Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 16

Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 I KA5TANIE i AUEEM I *»•>*» I Dea Trier Mörch í anddyri og bókasafni Nor- ræna hússins hangir um þessar mundir allmargt grafíkmynda og veggspjalda eftir dönsku listakonuna Deu Tricr Mörch. Dea er mjög vel menntuð listakona er stundað hefur nám jafnt í heimalandi sínu sem víða austan tjalds. Eftir að hafa þreifað fyrir sér á ýmsan hátt í málverkinu án þess að finna sig, fékk hún áhuga á alþýðlegri og pólitískri list og hefur haslað sér völl á þeim vettvangi. Er hún mjög gott dæmi um gildan listamann á þessum vettvangi, myndir hennar eru settar fram á einfaldan og augljósan hátt og hafa sem slíkar hvorttveggja frásagnar og áróðursgildi. Dea er mjög leikin með dúkskurðar- hnífinn og sker óspart í dúkinn, stundum um of því að maður saknar gjarnan hinna efnis- kenndu vinnubragða er mis- munandi skurður með ólíkum hnífum framkallar. En Dea virðist oftast hafa lítinri áhuga á fagurfræðilegum listbrögðum, slíkur er frásagnarlegur ákafi hennar enda mun hún fæddur rithöfundur og er vafalítið orðin stórum frægari sem slíkur en í myndlistinni. Þetta er á engan hátt sett fram til að rýra hlut Mynflllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON myndanna — ég hef séð stórar sýningar á grafík-myndum hennar t.d. í Rostock og veit að hún er velþekkt fyrir framlag sitt á því sviði. Það var þó fyrst er bók hennar „Vetrarbörn" kom út árið 1976 að frægðarfer- ill hennar hófst fyrir alvöru og mynda hennar um leið. Er hér um eðlilega og skemmtilega sameiningu tveggja eðlisþátta í list Deu Trier Mörk að ræða. Myndirnar í bókinni eru margar hverjar mjög áhugaverðar og hverjum skyldi detta í hug að þær séu á einhvern hátt ósið- samlegar? Það væri skrítinn „starfskraftur", því að myndirn- ar eru svo falslausar í tján- ingarríkum einfaldleik sínum og gætu sem slíkar hangið hvar sem er. Hvað pólitísku hliðina á list hennar áhrærir þykir mér hún einna sterkust í veggspjöldun- um, þau eru einföld og áhrifarík og hér er skurðarhnífnum ósjaldan beitt af umbúðalausari þrótti en í hinum minni mynd- um — er augljóst að hér fylgir hugur máli, fram borinn af stóru hjarta. Skiptir þá litlu máli hvort maður er með á nótum hvað málstaðinn snertir Karlakór Reykjavíkur Karlakór Reykjavík er snemma á ferðinni með styrkt- arfélagstónleikana, sem undan- farin ár hafa venjulega verið á vorin. Um það hvort starfsemi karlakóra hér á landi sé að komast í svipaðan farveg og á Norðurlöndum, að verða ein- angraðir karlaklúbbar, sem eiga ekki lengur hlut að framvindu tónmenntar í landinu, væri fróðlegt að fjalla um og hvað valdi þar mestu. Því hefur verið haldið fram, að flutningur nýrrar tónlistar geti bjargað starfseminni en þá kemur fram sú staða, að áhugafólk um karlakórssöng hefur ekki minnsta áhuga á nútímatónlist og er glaðast þegar kórarnir taka upp hreinan dægurlaga- söng eins og „fjórtán-siglfirsk- ir-vestmannaeyingar“. Þegar reynt er að lífga upp gamla hefð með söng laga sem einu sinni gerðu lukku, virðist hlustendum í flestum tilfellum vera sama en þakka fyrir sig, ef vel er að flutningnum staðið. Flestir aðstandendur karlakóra gera sér grein fyrir breyttum aðstæðum en enginn virðist þekkja leiðina út úr þessu völundarhúsi. Páll P. Pálsson hefur reynt að skapa Karlakór Reykjavíkur nýja stöðu með mjög gaman- samri tónlist og á þessum tónleikum bætti hann við nýju lagi við texta eftir Þorstein Valdimarsson, Hæ, bomm fididi, sem er mjög skemmtilegt lag og vel unnið. Tónleikarnir hófust á tveimur lögum eftir Þorstein Valdimars- son, er