Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 29 Sigurlaug Jóhannes- A dóttir - Minningarorð Fædd 21. júní 1923. Dáin 12. desember 1978 Þann 12. þ.m. andaðist á Landspítalanum Sigurlaug Jóhannesdóttir, Asgarði 117, Reykjavík, hún dó á sóttarsæng eftir stranga og harða baráttu við sjúkdóm sinn. Ekki var henni mjög brugðið en hún vissi þó mæta vel að hverju stefndi. Þannig var hún ávallt föst fyrir en þó svo undur blíð. Sigurlaug fæddist 21. júní 1923 að Gröf í Skaftártungu en þar var hún bernskuárin eða allt þar til hún kynntist eftir- lifandi manni sínum, Kjartani Auðunssyni, en þau stofnuðu til hjúskapar 12. marz 1949 og hafa átt heima í Rvík allt síðan. Silla, en það var gælunafn sem allir notuðu er þekktu hana, var dóttir hjónanna í Gröf, Ólafar Gísla- dóttur og Jóhannesar Arnasonar. Hún var fimmta barn þeirra af sex sem á legg komust. Jóhannes andaðist 1958 en Ólöf sér nú enn á eftir einu barna sinna hverfa yfir landamæri lífs og dauða. Ólöf er reynd, greind og guðhrædd kona og ég veit að hún tekur þennan dótturmissi nærri sér, og sendi henni samúðarkveðju okkar, en ég veit einnig að hún tekur þessu með sínu alkunna jafnaðargeði. Grafarheimilið er gott heimili og glaðvært, Silla var þar enginn eftirbátur. Ég man að hún sagði við mig eitt sinn er við vorum að tuskast: „Jæja, karlinn, svo þú þykist vera orðinn kvensterkur", já svolítið stríðin en umfram allt glettin. Þannig var hún allt lífið, kát og kímin. VALIÐ ER VANDALAUST JOLAGJAFIR Kjartani, manni hennar, kynntumst við hjónin þá er þau voru í tilhugalífinu. Mikill og góður vinskapur hefir alla tíð verið milli okkar síðan. Þau Silla og Kjartan eiga fjóra uppkomna syni, þá Gísla, Jóhannes, Auðun og Grétar, sem allir eru kvæntir. Ykkur ungu menn, konum ykkar og börnum samhryggjumst við innilega og biðjum ykkur að geyma minningu hennar í hugum ykkar, minninguna um festuna, glettnina og hjartahlýjuna sem hún veitti okkur öllum af svo örlátum vilja. Um leið og við kveðjum Sillu og þökkum henni samveruna biðjum við þess, að Kjartan sem nú á um svo sárt að binda finni frið og sælu í minning- unni um hana, sem og var í þeirra sambúð. Friður Guðs blessi Sillu. V.Á. STRAUJARN SAMLORUGRILL RYRSUGU GRILLOFNAR Sveinn Friðrik Eyvinds - Kveðja RAFFIVEL BRAUÐ RIST HANDHRÆRIVEL HAR- PURRKA Fæddun 27. október 1961. Dáinn> 2. desember 1978 Fljótt skipast veður í lofti. Hinn 2. desember barst okkur sú harmafregn að skólafélagi okkar Sveinn Friðrik væri látinn af völdum slyss sem hann varð fyrir að kvöldi 28. nóvember. Fyrst lágu leiðir okkar saman í barnaskóla og varð brátt góður vinskapur með þessi góði vinur skuli vera horfinn þessum heimi. Blessuð sé minning Svenna vinar okkar. Karl og Sigurjón. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 okkur er hélst allt til hinsta dags. Svenni leiddi ætíð vinahópinn, og sá hópur var stór. Má þar minnast hins stóra hóps af vinum sem í öllum frístundum var samankom- inn í „skúrnum" heima hjá honum. Svenni var mikill verkamaður og skorti sjaldan verkefni. Það er sama hvar litið var á handbragð hans, allt bar það merki um einstaka handlagni, skemmst er að minnast teiknitímanna undir leið- sögn Sigfúsar Halldórssonar sem kölluðu fram frábæra teiknihæfi- leika Sveinna. Það er erfitt að sætta sig við að KQDAK n Lítil og lipur er Kodák A-1 vasamyndavélin Það fer ekki mikið fyrir henni, en þú getur tekið skemmtilegar myndir á hana til ánægju fyrir sjálfan þig og fjölskylduna. Lítið inn — við erum á 3 stöðum í borginni, Verð kr. 8.550.— Vélin er í fallegum jólaumbúðum og fylgir með 20 mynda filma og taska. Skemmtileg gjöf í jólapakkann. HANS PETERSENHF BANKASTRÆTI — GLÆSIBÆ AUSTURVERI SMNEHsNMHHsSMHHEENnSwSj :r9r,S€t( , íiij TIAMI I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.