif opinberra aðila, og þar með skattheimtan, skuli vera mikil í þjóðfélaginu og hins vegar keppni einstaklinga og hagsmunahópa um að leggja sem minnst í þetta púkk en fá hins vegar sem mest í sinn hlut úr opinberum sjóðum. Stefnuleysi stjórn- málaflokkanna í skattamálum Þegar þessi miðlæga og mikil- væga staða skattamálanna er höfð í huga, hlýtur það óneitanlega að vekja furðu hve lítið opinberar umræður og opinberar aðgerðir í skattamálum hafa mótast af þekkingu á þessum málaflokki og vilja til að gera framkvæmd skattheimtunnar skaplega fyrir skattgreiðendur á hverjum tíma. Þetta eru stór orð, sem rökstyðja mætti í löngu máli, en tímans vegna læt ég nægja að taka fram, að ég tel, að alltof lítið hafi verið af þvi gert að gera skipulega grein fvrir hinum ýmsu þáttum skatt- heimtunnar hér á landi, bæði út frá fræðilegu og pólitísku sjónar- miði. Af þessu hefur svo leitt það, að einstökum stjórnmálaflokkum hefur yfirleitt ekki tekist að marka nægilega skýra heildar- stefnu í þessum mikilvæga mála- flokki, stefnu sem byggð væri á skýrt fram settum forsendum, stefnu sem'skattgreiðendur gætu treyst að framfylgt yrði, ef við- komandi stjórnmálaflokkur hefði umtalsverð áhrif í ríkisstjórn. Um langt árabil hefur það verið árviss atburður að gerðar væru ýmsar breytingar á mikilvægum þáttum skattheimtunnar. Þær breytingar hafa yfirleitt alls ekki ráðist út frá skattamálasteínu einstakra stjórnmálaflokka, enda hefur slík stefna vart verið til eins og áður sagði. Nei, skattalaga- breytingarnar hafa yfirleitt komið sem afgangsstærð í einhverju pólitísku dæmi, sem stjórnvöld hafa reiknað með mjög stuttum fyrirvara. Slíkar skattalagabreyt- ingar geta ekki kallast annað en kák og kukl. Af þessum vinnu- brögðum hefur í fyrsta lagi leitt sífellda óvissu skattgreiðenda um skattalega stöðu sína frá einum tíma til annars, í öðru lagi viðvarandi stórfellt misrétti í skattlagningu einstakra aðila og hópa í þjóðfélaginu, í þriðja lagi hafa meginstefnumið skattheimt- unnar ekki verið löguð að ger- breyttum þjóðfélagsháttum og af þessu öllu hefur svo leitt almennt virðingarleysi fyrir skattheimtu hins opinbera og þeim lögum sem um hana fjalla. Þetta er ófögur upptalning en því miður er allt of margt í sambandi við skattamálin, sem minnir á söguna um nýju fötin keisarans. Flestallir, bæði þeir sem standa í stjórnmála- baráttunni og þeir sem utan hennar standa, hafa talið sér öruggast að leika áfram gamla skattaleikinn, láta sem ekkert væri að, enda þótt þeim væri fullljóst, að kominn var tími til að horfast í augu við staðreyndir og setja leiknum nýjar spilareglur. Ég mun her á eftir fyrst og fremst gera grein fyrir þeim meginágöllum, sem ég tel að hafi verið á tekjuskattsálagningu hér á landi um langt skeið. Að sjálf- sögðu eru tekjuskattar ekki nema einn þáttur skattamálanna, en í stuttu spjalli verð ég að takmarka mig við þann þátt, enda ber hann oftast á góma í umræðum um skattamál. I lokin mun ég víkja stuttlega að þeirri löggjöf um tekjuskatt og eignarskatt, sem sett var sl. vor og ganga á í gildi um næstu áramót, þeim breytingum Sveinn Jónsson sem ný ríkisstjórn gerði á þessu sviði