Morgunblaðið - 19.12.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
33
>s
Magnús L. Sveinsson:
Afturkippur í bygg-
ingaframkvæmd-
um — vegna færri
lóðaúthlutana
Magnús L. Sveinsson (S) bar
fram eftirfarandi fyrirspurn á
fundi borgarstjórnar 7. des. Hvað
er áætlað, að Reykjavíkurborg
úthluti lóðum fyrir margar íbúðir
á næsta ári og hvar eru þær lóðir:
a. einbýlishús? b. íbúðir í raðhús-
um? c. íbúðir í fjölbýlishúsum?
Borgarstjóri svaraði og sagði: í
Seljahverfi 70—90 einbýlishús, 28
raðhús og 100 íbúðir í blandaðri
byggð. Nýi miðbærinn: Í00 íbúðir í
fjölbýli. Á Eiðisgranda verður
úthlutað 14 raðhúsalóðum. Auk
þess gerir borgin byggingarhæfar
lóðir fyrir 178 íbúðir í Selási á
næsta ári.
Magnús L. Sveinsson tók síðan
til máls og sagði fyrirspurn sína til
komna vegna blaðaskrifa um
yfirvofandi atvinnuleysi í
byggingariðnaði í Reykjavík. Á
liðnum árum hefði núverandi
meirihluti gagnrýnt þáverandi
meirihluta fyrir að úthluta ekki
nógu mörgum lóðum. Vissulega
hefði verið þörf á að úthluta fleiri
lóðum, en það mörgum lóðum
hefði þó verið úthlutað, að ekki
hefði orðið atvinnuleysi í
byggingariðnaði. En samkvæmt
þessum tölum myndi lóðaút-
hlutunum fækka verulega og væri
það miður. Gera mætti því ráð
fyrir, að verulegur afturkippur
kæmi í byggingarframkvæmdir á
næstunni, slíkt væri vissulega
alvarlegt mál.
Sigurjón Pétursson (Abl) sagð-
ist ekki geta orða bundist yfir
furðulegri ræðu Magnúsar L.
Sveinssonar. Það væri vissulega
áhyggjuefni, að fyrirsjáanlegt
væri, að ekki yrði hægt að úthluta
eins mörgum lóðum á næstu
þremur árum og gert hefði verið
síðustu ár en það væri fyrrverandi
meirihluta að kenna, þ.e. íhaldinu.
Málið ætti sér langan aðdraganda,
en nauðsynlegt væri að koma á
reglubundinni úthlutun. Það hefði
staðið á skipulaginu á hinu nýja
byggingarsvæði meðfram Vestur-
landsvegi.
Magnús L. Sveinsson sagði ekki
skrýtið þó meirihlutinn kveinkaði
sér. Allir vissu, að nokkurn tíma
tæki að ganga frá skipulagi en úr
því Sigurjón Pétursson hefði vitað,
að það stóð á skipulagi, vildi hann
spyrja hvað meirihlutinn hefði
gert til að flýta skipulaginu og
staðfestingu þess. Menn gætu
haldið^ að Sigurjón Pétursson
hefði ekkert vitað um lóðaúthlut-
anir meðan hann var í minnihluta,
slíkur málflutningur væri út í
hött. Það væri hins vegar mjög
Maicnús L SvftnRmwi SÍRurJón Pétursson
Albcrt (tuðmundsson ólafur B. Thors.
alvarlegt mál ef lóðaúthlutunum
fækkaði næstu þrjú árin.
Ólaíur B. Thors (S) spurði hvað
meirihlutinn hefði gert til að fá
nýtt aðalskipulag samþykkt?
Hann kvaðst sjálfur hafa óljósan
grun um, að meirihlutinn hefði
uppi hugmyndir um að láta byggð í
Reykjavík ganga suður á bóginn.
Ólafur spurði hvort eitthvað hefði
gersí sem kæmi í veg fyrir, að
byggingarland gæti verið tilbúið
1980?
Sigurjón Pétursson sagði, að
Magnús L. Sveinsson hefði endur-
tekið rétt einu sinni gömlu íhalds-
tugguna „Þeir stóðu ekki við stóru
orðin“. Að óbreyttu skipulagi væru
ekki nema lóðir undir 16—1800
íbúðir til úthlutunar á næstu árum
og yröi meðalúthlutun undir íbúðir
lægri en verið hefðii Sigurjón
sagði, að sér hefði ekki verið ljóst
þegar aðalskipulagið var lagt
fram, að verulegur hluti landsins
væri eign ríkisins. Fram hefðu
farið viðræðufundir milli ríkis og
borgar um landið en ekkert hefði
gerst. Sigurjón kvaðst hafa hug-
leitt að þétta byggð in-nan gömlu
borgarmarkanna.
