Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
Nói bátasmiður
Erlinsur Davíðssoni NÓI BÁTA-
SMIÐUR. 182 bls. Bókaforl. Odds
Björnssonar. Akurcyri. 1978.
»Hlýr er hann í viðræðum, þegar
hann segir frá gömlum starfs-
bræðrum. Gestum fagnar hann
vel, er ætíð hreinn og beinn, hefur
gamansögur jafnan tiltækar og
telur orð jafngild skriflegum
samningum.«
Svona lýsir höfundur, Erlingur
Davíðsson, sögumanni sínum,
Kristjáni Nóa Kristjánssyni —
Nóa bátasmið. Erlingur er natinn
og þýöur ævisöguritari. Enginn
kafli þessarar bókar er æsispenn-
andi. En bókin er nú samt notaleg
aflestrar, verulega notaleg. Frá-
sögnin er skýr og greinagóð. Og
þar sem nú sögumaður sýnist vera
fremur dulur maður — að minnsta
kosti ekki mjög opinskár, og sagan
segir mest frá hversdagslegum
viðburðum og daglegu lífi á hún
því meir undir ritleikni skrásetj-
arans. Nói er vestfirðingur að
uppruna, fæddur fjórum árum
fyrir aldamót, missti foreldra sína
á ómagaaldri og ólst upp hjá
vandalausum, hvarf þaðan þegar
hann hafði aldur til og lærði
skipasmíði en brá sér þó á sjóinn
við og við, meðal annars í siglingar
og kynntist þá flestum hliðum
farmennskunnar. Þannig rekur
-hann kynni sín af gleðikonum í
erlendum höfnum án þess að fara
út í þá sálma í smáatriðum.
Síðustu áratugina hefur Nói
verið búsettur á Akureyri og þar
hefur hann unnið meginævistarf
sitt. Lífshlaup Nóa er ekki giska
frábrugðið fjölda annarra af
kynslóð hans. Hann er minnugur
og vel hefur hann tekið eftir. Hins
vegar virðist hann sjaldan hafa
orðið uppnæmur um ævina og ekki
verið gjarnt að láta tilfinningarn-
ar hlaupa með sig í gönur og því
lætur hann að mestu hjá líða að
gerast dómari yfir samferðamönn-
um sínum á lífsleiðinni. Minningar
hans um æskuheimilið eru fremur
bjartar þó svo hann ælist þar upp
sem tökubarn. Að því leyti sver
hann sig í ætt við kynslóð sína sem
taldi hvorki karlmannlegt né
Bókmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
kristilegt að sætta sig ekki við
hlutskipti sitt. Gamli tíminn var
samt ekki eintómur dans á rósum.
Þrúgandi húsbóndavald og vinnu-
kergja einkenndu margt sveita-
heimilið fyrr á tíð. Gagnrýni var
forboðin, börnunum innrætt að
allt væri gott sem að þeim var rétt.
Þetta verður þó naumast lesið
nema óbeinlínis út úr ævisögum
þeirra sem ólust upp við svipuð
kjör og Nói og nú eru komnir á efri
ár, og svo er að sjá að Nói hafi átt
sæmilega daga hjá fósturforeldr-
um sínum. Líkast til hefur hann
verið heppinn miðað við það sem
almennt gerðist á uppvaxtarárum
hans.
En gagnstætt því sem gengur og
gerist í mörgum ævisögum þykir
mér fyrsti hlutinn, þar sem Nói
segir frá bernsku sinni og æsku,
daufastur, en skemmtilegastur
miðhluti sögunnar þar sem hann
segir frá förumannslífi sínu,
hérlendis og erlendis. Þar er mörg
ferðasagan. Og ferðasögur segir
Nói vel. I heimahögum varð hann
hugfanginn af stúlku. Hún hélt til
Reykjavíkur, þangað var leiðin
farin að liggja; hann á eftir! Hann
hélt hún mundi bíða sín, bíða þar
til hann yrði tilbúinn að stofna
með henni heimili. En hann
ofbauð biðlund hennar, hún gafst
öðrum, og þó það sé kannski ekki
sagt berum orðum í sögunni, má af
frásögninni ráða að þá hafi komist
nokkurt los á sögumann, hann
gerðist kunningi Bakkusar þótt
aldrei yrði hann handgenginn
honum. Og því aðeins greip hann
til gleðikvenna í hafnarborgum
erlendis að hann taldi sig eiga með
sig sjálfur! Ég hygg að margur
ævisöguritari hefði hyllst til a ð
gera þessa sögu að aðalatriði. En
svo er ekki gert hér. Erlingur
Davíðsson er ekki að skrá ástar-
sögu og því síður gleðisögu heldur
ævisögu. Þess vegna sópar hann
endurminningagólfið hjá sögu-
manni sínum eins og það leggur
sig. Og þá kemur vitanlega í ljós
að Nói hefur varið flestum dögum
ævi sinnar til — vinnu! Og þegar
bókinni er lokað og titillinn blasir
við á kilinum rennur upp fyrir
manni að heiti bókarinnar segir
dagsatt um innihaldið: þetta er
saga iðnaðarmanns, saga manns
sem hefur unnið hörðum höndum
langa ævi og á því flestar minning-
ar um ævistarf sem honum er
Glompinn nt.
SUÐURLANDSBRAUT 6 SÍMI 83215
60016
nýja línan
i lompum
mikið úrvalr
60012
einkar kært þegar hann horfir til
baka.