sl. haust og þeim breytingum, sem nú virðast í uppsiglingu. Núverandi skattprósentur Ég hef mjög lengi verið þeirrar skoðunar, að langsamlega stærsti ágalli tekjuskattsálagningar hér á landi væri sá, að meira væri lagt á þennan skattstofn en hann þyldi. Með öðrum orðum skattprósentur væru of háar. Ég hef jafnlengi verið- þeirrar skoðunar, að ýmsir aðrir ágallar tekjuskattlagningar- innar mundu stórlega minnka og verða viðráðanlegir, ef skattprós- entur væru lækkaðar allverulega. Lítum snöggvast á það, hverjar tekjuskattsprósenturnar eru í dag. I þessu sambandi nefni eg tekju- skatt hvern þann skatt, sem leggst á tekjuöflun skattgreiðenda, enda þótt í framkvæmd nefnist slíkir skattar ýmsum nöfnum. Til að gera mál mitt ekki of langt mun ég eingöngu líta á hæstu skatt- prósentuna. Við álagningu skatta á þessu ári tóku opinberir aðilar 53,4% af nettótekjum, sem fóru fram úr 2.621 þús. kr., þegar hjón áttu í hlut. Þessi 53,4% skiptast þannig, að tekjuskattur til ríkisins er 40%, útsvar til sveitarfélags 11%, sjúkratryggingagjald 2%, en það er í reynd auðvitað ekki annað en viðbót við tekjuskattinn og að síðústu er svo 0,4% gjald til Byggingarsjóðs ríkisins, sem sagt alls 53,4%. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð, því að þegar ný ríkisstjórn tók við völdum sl. haust, lagði hún 6% til viðbótar á tekjur, sem fóru fram úr vissu marki, en sem dæmi þar um skal nefnt, að þetta mark var 3,7 millj. kr. nettótekjur, þegar í hlut áttu barnlaus hjón. Þar með var hæsta skattprósentan komin í 59,4% og enn er öll sagan ekki sögð. A þessu ári var nefnilega lagður á 10% skyldusparnaður og voru þau tekjumörk, sem hann miðaðist við nokkru lægri en mörk 6% við- bótartekjuskattsins. Vissulega er skyldusparnaðurinn ekki skattur í venjulegri merkingu þess orðs, en hann er óumdeilanlega mjög þung kvöð og í mörgum tilvikum jafn- gildi skatts fyrir þá, sem hann þurfa að greiða. Minnt skal á, að skyldusparnaðurinn endurgreiðist eþki fyrr en eftir 5—6 ár og þá með töluvert verri kjörum en ríkissjóður býður eigendum spari- skírteina upp á. Eins og allir vita höfum við hingað til búið við eftir á greidda tekjuskatta. Þetta þýðir, að við vorum á þessu ári að greiða skatta af tekjuöflun ársins 1977. Þegar kom yfir viss tekjumörk, greiddum við sem sagt á þessu ári 59,4% skatta og 10% skyldusparnað eða samtals 69,4% af viðbótartekjuöfl- un okkar á árinu 1977. Áður en ég geri grein fyrir því, hve fáránleg slík skattheimta er að mínu mati, vil ég víkja að tveimur atriðum, sem talsmenn slíkrar skattlagn- ingar hafa haft mjög á oddinum upp á síðkastið. Eftirá greiddir skattar og verðbólgan Þeir skattglöðu meðal okkar benda annars vegar á það, að í kerfi með eftir á greiddum skött- um veri skattbyrðin því léttbærari því örari, sem verðbólguþróunin verður. Þetta er út af fyrir sig staðhæfing, sem við venjulegar aðstæður fær staðist að því er allan þorra skattgreiðenda varðar. Í því sambandi skulum við þó muna, að hún stenst alls ekki eins vel og áður við núverandi aðstæður, þar sem þeir sem hæst laun hafa og hæsta skatta bera fá nú ekki verðlagsbætur á laun í takt við aukningu verðbólgunnar. En