nefnast Um sláttinn og Kýrgæla við ljóð eftir Garborg í þýðingu Þorsteins. Lögin eru Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON heldur sviplítil en ekki ósmekk- lega gerð. Fjögur næstu lögin eru eftir Sigvalda Kaldalóns, en hann er það íslenzka tónskáldið, sem lengst hefur náð í gerð sönglaga. Síðasta lagið, Ave María, er allt að því mótetta og var það mjög vel flutt af Sieglinde Kahmann. í þýskri messu eftir Schubert naut kór- inn aðstoðar hornaflokks úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Messan er ekki stórbrotin og talin samin í kringum 1825—26. Höfundur textans, Neumann, var prófessor í eðlisfræði og hafði áður starfað með Schubert við gerð óperu um indverskt efni og átti að heita Sakuntala en Schubert gerði aðeins uppkast af tveimur þáttum verksins. Söngverk Schuberts er í átta þáttum, er samsvara þáttum katólsku messunnar og er samið fyrir blandaðan kór og blásara- hljómsveit í hljómrænum söng- lagastíl. Fyrir utan frumflutn- inginn á íslensku lögunum var messan skemmtilegasta tónlist- in á efnisskránni. Það hefði mátt sleppa Fangakórnum úr Fidelio, eftir Beethoven. Söng- máti kórsins er of grannur fyrir Páll P. Pálsson. svona tónlist. Það vantaði þann þunga og dökka nið, sem er ofinn úr þáttum örvæntingar og gleði í tónmáli Beethovens. Hljómurinn eftir Sullivan var sunginn ágætlega af Hreiðari Pálmasyni, en flutningur slíkra söngva er fyrir mörgum árum hættur að teljast til tíðinda. Næst síðast á efnisskránni voru lög eftir söngstjórann og eitt þeirra frumflutt og var það ef til það eina sem eitthvert nýnæmi var í. Tónleikunum lauk á söng Sieglinde Kahmann, en hún söng Vocalise eftir Chenoweth og Vilja-sönginn úr Kátu ekkj- unni eftir Lehar og gerði það mjög vel. Kórinn er í góðri þjálfun en söngmátinn er of grannur fyrir dramatiskan söng. Slíkur söng- máti nýtur sín bezt í rösklegum söng eins og kom fram í aukalaginu. Hásetasöngurinn úr Hollendingnum á að vera hroll- vekjandi gleðisöngur hásetanna á draugaskipinu en ekki hressi- legt göngulag. Undirleik annað- ist Guðrún Kristinsdóttir. Tónleikar Kammersveitar Reykjavikur KAMMERSVEIT Reykjavíkur hélt tónleika í Bústaðakirkju 10. desember sl. Aðsókn og móttiikur voru góðar. verkefna- val við hæfi. þó ekki væri neinar óvæntar rúsínur að finna. í Inngangi efnisskrár blása Kammersveitarmenn svo- lítið í eigin lúður. eins og það er orðað í útliindum. segja hug sinn um tilverurétt og tilgang sveitarinnar í tónlistarlífi okk- ar. Aður en lengra er haldið skal til þessara orða vitnað. þar eð undirritaður tekur undir þau heilshugar. Kammer- sveitarmiinnum farast svo orði „I upphafi mörkuðu aðstand- endur Kammersveitar Reykja- víkur þá stefnu, að halda árlega fjóra áskrifendatónleika, þar sem kynnt yrði áhugaverð kammertónlist, sem sjaldan eða aldrei hefur verið flutt á tón- leikum hérlendis. Hefur þeirri stefnu verið haldið alla tíð og má segja að Kammersveitin hafi auðgað tónlistarlíf höfuðborgar- innar með flutningi tónverka, sem ella hefðu seint eða aldrei heyrst hér. Ennfremur hefur tilvist Kammersveitarinnar orð- ið íslenskum tónskáldum hvati til sköpunar kammerverka, sem óhætt er að fullyrða að ekki hefðu orðið til ef Kammersveit- arinnar hefði ekki notið við. Aðsókn að tónleikum Kammer- sveitarinnar hefur sýnt, að full þörf var fyrir þennan þátt í tónlistarlífinu, því flutningur kammertónlistar, þessa göfug- asta forms ritaðrar tónlistar, hefur löngum verið af mjög skornum skammti hér á landi vegna þeirra erfiðleika sem eru á því að halda gangandi skipu- lögðum og samst.illtum hópi tónlistarmanna, sem er fús til að leggja