Albert Guðmundsson(S) spurði
hvort fótur væri fyrir því, að
skipulagðar yrðu lóðir fyrir ný-
x byggingar í Grjótaþorpi? Borgar-
stjóri sagði, að sér væri ekki
kunnugt um það.
Ólafur B. Thors sagði, að
málflutningur Sigurjóns væri fyr-
irsláttur og ef fullur vilji væri
fyrir hendi yrði hægt að fá land til
bygginga 1980. Þegar aöalskipulag
hefði verið lagt fram, hefði
mönnum verið ljóst, að óleyst
vandamál væru frammundan, en
unnið hefði verið að lausn og því
þyrfti einfaldlega bara að halda
áfram.
Njósnarar stórveldanna
takast á á íslandi
RAGNARÖk heitir nýútkomin
bók eftir norska rithöfundinn
Jan Bjiirkelund. í þýðingu Bjarg-
ar Örvar. Bókin kom út í Noregi í
fyrra, en hún er sérstæð að því
leyti. að sögusvið hennar er
ísland.
Efnisþþráðurinn er átök milli
risaveldanna tveggja, Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna. Leyni-
þjónustumenn frá CIA og KGB
eru sendir til íslands og harðna
átökin þá til muna. F’jöldi íslend-
inga kemur við sögu í bókinni en
baksvið skáldsögunnar er hið
íslenska landslag, og meðal annars
kemur það fyrir í bókinni að
eldgos og jarðhræringar ógna lífi
fjölda fólks.
Útgefandi er Prenthúsið s.f.
niiiitttliiatititltiltllll.lt
NYJA NILFISK
sogorka í sérflokki
Já, nýja Nilfisk ryksugan hefur nýjan súper-mótor og áöur óþekkta
sogorku, sem þó má auðveldlega tempra með nýju sogstillingunni;
nýjan risastóran pappírspoka með hraöfestingu; nýja
kraftaukandi keiluslöngu með nýrri snúningsfestingu;
nýjan hjólasleða, sem sameinar kosti hjóla og sleða og
er auölosaöur í stigum.
Allt þetta, hin sígildu efnisgæöi og byggingarlag, ásamt
afbragðs fylgihlutum, stuðlar aö soggetu í sérflokki,
fullkominni orkunýtingu, dæmalausri endingu og
fyllsta notagildi.
Já, svona er Nilfisk: Vönduö og tæknilega ósvikin,
gerð til aö vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir
ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði.
Varanleg: til lengdar ódýrust.
NILFISK
heimsins besta ryksuga
Stór orð, sem reynslan réttlætir
iFOnix
Hátúni • Sími 24420 • Næg bílastæði • Raftækjaúrval
Fyrir aðeins kr. 298.980.-
si'-
Jóla
tilboð
Tæknilegar upplýsingar
T"-BOt> \'oo.°o0.; í 4 "'áo-
ca-50^' stá6mén
MAGNARI:
6—tC, 33, transistorar. 23 díóöur, 70 músikwött. (2x23 RMS)
ÚTVARP: FM. LW. MW. SW.
SEGULBAND:
Hraöi 4,75 cm/sek. Tíönisvörun venjui. kasettu er 40—8.000 Hz. Tíönisvörun Cr02 kasettu er
40—12.000 Hz. Tónflökt og biakt er betra en 0,3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2 rósa
sterío. Atþurrkunarkerfi AC afþurrkun.
HÁTALARAR:
20 cm bassahátalari af kónískri gerö. Miö og hátíönihátalari 7,7 cm af kónískri gerö
Tíönisvörun 40—20.000 Hz.
PLÖTUSPILARI:
Full stærö. aliir hraöar, sjálfvirkur og handstýröur. Mótskautun og magnetiskur tónhaus.
AUKAHLUTIR:
Tveir hljóönemar FM-loftnet. sw_|ottner Ein Cr02 kase„a.
BUÐIN
'—/
Skipholt: 19, sími 29800.