það er annað, sem við verðum öðru fremur að muna, þegar við heyrum þessa röksemd skattheimtumanna og það er sú staðreynd, að skattprósentur hér á landi hafa hingað til ekki verið breytilegar með' hliðsjón af breyti- legri verðbólguþróun. Frá því að verðbólgan færðist í aukana hér á landi á árinu 1973, hefur hún sveiflast á bilinu 25—50% á ári og hingað til hefur skattprósentum ekki verið breytt árlega af þeim sökum. Enda er það að sjálfsögðu svo, að verði skattprósentur nú hækkaðar duglega við afgreiðslu fjárlaga með tilvísun til aukinnar verðbólgu, dettur engum heilVita manni í hug, að prósenturnar verði lækkaðar aftur, þótt fljotlega tækist að ná verulegum árangri í baráttunni við verðbólguna. Ég get nefnt enn fleira til að sýna, hversu varhugaverð framan- greind meginröksemd skatt- heimtumannanna er. í því efni hefur mesta þýðingu að benda á þá hættu, að vegið verði aftan að skattgreiðendum, þegar eftir á greiddum skattprósentum verður breytt í staðgreiðsluprósentur, en verulegar líkur eru á, að sú breyting sé á næsta leiti. Framan í þá hættu sáum við með mjög greinilegum hætti s.l. vor, er lögð voru fram frumvörp til laga um tekjuskatt og eignarskatt og um staðgreiðslu skatta, en eins og kunnugt er hlaut síðarnefnda frumvarpið ekki samykki í það skiptið. Þær prósentur, serri þá var gengið út frá að gilda mundu í staðgreiðslukerfi, voru alls ekki miðaðar við umreikning á eftir á greiddum prósentum á grundvelli þáverandi verðbólgustigs. Ég get sem sagt alls ekki á það fallist, að hæsta álagningar- prósenta yfirstandandi árs, tæp- lega 70%, taki sérstakt mið að því, að nú um meira en eins árs skeið hefur verðbólgan aftur farið vax- andi. En þar sem þær röksemdir, sem ég kem með hér á eftir eru alveg jafn gildar, hvort sem miðað er við 70% eða t.d. 50% álagningarprósentu, skal ég um sinn gleyma öllum áðurnefndum fyrirvörum og miða við að vegna áhrifa 40% árlegrar verðbólgu sé hæsta álangingarprósentan í reynd 50%. Hvað felst í hugtök- unum „hátekjur“ og „hátekjumenn44? Hin meginröksemd skatta- postulanna er sú, að hæstu skatt- prósentum sé aðeins beitt á tekjur tiltölulega. fámenns hóps svo- kallaðra „hátekjumanna" og allir hljóti að vera sammála um, að þeir skuli greiða mjög háa skatta. En hafið þið ekki allir tekið eftir því, hvaða hljómur er í þessu orði, „hátekjumaður", þegar skatta- postularnir taka sér það í munn. Jú, sá hljómur leynir sér ekki. í málflutningi þessara spekinga er „hátekjumaður" einfaldlega maður, sem með vafasömum eðá jafnvel óheiðarlegum hætti hefur tekið til sín of stóra sneið af þjóðarkökunni. Þessum herrum finnst því sjálfsagt, að samfélagið geri meirihluta þessara illa fengnu tekna upptækan. En skoðum nánar þetta skugga- lega hugtak, „hátekjumaður". Hefur það þá eiginleika, sem fram koma í máli skattapostulanna? Nánari skoðun sýnir, að því fer fjarri. Þá kemur í ljós, að á mælikvarða skattalaganna eru „hátekjumennirnir“ alls ekki svo fámennur hópur. Á þessu ári greiddu til dæmis 14.300 ein- staklingar skyldusparnað, en það er 22% af öllum þeim, sem greiddu tekjuskatt á árinu. Segja má því, að samkvæmt skattskýrslum sé tæpur