Morgunblaðið - 19.12.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
Margir muna eftir kvik-
myndinni Brúin yfir Kwai-fljót.
Dauöabúðirnar viö Kwai-fljót
hafa sama baksviö. Hér er þó
ekki um skáldsögu aö ræöa heldur frásögn af raunveruleg-
um atburðum. Höfundurinn segir frá því sem hann og félagar
hans í breska hernum þurftu aö þola í fangabúöum Japana
við Kwai-fljót í seinni heimsstyrjöldinni. Dauöabúöirnar viö
Kwai-fljót er í senn spennandi og hrífandi frásögn. í
fangabúöunum strituðu menn frammi fyrir byssukjöftum og
hættu lífi sínu á flótta. Þeir örmögnuöust, tortryggni og
fjandskapur fór vaxandi. Skyndilega uröu umskipti; Menn
tóku aö fórna lífi sínu hver fyrir annan og hjálpa hver
öörum... Hvaö gerðist viö Kwai-fljót? Verö kr. 5880.
Fast i öllum bokaverzlunum.
Flottadrengurinn Hassan er 12 ára. Hann á heima í helli
nálægt Jerúsalem. Hann er fátækur og oft svangur og
veröur aö leggja hart aö sér til að útvega sér og tveimur
litlum telpum mat. Hassan lendir í mörgum spennandi
ævintýrum. Hann flækist m.a. inní óaldaflokk, sem honum
gengur erfiölega aö losna úr. Hann finnur einnig fööur sinn,
sem hann haföi vilíst frá. Flóttadrengurinn Hassan er
raunsönn og hrífandi bók. Um leiö og lesandinn fylgist meö
spennandi ævintýrum Hassans kynnist hann kjörum og
vandamálum flóttafólks nú á dögum. Sænsk verðlaunabók
— kjörin fyrir börn og unglinga. Verö kr. 3240.
Bókautgáfan Salt, s. 18188
Tíu böm
hlutu bókar-
verðlaun
Nærri 2.500 börn tóku þátt í
yorölaunagetraun bókaútgáfunn-
ar Arnar og Örlygs sem hún efndi
til í sambandi við sjónvarpsaug-
lýsingu. í gær voru dregin út 10
nöfn að viðstöddum fulltrúa
borgarfógeta og hlutu þessi
verðlaun. sem eru bækur að
verðmæti 25 þúsund kr. og verður
hringt í vinningshafat
Björg Helgadóttir, Lálandi 12,
Reykjavík
Guðni Sigurbjarnason, Haukshól-
um 5, Reykjavík,
Jón og Gunnar Árnasynir, Kirkju-
teig 29, Reykjavík,
Laufey Jón Höggnadóttir, Hraun-
bæ 10, Reykjavík,
Lilja Jónasdóttir, Njarðvíkurbraut
4, Keflavík,
Margrét Árnadóttir, Hraunbæ
106, Reykjavík,
Margrét Valsdóttir, Laxárvirkjun,
Þingeyjarsýslu,
Sigríður Oladóttir, Löngubrekku
11, Kópavogi,
Valdimar Björnsson, Ásbraut 21,
Kópavogi,
Þórunn Pétursdóttir, Ásabraut 7,
Keflavík.
Umframfjár-
þörf verði
brúuð að fullu
BLAÐINU hafa borist ályktanir
frá SÍNE-deildunum í Ósló, Lundi
og Kaupmannahöfn þar sem það
er harmað að íslenska ríkisstjórn-
in hyggist halda áfram skerðingu
á kjörum námsmanna. Deildirnar
krefjast þess m.a. að fullt tillit
verði tekið til fjölskyldu náms-
manns við útreikning láns og að
umframfjárþörf verði að fullu
brúuð.
Leiðrétting
í MINNINGARGREIN um Jón
Ögmundsson verkstjóra á Brún í
blaðinu á sunnudaginn urðu prent-
villur, sem leiðrétta þarf:
... á sumrin var hann yfirleitt við
boranir í óbyggðum. — Hér
læddist prentvillupúkinn að og
stóð við dorganir. — Þá stóð árið
1976, þar sem standa átti 1967, í
sambandi við samstarf Jóns heit-
ins og greinarhöf.
Lítið barn
hefur
lítið sjónsvið
Wli