á sig þá;vinnu sem nauðsynleg er." Svo mörg voru þau orð. í huga undirritaðs nýtur Kammersveit Reykjavíkur sér- stakrar virðingar, svo jaðrar við að markalínur óhlutdrægni séu fótum troðnar. Virðingin stafar af þeirri einföldu staðreynd, að Kammersveitin ber með sér þann neista einlægni og áhuga, ef ekki sköpunarkrafts, sem ólaunuðum störfum eru oft samfara. í hverju bogastroki leynist boðskapur sem hittir í mark jafnvel þegar tónlistarleg gæði gera það ekki fyllilega. Slíkan eldmóð skortir víða. Menn hrasa fljótt ofan í hjólför atvinnumennskunnar, fara að spila eins og „glamrandi vél- brúður", eins og gagnrýnandinn sagði um árið. Kammersveitar- menn bera hins vegar með sér vissan þokka, stundum ómót- stæðilegan. Og þegar það, ásamt góðum leik, fer saman, verður útkoman áhrifamikil. Tónleik- arnir á sunnudag tóku flugið á þennan hátt af og til. Skal nú á það minnst. Blásarakvintett lék Divertimento eftir Joseph Ilaydn, verk upphaflega ritað fyrir 2 óbó, 2 horn, 8 fagott og se.rpent, . e.ða „snak". Fjórir stuttir kaflar mynda áðlaöándi smámyndir, sem flytjendur túlkuðu af miklum þokka og sveigjanleik bæði í vali hending- arskipan og styrkleika. Strax bar á misræmi í tónstyrk óbós og flautu, sm hélst tónleikana á enda, og líkt og óbóið bærist betur um salarkynnin en flaut- en, ellegar að verkin hafi um of Tónllst eftir GUÐMUND EMILSSON kallað á lágsvið flautunnar, sem ekki er eins hljómmikið í framsögu og efra sviðið. Sigurður Markússon, okkar ágæti fagottleikari sem alltof sjaldan hefur riðið á vaðið, lék Einleiks konsert Vivaldis í e-moll með miklum glæsibrag, ef ekki riddaramennsku. Óná- kvæmur undirleikur hástrengja í fyrsta þætti, skemmdi ekki það sem á eftir fór, annan þáttinn, sem Sigurður lék einkar fallega, svo jaðraði við hið óþekkta, dularfulla. Þriðji þáttur rak á góðan endahnút, enda eins og hljómsveitin tæki við sér. Ein- leikara á borð við Sigurð eigurri við fleiri. Kammersveitin veitir þeim tækifæri til að tjá sig, og er það vel. Jón H. Sigurbjörnsson, Kristján Þ. Stephensen, Pétur Þorvaldsson og Elín Guðmunds- dóttir fluttu Tríó sónötu nr. 3. í G-dúr eftir Bach. Var flutningur ágætur, en ekki sérstaklega eftirminnilegur. Samleikur Elínar og Péturs, sem léku continuo raddirnar, var þar skýr og samtaka og cellótónninn safaríkur eins og endranær þegar Pétur á hlut að máli. Sama má segja um continuoleik- inn er bassaleikarinn Scott Glecler bættist í hópinn, t.d. í Concerto Grosso Vivaldis, sem á eftir fór. Var þetta einkar eftirtektarvert, og sýnir hve bassalínan getur verið afgerandi sé henni veitt eftirtekt og sýnd alúð. Samleikur Kristjáns og Jóns í Tríó sónötunni var prýðilegur, sérstaklega í loka- kaflanum. Concerto Grosso eftir Vivaldi rak lestina. Þar ritar Vivaldi fyrir fjórar fiðlur auk strengja- sveitar. Einleikararnir Rut Ing- ólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Ásdís Þorsteinsdóttir, Kolbrún Hjaltadóttir — og fleiri — stóðu sig ágætlega. Mest kom nýliðinn Koibrún Hjaitadóttir undirrit- uöunx, á óvart, og má vænta af henni mikils þegar fram í sækir. Hljómsveitaráferð fyrsta og þriðja kafla var örlítið harkaleg, og eins og menn væru um of ákveðnir að komast í gegn, fremur en að leika af unaði. Niðurstrok voru þung. Annar þáttur lenti á villigötum, fór útaf sporinu, og gerði það svo sem ékkert til. Minnti kannski á það, hve bilið milli samtímatón- listar og þeirrar eldri er lítið þegar allt kemur til alls! I heild voru tónleikarnir gloppóttir. En stemmningin, og einstaka frábærir sprettir, áttu upp á háborð flestra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.