Kynslóð Nóa ólst upp við strit og
var innrætt að trúa á blessun
vinnunnar. Vinnan hélt henni frá
freistingum — tíminn til frílyst-
inga var svo naumur! En þá varð
líka að leita lífsfyllingar í hinu
daglega lífi, finna hamingjuna í
starfi sínu, sjá fegurðina í ásangri
þess. »Góður bátur á hvítfextum
öldum,« segir Nói bátasmiður, »er
nær því en flest annað, sem
maðurinn hefur smíðað með huga
sínum og höndum, að vera lif-
andi.«
Að lokum segist Nói vera að
velta því fyrir sér hvort hann ætti
ekki »að smíða utan um mig og
hafa gripinn tilbúinn þegar á þarf
að halda. Helst vildi ég hafa
ofurlítið bátslag á kistukrýlinu
mínu ef ég mætti það.«
Af lestri þessar bókar dreg ég þá
ályktun að sálarskip þessa æðru-
lausa manns sé ekki síður vel viðað
en happafleytur þær sem hann
hefur bestar smíðað um ævina.
Erlendur Jónsson.
Hótel, félags-
heimili o. fl.
Fréttabréf frá Stykkishólmi
Stykkishólmi, 15. des.i
AÐALFUNDUR Hótelfélagsins
Þórs í Stykkishólmi var nýlega
haldinn en félagið er aðili að
rekstri hótelsins í Stykkishólmi en
það hefir verið rekið s.l. tvö ár og
er nú opið allt árið. Á þessum tíma
hafa verið talsverðir örðugleikar í
rekstri hótelsins en nú er unnið
markvisst að því að reksturinn
komist á það stig að han'n geti
skilað fjárhagslegum árangri og í
þeim tilgangi var reksturinn
skipulagður að nýju í vor og tók þá
við hótelstjórn Guðrún Þorsteins-
dóttir sem hefir síðan verið
rekstrarstjóri hótelsins. Eins og
áður hefir verið sagt frá hefir
hótelið 26 tveggja manna herbergi
á leigu og einnig ágæta aðstöðu til
veitinga- og gistihúsreksturs. Á
þessum árum hafa margir gist
hótelið og eru allir sammála um
gæði þess og gagn. Formaður
hótelfélagsins var kjörinn Gissur
Tryggvason. Hótelið sér nú ásamt
því að hafa matsölu opna, um mat
til dvalarheimilis aldraðra sem
nýlega hóf störf í Stykkishólmi.
Þá var einnig haldinn aðalfund-
ur eigendafélags félagsheimilisins
og gerð grein fyrir starfi þess og
árangri. Það hefir nú verið opið til
afnota í rúm tvö ár og þar farið
fram margs konar starfsemi, svo
sem leikstarfsemi, félagsstarf-
semi, dansleikir, fundarhöld o.fl.
Hefir þetta félagsheimili komið að
miklum notum í menningarstarf-
semi á Snæfellsnesi. Stærri hópar
með leikrit hafa nú heimsótt
Hólminn vegna þess að félags-
heimilið hefir getað tekið á móti
þeim og salurinn rúmar 250—300
manns. Þá hafa fundarhöld og
ráðstefnur verið haldnar í félags-
heimilinu í samráði við hótelið og
hefir sú þjónusta aukist og þeir
sem hennar hafa notið verið á einu
máli um að ákjósanlegri stað og
aðstöðu sé ekki hægt að fá. Er því
reiknað með vaxandi ráðstefnu-
haldi í framtíðinni í sambandi við
félagsheimilið.
Umsjónarmaður félagsheimilis-
ins er Þórður Þórðarson, en
formaður stjórnar eigendafélags-
ins var kosinn Gunnlaugur Lárus-
son.
Einn bátur stundar nú fiskveið-
ar frá Stykkishólmi, en það er
Þórsnes S.H. 108 og hefir hann
verið með línu og aflað ágætlega
og er búinn að fá í þessum mánuði
rúm 50 tonn af ágætum fiski,
þorski og ýsu. Fer aflinn til neyslu
og í salt. Verður hann að veiðum
til 20. en þá byrjar fiskveiðibannið.
Aðrir bátar eru í höfn síðan
skelveiði var stöðvuð en gert er ráð
fyrir að byrja upp úr áramótum að
óbreyttum aðstæðum.
Seinustu áætlunarferðir rútunn-
ar til Stykkishólms verða föstu-
daginn 23. des. og verður þá farið á
Snæfellsnes og til baka til Reykja-
víkur. Sama dag fer flóabáturinn
kl. 9 frá Stykkishólmi úm Flatey
til Brjánslækjar á Barðaströnd.
Steypa í einbýlishús
hækkaði um 240 þús.
VERÐ á steypu frá steypu-
stöðvunum hækkaði að
meðaltali um 10% af
völdum sementshækkunar-
innar eða hver rúmetri um
1600 krónur, samkvæmt
upplýsingum sem Mbl.
fékk. Rúmetrinn af steypu
hækkaði úr 17.565 kr. í
19.179 kr. og steypu-
kostnaður húsbyggjanda
sem t.d. er að reisa um 150
fm einbýlishús hækkaði
þannig á einum degi um
240 þúsund krónur.
Eftir hækkunina á
sementinu um 20% kostar
nú tonnið af t.d. Portlands-
sementi 32.300 kr. með
söluskatti en kostaði áður
26.900 kr. en hraðsement
hækkaði úr 30.960 krónum
með söluskatti í 37.200 kr.
Lítið til beggjaighliða