fjórðungur skattgreiðenda hátekjumenn. En ég skýt að ykkur þeirri spurningu, hve hátt þetta hlutfall væri, ef allar tölur færu á skattframtöl, sem þangað eiga að fara lögum samkvæmt. Það er kannski hreint ábyrgðarleysi að vera með getgátur um það, hvert hið rétta hlutfall er. En það skyldi þó ekki vera, að ef öll kurl kæmu til grafar, mundi hópur „hátekju- rnanna" í framangreindum skilningi reynast á bilinu 30—40% af heildartölu skattgreiðenda? Hér erum við einfaldlega komnir að þeirri staðreynd að tekjuskipting er jafnari hér á landi en í flestöllum löndum og alls ekki hefur verið sýnt fram á , að æskilegt sé að draga mjög mikið úr þeim tekjumismuni, sem fyrir hendi er. í því sambandi þarf til dæmis að hafa í huga, að sá tekjumismunur, sem fram kemur í skattframtölum, stafar að tölu- verðu leyti af því, að ein- staklingarnir leggja á sig mislang- an vinnudag. Ég leyfi mér því að halda því fram, að orðið „hátekjumaður" sé stórlega misnotað í skattaum- ræðum ýmissa stjórnmálapostula á þessu landi. Hæsta álagningar- prósenta jafn gildi 100% söluskatti! Lítum nú á það tilvik, að sá sem viðbótartekna aflar þurfi að greiða 50% af þeim til opinberra aðila. Sá sem dugnað sýnir og aflar sér t.d. 100 þús. kr. viðbótartekna, meðan aðrir sitja við sjónvarpið, þarf þá að skila 50 þús. kr. þar af til hins opinbera. Þetta ástand er raun- verulega alveg jafngildi þess að lagður sé 100%, ég endurtek 100%, söluskattur á vinnuframtak þessa manns. Hann fær sjálfur 50 þús. kr. í vinnulaun, en þar ofan á bætast 50 þús kr. sem hann innheimtir fyrir hið opinbera, sem sagt 100% söluskattur. Flestum finnst víst meira en nóg að þurfa að selja vöru eða þjónustu með 20% söluskatti, en hafa menn virkilega ekki áttað sig á því að við leggjum 100% söluskatt á þá sem enn nenna að bjarga sér í þessu landi. Að mínu mati sýnir þessi staðreynd í hnotskurn. hversu fáránlegt það tekjuskattskerfi er. sem við búum við. Ég þekki ekki nokkurn mann, sem finnst það nálgast sanngirni. að lagður sé á hann 100% söluskattur, þegar hann býður fram vinnu sína, vinnu sem þjóðfélagið hefur yfirleitt fulla þörf fyrir. En þetta er samt það sem gert cr. og menn horfa á þennan fáránleika aðgerðalitlir og áratugum saman. Nú eru meira að segja að rísa upp spámenn meðal okkar sem prédika, að þetta kerfi sé ekki nægilega vitlaust. Það þurfi að gera það enn fáránlegra! Meginágallar núverandi skattakerfis Ljóst er, að meginágallar þessa vitlausa kerfis eru tvíþættir. Annars vegar lama hinir óhóflegu skattar framtak og vinnuvilja einstaklinganna og hins vegar kynda þeir undir stórfelldum skattsvikum. Því má skjóta hér inn, sem ekki ætti að þurfa að deila um, að verulegur árangur í baráttunni við skattsvikin næst ekki nema menn beri einhverja virðingu fyrir skattalöggjöfinni. Einhverjum árangri má að sjálfsögðu ná með umfangsmiklum lögregluaðgerð- um og njósnastarfsemi. En á hvaða leið er það þjóðfélag, sem þarf að beita slíkum aðferðum í viðleitni sinni til að fá þegnana til að fylgja grundvallarlagasetningu í landinu? Erindi flutt í Rotaryklúbbi Reykjavíkur 13. des. 1978

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.